Ísland


Ísland - 08.02.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 08.02.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 1. ársfj. Reykjavík, 8. febrúar 1898. 6. tölulblað. Nú hefur „ísland" fleirl kaupendur hjer innanbæj- aríReykjavík en nokkurt b 1 a ð hefur á ð u r haft, tölu- vert fleiri kaupendur ian- anbæjar en þið af blöðunum, sem flesta hefur, og langt- um fleiri en kvort um sig af hinum Möðunum. Minnisspjald. Lan&sbanlánn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. 117«—ll/«- — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 slðdegis 1. mánud. 1 hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 siðd.; á manud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bæfarsjórnar-íandlr 1, og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátœlcranefndar-funiir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (1 G-laagow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siðdegis. Verkmaniiasamtök á Einglandi. Atvinnufjelag enskra vjelaverk- manna — Amalgamated Society of Engineers — er kunnugt um allan heim. Það er elsta og vold- ugasta atvinnutjelagið, sem enn er til, stofnað um miðja öldina. Pá voru kjör verkmanna á Eing- landi jafnvel enn bágbornari en á meginlandi Norðurálíunnar. — Stofnun þessa fjelags er byrjunin til allra hinnavoldnguverkmanna- íjelaga (Trade Unions), sem nú eru í Einglandi og hafa mikil áhrit í ýmsar áttir. Það var rjett fyr- ir 1870 sem verkmannahreifingin barst frá Einglandi til meginlands- ins Norðurálfunnar og var A. S. o. E. hvervetna sú fyrirmynd, er verkamenn reyndu að snýða sam- tök sín eftir, þótt það ekki tækist. Þegar jafnaðarmannahreifingin breiddist út um Evrópu og öld- urnar risu svo hátt, að víða horfði til vandræða, þá litu menn undr- andri augum til Englands; þar, í aðallandi verksmiðjanna, gekk alt 'ólega. Orsökin var sú, að verk- mannafjelögin þar, sem gengið höfðu í spor A. S. o. E. höfðu sýnt onska verkmannalýðnum á- þreifanlegar sannanir fyrir því, að hann gæti öðlast umbætur á kjörum sínum án þess að brjóta til grunna hina núverandi þjóð- fjelagsskípun. Nu eru fjelagsmenn A. S. o. E. 80,000. Þeir hafa rjett til styrks af fjelagssjóði, ef þeir verða at- vinnulausir, ef þeir verða ejúkir, eða ef einhver óhöpp eða slis henda þá, og loks fá þeir elli- styrk úr fjelagssjóði. Til þessa hefur fjelagið nú varið 60 milj. kr. síðan það var stofnað. Sjald- an hefur það gert verkaföll; venju- lega haft sitt fram með samning- um við verkgefendur með skyn- samlegri yfirvegun frá báðum hliðum. Þó gekkst fjelagið fyrir verk- falli skömmu eftir að það var stofnað, rjett eftir 1850. Þá var þrætan um það, að verkamenn heimtuðu vinnutímann færðan nið- ur í 10 stundir. Þð gat fjehgið þá eigi haldið málinu til streytu. En reyndar hafði það sitt fram eingu að síður. Því fáum árum síðar var 10 stunda vinnutíminn almennt tekinn npp í Einglandi. Nær 20 árum síðar, ijett eftir 1870, gekkst fjelagið aftur fyrir verkfalli og var það þá 9 stunda vinnutíminn, sem þrætan var um. í þetta skifti var sigurinn fljót- feinginn, og hefur 9 stunda vinnu- tíminn síðan verlð almennastur á Einglandi í flestum atvinnugrein- um. Nú, 25 árum síðar, heimtaði fjelagið að vinnutíminn væri færð- ur niður í 8 stundir. Það vildu verkgefendur ekki og gerði þá fjelagið verkfall í sumar sem leið og hafa enn eigi komist sættir á. Þegar verkfallið byrjaði, átti fje- lagið 1 million í sjóði. Verkgefendur hafa í þetta sinn gert harða mótstöðu og jafnvel hugsað sjer, að tvístra atvinnu- fjelögunum. Við sáttatilraun, sem gerð var í deaember í vetur, sem verslunarmálaráðgjafi Einglend- inga