Ísland


Ísland - 02.02.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 02.02.1898, Blaðsíða 2
18 ISLAND. „íslaktd“ kemur út á hverjum laugardegi. Áskrif't bindandi 6 máuuði, í Rvík 3 mán. Kostar íyrirfram borgað til útg, eða pðst- stjórnarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Rvik 3 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason Laugaveg 2. Reikningshaldari og afgreiðslumaður: Hannes 6. Magnússon Austurstræti G. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. farið eftir hinni nýju reglugerð, það jeg til veit; hún er geymd í Stjórnartíðindunum og hafa víst fæstir þeirra sjeð hana. Jeg hef nú í fám orðum skýrt frá tveimur tilraunum, sem út- gerðarmannafjelagið hefur gert síðan það var stofnað, til að þraungva kosti sjómanna, en það hefur enn ekki tekist, sem betur fer. Svar til Hermaims búfræðings. Motto: „Mað oflofi teygður á eyrum var hann“ o.s.frv. Hr. Hermann á Þingeyrum, bú- fræðingur, óðalsbóndi, þúfnafræð- ingur og fyrverandi skólastjóri á Hólum, hefur í 43. tbl. „íslands“ skrifað langt mál um þúfnamynd- un og fleira, út af ummælum mín- um um þúfnafræðina í Búnaðar- ritinu XI. árg. Er svo að sjá af fyrirsögn og niðurlagi greinaiinn- ar, að Hermann hafi ekki verið í góðu skapi, er hann reit hana. Það kom mjer nú alls ekki á óvart að Hermann yrði úfinn og tæki penna í hönd sjer, því hinn óvið- jafnanlegi búfræðingur hefur stund- um þurft minna til þess að velta sjer yfir náungann, en að annað eins sje sagt og það, að í Bún- aðarritinu, sem lifir á meðgjöf af almannafje, sjeu ritgerðir, sem eiginlega eigi þar ekki heima. „Sannleikanum verður hver sár- reiðastur“. — Hermann er ekki svo skyni skroppinn, að hann eigi sjái ógn vel, að rítgerðin um myndun þúfnanna hefur hvorki „praktiskt11 nje vísindalegt gíldi, þrátt fyrir það þótt hún sje vel skrifuð. Slíkar og þvílíkar rit- gerðir eiga best heima í blöðun- um. Vjer eigum ekki nema eitt lítið búuaðarrit og verður því að gæta þess aðeyða því ekkí undir annað en gagnlegar, stuttar og greinilegar búnaðarhugvekjur, er hafa „praktiska“ þýðingu. Og það skal jeg segja Hermanni rjett i bróðerni, úr því hann gaf mjer tilefni til þess, að ef minna hefði verið í Búnaðaritinu frá því fyrsta af sagnfræði og öðrum þeim rit gerðum, sem litla eða einga „prak- iska“ þýðingu hafa fyrir verkleg- um endurbótum í búnaði vorum, mundi það ekki hafa eins sára litla útbreiðslu og það nú hefur og þurfa 4 eða 5 hundruð króna styrk árlega til þess að geta tórt. Það er mjog áríðandi að Búnaðar- ritið sje svo úr garði gert, að all- ur þorri bænda hafi not af að lesa það. Handa búfræðingum og öðrum upplýstum og búfróðum bændum og búmönnum er ritið gott., því ritgerðir í því hafa all oftast verið góður í sjálfu sjer en verið þess eðlis, eins og ástatt er hjá oss, að þær hefðu betur átt heima í öðrum ritum. Búnaðar- ritið þarf fremur að vera við hæfi ómentaðra og óbúfróðra bænda, en búfróðra. Það sem jeg hefi hjer hefi sagt um gildi Búnaðar- ritsins, að gefnu tilefni, fyrir bændastjettina og búnað vorn, skal jeg betur sanna og sýna að er á rökum byggt, ef Hermann er ekki ánægður með þennan rit- dóm. Hermann segir, að vitleysan standi þversum í höfðinu á mjer af því jeg gat ekki fallist á nýju kenninguna í Búnaðarr. um mynd- un þúfnanna. Jeg fæ nú ekki betur sjeð, af því er Hermann skrifar um skilning sjálfs sín á þessu, þegar hann fyrst les grein höf., en að sama „vitleysan“ hafi staðið þversum í kollinum á hon- um sjálfum, og var því óþarfi fyrir hann að taka svo mikið upp í sig. Eftir því sem Hermann skrifar í „ísl.