Ísland


Ísland - 08.01.1898, Side 2

Ísland - 08.01.1898, Side 2
2 ISLAND. „ÍSLAJSTD*1 kemur út á hverjum laugardegi. Áskrift bindandi 6 máuuði, í Kvík 3 mán. Kostar fyrirfram borgað til útg, eða pðst- stjórnarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Rvík 3 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjðri: Þorsteinn Gíslason Laugaveg 2. Reikningshaldari og afgreiðslumaður: Hannes Ó. Magnússon Austurfltræti €3. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. mun koma það til hugar, að höf hafl ort gleðikvæði þetta í því skyni að „særa og meiða helg- ustu og næmustu tilfluningar“ á- heyrendanna. Það væri jafn ó- viturlegt af höf., sem það er ill- girnislegt að drótta því að honutn. Skyldi það hafa verið ætlun hinna góðu og gömlu sálmaskálda, sem í ljóðum sínum lýstu átveizl- unum og kræsingunum í himna- ríki á líkan hátt og drykkjuveizl- unum er lýst í umræddu kvæði, að „draga niður í sorpið það, sem helgast og dýrmætast er öllum siðferðislega óspilltum mönnum“. — Það verður að skoðast heppni þeirra, að vera komnir undir græna torfu áður en „Verði ljós!“ varð til. — Jeg fyrir mitt leyti vil hvorki álasa gömlu mönnun- um, sem lýstu byrjun veizlunnar nje unga skáldinu okkar, sem saung um framhaldið og veizlu- lokin. — Það er líka mesti munur, hvort slíkt kvæði kemur fram í gleðísamkvæði, þar sem allri al- vöru er svo að segja stungið und- ir stólinn, eða það birtist þar, sem alvaran ræður og ríkir, ogekkert er sagt eða skráð nema alvarlegt. Ef þetta blessað kvæði hefði birzt á 1. síðunni í „Verði ljós“! gat það valdið hneyksli. Jeg skal loks taka það skýrt fram fyrir hönd mína og með- stjórnarmanna minna, að vjer vildum alls ekki hafna kvæðinu, af því að oss virtist eingin ástæða til að það hneyxlaði nokkurn, og sú varð reyndin á. En því vil jeg skjóta til allra „góðra og vand- aðra manna“ að skirrast ekki fje- lag vort, þótt „Verði Ijós!“ kasti skugga sínum á það. Magnús Einarsson, p.t. form. Stúdentafjelagsins. Est! — fuit! — erit! ..........Tbose never loved who dream that they loved once! E. B. Browning. í litla steinhúsinu í grasbrekk- unni út við haflð, - þar sem stiandbúarnir spretta á ströndinni og hrúðurkarlarni festast, þorna upp og deyja á fjörugrjótinu, — þar sem hafgúan syngur kvöld- Ijóðin sín á víkinni á vorin, — þar var það, að hún bjó. Þar sat hún oft ein á vorin og drakk sólunni til í daggdropum strandbúanna á morgnana. Þar sá hún fyrst hafgúuna niðri í sænum, þegar hún sat og horfði niður í djúpið. Hún var svo barnslega fögur, hafgúan hennar, svo sakleysisleg og góð. Hún talaði þar við hana, og hafgúin bærði fallegu varirnar og ljósu lokkarnir hennar skulfu í bárunum. Hún heyrði hana aldrei segja neitt, en hún skildi hana svo vel. Þær voru bestu vinkonur. Og þegar hún gekk frá -sænum, — var hafgúan óðara horfin ... Þarna lærði hún að elska hafið, himininn, sólina, vorið. Þarna Iærði hún að elska. Sál hennar gaf eingu rúm nema því góða, fagra, saklausa. Árin liðu. Líflð ljek hana illa, — eins og það leikur alla — eða, öllu held- ur, reyndi það, en sál hennar var söm. — „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin“ i heiminum, — þeim var beint að henni, en þau unnu sál hennar eingan geig. Hún var hrein eins og döggin í strandbúanum, — íögur einsog hafgúan hennar góða. En þó veittu fáir henni eftir- tekt; — þess var heldur ekki von: hún var heldur ekki af sama sauðahúsi og fjöldinn. — Fjöldinn er svo næreýnn, — hann setur reyndar oft upp gler- augu, en þau eru ekki ætíð sem best valin, og þá er hætt við að honum missýnist. Menn eru yflr höfuð afar-hirðu- lausir um sjón sína . . . Hugur hennar var hafinn yflr alla rangníðni og baktal heimsins, — hún þekkti sakleysi sitt — og það var henni nóg. Jeg sagði áðan, að lífið hefði Ieikið hann illa. Að þvi leyti ljek það hana illa, að það gat smámurkað lífið úr fegurstu og bestu vonum henn- ar. En öllum vonunum vann það ekki á; — menn segjast stundum vera vonlausir, en jeg trúi því ekki. Meðan mennirnir