var við staddur og átti þátt í, neituðu þeir, þrátt fyrir aðvar- anir ráðgjafans, að semja við fje- lagið framvegis, en vildu semja um vinnutímann við hvern ein- stakan verkamann. En hjer með var ráðist á grundvöll atvinnu- fjelaganna yfirleitt; og þegar krafa verkgefenda var kunnug orðin, stefndu fjelögin í heild sinni til fundar og kom saman um að styrkja AS.o.E. til að halda stríð- inu áfram. Um áramótin nam kostnaðurinn, sem leitt hafði af verkfallinu, 10 mill. kr. 80,000 manns tóku þátt í því og var þá kostnaðurinn á hverri viku hálf million. Það er stærsta og dýrasta verkafall, sem enn hefur átt sjer stað. Afkostn- aðinum hefur fjelagið sjálft, sem verkfallið gerði, borið 372 mill. Hitt er feingið með frjálsum sam- skotum. 2 mill. hafa komið er- lendis frá, mest frá Þýskalandi. Atvinnufjelögin eru nú talin grundvöllurinn undir þjóðfjelags- skipun Einglendinga. Sýnir það, meðal annars, hve mikil áhrif þau hafa, að þegar verkgefendur Ijetu í ljósi, að þeir hyggðust að tvístra fjelögunum, þá risu jafnt æðri sem lægri npp á móti þeim. Peningar streymdu þá inn til verkfellenda, eigi síður frá æðri stjettunum en frá verkamönnum, og áður en árinu var lokið, höfðu verkgefendur tekið aftur neitun sína, um að semja við fjelögin. Yfirvöldin hafa stranglega varast, að veita hvorum um sig, eða blanda sjer á nokkurn hátt inn í þrætuna, og allt hefur fram farið óspektalaust og með svo mikilli ró og reglu, að ekki eru dæmi til annars eins við samkonar tæki- færi. En verkgefendur hafa alvar- legar ástæður til að mótmæla svo harðlega stytting vinnutímans; þeir hræðast keppnina frá þýsku verksmiðjunum. Þar er vinnu- tíminn 10 stundir. í verkmannahreifinguuum er- lendis eru nú tvær stefnur ráð- andi; önnur runnin frá Þýskalandi, hin frá Einglandi. Þýsku verk- mannafjelögin leggja allt kapp á, að koma sem fiestum af fylgis- mönnum sínum inn á þingið. Þau vilja ná umbótum á kjörum verka- lýðsins með bylting í löggjöf og þjóðfjelagsskipun allt í einu, ofan frá. En ensku verkamennirnir reyna að ná þeim smátt og smátt með þroskun atvinnufjelaganna og ánrifum þeirra, neðan frá. Það skiftir miklu, hver afieið- ingin verður af þessu verkfalli á Einglandi. Ef A.S.o.E., sem er móðir og fyrirmynd allra atvinnu- fjelaga í HMnglandi, verður undir, þá eru mikil líkindi til að stefna hinna þýsku „socialista" ryðji ssjer meir til rúms hjá Einglum á eftir en hingað til hefur verið. Brjef til „ÍSLANDs". III. 15 dagar í París. Það fór fyrir mjer, eins og fyr- ir Jeppe í leikriti Holbergs, að þðgar jeg gekk um strætin í París- arborg, varð jeg að klípa stund- um sjálfa mig í handleggian, til þess að sannfærast um, að það væri jeg sjálf. En menn geta vanist öllu, og þegar jeg í lok septembermánaðar fiuttist búferl- um frá Nogent til Parísarborgar, var jeg orðin þar öllu svo kunn- ug, að jeg gat farið allra minna ferða ein tilsagnarlaust, án þess að villast nokkru sinni. Það er yfir höfuð hægt að átta sig í Parísarborg. Signa er eins og Aríadneþráður um þetta mikla völ- undarhús. Mönnum lærist fljótt, að þekkja helstu torgin, sem stiæti liggja út frá í allaráttir, svosem t. a. m. Place de la Bastille, Place de la Concorde, Place de la Bepu- blique, Place Arc de Triomph oV EtviU o. s. frv. Ef mena því næst setja á sig nokkur stórhýsí og kirkjur, svo sem Louvre, Luxem- burg, Trocadero, Madeleine-kirk}U, St. ^áwíowe-kirkjuna, Notre Dame o. s. frv., þá getur hver og einn með vissu bjargað sjer. Jeg bjó þessa 15 daga, sem jeg var al- gjörlega um kyrt í Parísarborg, rjett hjá helsta skemmtigarðinum, sem nefndur er Parc Monceau og sem líkist görðum þeim, sem lýst