Bergmálið - 28.05.1900, Blaðsíða 2

Bergmálið - 28.05.1900, Blaðsíða 2
10 BERGMALTÐ, ElMTUDAGINN 28, MAÍ 1900. GEFID UT AD GIMLI, MANITOBA x peeittsmid3"(t SVÖV tJ . Eitstjóri (Editor): G. M. Thompson. Busiuess Manager : G. Thorsteinsson í 1 ár . $1,00 BERGMALIÐ kostar: J 6 mán.... $0,50 (Smán. $0,25 Borgist fyrirfram. AUGLÝSINGAR: Smá auglýsingar eitt skifti 25 eents fyrir 1 þuml. dálks- lengdar, 50 eents um mánuöinn. A stærri auglýsingar, eða auglýsingar um engri tíma, afsláttur eft :r samningi. Viðvíkjandi pöntun, afgreiðslu og borgun á blaðinu, snúi menn sér til G. Thorsteinssonar, Gimi.i. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Bergmálið, P. O. Box 38, Givili, Mun. Safnadar-myndun. ----o--- Svo virðist mí sem Nýja-Ialand œtli að rísa úr sínum and- legu rústu.m moð hinni komandi ö!d —ætli o.ð heilsa tuttugustu öldinni með nýju andlegu lííi. Það er mjög gleðilegt framfaraspor, og vonandi að slikt stig liafi bless- unarrfk áhrif á alt félagslíf vort í heild. Til þessa hefir Nýja-fsland verið ógæfusamt í sítium andlogu mál- efnum. Erá fyrstu landnámstíð hafa stöðugt átt sér hér stað megnustu trúmáladeilur, sem liafa deytt all- an andlegan áhuga og kyrkt félags- lífið. Menn hafu aldrei getað orðið sammála í skoðuniim sír.uin, heldur reynt stöðugt að rífa niður hver fyr- ir öðrum, án þess að byggja nokkuð upp aftur á rústunum. Vér búumst við, oð sumum af vmum vöruin þyki fullmikið sagt, en þá viljuni vér minna þá á málsháttinn: „Þ.tð veld- ur sjaldiin einn þegar tveir deila’1. Þaðerengum efa bundið, aðefvor- ir aridlegu leiðtogar befðu lagt meiri áherzlu á að sameiua en að dreifa, þá hefði hið andlega líf Nýja-íslands staðið í meirí bló'ma. Ef þeir hefðu ekki verið að deila um smá-atriði, og með því eyðilagt hin betri dhrif sín, hefðu þeir gort moira gagn og verið hinni kristnu kirkju til uppbygging- ftr, í ataðinn fyrirað þoir hafa óbein- llnis oi'ði verkfæri til að eyðileggja frjóanga bennar hér. En svo vonum vér, að sá tími sé nú í nánd, að il- geislar hinnar andlegu sóiar nái að verrna og fijóvga frækornin, sem líggja djúpt faliu í hinum andlega irosna jarðvegi á meðul vor. Vér ætlum meðlínum þessum þess- um að gefa stutt yfirlit yfir hreifing þessa, 'sem komst hér á síðastl. vetur. Sunnudaginn 25. febr. síð. liðinn messaði'héi' að Girnli séra liunólfur Mavteinsson. Éftir messu' var hald- inn fundur af þeim mönnum,sem tjáð liöfðu sig fúsa uð styðja að niyndim lútersks safnaðar hér á Gimli. Á þoiin fundi var kosin finnn manna nefnd til að semja frumvarp til safn- aðarlaga, er lagfc skyldi fram fyrir fund, sem haldinn yrði næsta dag. I nefnd þessa voru kosnir oftirfyigj- andi rnenn: Jón Péturssou, 11. P, T ærgesen, Pened. Erímannsson, C. P. Júlíus og Chr. Paulson. Næsta dag var lialdinn fundur, eins og ákveðið hafði verið. Á þeim fnndi lagði nefndin fram fruuivarp til safuaðailaga, Erumvarp þetta var samþykt af þeim, sem mættir voru á fundinuin og áður höfðu tjáð sig fúsa að vera með, ef söfnuður yrði myudaður. Söfnuður þossi vav nefndtir ,,Gimli-söfnuður“. En sökum þess hvo fáiv mættu á fund- inum, var honum frestað til 11. marz. A seinni fundinum (11. marz),voiu lög safnaðarins undirrituð af með- limuin hans og kosin safnaðarnefnd. Þossir hlutu kosningu: Peiied. Erímannsson (forseti)., S. G. Thorarensen (ritari), C. P. Júlíus (féhirðir), Gísli Sveinsíon, Glii'. Paulson. Söfnuður þessi hefir sent köllun til séra Runólfs Marteinssonár, og beðið iiann að veita söfnuðímim fjögra mán aðar þjóllustu á næsta áii, og hefir hann lofrð því. A safnaðarfundi, sem haldinn var þann 20. þ. in., samþykti söfuuður- inu að biðja urn inngötigu í kirkju- félagið á næsta ársþiugi þoss. Sömu- leiðis var hr. Bened. Frímannssou kosiun á þeim fundí, til að mæta sem fulltrúi Ginilisafnaðar á næsta kirkiuþingi. Vér drbguin engau efa á, að það sé eindreginu vilji margra manna hér á meðal vor að vera með, ef þeir feagju lipran og og góðan kenni- föður, sem bæði endurlífgaði hið and- lega líf vort og stutti að góðu fé- lagslífi í deild. Og þá skoðun