Ísland


Ísland - 13.08.1897, Blaðsíða 4

Ísland - 13.08.1897, Blaðsíða 4
132 ISLAND. greiðslunni, landssjóðsafgreiðslunni (landfó- geta), málverkasafni! ftrngripasafni! lands- bókasafni! — prestaskóla!! læknaskóla!! lagaskóla!! og náttúrlega kvennaháskóla!!! Þarna eru íslendingar, gáfu- og mennta- mennirnir, iangt á undan öllum þjóðum, því eingri þjóð hefur nokkru sinni komið til hugar að „innrjetta“ svona margbreyti- legan „Monstur“-lagar“; en svo kemur upphæðin aftur! — 80,.000 kr.!!! Slíkir þingmenn, sem geta byggt þetta musteri fyrir 80,000 kr. — liklega á þrem dögum — gætu vissulega mettað 5000 menn á þrem fiskum og einni tertu! Hvað skyldi annars eiga að gera með byggingu fyrir söfnin? Málverkasafnið er þegar fúnað og upplitað tii muna, eins og áður hefur verið drepið á. Forngripasafnið hefur aldrei verið annað en nauða-ómerki- Ieg sæfinnsk ruslahrúga, sem þeir sjer- visku-Siggarnir — málarinn og gullsmið- urinn — sálugu og Helgi heitinn Mela- guðsmaður höfðu ruslað saman, og sem þeir höfðu feingið nokkrar „litterairar" hetjur í höfuðstaðnum til að spjalla og skrifa um, náttúrlega til þess að narra fólk til þess að trúa því, að þeir allir væru fjandans miklir fornfræðingar. Hið sanna mun, að til sjeu að eins græningjar í fornfræði, sem í flestu öðru, þótt hinum sönnu fornfræðislegu kaupahjeðnum þyki súrt að heyra það. Málverkasafnið virðist þannig alfarið af stað á forgeingilegleikans veg, svo menn þurfa ekki neinn kastala yfir það. Forngripasafnið (rjettara: hÍDn helgi ruslaköstur) ætti annaðhvort að fá geymslu- stað á tjarnarbotninum, eða ef eitthvað ætti að „hafa upp úr því“ að seljast í tusku-, beina- og brota-búð Brydes. — Mest mætti máske hafa upp úr því með því að halda á því uppboð gegn um „ís- lenska ferðamannafjelagið“, sem gæti ef til vili feingið hingað „excentriska“ út- lendinga með „Yestu“, þegar hún kemur úr sauðasiglingunni frá Flandri. Landsbókasafnið getur víst hæglega rúm- ast næstu öld þar sem það er, ef feinginn væri styttri bókavörður, því nú kvað hann stundum reka sig ónotalega upp undir og þar af gerast byljóttur á geðsmunum, svo sem þeir Valtýr og Magnús kváðu um nýlega á þingi. Af bókasafninu mætti vel selja Jóni á Horninu og öðrum, er versla með smjer, púðursykur, rúsínur o.m.fl., meira en helm- inginn. Ef margarínstollurinn kemst á, svo eigi verður selt smjör í kútum eða dósum, getur orðið stór doðranta-útsala hjá lands- bókasafninu, í umbúðir um íslenskt lúsa- smjör, því flestir munu taka skyrtugarm- ana og buxnaræflana utan af smjerinu heim með sjer til þess að geta brúkað það aftur í umbúðir í kaupstaðinn. * * * Að ætla að hrúga saman í sömu bygg- inguna: peningastofnunum, gripasöfnum og kennslustofnunum, er svo andstætt heilbrigðri skynsemi, að jafnvel alþiugis maður, sem hrært er í miskunnarlaust nótt og dag, ætti að geta grillt í þetta. Rvík, í ág. 1897. 