Ísland


Ísland - 08.01.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 08.01.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 1. árslj. Reykjavík, 8. janúar 1898. 1. tölublað. Minnisspjald. Landsha ilcinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 sfðdegia. — Bankastjðri yið kl. II1/.—l'A. — Annar gæslustjóri yið kl. 12—1. Söfnunarsjódurinn opinn í barnaskólanum kl. 5—6 siðdegis 1. mánud. i kverjum mánuði. Landsöókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá ki. 12—2 síðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjórnar-iunðir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátœkranefndar-inniir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafniö (í Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siðdegis. Tímatal. Janúar: Laugard. 1, 8, 15, 22, 29 Sunnud. 2, 9, 16, 23, 30 Mánud. 3, 10, 17, 24, 31 Þriðjud. 4, 11, 18, 25 Miðvikud. 5, 12, 19, 25 Fimmtud. 6, 13, 20, 27 Föstud. 7, 14, 21, 28 Febrúar: Þriðjud. 1, 8, 15, 22 Miðvikud. 2, 9, 16, 23 Fimmtud. 3, 10, 17, 24 Föstud. 4, 11, 18, 25 Laugard. 5, 12, 19, 26 Sunnud. 6, 13, 20, 27 Mánud. 7, 14, 21, 28 Mars: Öriðjud. 1, 8, 15, 22, 29 Miðvikud. 2, 9, 16, 23, 30 Fimmtud. 3, 10, 17, 24, 31 Föstud. 4, 11, 18, 25 Laugard. 5, 12, 19, 26 Sunnud. 6, 13, 20, 27 Mánud. 7, 14, 21, 28 P6s t f er ðir Vestanpðstur. Frá Reykjavík: 4. jan., 30. jan., 23. febr., 20. mars. 13. apríl. Frá Hjarðarholti (suður): 10. jan., 6. febr,. 28. febr., 26. mars., 19. apríl. í Reykjavík: 14. jan., 9. febr., 3. mars.. 30. mars., 23. apríl. Frá ísafirði: 3. jan., 29. jan. 22. febr., 19. mars, 12. apríl. Frá Hjarðarholti (vestur): 10 jan., 5 febr., 28. febr., 26. mars. 19. apríl. Á ísafirði: 14. jan., 9. febr., 3. mars, 30. mars, 23. apr. Nbrðanpðstur. Frá Reykjavík: 4.jan., 1. febr., 24. febr. 22. mars, 14. apríl. Frá Stað (suður): 10, jan., 7. febr., 2. mars, 28. mars, 20. apríl. í Reykjavík: 14. jan., 11. febr., 6, mars, 1. apríl., 24. apríl, Frá Akureyri: 2. jan., 30. jan. 23. febr., 20. mars, 12. apr. Frá Stað (norður): 10. jan., 6. febr., 1. mars, 28. mars, 19. apr. Á Akureyri: 16. jan., 12. febr. 7. marz, 3. apr. 25. apr. Seyðisfjarðarpðstur. Frá Akareyri: 17. jan., 13. febr., 8. mars, 4. apr., 26. apr. Frá Grímstöðum (austur og norður): 22. jan. 18. febr., 13. mars, 9. apr. 1. maí Á Ákureyri: 26. jan. 22. febr., 17. mars! 13. apr., 4, maí. Frá Seyðifirði 16. jan. 12. febr.‘ 7. mars, 3. apr., 25. apr. Á Seyðisfirði: 26. jan., 22. febr., 17. mars, 13. apr-, 6. maí. Áustanpðstur. Frá Reykjavík: 3. jan., 29. jan., 21. febr., 20. mars, 12. apr. Frá Odda (austur og vestur) 7. jan., 3. febr., 25. febr., 24. mars, 16. apr. í Roykjavik: 9. jan., 6. febr., 28. febr., 27. mars, 19. apríl. Frá Kirkjubæjarklaustri: 2. jan., 29, jan., 20. febr., 19, mars, 11, apr. Á kirkjubæjarklaustri: 11. jan., 7. febr.. 1. mars, 28. mars, 20. apr. Eskífj arðarpðstur. Frá Kirkjubæjarklaustri: 13. jan.. 9. febr., 3. mars, 31, mars, 22, apr. Frá Borgum (vestur): 19. jan., 15. febr., 9. mars, 6. apr., 28. apr. Á Kirkjubæjaukl.: 23. jan., 18. febr., 13. mars. 10. apr. 2, maí. Frá Eskifirði: 12. jan., 7. febr., 2. mars, 31, mars, 21. apr. Frá Borgum (austur) 20. jan., 15. febr. 10. mars. 7. apr., 29. apr. Á Eskifirði: 26. jan., 21. febr., 16. mars. 13. apr., 5, maí. Áætlun er enn ekki komin nema yfir fyrstu ferðirnar. Bókmenntir. „Poestion: Islaudische Dichter der Neuzeit ia Charakteristikea uod uebersetztea Probéa ihrer Dich- tung. Mit einer Uebersicht des Geisteslebens auf Island seit der Reformation. Leipzig, Yer- lag von Georg Heinrich Meyer. 