“ þorir hann ekki að taka greinina í Búnaðarr. fyr en hann hefir lagt ódæmin öil af spurningum fyrir höf. í prívat- brjefi. Og þegar jeg hafði lesið hinar vísindalegu skýringar hans fannst mjer fyrirsögnin á grein- inni eiga best við sjálf-m hann. Eingum búfræðingi nema Her- manni hefur komið það til hugar að eigna það frosti, sem vatnið goiir. Yatnið er efni en frostið ekki; frostið er eiginleiki vatns- ins. Það er því vatnið í jarðveg- inum, sem er orsök til ójafnanna á yfirborðinu sem kom við það að vatnið frýs ýmist eða þykknar. Jeg skal einnig geta þess, að einginn, sem um þúfur eða þúfna- myndun hefur skrifað, hefur sleingt allri skuldinni á vatnið, heldur og urtagróðurinn, steinana o. fl. Jeg ætla nú að leggja nokkrar spurningar fyrir Þingeyrarbónd- aun með fáeinum athugasemdum frá rnjer, alveg eins og hann fór að við höf. sem skrifaði um þúf- urnar í Búnaðarritið. Geti nú Hermann svarað þessum spurn- ingum rjett, þótt hann fái hjálp til þess úr Skafirði, þá er ekki ólíklegt, að okkur geti komið saman um orsakir þúfnamyndun- arinnar. Því er Ieirjörð, sendin jörð og hrein torfjörð (reiðingur o. s. frv.) ekki þýfð ? Því meir sem er af moldefnum í matjörðinni, því þýfð- ari er hún vanalega. Var jarð vegurinn upphaflega óþýfður þeg- ar gróðrarlagið var fyrst að mynd- ast? Eftir nýju kenningunni eiga þúfurnar alltaf að stækka. Ekki vill reynslan sanna þetta, því þá ættu gömlu þúfurnar að vera orðnar býsna háar. — Því hætta þúfuinar að vaxa? Því getur klakinn ekki neitt sín á gömlum ójöfnum, eins og á nýj- um sljettum? Ef klakinn hefði mikil áhrif á myndun þúfnanna, þá ættu smáójöfnurnar eða hið svo kallaða fleytingsþýfi ekki að vera í næði mannsaldur eftir mannsaldur, án þess að breytast hið minnsta. Gamlir menn hafa bent mjer á þetta fleytirigsþýfi, sem þeir muna eftir frá því fyrsta alveg eins og það er nú. Máske að Hermann segi, að þessar þúf- ur sjeu á æskuskeiði, þær sjeu á leiðinni að stækka. En framfarir þeirra eru þá býsna hægfara. Það eru minni framfarir en þúf- ur í nýjum sljettum hafa. Af hverju myndast þúfur í sumum heitu löndunum þar sem klaki og snjór liggur aldrei á yfirborðinu? Af hverju kemur holklakinn, og því flytjast steinar sem eru í jarðveginum smátt og smátt í yfirborð haus? Því þýf- ast rennisljettar flatir fyr en beða- sljettur, þótt báðar sjeu jafnsljett ar á yfirborðinu? Því myndast ávallt þúfur í sljettum sem þar snar- rót er (aira caspitósa)? Og því eru sumar þúfur í mýrum mest- megnis mosi, ýmist rotnaður eða órotnaður og lifandi? í sambandi víð þetta skal jeg geta þess að margir grasafræðing- ar halda því fram að jurtagróð- urinn sje einn aðalgjörandi þúfn- anna með aðstoð vatnsins. Enn fremur vil jeg spyrja: Hvernig stendur á því að eingin minnsta breyting verður á jarð- veginum þar sem snjóskaflar liggja á vetur eftir vetur, eins og t. a. m. við garða o. s. frv? Þar geng- ur þó frostið grynnra í jörðu en fyrir utan skaflinu, þ&r sem jarð- vegurinn er