8. Ouðms. Frá fjallatindum til fiskimiða. Silfnrbrúðkanpsg'jðf. Sýsluinaður HúnvetDÍnga og sóknarprestur Þing- eyrarprestakalls afhentu 21. júní siðastl., peirn hjón- um Jóhanni kaupmanni Möller á Blönduósi og konu hans frú Alviidu Möller, mjög fagra gjöf i minn- ingu um silfurbrúðkaup þcirra 24. febrúar eíðastl. Gjöf þessi var kaffi-„ste!l“ úr skíru silfri með nöfn- um þeirra áletruðum og ártali. Fylgdi honni skraut- ritað ávarp undirritað nöfnum gefendanna. Yar það rjettilega tekið fram í ávarpinu, að hjón þessi befðu dvalartíma sinn á Blönduósi látið margt gott af sjer leiða, og nytu því að verðleikum vinsældar sýslubúa. Silfurbrúðkaupsdag þann, sem fyr grein- ir, höfðn þau hjón allmikið boð hjá sjer; var þar margt saman komið af heldra fólki, bæði embættis- lýð og bændalýð; var þar skemmtun hin besta, ræðuhöld, saungur og dans. í byrjun samsætisins flutti sjera Stefán á Auðkúlu ræðu til hjónanna, og var sálmur sunginn fyrir og eftir. Undir borð- um talaði sjera Bjarni í Steinnesi fyrir minni þeirra og flutti þeim tvö kvæðí, annað cftir Pál hrepp- stjóra Ólafsson á Akri, en hitt eftir Pál gagnfræð- ing Halldórsson í Miðhúsum. Sömuleiðis minntist sýslumaður þoirra hjóna með ræðu áður en upp var staðið frá borðum. Mælt var fyrir ýmsum fleiri minnum, svo sem fósturjarðarinnar og sýslu- fjelagsins, og töluðu ýmsir, þar á meðal alþingis- menn sýslunnar, Júlíus hjeraðslæknir og sjera Ste- fán Jónsson. Yfir höfuð var samsætið hið ánægjulegasta. Málþráð er nú verið að leggja milli Akureyrar og Oddeyrar. Pund ætluðu Múlasýslungar að halda 8. þ.m. á Bgilsstöðum á Völlum og ræða þar ýms þjóðmál. Verðlaun úr gjafasjóði Þorleifs Kolbeinssonar áður á Háeyri feingu í sumar fyrir jarðabætur: sjera Ólafur á Stórahrauni, Jón Einarsson i Munda- koti og öissur Bjarnason á Litlahrauni. Sjera Bjarni Þórarinsson hefur setið hjer í gæslu- varðhaldi síðan komið var með hann austan að nm daginn. önðl. Guðmundsson sýslumaður Skaftfell- inga er skipaður rannsóknari í málinu og hefur sjera Bjarni þegar játað á sig, að hanu sje sekur um fölsun ákvittunum fyrir hcsta undir póstflutn- inga; hefur hann í reikningum til pðststjórnarinn- ar talið pósti fleiri hesta en hann brúkaði og sjálf- ur ritað nafn pósts undir kvittunina, sem póstur á að gefa fyrir greiðslu á leigu fyrir hestana. Ekki kveðst hann muna hve snemma hann hafi byrjað þetta, eða hve oft hann hafi leikið það. Þessi mannalát eru sögð: Guðni Guðnason áð- ur bóndi á Keldum i Mosfellsveit, andaðist í vik- unni sem leið að Lækjarkoti í sömu sveit, 74 ára. — Bannveig Stefánsdóttir, kona Björns Hermannsson- ar áður bónda á Selstöðum í Múlasýslu, d. 9. f.m.— Þórarinn Þórarinsson, áður bóndi í Hörgshlíð á Vestfjörðum. — Ásgrímur Jónatansson bóndi á Sandeyri í ísafjarðarsýslu. Steingrímur skáld Thorsteinsson og Pálmi Páls- Bon skólakennari eru nýlega komnir heim úr ferð norðan af Snæfellsnesi. Póru þeir með „Reykja- víkinni“ vestur að Búðum og svo landveg um sveitirnar þar vestra. Þeir fóru út að Stapa. Þar eru æskustöðvar Steingríms og þar bjó faðir hans. Hafði hann nú eigi komið þangað í 46 ár. Hvergi kvað vera fegurri jarðir á voru Iandi en sumstaðar þar vestra, hvorki að útsýni nje land- gæðum, en jafnframt hvergi meiri fátækt og fram- taksleysi, byggingar mjög aumar og jarðabætur alls eingar. Svo sagði Pálmi Pálsson, að hvergi hefðí hann sjeð jarðir hjer á landi er betur væri á sig komnar tii kvikfjárræktar en þar vestra sumstaðar, — heilar sveitir væru þar grasi vafðar. En fjenaður er þar mjög litili og kvað hann menn geta ferðast þar svo sveitirnar þverar og endi- langar, að hvergi sæist sauður í haga. „Vesta“ á í haust, að fara tvær aukaferðir með fje til Prakklands, 3000 fjár í hvort skifti, sem Jón Vídalín ætlar að selja þar. Annar fjárfarm- urinn fer frá Reykjavik, hinn frá Akureyri. Magnús dýralæknir á að skoða fjeð áður en far- ið er með það og fer að líkindum með „Vestu“ hjeðan fyrri ferðina til Frakklands og þaðan upp til Akureyrar. Um allt Suðurland hafa rigningar spillt töðú hirðing í sumar; að eins á stöku stað var búið að hirða lítið eitt áður rigningarnar byrjuðu. Maður, sem kom austan úr Mýrdal í gær, sagði að grasvöxtur væri orðinn þar góður og hefði mik- ið farið fram í rigningakastinu. Tveir hvalveiðabátar frá Tálknafirði komu til Vestmannaeyja seint í fyrra mánuði og veiddu þar við eyjarnar 15 hvali á fjórum eða fimm dögum. Sagt er að veiði þessi nemi 42,000 kr. Á jarðskjálftasvæðinu er nú í óða önn verið að byggja og sagt að raenn muni nú betur vanda byggingarnar en áður. Timburhús byggja sjera Valdimar Briem á Stóranúpi og Gísli Einarsson á Ásum. Reykjavík. Rigningasamt hcfur verið fremur þessa viku, eins og þá næstu á undan. Á miðviku- og fimmtudag var útnyrðingsstormur og góður þerrir, en í dag er hann kominn á austan og þungbúinn í lofti. Trúlofuð eru: Benedikt Jónsson verslunarmaður hjá Fiseher og fröken Ragnheiðnr Clausen, dóttir Clausens kaupm. í Rvík. Sigurður Pálsson læknir á Blönduósi gifti sig hjer í vikunni sem leið Þóru Gísladóttur verslunar- manns í Reykjavík. Þau fóru síðan norður. Plestir alþingismenn og ýmsir heldri borgarar bæjarins hjeldu dr. P. Beyer og Thuren byggingar- meistara samsæti 31. f.m. Hallgrímur biskup Sveins- son mælti fyrir minni heiðursgestsins og flutti Odd- fellow-reglunni þakkir Islendinga fyrir holdsveikra- spítalann. Dr. P. Beyer mælti fyrir minni íslands, þakkaði viðtökurnar og kvað eriudi sitt hafa vel geingið; einnig mælti hann fyrir minni kvenna. Á meðan þeir fjelagar dvöldu hjer voru þeir gestir bæjarstjórnarinnar og kostaði hún einnig för þeirra til Geysis og Þingvalla. Þeir fóru hjeðan út með „Laura“ 30. f.m. íslenska Oddfellow-stúku stofnaði dr. Beyer hjer í Reykjavík og geingu í hana nokkrir menn. Pje- lag það heldur leyndum lögum sínum, reglum og áformum og vita menu því enn ekki hvað ísleuska stúkan ætlar að vinna. Stúdentarnir, sem útskrifuðust 1887, mæltu þá svo um, að þeir skyldu hittast hjer í Reykjavík að 10 árum liðnum, ef þeir gætu komið því við. Þeir voru 20. Nú á miðvikudagskvöldið komu 6 þeirra saman til veislu í Iðnaðarmannahúsinu; fleiri mættu ekki hjer í bænum. Þessir 6 voru: Sjera Ólafur Helgason á Stórahrauni, sjera Ólafur Sæ- mundsson í Hiaungerði, sjera Eiuar Thorlacius í Fellsmúla, Guðmundur Björnsson hjeraðslæknir í Rvík, Halldór Bjarnason cand. jur., bæjarfógeta- skrifari og Jón Þorvaldsson cand. phil., tímakenn- ari við lærða skólann. Enn fremur höfðu þeir um leið og þeir útskrif- uðust stofnað sjóð, er heita skyldi „Menningarsjóð- ur“ og mælt svo fyrir, að hver um sig skyldi leggja í sjóðinn 100 kr. Þegar hann hefði verið 5 ár í embætti. Þessir hafa verið 5 ár eða leing- uríembætti: sjera Ól. Helgason, sjera Einar Thor- lacius, sjera Ben. Eyjólfsson og sjera Jón Árnaeon. Prá Guðm. Hannessyni lækni Eyflrðinga, sem var einn af þeim, sem mætá skyldi og hafði átt mestan þátt i þvi, að