Bjarki


Bjarki - 09.01.1903, Blaðsíða 1

Bjarki - 09.01.1903, Blaðsíða 1
V1I13 L Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Seyóísfirði, 9. jan Uppsögn skrifl., ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. ókt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1903. TiS augiýssnda. Hr. David Östlund tekur á móti auglýsíngum í Bjarka og semur um verð á þeim. Borgun fyrir allar auglýsíngar r blaðinu á að greiða til hr. Östlunds, en ekki til mín. Þorsteinn Gíslason. Jnnkö/lun. Hjermeð er skorað á erfíngja Sigríðar sál. Jónsdóttur, sem andaðist hjer á sjúkrahúsinu 13. f. m. að gefa sig fram við undirritaðan skiptaráðanda áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 17. des. 1902 Jóh Jóhannesson Jeg tilkynni hjenneð mínum heiðruðu viðskifta- vinum, að jegfrá 1. jan. 1903 hætti aþ stjórna verslun þeirri, sem jeg áður hef veitt forstöðu, og hef ráðið sem forstöðumann fyrir sömu verslun herra Sigurð Jónsson hjer í bænum, og eru því allir viðskiftavinír mínir beðnir að snúa sjer til hans í öllum viðskifta- erindum framvegis. Um leið og jeg þakka viðskiftavinum mínum fyrir góða samvinnu, ber jeg það traust til þeirra, að þeir sýni hinum nýa verslunarstjóra þá sömu velvild og traust, sem þeir hafa sýnt mjer hingað til, Seyðisfirði 31. des. 1902. Sig. Johansen. Samkvæmt ofanritaðri auglýsíngu tilkynni jeg hjer- með hinum heíðruðu skiftavinum Slg. Johansens verslunar, að jeg frá 1. jan. 1903 tek við stjórn tjeðrar verslunar, og leyfi jeg rnjer um leið að vonast þess, að þeir sýni versluninni sömu velvild og traust, og þeir hafa sýnt henni áður, og skal jeg gera mjer allt far um, að reynast lipur og áreiðanlegur i Öllum viðskiftum. Frá nýári eru margar vörur með niðursettu verði og seljast gegn 100/o afslætti gegn peníngum. Nánari auglýsíng verður birt í næsta blaði. Seyðisfirði 31. des, 1902. S. Jónsson. Fiskiskip tií sölu. Kutter »Ruth«, sem liggur hjer í vetur, er enn til sölu, en fer líklega til Noregs í Apríl eða maímánuði næstk. ef hun ekki selst áður Seyðisfirði 12. des. 1902. Sig Jóhansen. BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON. 70 ÁRA AFMÆLI- —o—• Björnson varð sjötugur 8. des. síðastl. og var það afmæli haldið hátíðlegt í Kristjaníu með mikilli viðhöfn, sömuleiðis í Khöfn. Eins og kunnugt er, býr Björnson uppi í sveit, á búgarði sínum, Aulestad, ekki lángt frá Kristjaníu. En þennan dag var Björnson og kona hans í Kristjaníu og tóku móti heim- j sóknum og hamingjuóskum hjá syni sínum, Birni, leikhússtjóra þjóðleikhússins. Hamingjuóskir og ávörp streymdu að úr öllum áttum, og dýrar afmæMsgjafir; þar á meðal gríðarstór kanna frá Austurdölum og 3000 kr. silfurfat skrautbúið frá Bergen. Grieg tónfræðingur var feinginn til að bera það fram og afhenti hann það með þeim orðum, að ekk- ert væri hægt að setja út á fatið annað en það, að það væri ekki úr gulli. En Björnson hefði tekið konu sína frá Bergen, og síðan væri lítið um gull þar í bænum. A þjóðleikhúsinu var leikið um kvöldið »Over Evne« eftir Björnson. Þegar því var Iokið geingu stúdentar í blysför til leikhúss- ins. Oscar Jæger hafði orð fyrir þeim og Björnson svaraði: »Þegar jeg sje þessi blys og þennan eld, þá vakna hjá mjer tvær hugrnyndir. Hin fyrri er, að þannig skuli Noregur skína fyrir heims- ins augum, hin síðari, að ykkur, sem Ijósin berið, isje kalt. En þið erið ekki þeir fyrstu sem kennið kuldans, meðan þið berið Ijós yfir landið. Vinir rnínir, veifið nú kyndlunum með þeirri ósk, að þeir sem framvegis bera Ijós yfir landið, megi einnig finna Ijóssins yl.