liöf- um vér á séra Eunólfi, að hann sé vel kjörinn til þessa hvorttveggja. Þótt sumir tjái sig vera ófúsa til að skrifa sigíeöfnuðinn að svo kommi, þá mun það ekki vera af því, að þeir menn séu mótsnúnir safnarmyndun. Möunum er vorkun í þessu tiiiiti. Yið höfum með reynslunni lært að þekkja hin skaðlegu áhrif, som trú- ardeilur Nýja-íslendinga hafa haft á félagslífið; hvernig þær deilur hafa valdið misklíð, úlfúð og hatri á miili einstakra manna, 1 einu orði sagt. hafa eyðilagt allan félagsskap. í>að er því rangt, að kasta steini að þeim mönnum, þótt þeir séu ragir í byrj- un að snerta eidinn, sem þeir áður hafa brent sig svo tilfinnanl tga á Ef samvinnan gengur vel, munu flest- ii' af þessum mönnum verða með, þegar fram iíða stundir. Hnýsni, Það eru fáir gallar, sem eru al- gengari og um leið óþœgilegir fyr- íi’ þá, sem fyrir þeim verða, eu ein- mitt þessi galli. Möuuum finst okki tiltökumál, þó þeir spyiji fólk úr spjöruuum, um alla ♦skapaða hluti, svo sem heimilishætti, viðurgerning, kaupgjald o.fl., sem þá varðar elcki lifandi vitund um, og er bara til að gera og auka óá- nægju og óvild manna á miili. Eu einkum hetir kvenfölkinu verið borið á biýn, að þessi galii fylgdi því. Bæði húsft'eyjur og viunukonur hafa oft þótt líða af þegsmn sameiginlega sjúkdómi. Auðvitað eig'a ekki hér aliar konur óskilið mál, því mjög mai’gar konur,bæði giftai og ógiftai',eru alveg lausar við þenna löst, . en því er ver og miður—mjög ínargar kon- ur hafa hann líki í offulium mæli. Þessi galli er ekki nýtilkominu. Eins og víðast hvar í liverii sveit og liverju bæjarféiagi mun fiunast ýmsir som sérstaklaga eru lceudir við að greuslast eftir liögum náunganna, og og bera fréttirnar manna á milli, eins finuuni við líka þessi sörnu dæmi í söguuum, Hallgerður á lllíðai'&nda hafði gaman o,f að frétta frá náung- unum, t. d. frá sinni góðu vinkonu á Bergþórshvoli, og svo er enn þá títt. Enn þá eru ýmsir til, sem okki þyk- ir nein niðurlæging í að spyrja heim ilisfólk annara úr spjörunum, og láta það greina alt svo nákvæmlcga, að heita má að húsmóðirin sé höfuðset- in inni í sínum eigin hýbýlum. En þetta væri þó sök sér, ef jafn- an væri satt skýrt frá, en oftast mun fleira eða færra bætast við og aukast, þegar farið er að tala, um hvert lít- ilræðið, sem við ber á heimilinu, út nm horg og bý, Og þó alt væri satr frá sagt, þá kemur ýmislegt það fyrir á hverju heimili, som getur fengið nnuað útlit, þogar farið er að segja frá því og flytja það manna á milli, heldur enn það hafði upprunalega. Það er kynlegt, að fólk skuli ekki finna hvað lítilfjörlegt og fyrirlitlegt oi' að lmýsast þinuig inn í hoimilis- líf og prívát-líf manna, sein erti þeim alveg óviðkomandi. Hvað kemur t.d okkui' húsmæðiunnni við, hvernig húsmæðurnar a hinhm heimilunum skamta fólkinu sínu, hvernig þeim kemur saman við menn sína, hörn og vinnufólk, hvort þær séu gesti'isnar, þrifuar, vinnusamar, spavsamar, nízk- ar, greiðvikrrar o.s.frv. Er ekki nóg fyrii’ hvorja eina af okkur að sjá um sig og sitt heimili, og gætum við ekki iitið svo stórt á olckur, að við þætt- umst ofgóðar til að leggja okkur nið- ur við slíka hnýsni. Vinnufólkinu vœri þó freinur vorkennandi, þótt það spyrðist fyrir, því þ.ið gæti verið til þess að velja beztu staðina, þogar þið vistaði sig, on í þessu tilliti höfum við enga afsökun. Ylír höfuð væri hæðí réttara og falíegra, að lofa náunganum að sigla sinu eiginn sjó í næði, án þess að skima eftir hverju hans áraslagi, og gcfa sig meira að því som væri gagn- legra bæði fyrir hvern og oinn sjálf- an, og fyrir aðru út í frá, heldur en að eyða bæði sínum og annara tíma bara til að leita að bi’ostuni náung- auna, hvort aem þeir eru að oius í- niyndaðir, eða þoir kunna að vera til í raun og veru, meðau þeir ekki snerta oss sjálfa áð neinu loyti. —KvENNABIjADID. SVAVA Álþýðlegt mánaðarrit. Rítstj. G. M. THOMPSON Árgangurinn $1,00-

x

Bergmálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmálið
https://timarit.is/publication/29

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.