Bjarki


Bjarki - 30.10.1903, Blaðsíða 3

Bjarki - 30.10.1903, Blaðsíða 3
var hægt á ferðinni, en svo þaut Iestin aftur á stað með fullum krafti, fór aftur hægra og pípan orgaði hvað eftir annan þángað til lest- in stansaði. ívan kom í dyrnar til þess að vitja um frúna. Hún leit á förunaut sinn, en sagði svo með skjálfandi rödd : »Þú mátt fara til baka til greifans, jeg þarf þín ekki leingra.« ívan rak upp stór augu og stamaði: »En . . . frú?« Hún hjelt áfram: »Nei, þú ferð ekki leingra, jeg hef hugsað um það. Jeg vil að þú sjert eftir í Rússlandi. Hjerna eru peníngar til ferðarinnar heim aftur. En fáðu mjer húfuna þína og kápuna,« Frh. \ Spillt lif. EFTIR GUY DE MAUPASSANT. —° — Niðurl. Svo var hurðinni lokið upp og frúin kom inn. Hún var orðin holdug og hnöttótt matr- óna með þykkar kinnar og voldugan hlátur. Hún hjelt höndunum framundan sjer; ermarn- ar voru brotnar upp og sykurlögurinn rann niður eftir handleggjunum. »Hvað er á ferðum? Eruð þjer veikur, kæri vinur?« spurði hún rólega. »Nei, kæra vinkona,« svaraði hann, »enjeg er kominn til þess að spyrja yður að einu, sem liggur mjer þúngt á hjarta og kvelur mig. Viljið þjer lofa mjer því að svara mjer hrein- skilnislega og blátt áfram?« »Jeg er alltaf hreinskilin, eins og þjer vitið. En hvað er það?« »Ja, sjáið þjer til: jeg hef elskað yður frá því við sáumst fyrst. Hafið þjer nokkurntíma haft hugmynd um það?« Hún svaraði brosandi og það brá fyrir sama málrómnum og á ýngri árum: »Drottinn minn góður, en hvað þjer getið verið heimskur. Jeg sá það undir eins fyrsta daginn.» »Sáuð þjer það? — en — « Og svo þagnaði hann . . • • »En hvað —?« spurði hún. Hann svaraði: »En hvað hugsuðuð þjer? — Hverju hefðuð þjer svarað mjer?« Hún hló. Sykurlögurinn rann í stórum drop- um niður af fíngrunum á henni og draup nið- ur á gólfið. »Jeg« sagði hún; »þjer spurðuð mig aldei. Og auðvitað gat jeg ekki byrjað.* Þá gekk hann einu skrefi nær henni: »Segið þjer mjer, munið þjer ekki eftir deg- inum þegar Sandres lá í grasinu og svaf, en við geingum saman eftir bökkunum?« Hann beið eftir svari. Hún var hætt að hlæja og leit fast framan í hann. *JU> jeg man það,« sagði hún. Hanri hjelt áfram og röddin skalf: »Ef jeg þá hefði — — hefði reynt það — hvernig hefði þá farið?« Hún brosti eins og hamíngjusöm kona, sem ekkert hefur að ásaka sig fyrir, og sagði frjáls- lega, en eins og í hálfgerðu spaugi: __________________BJARKI.___________________ »Þá hefði jeg látið það eftir yður, kæri vinur.« Síðan sneri hún sjer við og gekk aftur fram í eldhúsið. Saval gekk út á götuna. Hann var eins og utan við sig. Hann gekk niður að ánni með laungum skrefum án þess að skeyta um regn- ið o° leit til hvorugrar hliðar. Þegar hann kom ofan að ánni, beygði hann við til hægri handar og fylgdi árbakkanum. Hann gekk eins og í leiðslu. Fötin hans voru orðin renn- vot og hatturinn aflagaður og gegnblautur, svo að vatnið streymdi niður af honum eins og úr þakrennu. En Saval hjelt áfram. Loks kom hann þángað sem þau höfðu borðað morgun- verðinn þennan umrædda dag. Þar settist hann niður undir blaðlausum trjánum og grjet. — Bækur. „TYNDI FAÐIRÍNN." Úngur mentavinur hefur mælst til að jeg ljeti í ljósi skoðun mína á þýðíng þessa rits; kveðst hann ætla að hún, sje „furðulega góð ef þess er gætt, hversu óárennilegt frurnritið er." Jeg undirstryka þennan dóm. Jeg hafði ætlað mjer að geta þessa merkilega rits, en nú hafa aðrir orðið fyrri til. Jeg dvaldi á Seyðisfirði meðan þýðíngin stóð yfir, og sá hana þá og frumritið í fyrsta sirfh. Þarf jeg ekki þess að geía að mjer þótti stórmikið í það varið, enda fannst mjer þýðíngin fyrirtaks lipur og orðfærið jafnvandað og eðlilegt. Að vísu hefði orðavalið mátt vera betra á sumum stöðum, eða nær míiiu skapi, og að vísu eru surriir kaflar samdir af skáldinu með meiri kyngi og kergju, en fram kemur í þýðíngunni. En Árni Garborg er einginn meðalsnati í skáldskap og rit- hætti; má vel líkja honum — í andlegum skilníngi - við