Alþýðublaðið - 18.01.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.01.1927, Blaðsíða 4
4 al&ýðublaðið Póllaisci er ekkl liklegt til að verða eilíft. Versalafriðurinn og síðar Þjóðabandalagið létu Pólland á sínum tíma fá Efri-Schlesíu, þýzkt hérað, sem er mjög málm- og kola-auðugt. Með því hafa í raun réttri verið brotnar þær megin- reglur, sem látið var í veðri vaka að hin nýja ríkjaskipun álfunnar byggðist á, því að síðan eru íbúar Póilands svo langsamlega fæstir Pólverjar að þjóðerni. Þetta sýn- ir, hve greinilegá sjálfsákvörðun- arréttur þjóðanna hefir verið í nösunum á Versalamönnunum. Pólverjar sjá það, hver hætta ríki þeirra stafar af þessu, og reyna þvi með öllu rnóti að kúga þessi erlendu þjóðerni og svifta þau skólum þeirra, svo að tunga þeirra týnist. Svo hefir 31% af alþýðuskólum verið lagt niður i Galiziu og 2080 í Volhyniu, svo að þar er nú enginn almennur barnaskóli. í Ukraine hafa 1700 verið lagðir niður, og svo á að verða um fleiri. Auövitað veik- ist pólska ríkisheildin við þetta, en styrkist ekki, og er ekki ó- sennilegt, að þetta verði ríkinu að falli. Leikhushagfræði. Franskt listatímarit hefir sam- ið eftirfarandi skýrslu um leik- hús í Evrópu. Eftir henni eru leik- hús á Frakklandi 514, á Englandi 372, á Þýzkalandi 364, á Spáni 288, í Belgíu 94, í Austurríki 75, á Rússlandi 62, á Holiandi 56, í Sviss 43, í Sviþjóð 37, í Noregi 28tog í Sfcrbíu 18, en í. Albaníu og á íslandi ekkert, og má segja, að við þar séum komin í fallegan félagsskap. í skýrslunni eru ekki talin leikfélög eða farandleikhús. Morðingi sýknaður. Verzlunarmaður nokkur í Osló, Sclyesvold að nafni, gerði sig fyr- ir nokkru sekan í því að nauðga konu bifreiðarstjóra nokkurs, Hal- vorsen að nafni. Reiddist bifreið- arstjórinn því ákaft og drap Scly- esvold í reiði. Nú hefir lög- • mannsrétturinn í Osló gersýknað bifreiðarstjórann af víginu. Dómurinn þykir einstæður í sinni röð í norrænni réttarsögu og vekur mikla athygli. Gunnar Gnnnarsson ritar i Mað danskira sam- eignarnianna (kommu* nista). 4. dez. síðast I. voru liðin 250 ár frá því, að Danir og Svíar börðust í orrustunni hjá Lundi á Skáni, og höfðu Danir þar miður. Sænskir 'þjóðernissinnar og vopnaiflamrarar notuðu tækifær- ið til að halda minningarhátíð um þennan fræga sigur með afar- miklum hvalablæstri. Stúdentar við háskölann í Lundi, sem líta nokkuð öðrum augum á hernað- arfarganið en ])essi lýður, boð- uðu sama dag til friðarfundar á vígvellinum og buðu til dönsk- um stúdentum. Utanríkisráðu- neyti Dana réð stúdentum frá þátttöku, en þeir sintu því ekki.. Á fundinum flutti Gunnar Gunn- ar-son skínandi ía'lega friðarræðu og eetlaði að birta hana í „Poli- tiken", sem hafði lofað að taka hana. Fyrir tilmæli utanríkisráðu- neyíi.ins heyktist blaðið þó á því, þegar á áíti að herða, og neitaði. Drjixgur er ,,Mjallar“-dropinn. THkynnlng. Þau skinn, sem við höfum fengið til uppsetningar, og föt til press- unar og viðgerðar, sem hafa verið hjá okkur 2 mánuði, verða seld fyrir kostnaði og vinnulaunum, verði þeirra ekki vitjað innan 8 daga. Ammendrnp, Laugavegi 18 (kjallaranum). EyJablaOtð, málgagn alþýðu í Vestmanneyjum fæst við Grundarstíg 17. Útsölu- maður Meyvant Hallgrímsson. Sími 1384. Látið ykkur ekki verda kalt þegar þið getið fengið þessa hlýju og ódýru vetraryfirfrakka og bíl- stjórajakka í Fatabúðinni. Munið, að allan fatnað er bezt að kaupa í Fatabúðinni. Karimannafötin frá 55 kr. í Fatabúdinni. Gunnar fékk ræðuna þá „Ar- bejderbladeU, nrálgagni sameign- arsinna, til birtingar, og þar kom hún 10. dez. f. á. Anglísendnr eru vinsamlega beðnir að athuga það, að senda auglýsingar í blaðið tímanlega, helzt daginn áður en þær eiga að birtast, og ekki síðar en kl. IO1/2 þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. „Þetta er rækalli skemtileg saga, þó hún sé íslenzk,“ sagðí maður um daginn. Hann lá við að lesa „Húsið við Norðurá“, fyrstu íslenzku leynilögreglusög- una, sem skrifuð hefir verið hér á landi. Alpýbuflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttir! Auglýsið því í Alþýðublaðinu. Rjómi fæst í Alþýðubrauðgerð- inni. Steinolía, bezta tegund, ódýr. Hermann Jónsson, Hverfisgötu 88- Sími 1994. ísl. smjör, kæfa, tólg, ódýrt. — Hermann Jónsson, Hverfisgötu 88, simi 1994. Hveiti. Haframjöl, Hrísgrjón, Sagógrjón, Kartöflur, Hrísmjöl, Dósamjólk á60 aura, stórar dósir. Hermann Jónsson, HyerfisgÖtu 88. Sími 1994. