Bjarki


Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 4
\ 4 BJARKi. Tjónið allt er álitið að nemi 80-100 þús. kr. Eldurinn hafði komið upp í skrifstofunni, en ekki vita menn á hvern hátt, hvort heldur frá lömpum ða ofni. 1489 voru bæjarbúar Akureyrar eftir fólkstali í nóvember síðastl. Veðrið breyttist í gær; gekk í hríð með vestanstormi og iitlu frosti. Bæði póstur og Hjeraðsmenn með hesta iögðu þó til fjails í gærmorgun. I dag er aftur góðviðri. Qötuljós er nú verið að se*-ja upp meðfram aðalgötu bæj- arins, þar sem brýnust er nauðsyn á þeim, alls þrjú. Siónleikirnir. sem kvenfjelagið „Kvik" geingst fyrir, eiga að byrja á annan í jólum, eins og auglýst er á öðrum Stað hjer í blaðina. Leikið verður í Bindindishúsinu á Fjaíðaröldu. Fyrirlestur Helga Valtýssonar á sunnudagskvöldið, um norskt þjóðlíf, var vel sóttur, Ræðumaður lýsti bæði norskri náttúru og ýmsu einkennilegu í siðum Norðmanna, brúðkaupssiðutn o. fl. og sýndi, hve Norðmenn eru, einkum upp til sveitanna, fastheldnir við margar gamlar venjur. Heigi er mjög hrifinn af »mál«-strit- inu, enda skrifar hann og talar »málið« eins og væri það móðurmál hans. Þó sagði hann, að svo roætti segja, að sitt málið væri talað í hverri sveit- inni. Nýnorska bókmálið, sem er samsteypa úr öllum þessum mállýskum, er því að líkindum hvergi talað, eins og það kemur fram í bókum og blöðum Norðmanna. Fyrirlesturinn var fluttur með fjöri og skemmti- legur. Vatnagángur var svo mikill í Fljótsdal í rigníngunum um dag- ín að menn muna ekki annað eins: Keldá, sem renn- ur rjett hjá Þorgerðarstöðum, óx svo, að hún flóði upp á hlað og lá við sjálft að fólkið yrði að flýa úr bænum. Skriða mikil fjeil niður á eingið á Víði- völlum fremri og Arnaldsstöðum ogskemdiþaðstórlega. Jólagjafir. Nú með Agli fjekk jeg ýmsar vörur, þar á meðal: Mikið úrval af fallegum lömpum, heingilömpum, borðlömpum, vegglömpum og náttlömpum — skílUÍa. ijómandi fallega frá kr. 1,25 til kr. 7,50. ÍO °i0 afsíáttur gegn peníngum. Hvergi beíra að versla. Lángódýrasta verslunin i bœnum. St. Th. Jónsson. Fiskiskip til sölu. Kutter »Ruth«, sem liggur hjer í vetur, er enn til sölu, en fer líklega til Noregs í Apríl eða maímánuði næstk. ef hún ekki selst áður Seyðisfirði 12. des. 1902. Sig Jóhansen. Lendið ekki í Jólaköttinn I Fataefni nýkomið til Eyj. Jónssonar fallegra ödýrara betra en áður hefur þekkst hjer — tíl dsemis Tau sem eru 2^1^ alin á breidd ljómandi fall- eg kosta aðeins 2—3 kr. alinin. Komið og skoðið sem fyrst! Tilbúin klæðnaður einnig til sölu. Kvenfjelagið leikur, með aðstoð nokkurra karlmanna, Æfin- týri á gaunguför, eftir Hostrup, á annan í jól- um, Leikurinn byrjar kl. 6 e. m. !& runaábyrgðarfjelagiö ojíye dcinske & randforSikringS Selskab“ Sformgade 2, Xöbenhaon Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000) tefcur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (Præmie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðar- skjöl (Police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer tíl umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði Sf- Ch. Jónssonar. Brúkuö ísíenzk irímerki kaupir Andr Rasmussen, Seyðisfirði. f Q Q q Stúkan »Aldarhvöt no. 72« heldíu fund í nýa húsinn sínu á Búðareyri á h 0 erj uirl sunnudegi klukkan 4 síðdegis. — Meðlimir mœti. Nýir meðlimir velkomnir. RITSTJÓKI: ÞORSTEINN QÍSLASON. Prentsm. Seyðisfj. 