ber. S. Yfirlýsing. „Til ritstjóra „íslands“ Reykjavík. Mjer hefur verið bent á, að ýms af Reykjavíkurblöðunum, og þar á meðal yðar heiðraða blað, hafl flutt ýtarlega frásögn frá umræð- um, sem fóru fram í síðastl. nó- vembermánuði í Stúdentasamkund- unni í Khöfn, eftir að Dr. Yaltýr Guðmundsson hafði flutt þarræðu um stjórnarástandið á íslandi. Jeg tók þátt í þessum umræðum og verð jeg að játa, aðmjerhafði ekki komið til hngar, að orðum mínum yrði sá sómi sýndur, að þau yrðu höfð eftir mjer í íslensk- um blöðum. Það er ekki venja, að umræður þær, sem fara fram á þessum nætursamkomum Stú- dentasamkundunnar verði almenn- ingi kunnar. Og orsökin til hlut- töku minnar í umræðunum var eingaungu sú, að jeg vildi fá nán- ari upplýsingar hjá Dr. Valtý og öðrum íslendingum, sem þar voru við, um þau atriði, er mestu skifta í stjórnarbaráttu íslendinga nú sem stendur. Jeg hafði — þótt skömm sje frá að segja — ekki yfirvegað þetta málefni svo nákvæmlega, að jeg hefði haft rjett til, að taka á- kveðna afstöðu í málinu. Það sem jeg sjerstaklega óskaði upp- lýsinga um, var það, hver væri ástæða ráðgjafa íslands til að halda því fram, að íalands sjer- stöku málefni skyldu ræðast í ríkisráðinu danska. Þegar Dr. Valtýr hafði svarað spurningum mínum og gert grein fyrir þeim ástæðum, sem. að þvi er sjeð yrði, rjeðu úrslitunum hjá ráðgjafanum, og hafði jafnframt gefið skýringu á því, að í frv. því, sem hann kom fram með á al- þinginu í sumar, feldist eingin viðurkenning á rjettmæti skoðun- ar ráðgjafans, — þá Ijet jeg í ljósi, að jeg vildi að Danir ljetu sem mest að óskum íslendinga í þessu efni, og sjerstaklega ljet jeg þá von í Ijósi, að gjörlegt mætti virðast, að víkja frá kröfunni um, að sjermál íslands skyldu rædd í ríkisráðinu danska. Við þetta atriði hef jeg hvorki persónulega tekið afstöðu ístjórn- arskrárbaráttu íslendinga, og því síður sem flokksmaður af hendi nokkurs pólitísks flokks í Dan- mörku. Jeg hef ekki á nokkurn hátt látið í ljósi nokkurt fylgi við stjórnmálastefnu Dr. Valtýs, nje að jeg fjellist á hana, gat ekki heldur komið til hugar að hafa á móti henni. Að því er jeg fæ sjeð, á Dr. Valtýr þakkir skilið fyrir það. að hann varði þessu tækifæri einkum til að skýra, meðal ann- ara dönskum stjórnmálamönnum, frá helstu ágreiningsatriðunum í stjórnarskrármáli íslendinga. Hjer í Danmörku er ótvíræð þörf á þess konar upplýsingum. Fyrsta skílyrðið til samkomulags er það, að hvorir skilji aðra. Efþaðværi danska rikisdeginum ljóst, hvað skilur á milli skoðana alþingis og ráðgjafa íslands, þá gæti hann ef til vill notað áhrif sín til að bægja á braut þeim hindrunum, sem nú standa í vegi fyrir því, að nokkur lausn fáist á þessari langvinnu þrætu. Það gæti svo farið, að niðurstaðan yrði sú, að það þyrfti ekki að koma í bága við hagsmuni Dana, þótt alþingi fslendinga og ráðgjafi þeirra yrði veitt fullkomið sjálfstæði og sjálf- ræði, bæði að því er löggjöf og umboðsvald snertir, í íslandssjer- stöku málum. Að minnsta kosti ætti að vera hægt að finna trygg- ingu fyrir, að þetta kæmi ekki í bága við danska hagsmuni, ef málið væri skoðað og rætt af góðum vilja frá báðum hliðum. Að Danir sjeu yfir höfuð velvilj- aðir íslandi og íslendingum þarf jeg ekki að taka fram. Þar á móti væri óskandi, að áhugi