lifa, bera þeir allt af einhverjar vonir í brjósti sjer. — Það eru þær fegurstu og bestu, sem er svo hætt við dauða, — lífsskilyrði þeirra eru oft svo veik. — — — — — — Hún elskaði mig. En elskaði jeg hana? Þessi spurning var óþörf, — hver, sem þekkti hana, hver sem vissi hver hún var, — sá hlaut að elska hana, svo framarlega sem ástneisti var til í brjósti hans. Og jeg tel mig meiri mann fyr- ír að hafa átt ást hennar, en þótt jeg hefði verið Napoleon mikli eða Bismarck. Einlæg ást og öruggt traust óspillts hugarfars er betra en gull og frægð. Sá sem það hefur öðlast, hefur verið sæmdur bestu heiðursmerkj- um, sem til eru.------------------ « Á gangstígnum við sjóinn, und- ir brekkunni, þar sem blómin greru, — þar var það, að við stóðum tvö ein í logninu á vorin, — þar hjeldumst við í hendur og reik- uðum ein fram og aftur, — þar gól hafið hamingju okkar helspá. Við heyrðum það og — brost- um! Þar grjet himininn yfir ást okk- ar. Yið sáum það og— brostum! Einginn þurfti að segja okkur örlög okkar, við vissum þau vel. Við vissum að ríki astar okkar var ekki af þessum heimi. Það var okkur nóg, — það varð að vera svo. Var þá eingin beiskja í brosinu? Er nokkrum unnt að hafa al- gerðan hugarfrið og andans jafn- vægi, sem sjer hamingju sína í dauðans hættu? Spyrjið hvers þið viljið, en — við brostum. Sönn ást gerir sálirnar sælar, hvernig sem á stendur.------------ Það var kvöld. Við geingum saman fyrsta sinn hlið við hlið. Skýbólstrar gufuhvolfsins grúfðu þungbúnir yfir okkur, en í rofun- um tindruðu stjörnur. Hár hvellur kvað við skammt frá okkur niður við sjóinn. Skot! — Menn voru á selaveið- um út við víkurskerin. — Hún rak upp hljóð, hálfhátt. Og í fáti greip hún hægri hönd mína. Jeg tók fast um hendina, dró hana að brjósti mjer, — og svo geingum við fast saman — út með hafi. Jeg gleymi þeim aldrei, augun- um hennar, þegar hún leit til mín óttaslegin af hvellinum, — jeg gleymi aldrei raddblænum hennar þegar hún bað Guð að hjálpa sjer um leið og hún greip hönd mína. í þau augu hefði jeg fús horft, á þá rödd hefði jeg glaður hlust að — til dauðans!----------------- Enn í dag lifa endurminning- arnar og leika sjer glaðbjartar fyrir augum mínum — endurminn- ingarnar frá vori ástar minnar. Sál mín sjer hana enn breiða op- inn ástarfaðminn móti elskhuga sínum. Hún sjer hvert bros, hvert ljós- blik í augunum hennar, — hún er hljóðgeymirinn, sem geymir hvert ástarorð okkar. Og hún man það, að hún rann saman við sál hennar, en hvern- ig? — Það man hún ekki. Sálir okkar urðu ósjálfrátt eínn andi, sem skalf á vörum okkar þegar þær mættust, sem titraði ástþrunginn við hvert orð, sem við töluðum, Ieið sem ljúfur blær gegn um okkur, þegar við fjell- um hvort í annars faðm í nátt- kyrðinni á vorin................. Nú er leiðum skift, — vegi okk- ar hefur skilið. En sálir okkar hafa ekki skil- ið. Svo varð það að fara. Við höfðum áður bæði gefið öðrum okkur sjálf, — gefið allt nema — ást okkar. Hana hefðum við ekki getað gefið áður, þó við hefðum viljað. Við þekktum hana fyrst þegar við höfðum þekkt hvort annað. Áðar hjeldum við að vísu, að við hefðum gefið hana líka, en í því hafði okkur skjátlast. Og það sem kallað er siðferðis- leg skylda, vildum við ekki sjálf. Við þurftum þess heldur ekki,— ást okkar var söm fyrir það. Hún hefur lifað, lifir og mun lifa. Hjernærhún aðvísu ekki rjetti sinum, en hún nær honum síðar, þegar sál okkar — sameinuð í lífinu, sundurgreind í dauðanum — finnur sjálfa sig aftur í ríki rjett- lætisins og sannleikans. Guðm. Gudmundsson. Svar til ritstjóra „Fjallkonuimar'4. „Við lesborðið" í 49. tbl. „Fjall- konunnar“ segir ritstjóri hennar viðvíkjandí „Búnaðarbálk" í „ís- Iandi“ meðal annars: „En hvað er torfjörð og hvernig er hún saman sett. Skyldi ekki búspek- ingurinn hafa villst á torfi = mó og grastorfi=grassverði?