111 kristindómi, hvernighún lamaði menn andlega og gerði þá heimska í stað þess að efla sjálfstæði þeirra og manndáð, og glæða hjá þeim meðvitundina um sið- ferðislega ábyrgð hvers einstaks manns. Hún var utanvið sig' þegar hann fór. Þetta hafði haft mikil áhrif á hana. Það var líkt ástatt fyrir henni og í fyrsta þrumuveðrinu; hún vildi flýa, en vissi ekki hvað hún ætti af sjer að gera. Hún kastaði sjer grátandi í rúmið. Hún ásetti sjer að kasta öllum þessum nýu hugsunum fyrir borð, gleyma þeim. En hún gat það ekki. Þær komu aftur og börðu að dyrum bæði dag og íiólt, bæði þegar hún var við vinnu sína og í hvíldartímunum. Og alltaf fygldi þeim hugstmin um þennan frjálsa, djarfa mann, með fallegu augun og á fríska hestinum. Og efsatt skyldi segja, hvað hafði hinn svokallaði kristindóm- ur hennar verið? Hún var alin upp í honum, hafði lært hann í skólanum, gat ekki hugsað sjer annað i hans stað, fannst allt annað hræðilegt, ljótt, guðlast. Bæði presturinn og kennararnir höfðu líka sagt, að lútherskan væri einu rjettu trúarbrögðin. Henni hafði aldrei dottið í hug að efast um þetta. Samt fann hún, að hún hafði aldrei verið inn- 112 lífuð kristindóminum eins og t. d. maður hennar hlaut að vera. Hún hafði aldrei fórnað honum hjarta sínu. Hún hafði farið til kirkju og altaris og hlustað á biblíuskýríngar manns síns af því að það var óhjákvæmilegt og hlaut svo að vera. Henni hafði leiðst þetta, en hún hafði naumast þorað að játa það fyrir sjálfri sjer. En nú gat hún játað það, af því að hún hafði nú feingið önnur andleg við- fángsefni, sem löðuðu hugann til sín með miklu meiri krafti. Henni fannst eins og hún hefði verið í fángelsi, en dyrnar allt í einu verið rifnar upp og eiuhver benda sjer útifyrir, að koma út í frelsið og sólskinið. Hverskonar líf var það líka sem hún lifði! Kreppt inni í skemmunni á Haugum til þess að búa um rúm, javo gólf, búa til mat og hlusta á biblíu- skýríngar manns síns - en úti var nóg að vinna, nóg verkefni, sem biðu hennar óunnin og þörfnuð- ust krafta hennar. Henni fannst eins og hún hefði sofið þángað til nú, en væri allt í einu vöknuð. Líf hennar í Kristjaníu fannst henni nú svo lítilfjörlegt og einskisvert, að hún skyldi ekki hvernig hún hefði getað unað því. Nú fann hún, að hún var dóttir móður sinnar; það var að vakna í henni uppreisn- 113 arandi, laungun til mótþróa. En hvað gat hún gert, jafnbundin og hún var. Presturinn var órólegur yfir breytíngunni, sem á henni var orðin. Hún var að verða mögur og fölleit. „Geingur nokkuð að þjer, Gína, ?" sagði hann einu sinui; „þú lítur út íyrir að vera veik." „Jeg hef ekki verið vel frísk síðustu vikurnar Það er líklega hitanum að kenna. Það batnar aftur þegar kólnar í veðrinu", svaraði hún. En það batn- aði ekki. Um haustið notaði hún hvert tækifæri setn bauðst til þess að ná tali mannsins í skóginum. Kærni hann ekki til hennar, þá heimsótti hún hann. Alltaf þurfti hún að spyrja hann að einhverju nýu, eða þá að fá nánari skýringu á einhverju af því sem þau .höfðu áður talað um. Og í hvert sinn sem þau höfðu talað saman fannst henni hún hafa feingið nýan og meiri þroska. Og í hvert sinn fannst henni þá líka ósæmilegt af sjer að halda áfram sama lífinu og áður. Nú var henni ljóst, að hún var annarar trúar en maður hennar og að það væri rángt að leyna hann því. En hvernig átti hún að fara að því að að segja honum þetta jrannig, að hún mildaði sem

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.