hina fornu Norðmenn, forfeður vora, er bæði voru rammir að afli og fjölkunnugir. En svo vel hefur þýðaranum tekist, að honum er heiður en eing- in mínkun að því að heita gamall „Möðruvellíngur." Er ogsvo komið að mínni ætlan, að yfirleitt mega stúdentar hins lærða skóla hafa í fullu trje ef eigi þeir að fara fram úr þeim ritfærari af realstúdentum Möðruvallaskólans. Matth. Jochumsson. -^xt sf>o——- Wardsfiskur. Umboðsmaður P. Wards, H. Runólfsson kaupmað- ur, gefur svo hljóðandi reglur fyrir verkun á fiski þeim sem þeim Ward er ætlaður: Fiskurinn er blóðgaður jafnskjótt og hann veiðist. Menn verða að varast að fiskurinn merjist í með- förum og gjöra strax að honum er í land kemur. Fiskurinn er flattur mjög grunnt, ekki dýpra en inn að mænu og ekki leingra aftur en aftur að fremri styrtlu-ugganum, og þar rist út úr í hálfhríng niður í miðja styrthr. Hann er þveginn vel ofan í saltið og saltaður mik- ið með hreinu og góðu salti. Þegar hann hefur leg- ið 10 daga í salti má þvo hann upp. Hann er þveginn vel á roðið og sömuleiðis á fisk- inn, en menn verða að varast að svarta himnan á þunnildunum fari úr í útþvotti, því hún á að vera á fiskinum, sem heillegust að hægt er, og því má ekki bera bursta á þunnildin. Blóð úr hnakka og dálk má ekki taka burt. Eftir eins dags þurk er fiskurinn settur í linapressu ca. einum þriðja parti ljettari en á fullverkuðum fiski. í þeirri pressu þarf hann ekki að standa leingur en 12 tíma, þá má br'eiða hann aftur. Hafi fiskurinn feingið góðan þurk við fyrstu breiðslu og sje síðan breiddur aftur í góðum þurki, þá má ekki þurka hann allan þann dag. Merki upp á að fiskurinn sje þur, er, að salthvítan sje að nokkru leyti komin út á fiskinum og roðið sje ekki með bleytublettum. Fiskur, sem er mjög marinn, steiktur eða blakkur, er ekki tekinn. Verðlaun úr ræktunarsjóði íslands hefur landshöfðíngi nýlega dæmt 65 bændum og eru hæstu verðlaunin 200 kr., eu lægstu 50 kr. Síra Björn á Dvergasteini hefur einn hlotið hæstu verðlaunin. Hjer á Austurlandi hafa auk hans feingið verðlaun Vilhjálmur á Hánefs- stöðum í Seyðisfirði 75 kr., Baldvin á Þorgerðarstöð- um í Fljótsdal 50 kr. og Oísli Hjálmarsson á Nesi í Norðfirði 50 kr. Mannalát- 2. þ. m. andaðist í Rvík Kristín Einarsdóttir, kona síra Jóhanns Þorkellssonar dómkirkjuprests, 53. ára. Sama dag andaðist í Rvík Qróa Oddsdóttir, ekkja Sigurðar Arasonar, er leingi bjó í Þerney, 82 ára. 24. f. m. andaðist á Akureyri Kristín Quðmunds- son, ekkja Sveins kaupm. áður á Búðum, á sjötugs aldri. Nýdáin er Katrín H. Jónsdóttir, unnusta Halldórs kaupm. Runólfssonar á Bakkafirði. Nýfundinn hellir. Stór hellir hefur í haust fundist skammt frá Þíng- völlum. Á hellismunnanum kvað mjög lítið bera, og því hefur hann getað dulist mönnum svo leingi; þó hefur hann einhvern tíma í fyrndinni verið mönn- um kuunur, því mannaverk er inni í honum, grjót- garður hlaðinn um hann þveran. Að stærð kvað þessi hellir vera ámóta og Surtshellir og með mörgum álm- um út úr, eða afhellum. Ýmsir hafa nú skoðað hell- inn og þykir hann merkilegur, RJómabú fjögur kvað eiga að stofna á Suðurlandi næsta sum- ar, eitt í Fljótshlíð, eitt í Grímsnesi og tvö í Flóanum. Stærsta rjómabúið syðra er við Rauðalæk í Rángár- vallasýslu; þar var smjörið í sumar 370 pd. á dag, > þegar það var mest., Hermann búíræöínsrur - og alþíngismaður var hjer með Ceres á ferð til út- landa, sendur af Búnaðarfjelagi Islands til þess að gjöra tilraunir með sölu á íslensku kjöti. Kjöt þetta verður sent út frá Reykjavík, frá Blönduósi, frá kaupfjelagi Þíngeyínga og kaupfjelagi Fljótsdæla. Presthólamálin. Flugrit hefur verið prentað hjer í haust hjá Austra um Presthólamálin, en mjög lítið hefur það verið út- breitt hjer um slóðir. Það er afartuddalegt útlits, ílla prentað og á skitnum pokapappír. Munu útgefend- ur þess vera ýmsir mótstöðumenn síra Halldórs nyrðra, en framaná pjesanum stendur nafn einhvers ómerk-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.