Alþýðublaðið - 19.01.1927, Side 1

Alþýðublaðið - 19.01.1927, Side 1
Alþý Gefið út af Alþýðuflokknunn 1927. Miðvikudaginn 19. janúar. 15. tölublað. Frá Akureyri. Efling alþýðusamtakanna þar. 38 menn gengu nýlega á einum íundi inn í verkamannafélagið á Akureyri. Alþýðuflokkurinn eflist stöðugt þar, eins og yfirleitt á landinu, og er gott útlit um glæsi- iegan sigur alþýðunnar við bæjar- stjórnarkosningarnar jtar. (Sím- talsfrétt í morgun.) Hrleisd siiMsskeyti. Khöfn, FB., 18. jan. Kínverjar vilja ná rétti sinum, en Bretar halda honum fyrir peim. Frá Lundúnum er símað, að al- ment sé búist við því, að Kanton- herinn og Norðurherinn í Kína muni taka höndum sarnan gegn útlendingum og berjast saman fyrir því, að Kína varði óháð er- lendum ríkjiim. Brezka stjórnin virðist vera staðráöin í því, að verja hlunn- indi þau er Englendingar þykjast eiga rétt á með oddi og eggju, íen að svo stöddu mun það að- allega vaka fyrir henni, að verja Shanghai. Englendingar ofbeldismenn sem fyrr. Flotastjórnin brezka hefir á- kveðið að senda deildir úr Mið- jarðar og Atlantshafs-flotum sín- um til Kína. Hermálaráðherra Englands, er var á skemtiferð á Frakklandi ’sunnanverðu, hefir verið kvaddur heim. Jón Þórðarson fennismiður. Fæddur á Jónsmessu 1862. Dáinn á jöladag 1926. Vöggu-óð þér vorið kvað; vordís góð þér snéri að. —- Féll í sjóð þinn fyrst í stað fugla-ijóð og daggarbað. Hlíðar-blómin hófu þinn ihug í Ijómann sólar inn. Ýmsir hljómar urðu’ urn sinn eins og dómar þér á kinn. Þinn varð hagur þrunginn móð þurfti lag að stikla flóð. En þinn dagur átti sjóð, ;af sem fagur bjarmi stóð. Hög var sál o,.g höndin þín; hyggju-mál þitt síðla dvín; síðast liðins árs (frh.): Ársrit nemmdasumbands Lauga- skóla. I. ár. 5,00. Hver sá, sem lætur sig nokkuð varða mentun alþýðu, hlýtur að vilja fylgjast með hinum nýlega stofnaða skóla á Laugum í Þingeyjarsýslu. Bjarni M. Jónsson: Kóngsdóttir- in fagra. Ib. 3,50. Mjög eftirsótt barnabók, ekki hvað sízt vegna myndanna. Bjarni Sœmimdsson: Fiskarnir 12,00, ib. 15,00- Er of mikið sagt, að fiskarnir eigi eins mikið i okk- ur eins og faðir okkar og móðir ? Er ekki svo um rnörg okkar, að við lifum lengst af æfinni mest- megnis á fiski ? „Fiskarnir“ hans Bjarna er þvi bók fyrir okkur öll. Þar kemur franr í skýrri mýnd ýmis fróðleikur, sem við hálfviss- um, og þó miklu meira af hin- um, sem við' alls ekki vissum. Við sjáum þar meðal annars, að fleiri- þurfa mat sinn heldur en við, ein.s og t. d. blessaður há- karlinn, sem hafði gleypt sel á stærð við uxa og 14 þorska að auki og hefir svo auðvitað ætlað að gæða sér á hrossakjötsbita að auki, en ekki varað sig á önglin- um! (Frh.) knúðir stál, svo kom fram sýn, kynja-bál, er lengi skín. Fram um hraun, sem fótur tróð, fékstu kaun, svo dreyrði blóð. Einkum raunir í þinn sjóð ’urðu iaun á störfin góð. Þar var hvast, og þar var svalt;..