og skiluingur á íslenskum málum væri meiri hjer í Danmörku en hann er. En er ekki íslending- um að nokkru leiti um þetta að kenna? Kaupmannahöfn, 10. jan. 1898. Virðingarfyllst Octavius Hansen. Island erlendis. f Þorlákur Jónsson stnd. mag. Á aðfangadagskvöld í vetur vildi það slis til í Khöfn, að stud. mag. Þorlúkar Jónsson fjell í sjðinn, í svonefnda kalk- brennsluhöfn, rjett utan við borgina, og drukknaði. Ilann var ðsyndur, en var þar einn ú ferð. Þorlákur var sonur Jóns heitins alþingisforseta á Gautlöndum, fæddur 21. ágúst 1870, en fór ungur í fðstur til Gríms Thomsens að Bessastöð- um og var alinn npp og settur til mennta af þeim hjðnum. Hann var út- skrifaður úr skóla 1889 og sigldi þá til háskólans og las málfræði, grísku og latínu, og átti að taka próf í þeim inn- an skamms. Þorlákur var vel gáfaður maður, en leiddist námslestur og dróst hann því leingur fyrir honum en ella hefði orðið. Annars hafði hann lesið margt og var víða heima. í bréfi frá Khöfn segir svo frá slisinu: „Þorlákur fór út seint um daginn (áað- fangadag) til að kaupa jólagjaflr. Þeg- ar því var lokið og ýmsu öðru, sem hann ætlaði sjer að gera, gekk hann út að Fríhöfn sjer til skemmtunar. í myrkr- inu og hálkunni hefur hann þá hrapað út af flóðgarðinum, en hann er svo bratt- ur, að ekki verður komist upp, ef maður fellur niður, og Þorlákur var ekki synd- ur. Jarðarförin fór fram á gamlársdag og voru 150 manns viðstaddir. Kapell- an og kistan þakin blómum og kröns- um. Síra Júlíus Þðrðarson, sem þá var hjer staddur, hjelt ræðuna. Frá Khöfn er skrifað, að nú hafi Danir stofnað fiskiveiðafjelag 1 stórum stíl til veiða hjer við land. Stofnfjeð 1 millíón. Fríherra von Jaden, sem hjer var á ferð í sumar, hefur í vetur dvalið i K,- höfn; hann er nfi trúlofaður frk. Ástu Petersen, dóttur P. Pjeturssonar, bæjar- gjaldkera hjer í Reykjavík. Hún sigldi til Khafnar í haust. Síra Júlíus Þórðarson er nú orðinn prestur fríkirkjusafnaðar eins í Krist- janíu. Sira Júlíusar er annars víða getið. Kaupm.hafnarblað eitt flytur grein, sem það tekur eftir þýsku blaði, og er fyrir- sögnin: „íslenskur uppreisnarprestur". Þar er þess getið, að prestur einn ís- lenskur hafi nú sest að í Kristjaníu og sje aðalhlutverk hans þar, að skilja ís- land frá Danmörku og sameina það aft- ur Noregi. Tvö ný blöð eru nú komin upp hjá íslendingum vestra, annað heitir „Berg- málið" og er gefið út af G. M. Thomp- son og G. Thorsteinson á Gimli í Nýja- íslandi; hitt heitir „Kennarinn“, og er síra Björn B. Jónsson ritstj. þess. Það er mánaðarblað á stærð við „Sameining- una“ og gefið út að tilblutun Kirkjufje- lags Vestur-íslendinga. Hvorugt blaðið hefur þó sjest hjer í Reykjavík enn sem komið er. Binn ísl. stúdent tekur próf við há- skólann í vetur, Jðn Hermannsson frá Velli á Rangárvöllum, fyrri hluta lög- fræðisprófs. Fröken Ólafía Jóhannsdóttir hefur, eftir þvi sem sjá má á „Lögbergi", ferð- ast til og frá um nýlendur íslendinga í Ameríku og víða haldið fyrirlestra. — „Lögberg“ flytur í jóla-tölublaðinu litla mynd af henni á peisubúningi. Þessir íslendingar hafa látist í Vest- urheimi: Einar Árnason frá Rjúpnafelli í Vopnafirði, 62 ára — d. 29. okt. — Bjarni Árnason i Pembina N.-Dak. — d.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.