Ísland


Ísland - 15.01.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 15.01.1898, Blaðsíða 2
6 ISLAND. „ÍSLAMD“ kemur út á hverjum laugardegi. Áskrift bindandi 6 máuuði, í Evík 3 mán. Kostar fyrirfram borgað til útg, eða pðst- stjðrnarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Rvík 3 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstj ðri: t»orsteinn Gíslason Laugaveg 2. Reikningshaldari og afgreiðslumaður: Hauues 0. Magnússon Austurstræti 6. Prentað i Fjelagsprentsmiðjunni. med. J. Jónassen (Stjórnartíðindi 1897, c. 1.). Landiæknirinn segir svo í byrj- un skýrslunnar: „Með kanselli- brjefi 20. des. 1803 og plakati 3. mars 1807 var læknum landsins boðið að senda víð hver áramót til landlæknis skýrslu um heil- brigðisástand hjeraðsbúa, og land- lækni boðið að semja eina aðal- skýrslu samkv. skýrslum lækn- anna og senda hana til hins kon- unglega heilbrigðisráðs í Kaup- mannahöfn. Þessu boði hefur ver- ið hlýtt allt til þessa dags. Allar þessar skýrslur voru geymdar í skjalasafni heilbrigðis- ráðsins og svo sem einginn hefur vitað hvað í þeim hefur staðið; að eins hefur lítíll útdráttur úr skýrslu landlæknis birst í þeirri aðalheilbrigðisskýrslu, sem heil- btigðisráðið danska hefur gefið út á hverju ári að því er Danmerk- ur ríki snertír“. Nú hefur landlæknirinn feingið samþykki hins konunglega heil- brigðisráðs til þess, að skýrslurn- ar megi geyma í skjalasafni land- Iæknis og hefur hann feingið frá heilbrigðisráðinu þær skýrslur hjeðan, sem því hafa áður verið sendar, en eigi allfáar þeirra hafa þó glatast. Allt til þessa hefur eingin aðal- skýrsla birst hjer á prenti um heilbrigði manna og mjög erfitt hefur verið, að kynnast skýrslum lækna frá eldri árum, þar sem þær hafa verið geymdar í Khöfn. Nú ætlar landlæknirinn árlega að semja og birta á prenti aðal-skýrslu um heilbrigði manna samkvæmt skýrslum læknanna og er það hin fyrsta þeirra, sem nú er komin út. Aleinn í draumi. Blessað vorið mitt! Nóttin þín er svo drungaleg,— drungaleg, döpur, hljóð. Hví ertu svona svipþungur, nátt- himinn! Ertu að herma eftir mjer? Eða hermi jeg eftir þjer? — Jeg sje kúm-föllnu ljóstárin þín döggva nýju, ljóagrænu ábreið- una hennar móður minnar. Þoka á fjöllunum! Þungi og drungi yfir ljósgráa sænum. Samt er allt svo bjart, — allt svo bjart! Jeg heyri naumast hafniðinn;— hóglega klappa bárurnar strönd- inni á vangann, — litlu, lágu bár- urnar. Og eitthvað segja þær, svo lágt, svo lágt, — svo undur Iágt.---------------------------- Húsin lokuð. Blæjur fyrir gluggunum. Hvergi ljós! — Allir, allir sofa. Gatan auð! En jeg geing aleinn og hugsa um — um — um —------------------- Jeg kenni hjartsláttar, undar- legs hjartsláttar og hita, — magn- drepandi, þyngjandi, þreytandi hita. Jeg kenni höfga í höfði. — Svita slær út um mig, taugarn- ar titra, augnlokin þyngjast, — þyngjast og dragast þreytuleg sundur og saman. Jeg þerra gagnaugu mín vot með vasaklútnum mínum. örípur mig myrkfælni? Nei, — það gagnstœða! Burt með Ij'osið! — ljósið! . . . Þú ert svo björt, nótt! Jeg bölva þjer, jeg blessa þig! Jeg blessa þig, jeg bölva þjer. Þú ert svo sorglega, hryllilega björt, óttalega inndæla vornótt! Fast og þunglamalega þramma jeg eftir stígnum og horfi, — horfi í áttina................... Jeg gjöreyði veslings vindlinum mínum. Andlit mitt hyl jeg reyk, — reyni að hylja sjálfan mig! En nóttin er björt. Gæti jeg í kvöld fyllt gufu- hvolfið með reyk, gert þig nið- dimma, nóttin mín! Gæti jeg reykt í kvöld alla vindla veraldarinnar til þess að sverta þig, sumarnótt!------------- Sofa allir nema jeg? Svarið mjer stjörnur, fyrir hand- an skýin! Jeg fagna, jeg kvíði, — kvíði og fagna. Jeg veit ekki hverju og — veit það þó! Jeg vil vita það! Nei, jeg vil ekki........ Jeg skelf fyrir játningunni, játningu hjartans, sem er: neitun varanna! -------------- Umhverfis er þögn! — eilíf vor- nætur-þögn! Umhverfis er kyrrð, — heilög Gethsemane grafkyrrð! Gatan er auð, — auð! Og beim geing jeg aleinn. Einmana, háleitur, hugsandi, reykjandi, aleinn, aleinn! Aleinn í draumi, — djúpum, þungum draumi! Er jeg að tala í svefni? Heyrirðu til mín, guð! Hjálp! Guðm. Guðmundsson. Þórður á Strjúgi og Rímna-Hallur. Á síðari hluta 16. eldar eru uppi tvö merk rímnaskáld: Þórð- ur Magnússon, erj ifnan er nefnd ur Þórður á Strjúgi, og Hallur Magnússon, Rímna-Hallur. Báðir eru fæddir nokkru fyrir miðja öldina, hjer um bil 1830—40. Þeir voru báðir bændur og bjó Þórður á Strjúgi (Strjúgsstöðum) í Lauga- dal í Húnavatnssýslu, en Hallur fyrst í Vatnshlíð og síðar á Kára- stöðum í Tungusveit í Skagafirði. Þeir voru hinir mestu fjandmenn, áttust illt við og var viðureign þeirra leingi við brugðið. Báðir voru taldir kraftaskáld og ram- göldróttir. Þó þótti Hallur verri viðfangs, því hann var maður ó- vinsæll og hin mesta níðskælda, en Þórðurvarvel þokkaður. Bíð- ir voru góð skáld og var það skáldarígur, sem olli fjandskap þeirra. Það var trú manna, að Þórður hefði kveðið lán allt og hamingju frá Halli, en Hallur kveðið holdsveiki á Þórð. En með töfraljóðum sínum kvað Þórð- ur holdsveikina burt úr líkama sínum öllum öðru megin og mundi hafa getað læknað sig að fullu, ef hann hefði viljað freista guðs svo stórlega og eiga það á hættu að verða fyrir reiði hans. En þvi lauk svo, að holdsveikin leiddi Þórð tii bana. Einu sinni sendi Hallur Þórði draug í hundslíki; sá hitti Þórð á förnum vegi og var Þórður ríðandi; fældist þá hesturinn en Þórður fjell af baki. En hundinum sneri hann frá sjer og sendi aftur Halli með þessum stökum: Míns ei njóta máttu falls, meiri kraftur varði, bölvaður farðu hundur Halls heim að föðurgarði. Burtu flæmdur hið jeg nú bragar krafti mínum : nætur allar urra þú angist Halli þínum. Sonur Þórðar hjet Oddur, en Rannveig dóttir og voru bæði skáldmælt. Meðan Þórður hafði Rollantsrímur á prjónunum lagð- ist hann sjúkur og hafði þá kveð- ið 15 rímur, en Rannveig tók þar við og kvað 16. rímuna meðan kall lá. Er sagt að honum þætti skömm til koma, er hann varð þess var, því Rannveig hafði kveð- ið betur en sjálfur hann. Þórður hefur kveðið rímur allmargar og mörg önnur kvæði, en margt af því er nú glatað. Hallur var ó- lánsmaður; hann var forn í skapi, óeirinn og hefnigjarn og átti í sí- felldum málaferlum og útistöðum við ýmsa, bæði jarðaþrætum, níð- vísnamálum og galdramálum og var hann dæmdur fyrir fjölkyngi eða ákvæðaskáldskap. Hallur var drykkjumaður á efri árum og urðu þau æfilok hans, að hann drukknaði fullur í mógröf árið 1601. Allmikið er enn til af rím- um og kvæðum eftir Hall. Hann hefur kveðið háttalykil rímna. En einna einkennilegust eru níðkvæði hans um mótstöðumenn sína. Hall- ur átti Arnfríði dóttur Torfa prests Jónssonar í Saurbæ í Eyjafirði, er missti prestskap víð siðaskift- in af því hann vildi ekki láta af kaþólskum háttum. Yið lesborðið. Jeg hef stundum þann sið, þeg- ar jeg hef lesið einhverja bók, að skrifa þá um hana lítinn pistil, ekki ritdóm, heldur hitt og þetta, sem mjer dettur í hug í svip- inn. Jeg geri þetta að gamni mínu. Það er sjaldan minnst á nýjar útlendar bækur hjer 1 blöð- unum, en jeg skrifa um allt í þaula, gamallt og nýtt og hvað sem efnið er. Og nú hef jeg verið að lesa tvær bækur eftir Edvard Brandes; það er „Under Loven“ og „Over- magt“. Það eru fyrstu bækurnar sem jeg les eftir hann. Báðar eru góðar. En efnið í bókunum, spursmálin, sem rædd eru, allt annað en ný: Hjónabandið kom- ið út um þúfur og milíónamaður- inn með líkamlega velferð ótal smámenna í hendi sinni, og svo gjaldþrotið gamla. Árásir á