Bjarki


Bjarki - 30.10.1903, Blaðsíða 2

Bjarki - 30.10.1903, Blaðsíða 2
2 B J A R K I. vindinn, en hjer á Skerjafirði vildi það ekki blessast, en jeg var hjer ókunnugur, svo jeg vissi ekki hvað átti við vindinn hjerna og fyrir það urðum við 28 mínútur þessa leiðina í staðinn fyrir 18 hina. En þegar við komum að iandi var har.n farinn að kalda þó dálítið á iandnorðan og þá skildi jeg, að það var til þess að piltarnir hefðu byr suður yfir aítur líka, svo það varð að öllu samanlögðu ekki svo vitlaust, að fara þrisvar á skömmum tíma fram og aftur yfir fjörðinn og hafa alltaf leiði. Og það komum við okk- ur saman um, þegar við vorum að lenda við hús- dyrnar heima, að þetta væri besta skemtiferðin, sem við hefðum farið úr Reykjavík, sigla i þægilegum byr, þeysa á góðum hestum .og fá svo alit hitt svona í viðbót. Á landi okkar eru tv.eir blettir, sem einhvernveginn er svo skamt á milli í mínu höfði, að jeg get varla hugsað svo um annan, að mjer detti hinn ekki í hug um leið, og er það vafalaust af því, að injer finst annar vera ljósasti bletturinn á landinu, en hinn sá svartasti. Þessir blettir eru Þíngvöllur og Bessastaðir, skoðaðir í sjónauka sögunnar. Jeg þarf ekki að rekja þetta sundur eða bera blett- ina saman. Það er nóg að nefna þá. En ófróðiegt væri það ekki, að eiga sögu Bessastaða vel sagða írá upphafi, því digur þáttur er það í skemdarsögu landsins og eymdar og eyðileggíngarsögu þjóðarinn- ar. Skemtilestur væri það ekki, en þar ættum við best að geta glöggvað okkur á, hvernig sú byggíng var rifin niður steinn fyrir stein, sem hugumstærstu Íslendíngarnir og högustu hendurnar höfðu reist á þíngvelli og verða átti æfinlegur sonaarfur okkar. Þar mætti og sjá, hvernig allt það, sem frjálsmann- legast og dreingilegast var í þjóðinni, og við söknum sárast, var smádrepið, en hlúð að þrællyndi og var- mennska, hvar sem þau urðu grafm upp, alla leið frá því, er höggormurinn gamli í Noregi fær óþokkann íslenska til að myrða Snorra Sturluson og tekur Bessa- staði með öðru fjemætu, þegar hann er að færa líkið úr skyrtunni til að ræna það. Þar varð síðan aðalbæli allra hinnu íslensku rán- dýra konúngsvaldsins norska og danska, þángað til þeim þótti fara betur um sig hjer í Jíeykjavík. Og þó stundum rofi til í þeim sorta, sem þar grúfði yfir, þá eru það strjál stjörnuljós, sem geta ekki gert þá nótt að degi. Það er eins og þar sje síopinn' gígur, sem ýmist þeytir sótsvörtum öskumekki yfir landið og drepur og kyrkir allan gróður, eða kastar stórbjörgum sem rota þúsundir í einu. í*að bítur að hugsa til þess, að undir þessum bletti skyldi vera íslensk mold. En þó heiftin öskri undir, þá er ekki laust við að maður stígi dálítið hróðugur á þennan blett nú, yfir því að þessi gígur er nú þagnaður og þegir vonandi til ei- lífðar. Hjer er nú bóndaeign. Qrímur Thomsen fjekk Bessastaði hjá stjórninni í jarðaskiftum 1867, en Skúli Thóroddsen keypti af bánkanum fyrir hálft 14. þúsund, að mig minnir, en nú hefur hann kostað það til jarðar og húsa að þau munu vera honum nær 40 en 30 þúsundum og það myndi húsið einsamalt 1 vera virt væri það í Reykjavík. Auk húsanna og garðanna nýju, er hann að láta sljetta túnið. Þessi blettur brosir því nú við blómlegur, bjartur og friðsamlegur, eins og leystur úr álögum og orðinn íslendíngur aftur og ætlar alltaf að verða íslendíngur og alltaf bjartur. Páll Stígsson í kórnum er ekki annað en molaða höggormshöfuðið, mátulega fjörug vofa til að halda mönnum vakandi í kirkjunni og gálgaklettur hinumegin Lambhúsatjarnar eru góðirtil að minna íslendínga á til hvers innlendar og útlendar heingíngarólar eru hafðar. Þorsteinn Erlíngsson. Á ferð. Eftir Guy de Maupassant. —o — Það var fullt í vagnherberginu alla leið frá Cannes, og á samræðunum varð ekkert hlje, því hver þekkti annan. Þegar farið var fram- hjá Tarascon sagði einn; »Það er hjerna sem morðin hafa verið framin.« Og svo var farið að tala um morðin og morðíngjann, sem lög- regluliðið aldrei gat náð í, en tvö síðastliðin ár hatði hvað eftir annað myrt ferðamenn á þessari leið. Hver um sig kom fram með sín- ar tilgátur og lýsti sinni skoðun á málinu. Kvenfólkið leit ’óttaslegið út í gluggana eins og það byggist við að morðínginn mundi þá og þegar reka höfuðið inn. Svo var farið að segja sögur, hverja annari hræðilegri, um menn, sem lokaðir höfðu verið inni í vagnherbergj- um með vitfirríngum, eða orðið að sitja þar einir tímunum saman hjá ískyggilegum föru- nautum. Hver um sig þóttist hafa lent í einhverju þesskonar, en losað sig úr klípunni með frá- bæru snarræði, annaðhvort skotið stigamönnunum skelk í bríngu, eða