- þar var last hjá sumum falt. Hlífin brast, svo hretið kalt hraut svo fast urn skeiðið alt. Heirns um bekki hvar sem er höll rnenn þekkja borin ker. Leiðar-skekkjur lífs uni.ver lesast ekk.i flestar þér. Skyklur allir skýrast sjá, skekkist pallar öðrum hjá; orðist fall á annars skrá, eigin gallar sjást ei þá. Heilög jóla hátíð bar hreint þér sólar geislafar, Hel því ólar hertar skar, „Heims um ból“ er sungið var. * Jón frá Hvoli. Leikfélag Reykjavfkur. 1 e traræfintýri verður leikið í Iðnó í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 10—í2 og eftir kl. 2. Niðursett verð. Leikhúsgestir eru beðnir að mæta stundvíslega. Sími 12. Sími 12. V. K. F. „Framsókn44 Aðalfundur félagsins verður haldinn fimtudaginn 20. þ m. í Ungmennafélagshús- inu kl. 8ý4 e. m. — Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Kaffi á eftir. Konur hafi með sér kökur. Sungnar nýjar gamanvísur og margt fleira til skemtunar. Konur ámintar um að greiða gjöld sín. Tekíð á möti nýjum meðliinum. Stjórnin. Tækifæriskanp. 1 blá cheviotsföt, sem ekki hefir verjð vitjað, á lítinn mann, til sölu. Verð 110 kr. Sömuleiðis yf- irfrakki á stóran mann, verð 65 kr. Nokkrir metrar af Álafoss- efni, verksmiðjuverð 16 kr. metr., seldir fyrir 10 kr. metr. Hreinsa, pressa og sauma föt vel og ó- dýrt. Ammendrup, Laugavegi 18 (kjallaranum). Séra Jakob Kristinsson flyíur fyrri hluta erindis síns um komu mannkynsfræðara fimtudag 20. jan. kl. 8’ e. m. í Bió-húsi Hafnarfjarðar. Aðgöngumiðar á eina krónu við innganginn. Frá Svíþjóð. Stórsigur jafnaðarmanna við bæjarstjórnarkosningar. Almennar bæjarstjórrarkosning- ar eru nýafstaðnar, og féllu þær jafnaðarmönnum mjög í vil. Þeir unnu 143 ný sæti, en töpuðu 6, sem þeir áður höfðu. Auðvalds- flokkarnír töpuðu 135 sætum. Talið er, að jafnaðarmenn eigi 55% sæta samanlagt í öllum stærri borgum landsins að und- anteknum Stokkhólmi, en kosn- ingar þar fara fram síðar. — Víða náðu jafnaðarmenn sætum, þar sern þeir áttu engin fyrir. 1 einu kjördæminu (Skipthammer) höfðu þeir nú í fyrsta sinn í boði Pálllsólfsson, SJöimdl ®rgefi ^kðMisert í frikirkjunni föstudaginn 21. þ. nr. kl. 8 V-, Þórarinn Ouðmunðsson aðstoðar. Aðgöngumiðar fást í bóka verzlun ísafoldar, Sigfúsar Eymundssonar, Arinbj. Svein- bjarnarsonar, Hljóðfærahús- inu, Hljóðfæraverzl. Katrínar Viðar og Hljóðfærðverzlun Helga Hailgrímssonar og kosta 2 krónur. Sími 1969. Sími 1969. Nýfitomið: Saltkjöt, 1. fl., rúllupylsur, kæfa, sauðatólg og nýtt skyr í Matvöruverzlun Sveins Þorkelssonar, Vesturgötu 21. hreinan jafnaðarmannalista og unnu 16 sœti af 20, sem kosiö var til. Vestur-islenskar fréttir. Thórstína Jacksson hefir skrifað „nokkrar hugleiðing- ar urn efnalegt og félagslegt á- stand á Jslandi'1, og er grein þessi birt í jólablaði „Heimskringlu".

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.