sjóðurinn var stofnaður, kom langt og fjörugt brjef. Gildið var glymjandi fjörugt og rak ein ræðan aðra. Guðmundur Björnsson talaði fyrst um stúd- entalífið yfir höfuð, þá Ólafur Sæmuudsson fyrir minni fjarverandi sambekkinga samsætismanna, þá Ólafur Helgason fyrir minni kvenna samsætismanna og alls kvennfólks, en Halldór Bjarnason talaði um eining og samheldni meðal bekkjarbræðra. Jón Þor- valdsson saung franskar visur og þar var horn- flokkur Helga kaupm. og skemmti með blæstri. í kvöld klukkan 5 er samgaungugildi haldið úti á „Botnia“ og til þess boðið samgaungumála- nefnd þingsins o.fl. Það var haldið til minningar um samkomulag þingsins og gufuskipafjelagsíns. Á fimmtudagskvöldið hjeldu 6 sambekkingar 15 ára stúdentaafmæli sitt, þeir voru: Klemens Jóns- son sýslum., Valtýr Guðmundsson háskólakennari, Sigurður Briem póstmeistari, sjera Bjarni Þorsteins- son á Siglufirði og Guðm. Magnússon læknir i Rvík. Eins og kunnugt er, heldur Jón stórkaupmaður Vídalín oft, meðan hann dvelur hjer í bænum á sumrum, stærri og voldugri veislur en annars eru tíðkaðar hjer á landi. Hofur orð farið af því á undanfarandi þingum, að munngát hans hafi tölu- vert svifið á suma af alþm. o.fl. og þeim verið svimagjarnt á eftir. Út úr því fæddist þessi gaman- vísa niðri í þinghúsi hjer um daginn, eftir að Vída- lín hafði haldið fjölmenna veislu. Hann býr í húsi sem „Vina minni“ heitir: í Vina minni Vídalín valdsmenn kann að dorga, veitir klára kampavín, — kaupfjelögin borga. Skipalisti. 24. júli „Union" (111,03), skipstj. Claussen, til Brydes með kol frá Granton. — 26. „Waldemar11 (88,76), skipstj. AlbertBen, til Fischers í Keflavík með alls konar vörur. — 27. „Nordkap“ (290,61), skipstj. Andersen, hestaskiptil Vídalíns. — 27. „Oorn- flower" (77,05), skipstj. Blackbuin, keyft til fiski- veiða, tilheyr. Tr. G. — 28. „Ragnheiður“ (72,75), skipstj. Bönnelykke, til W. Christensens.—28. „Jo- hanne“ (66,34), skipstj. Missen, til Bryde.—28. „ Vesta“ (684,22), skipstj. Svenson, eimskipsútgerðin íslenska. — 28. „Kamp“ (76,93), skipstj. Tobiassen, til G. Zoega með kol frá Dýsart. — 3. ág. „North Deorn“ (434,08), skipstj. Nicholas. — 5. „Thyra“ norðan og vestan um land. — „Botnia11 frá Khöfn. — 7. „Orlando“ (71,54), skipstj. Simousen, timbur- skiptil Jóns Þórðarsonar, frá Stokksoyri. — 7. „Phö- nix“ (70,53), skipstj. M. Shewon. — 10. „Mary Gowland11 (71,23), skipstj. Johu Leslie. Tvö hin siðustu fiskiskip, sem Jón Vídalín hefur keyft til fiskiveiða hjer við land. ÓsKast til leigu: 4 hrr- bergi án eldhúss, eða 3 herbergi með eld- húöi. Ritstj. vísar á lysthafa. Tapast hefur pappakasBÍ með silfur- hólkum o.fl. finnandi beðinn að gera svo vel og skila honum til ritstjórans. Kristján. I»orgrimss. seiur ágætar lögheldar tunuur undan kjöti fyrir lágt VOrÖ. Nýr skraddari í Reykjavík. Jeg undirskrifaður leyíi mjer hjer með að tilkynna heiðr- uðum almenningi, að jeg hef opnað IVTýj a lilœöasaumastofu. i G-lasgow — (stofan til vinstri). — Jeg mun leysa fljótt og vel af hendi allt sem lýtur að Saumum á KARLMANNAFÖTUM og einnig tek jeg að mjer að kenna kvennfólki að t a li a m á 1 og sniða eftir hinni nýjustu aðferð. Reykjavík, 5. jdlí 1897. Friörik Eggertsson.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.