1897“. Þrjú blöðin hjer hafa þegar minnst á þetta verk, svo að sum- um mun þykja óþarfi að geta þess frekar, en bæði er það, að svo stórt og víðlesið blað, sem „ísland“ er, getur varla leitt hjá sjer að minnast þess, og svo hefur oft verið skorað á höfund þessarar greinar að rita eitthvað um það, enda væri það hneysa að ganga fram hjá því, þar sem verkið tek- ur öllu því fram, sem hingað til hefur verið samið í þessa átt. Þó að ritgerðir hiuna blaðanna hafi verið góðar, þá hefur þeim samt verið haldið í svo almennum anda, að hvergi sjest neitt sjerstaklegt um verkið; menn gætu jafnvel í- myndað sjer, að greinarhöfundarn- ir hefðu lítið sem ekkert kynnt sjer það. Raunar er ekki unnt að skýra svo nákvæmlega frá einni bók, að menn fái alveg glöggva hugmynd um hana, því til þess þarf maður að lesa hana sjálfa; en samt má segja álit um hana bæði í almennum skilningi, og svo taka eitthvað fram sjer- stakiega, sem manni þykir þá þurfa. Það er ólíklegt, að margir hjer á landi kaupi þetta verk (það kostar allt að því 20 kr.), þar sem menn kveinka sjer við að gefa eina eða tvær krónur fyrir bók, og helstef það er fræðibók; siíkar bækur eru ekki keyftar hjer, nema barnaskólakverin, sem eru mjög lítils virði að gæðum, eins og eðlilegt er, og mörg hver ónýt. En hvað sem um það er, þessi bók, sem Poestion hefur samið, er jafn tilkomumikil að út- líti og öllum ytra frágangi, sem hún er nákvæm og frábær að inni- haldi og meðferð efnisins. Hjer skal fyrst og fremst minnst á for- mála bókarinnar, en formála eiga allir að lesa fyrst; því að þar gerir höfundurinn grein fyrir öllu verki sínu. Þar skýrir höfundur- inn frá tilgangi bókarinnar og hvernig húu sje undir komin; hann tekur þar fram, hversu lítið útlendingar — og jafnvel Þjóð- verjar sjálfir — þekki til íslenskra bókmennta, en þótt íslendingar sjeu þeim skyldir að máli og upp- runa; hversu rangt þeir hafi ver- ið dæmdir (t.a.m. þegar Kryper kom hingað fyrir nokkrum árum og hjelt að hjer væri villiþjóð, svo hann hafði ekkert til að borga með nema glertölur og annað rusl, og komst í vandræði). Poestion segir það undarlegt, að bókmennt- um vorum sje lítill sem einginn gaumur gefinn, þar sem fram eru dregnar ýmsar ómerkilegar þjóðir, sem eiga ómerkilegar bókmenntir og alveg áhrifalausar, margar hverjar, sem varla nokkur Evrópu- maður skilur (t.a.m. serbisku, og jafnvel finnsku og nýgrísku). — Þessar og margar aðrar hafa eing- in áhrif haft á menntaðan aimenn- ing nema kannske einstöku þýtt kvæði (t. a. m. Kalevala). — Þá minnist höfundurinn og á, að sum- um kunni að þykja hann hrósa okkur um of, og einkum einhverj- um þeim, sem nú eru uppi; þetta mun hann hafa feingið að heyra einhversstaðar frá, og er ekki við öðru að búast, þar sem öfund og rígur ríkir eins mikið og hjer hef- ur ætíð átt sjer stað; í einu biaði var það og fundið til, að sjer Matt- hías hefði orðið út undan og hon- um hefði ekki verið hrósað nógu mikið, og er líklegt, að þetta þyki stórlýti á bókinni. En Poestion af- sakar það í formálanum, með því að aíar torvelt sje að þýða kvæði Matthíasar, en segir að þau sjeu unaðsleg og hrífandi, og vönduð að forminu til. Hann tekur það og fram, að hann muni hafa hrós- að hinum yngri skáldsögum um of, og mun það satt vera, þótt þær sjeu hjer hafðar upp til skýj- anna í blöðunum flestar; hann hyggur þær muni kæfa niður eða draga úr kvæðagerðinni og veikla lýriskt fjör. Náttúrlega hrósar hann „Grasaferðinni“ (eftir Jónas Hallgrímsson), en hún er eigin- lega lítið annað en óviðjafnanleg náttúrulýsing, efnið er svo sem ekkert, og svo tekur Poestion með rjettn fram þá smekkleysu, að láta sveitabörn vera heima í út- lendum skáldskap og leggja út í að búa sjálf til þýðingar af kvæð- um Schillers og Oehlenschegers.