« Kvöldið eftir var Björnson haldið fjölmennt samsæti með ræðuhöldum. Ræðukaflinn, sem prentaður er á öðrum stað hjer í blaðinu, er úr ræðu, sem hann hjelt þar. Skrautrit hefur verið gefið út til minningar um þetta Björnsonsafmæli, sem ýmsir merkir menn hafa ritað í. Ðanskur maður, Henrik Cawling, er var við hátíðahaldið i Kristjaníu tem fregnritari »Poli- tiken«, lýkur frásgn sinni með þeim orðum, að aldrei,. hvorlci fyr nje síðar, hafi heil þjóð með jafnmikill ást og aðdáun heiðrað einstakan mann eins og Norðmenn Björnson í þetta sinn. Reykvíkingar sendu Björnson eftirfarandi ávarp og kvæði skrautritað. Avarpið samdi Jón Ólafsson, en Þorsteinn Erlingsson orti kvæðið. Mikli nieistari! Á sjötíu-ára afniæli yðar finnum vjer, ætt- brarður yðar i úthafi norður, hvöt til að flytja yður þakklæti vort og árnaðaróskir. Meir en 40 ár eru nú liðin síðan er nafn yðar varð fyrst kunnugt almennníngi hjer á landi. Nú er varla það mannsbarn á landinu, sem ekki elski það og virði En auk þess sem þýtt er á vort mál af ritum yðar hefir hver og einn mentaður Islendíngur fylgst með öllu, sem þjer hafið ritað. Skáldrit yðar í bundnu máli og óbundnu eiga hjer á landi óefað fleiri vini en nokkurs annars skálds, er á útlenda túngu hefur ritað. Barátta yðar fyrir sannleik og rjettvísi í heiminum fyr og síðar hefir jafnan snortið viðkvæman streng í hjörtum vorum. Oss hefur og aldrei gleymst, hve gott þjer hafið lagt til mála vorra, meðan stjórnarbarátta vor stóð sem harðast. Hið forna ættland forfeðra vorra er orðið oss enn kærara fyrir það að þjer eruð sonur þess. Þökk fyrir skáldskap yðar! Þökk fyrir Iíf yðar og starf! Guð styrki starfsþrek yðar og blessi ellidaga yðar. Þín hirð þekkist, Norðmaður, hvar sem þú fer, þar herja svo margir og snjallir; þeir gánga nú færri með gildari her, og gulhjálminn þekkjum vjer allir. Vjer kendum þjer sönginn um srgur áStorð; þú sjer að við kunnum að geyma. * I sjálfum oss finnum vjer afl þitt og orð, og ísland er seint til að gleyma. Þú komst hjer svo fríður og kvaddir svo snjallt; vjer kendum þig, sönginn og stálið; oss fanst sem vjer værum í ætt við það allt og eldgamla, norræna málið. Þar fylgdi þjer sannleikans frækleiki og traust, os s fanst, að hann kæmi þar sjálfur, því hann getur einsamall haft þessa raust, Sem heyrist um gjörvallar álfur. Já, víst hafa brotist hjer vestur um sæ þeir voldugu, glampandi hljómar. Og kærst væri, að Norðurland ættu það æ, sem öflugast brennur og hljómar. Vjer orkum svo lítið að stækka þau sti£, sem stórmennið öldunum ryður; en heyrðum vjer Brandes og heyrðum vjer þig og herópið: „Sannleiki’ og friður". Og þú verður æ með þeim fremstur í för, sem finna sjer aflið í höndum og láta’ ekki stöðvast hinn leiftrandi’ hjör uns Loki er höggvinn úr bönduin. Sú orrustu-nótt verður háreyst og hörð, en hvernig er líka sá dagur! Úr æginum risin hin iðgræna jörð, en óbygður himinn og fagur.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.