lög- skipan þjóðfjelagsins. Maðurinn á að lifa óháður öllu nema sinni eigin samvisku, öllum böndum, sem sjálfum honum eru ógeðfeld, öilum byrðum, sem honum er ó- ljúft að bera. Viðvíkjandi hjóna- bandinu er skoðunin þessi: Án ástar á ungu dögunum og vin- semdar í ellinni er það óhafandi, og: iátum manninn eiga tvær konur, ef svo vill verkast. „Un- der Loven“ segir frá heiðurshjón- um, miðaldra, sem hafa elskast, lifað góðu lífi og enn vírða hvort annað. En maðurinn er hættur að elska konuna og tilbiður aðra stúlku eins og tvítugur ungling- ur. Ef til vill er það ekki sem náttúrlegast, því maðurinn er á fimmtugs aldri. Nú fer allt út um þúfur, heimilislífið verður kvöl; hann hræsnar leingi fyrir konunni, vill loks hlaupast burt með kær- ustunni, en barnið og samviskan halda honum þegar á skal herða. Það verður ekki sjeð, hvort höf- undurinn vill láta álíta það rjett af honum að hverfa frá áformi sínu og setjast aftur, eða hitt, að flýja burt, yfirgefa konuna og lifa fyrir hina nýju ást. En hitt er glöggt, að hann vill láta öll- um vanda vera afstýrt með því einu, að maðurinn mætti eiga báðar, lifa opinberlega með báð- um. Þetta kemur fram sem ósk frá kvennmannanna hálfu í báð- um bókunum. „Jeg vildi hann mætti eiga okkur báðar og þið skylduð sjá, að hann yrði leingur hjá mjer“, segir ein, þegar hún hefur komist að því, að kærastinn er trúlofaður annari til og sjer, að hún muni tapa spilinu. Ástin hjá E. B. er holdleg laungun. Uagu mennirnir eru ótrúir, elska allt fallegt í pilsum. Kvennfólkið undirgefið en afbrýðissamt, það eru ekki Brynhildar og Langbræk- ur eins og hjá Ibsen, ekki held- ur saklausar brúður; þær eru náttúrlegri, þær elska saung, og eru menntaðar og frjálslyndar. Hvergi er ætlast til að leikirnir sjeu hrífandi, hvergi tilraun til að vekja hlátur, ekki heldur til að gera nokkurt atriði sorglega alvarlegt, allt á að vera blátt á- fram, allt náttúrlegt. Allt er ó- sfgert þegar leikirnir enda eins og hjá Ibsen, en spurningar þær, sem ósvarað er, vefjast ekki eins fyrir huga manns. Nýjar sálir eða nýjar spurningar hef jeg ekki fundið í þeím. Jeg var að lesa Kreutzersona- ten eftir Tolstoi. Það er undar- leg bók, mjög vel skrifuð og al- veg einstök að því er jeg til þekki. Ekki get jeg fallist á allt, sem þar er sett fram, en bókin er öll sjálfri sjer samkvæm. Tolstoi heimtar alstaðar „idealið“ og geingur þvi leingra en allir aðr- ir siðameistararar nú á dögum. Hann heimtar fullkomið skýrlífi „í hjónabandin“, ekkí einasta að hann fordæmi hórdóm, heldur, eins og hann kemst að orði, „öll þau apakattalæti, sem hjónin sjálf hafi í frammi hvort við annað“. Flest- ir, sem jeg hef minnst á Tolstoi við, flnnst mjer misskilja síðari bækur hans. Þótt hann hafi guðs orð og ritningargreinar allt af á vörunum er ekki hægt að finna, að hann trúi sjálfur. En honum virðist að fólkið megi ekki missa trúna. Það eru siðalærdómar Krists, sem hann aðhyllist, af því að þeir eru nógu strangir, nógu æstir, heimta alstaðar allt. Tolstoi er ekki annar eins meist- ari að því er stýlinn snertir og Turgenjew og ekki eins djúpsær og Dostonjevski, en hann er stærri persóna, serkari og einbeittari. Turgenjew sýnir hiægilegu hlið- arnar á öðrum, dregur líf aðals- ins rússneska sundur í nöpru háði, en hann breiðir ekki út veiku hliðarnar á sjálfum sjer. Tolstoi flettir miskunarlaust ofan af sál- arlífi sjálfs sín. I. Blómið á melnum. Þú fagra blöm, er blikar meðal steina á berum, annars gróðurlausum aur og vottur lífs hjer ert og prýðin eina — mun á þig verða reynt að kasta saur? Mót árdagssól þú brosir, blómið unga, og býzt að vermast geislum langan dag hvort mun ei einhvers tuddans skaðráð tunga þjer tjón fá unnið fyrir sólarlag?

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.