— Þá er einn kostur við bók Poe- stions: hann kallar okkur oftast hreint og beint á íslensku með fornöfnum í stað þess að flestir fylgja hinum evrópeiska ósið að nefna menn ættarnöfnum, það er nöfnum, sem þeir ekki heita og aldrei feingu í skírninni (Ólsen, Gröndal, Eymundsen! — Þannig er og farið að í Salomonsens Kon- versations-Lexikoni og öðrum slík- um verkum; þeir menn, sem eru frá eldri tímum, fá að heita sín- um rjettu nöfnum, en hinir yngri ekki: Árni Helgason Skálholts- biskup fær að heita Árni, en Árni Helgason í Görðum heitir „Helga- son“!). Sjálft verkið skiptist í tvo aðal hluti; hinn fyrri lýsir öllu lífi og ástandi hjer á landi, ekki einung- is bóklegu og skáldlegu, heldur einnig stjórnlegu, fjárhagslegu og búnaðarlegu, allt í frá landnáma- tíð og fram á vora daga, en ná- kvæmast frá innleiðslu „siðbótar- innar“ (sem kölluð er, þótt þetta væri eingin „siðbót“, heldur guð- fræðisleg meiningabreyting). Eing- inn nema Þjóðverji mundi hafa Ieyst þetta verk af hendi eins og hjer er gert; þarf ekki annað en líta á allan þenna fjölda af nöfn- um, sem sjerhvert er sett á sinn rjetta stað; þá fyrst gefur að líta að eitthvað iiggur eftir íslendinga, þótt fáir sjeu og flestir hafi átt við örðuga kosti að búa. En í þessum fyrri hluta kemur raunar margt fyrir, sem ítarlegar er frá sagt í síðara hlutanum, sem er ætlaður skáldunum, fyrst Hall- grími Pjeturssyni, Stefáni Ólafs- syni, Eggert Ólafssyni og svo framvegis. Þar eru þýðingar af ýmsum kvæðum til þess að gefa Þjóðverjum hugmynd um þessa kvæðagerð, lang-flestar eftir Poe- stion sjálfan, en hann er skáld- mæltur og ágætur þýðari; sumar þýðingarnar eru samt eftir aðra. Að öllu samtöldu er þetta verk þannig úr garði gert, að ekki mun kostur á betra eða jafn góðu, og. það mun standa sem óbrotgjarn og stórkostlegur minnisvarði um fjör og elju höfundarins um aldur og æfi. B. G. „Svívirðilegt guðlast“ — „Verði ljós!!“ í jauúarblaði mánaðarritsins „Verði ljós!“ hefur hr. J. H. farið allmörgum óhefluðum orðum um stúdentafjelagið, stjórn þess og meðlimi. Ásteytingarsteinninn er gamankvæði eitt, sem sungið var á skemmtisamkomu fjelagsins síð- astliðið Þorláksmessukvöld. „All- an skrattann vígja þeir“, varð mjer að orði, er jeg sá greinar- stúfinn. Ekki hafði mjer dottið það í hug, að eins skýr maður og sá hlýtur að vera, sem á hverjum mánuði hrópar til fólksins „verði ljós!“, og ætti því öðrum fremur að hafa ljósan skilning á hlutun- um, gæti látið verða svo þreifandi myrkur í skynsemi sinni, að hann hafi einga skímu til að sjá það, að græskulaust gaman og svívirðilegt guðlast sje tvennt ólíkt. En það er nú svona, að ljósið getur stund- um skinið svo skært, að sjálfur „Ijósberinnu sjái ekki annað enn ljósið sitt; annað allt er myrkur fyrir honum, og ef hann þá hætt- ir sjer út í að dæma um aðra hluti, en ljósið, dæmir hann eins og blindur maður um lit. Þessi skyssa hefur nú einum útgefanda „Ljóssins“ orðið á. Augu hans eru haldin. Hann hefur einblínt of mikið í eina átt og sjer því ekkert í aðra, en vill þó einnig vísa þar til vegar. Hann getur ekki gjört mun á gamni og al- vöru. Mjer getur ekki skilizt betur, en að hver óblindaður maður sjái það, að hið umrædda kvæði er að oius græskulaust gamankvæði og ekki „svívirðilegt guðlast", enda hafa flestir, og allir, sem jeg hefi heyrt um það tala, látið sömu skoðun í ljósi og eru flestir þeirra bæði að mínum og annara dómi góðir menn og guði þekkir. Eing- an hneyxlaði kvæðið á samkom- unni og fyrir hana var það ort. Hvort það hefur hneyxlað útífrá fleiri en hr. J. H., skal jeg ekki um segja, en jeg skal að eins geta þess, að það var eklá ort fyrir þá, sem ekki geta eða vilja skilja það rjett. Hneyxli það menn út í frá, þá má hr. J. H. sjálfum sjer um kenna. Þá er það þessi heiðraði útgef. „Verði ljós!“-ins, sem hneykslunum veldur, og hafi hann einga þökk fyrir það. Það þýðir annars lítið fyrir tvo að deila, þegar sitt lítst hvor- um; einum getur þótt það guð- last, sem öðrum þykir saklaust — svo er að minnsta kosti raunin á orðin um þetta kvæði. — En þó munu allir sammála um það, að það er mesti munur, í hvaða til- g&ngi eitthvað er sagt, við hverja það er sagt, og undir hvaða kring- umstæðum það er sagt. Fáum

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.