þá náð yfirhönd yfir þeim á einhvern hátt, Læknir einn, sem altaf dvaldi vetrartímann í suðuriöndum, komst loks að með sína sögu. Hann sagði: Jeg fyrir mitt leyti hef aldrei haft tækifæri til þess að reyna á kjark minn eða karlmensku. En einn af sjúklíngum mínum, kona, sem nú er dáin, hefur sagt mjer frá einhverri hinni undarlegustu sögu sem jeg hef heyrt. Konan var rússnesk, María Baranow greifa- frú, hámenntuð kona og framúrskarandi falleg. Þið þekkið hve fallegar rússnesku konurnar geta verið, að minnsta kosti í augum okkar Frakka. Læknir hennar hafði í mörg ár sjeð, að brjóstveiki var að búa um sig hjá henni og þess vegna reyndi hann að fá hana til að ferð- ast til Suðurfrakklands. En hún þverrieitaði að fara burt úr St. Pjetursborg. Síðastliðið haust sá læknirinn að við svo búið mátti ekki leingur standa, sagði manni hennar, hvernig á- statt væri, og hann ljet konu sína strax leggja á stað tii Mentone. Hún leigði vagnherbergi ein sjer, en þjónustufólk hcnnar annað. Það lá ílla á benni. Hún settist við gluggann og horfði á, hvernig akrarnir og sveitaþorpin liðu hjá. Henni fannst hún vera ein og yfirgefin. Hún átti eingin börn, fáa ættíngja, mann sem hættur var að elska hana, og sendi hana nú burt frá sjer á annan heimsenda, eins og hann hefði sent veika vinnustúlku á sjúkrahúsið. I hvert sinn sem vagninn nam staðar kom Ivan, þjónn hennar, og spurði hvort hana vant- aði nokkuð. Ivan var gamall þjónn, trúr og dyggur, alltaf reiðubúinn til að gjöra það sem hún óskaði. Það fór að dimma af/ nótt, lestin þaut á- fram með fullri ferð. Greifafrúin gat ekki sofn- að. Henni datt þá í hug að stytta sjer stund- ir með því að telja peníngana sem maður henn- ar hafði feingið henni til ferðarinnar. Hún opnaði ferðatöskuna og hellti gullpeníngunum í hrúgu í kjöltu sína. En allt f einu sló köldum gusti í andlit henni. Hún varð hissa og leit upp Vagn- hurðinni hafði verið ýtt til hliðar. Greifafrúin varð hrædd, kastaði sjali yfir peníngahrúguna í kjöltu sinni og beið svo þess sem verða vildi. Eftir nokkrar sekúndur kom inn maður, veislu- búinn; hann var móður, sár á annari hendi og berhöfðaður. Hann lokaði hurðinni, settist nið- ur, horfði fast á gréifafrúna og vafði vasaklút um úlfliðinn, því blóðið lagaði úr sárinu. Greifafrúin fann að hún var nær magnþrota af hræðslu. Auðvitað hafði maðurinn sjeð hana hella peníngunum í kjöltu sína og var nú kominn til að stela þeim og myrða hana. Hann bljes mæðinni og horfði stöðugt á greifa- frúna. Stundum komu eins og krampadrættir í andlitið. Henni fannst að hann mundi þá °g þegar ráðast á hana. En allt í einu sagði hann: »Verið þjer óhrædd, frú!« Hún svaraði eingu, gat ekki opnað varirn- ar; hún heyrði hjartað berjast í barmi sínum og fannst eins og þúng suða fyrir eyrunum. Hann hjelt áfram: »Jeg er einginn glæpa- maður, frú!« Hún gat enn ekki áttað sig, en ósjálfrátt dró hún hnjen suman, svo að gullið streymdi niður á gólfið. Maðurinn varð hissa og laut niður til þess að tína péníngana upp. Þá reis frúin á fætur og kastaði öllu úr kjöitu sinni niður á gólfið, hljóp síðan til dyr- anna og ætlaði að kasta sjer út. Hann sá hvað hún hafði í hyggju, stökk lika á fætur, greip utan um hana, setti hana með valdi nið- ur hjá sjer á bekkinn og hjelt um hendur hennar. »Hlustið þjer á það sem jeg ætla að segja, frú,« sagöi hann bistur; »jeg er eing- inn glæpamaður, og jeg skal sýna yður það með því að tína peníngana upp fyrir yður og skila yður þeim ölium. En það er úti um m'g> jeg er dauður, ef þjer hjálpið mjer ekki til að komast út fyrir landamærin. Meira get jeg ekki sagt yður. Að einum tíma ■ liðnum komum við til síðustu rússnesku brautarstöðv- arinnar; það er ekki nema tuttugu mínútna ferð yfir landamærm. Ef þjer hjálpið mjer ekki, þá er úti um líf mitt. Samt er jeg hvorki morðíngi nje þjófur, frú, og hef ekkert óærlegt verk unnið. Það sver jeg yður. jeg má ekki segja meira.« Hann lagðist á hnjen og fór að tína saman gullpeníngana, teygði sig innundir bekkina til þess að leita uppi þá sem þángað höfðu oltið. Þegar hann hafði tínt þá alla upp í töskuna, rjetti hann frúnni hana þegjandi og settist síð- an niður í horninu leingst frá henni í vagn- inum. Hvorugt þeirra hreifði sig. Frúin var enn hrædd, en náði sjer smátt og smátt. Hann starði framundan sjer, fölur eins og nár. Það var mjög fríður maður, nálægt 30 ára gamall, og leit út fyrir að hafa feingið mjög gott upp- eldi. Það var nú orðið aldimmt og eympípan sendi hvað eftir annað frá sjer skerandi hljóð til þess að gera vart við förina. Stundum

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.