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 11—1 og 6—8. Sjómenn! Varðveitið heilsúna og sparrið peninga! Spyrjið um reynslu á viðgerðum olíufatnaði frá Sjóklæðagerðinni. Rltstjóri og ábyrgðarmaður Hahbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. eftir göngunum, og þar sat Jenny móður- systir mín með renglulegu telpunum sínum tveimur, sem ávalt höfðu vaxið nokkra þuml- unga milli þess, að ég hitti þær. Tímóteus frændi var þar líka. Tímóteus frændi minn hafði verið fjárhaldsmaður minn, þangað til ég varð lögaldra, svo að ég er alt af dálítið hræddur við hann, og nú varð ég að hlusta á ásakanir hans, sem hann hvjslaði að niér, — því að það hefir ávalt verið fyrsta megin- regla fjölskyldu okkar að „komast aldrei i blöðin." Ég sagði honum, að ])etta væri ekki mér að kenna, að ég hefði verið sleginn i rot af skrílshópi, og því síður væri það mér að kenna, að þessi Siniður hefði fundið mig meðvitundariausan og læknað mig. Ég gæti heldur ekki hjá því komist að vera kurteis við velgerðamann minn og hjálpa honuin eitthvað. Tímóteus frændi varð stein- hissa, því að hann hafði trúað þvi, sem stóð í „TimeT', að þetta væri „a!t kvikmyndauppá- tæki“. Hver cinasti maður í Vesturborg seg- ir, að hann „trúi ekki einu orði af því, sem standi, í ,Times‘,“ en vitaskuld gera þeir j)að; þeir verða að trúa einhverju, og hvað hafa jieir annað? Kg var að reyna að hugsa um myndina yfir altarinu. Þeir höfðu vitaskuld sett aðra í staðinn! Ég fór að hugsa um, hver skykii hafa fundið gamla de Wiggs þar uppi; ég fór að hugsa um, hvort hann vissi um það, og hvort.hann hefði nokkra hugmynd um, hver fundið hefði upp á þessu. Ég leit jyfir í Istólinn hans; já, þarna sat hann, rauður og blómlegur og blíðlegur að venju. Ég skimaðist um eftir gamla Pétri Dexter, for- seta fyrir Dexter-hringnum; — já, hann var í sínum stól, skorpinn og boginn og sköllóttur fyrir aldur fram. Og Stuyvesant Gunning úr Öryggisbankanum, — þeir voru þarna allir, drottnarar fjánnála borgarinnar og „stoðir laga og reglu“. Einhver gárungi hafði sagt, að ef þörf væri á að kalla saman forstjóra- fund eftir messu, þá mætti ráðstafa öllum málum Vesturborgar í Sankti-Bartólómeus- kirkjunni! Nú var tekið aö leika á orgelið, og hvít- klæddur söngflokkurinn gekk inn, berandi gullna krossa, og á eftir honum kom séra dr. Lettuce-Spray, nýrakaður, holdugur og fríður, og beindi augum sínum í lotningu til jarðar. Fiokkurinn söng með hrifningu hinn rétttrúaðasta af öllum sálmum: „Einn er hornsteinn helgrar kirkju: herrann Kristur, drottinn vor.“ Helgisiðirnir eru gamlir og fagrir, eins og kunnugt er, og mér hafði verið kent að elska þá og hrífast af þeiin, er ég var lítið barn, og vér gleymum aldrei þess háttar. Friður og velsæmi er undirstraumurinn, — regla og virðuleiki samfara yndisleik, er verkar á skilningarvitin. Allir vita, hvað þeir íeru _að gera, og þetta liður áfram eins og fyrirtaks-vél. Ég kraup niður og baðst fyrir; þá sat ég og hiustaði; því næst stóð ég upp og söng aftur og aftur í ef til vill þrjá stundarfjórðunga. Vér komum að sálminum, er næstur er á undan ræðunni, flettum upp númerinu og sungum í hlýðni: „Guðs sonur fer með ’sveit um lönd að sigra stríði í. Hann blóðrautt nrerki ber í hönd. Hver býðst að fylgja því?“ Meðan verið var að syngja síðasta erindið, hafði séra Lettuce-Spray gengið hægt upp í ræðustólinn. Þegar söngflokkurinn hafði sungið „amen“, rétti hann upp hendurnar til ákalls, - og á þv-í hátíðlega augnabliki sá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.