“ o. s. frv. Það er auðskilið á þessu, að ritstj. veit ekki hvað torfjörð er. Hann heldur að það hljóti að vera mór, af því að mór heitir á dönsku Torv. í jarðfræðisleg- um skilningi kallast matjörðin (þ. e. efsta lag jarðvegsins, oftast 4—10 þuml. á þykkt) torfjörð, innihaldi hún minnst 40°/0 af torfefnum, þ. e. ófúnum eða lítið fúnum jurtaleyfum. í mýrum er torfjörðin víða mikið til hrein. Saman við moldina í túnunum er ætíð meira eða minna af torfefn- um og í illa ræktuðum, raklend- um túnum eru þau oft allt að því 40°/0- Mór eða mótorf er aldrei í matjörðinni, hann er vanalega 1—2 fet niðri í jörðu, og þá er hin rjetta torfjörð fyrir ofan hann og breytist smámsaman í mó, eft- ir því sem jarðvegurinn dýfkar Grasvörður er heldur ekki hin rjetta torfjörð, því hann er ekkert annað en ofur þunnt lag, ekki fullur þuml. á þykkt af samvöxn- um jurtarótum og taugum með fullu iífi. En sje þessi grasrót eða svörður látin fúna, þá verður hann besti áburður og fylgfr Því torfjörðinni hvort heldur sem hún er plægð upp eða skorin til á- burðar. Eitstjórinn segir að allt önnur efni sjeu í íslenskri jörð en sænskri og norskri.—Þetta eru ný vísindi, sem einginn veit nema ritstjóri „Fjallk.". Um það gæti hann víst skrifað án þess það yrði tal- ið hrat úr útlendum ritum, eins og hann kallar Búnaðarbálk minn, og það væri sannarlega skrifað af eigin, en ekki annara „reynslu og þekkingu“. Það er öllum menntuðum mönnum Ijóst, að jurt- irnar nærast af öllum hinum sömu efnum, hvar á hnettinum sem þær vaxa, en auðvitað^í mismunandi hlutföllum, og það ásamt öðru fleiru gjörir jurtirnar svo ólíkar hverja annari bæði að stærð, efna- samsetningu, hollnustu o. s. frv. Nú er torfjörðin mynduð af jurt- um og inniheldur því þau efni sem eru í jurtunum, að minnsta kosti helstu efnin, sem talað er um að mætti ná úr torfjörð til áburðar. En þegar jeg minnist þess, að búpeningur vor fær vöxt sinn og viðgang af þeim jurtum, sem í torfjörð þrífast og torfjörð- in um margar aldir er mynduð af, og ennfremur að dýrasaur- indin eru einungis leyfar þær úr fóðrinu, sem ekki geta geingið út í blóðið, þá þarf jeg einga efna- fræðislega þekkingu á torfjörðinni til þess að mjer sje það vel ljóst, að hún hefur í sjer gnægð af á- burði eða jurtanærandi efnum í þeim samböndum, sem jurtirnar hafa ekki not af fyr en hún leys- ist upp. Hvort það hafi praktiska þýð- ingu að búa tíl áburð úr torfjörð hjer á landi, skal jeg ekki deila um við ritstj. „Fjallk.“. — Máske tíminn leiði það í ljós. Jeg neita því algjört, sem ritstj. gefur í skyn, að Búnaðarbálkur minn sje þýddur. En jeg studd- ist við útlend rit þegar jeg samdi suma kafla hans, og þykir eing- in mínnkun að játa það. Það er ekki þýtt sem maður les og sam- þýðir þekkingu sinni, og ritar svo um frá sínu eigin brjósti. 0g flestar bækur eru þannig til orðnar, að höfundarnir hafa feing- ið fróðleik sinn af lestri fyr eða síðar. Og mætti einginn óátalinn skrifa um annað en það, sem hann veit rjett vera af sjálfum sjer eða í gegnum sjálfs síns reynslu, án þess að hafa lesið um það, væri lítið um bækur og fróð- leik. Og jafnvel „Fjallk.“ mundi þá þykja þunn í dálkinn. 8. Frá fjallatindum til fiskimiða. Gamla árið or nú flogið út í geym- inn og kemur aldrei aftur. Nú er að líta á, úvað það hefur aðhafst hjer á voru Iandi milli fjallatinda og fiskimiða. &að byrjaði vel í fyrra, frost voru lít- il og gðð tíð allan veturinn, en um vor- ið gerði hart hret og kom illa á. Varð þá heyleysi almennt víðast um land svo að fjenaður fjell töluvert. Jörð greri fleint og varð heyskapur víða í sumar sem leíð með rýrara mðti. Menn hefðu því víða illa þolað harðan vetur, enda hefur síðari hluti ársins, það sem af er þessum vetri, verið góð tið, nokkuð vot- viðrasamt, eu snjðar eingir að mun nje frost. Sjávarafli hefur verið litill á opin skip, en miklu betri á þilskip ; þeim hefur og fjölgað eigi lítið á þeseu ári. Vegna fjársölubanns Einglendinga var ekki flutt þangað lifandi fje, einaoggert hefur verið nú um mörg ár undanfar- andi. Aftur var liíandi fje flutt til Frakklands og Belgíu, en salan heppn- aðist ekki vel.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.