er í æfintýrum, með alls konar blómum og trjám, rústum af grísku musteri, alþöktum vafningsgrasi (Efeu), læk með marmarabrú yfir, og sem snæhvítar álftir synda á, o. s. frv. Meðan jeg var í París- arborg, var myndarstytta af skáld inu Ouy dc Maupassant afhjúpuð þar í garðinum. Þessi hluti borg- arinnar er einhver hinn dýrðleg- asti hluti hennar. Þar er ekki annað að sjá en eintóm stórhýsi, og jeg hafði þá ánægju, að aka á hverjum degi fram hjá húsi auð- kýfingsins Eotschilds. Sendiherra Eússa býr í næsta húsi því, sem jeg bjó í, og hin nafnkennda sjón- leikkona Sarah Bernard býr einn- ig þar í grenndinni. Það er eins og dálítið út úr mestu umferðinni, og þegar jeg að kveldi dags gekk út á gluggsvalirnar fyrir utan gluggann á herbergi mínu, til að sjá Parc Monceau í rafurmagns- ljósi, átti jeg oft bágt með að tróa því, að svo mikil kyrð gæti átt ajer stað í fjörugustu borg heims- ins. Jeg sá reyndar vagnana þjóta fram hjá, en með því að helstu stræti borgarinnar eru Iögð trje, en ekki steinum, verður eing- inn skarkali heyranlegur undan vagnhjólunum og hestahófunum. Deginum varði jeg þannig, aðjeg gekk að morgni dags út til að skoða stræti, kirkjur og merkis- hús. Á hádegi var borðaður morg- unverður; kl. 2—5 ók jeg um borgina til og frá, og frá 5—67a í Boubgne skóginum. Einni stundu eftir miðaftan var miðdegisverð- urinn borinn á borð, og kl. 8 beið vagninn fyrir utan dyrnar til að flytja oss í leikhúsið. Það ersvo sem auðvitað, að jeg fór ekki í leikhúsið á hverju kveldi. Hinir auðugustu ParÍ8arbúar hafa fæst- ir ráð á því; en þau skiftin, sem jeg fðr þangað, hafði jeg einhver hin bestu sætin í leikhúsinu, og er það meira vert en að fara oft og sitja í hinum lökustu sætun- um. Tvö kveld vissi jeg um verð á sætunum, sem jeg hafði, og var það annað kveldið 17 frankar (um 12 kr.), ea hitt 10 fr. (7 kr. 20 au.), og má af því ráða, að ef menn skemmta sjer í Parísarborg, þá er það ekki ókeypis. En svo jeg hverfi aftur að efninu, þá má skifta því í þrennt: 1. borgin, það er að segja stræti og hús o. s. frv.; 2. borgarbúar, það er að segja siðir og hættir, og loksius 3. skemmtanir, það er hið andlega líf þjóðarinnar. Hið fyrsta kann- aði jeg að morgni dags; hið annað síðari hluta dagsins, og hið þriðja að kveldi dags, og skal jeg uú reyna að lýsa því, hver áhrif þetta hvert um sig hafði á mig. í Parísarborg eru um 4000 stræti; mjer var þvi eigi unnt sð sjá þau öll; en aftur a móti kynntist jeg sumum þeirra svo vel, að jeg hefði getað gengið eftir þeim með lokuðum augunum. Á meðal þeirra er Boulevard Malesherber, og mcð því að biu stóru og breiðu stræti (Boulevard- er) líkjast hvert öðru, er nóg að lýsa einu þeirra. Boulevard Males- herbes er hjer um bil 10 sinnum breiðari en nokkur gataíReykja- vík. Stræti þetta byrjar hjá Madeleine-kirkjunni og endar hjá Parc Monceau, en þar tekur við Boulevard de Courselles. Til beggja handa eru búðir með stórum glugg- um, þar sem sjá má allt, sem hugsað verður, einkum kvennfatn- að og skraut. Þeir, sem ekki hafa sjeð með eigin augum allt það skraut, sem hjer freistar aum- ingja kvennfólksins, geta naumast gjört sjer nokkra hugmynd um það. Jeg staðnæmdist fyrir fram- an búð eiua, þar sem seldir eru kvennhattar, en þeir kosta þetta 40—50—60 franka (29—43 kr.) hver, og enginn minna; jeg segi minna, því sjá má hatta i Paris- arborg, sem kosta 100—150 fr. (72—108 kr.). Rjett við hliðina eru seld millipils úr silki, silki- skyrtur, silkisokkar, o. s. frv. — Jeg nam staðar við aðra búð; þar eru seldar brúður, sem kosta allt að 1000 fr.; en þær eru líka snilldarverk bæði að fegurð og skrauti. Forseti Frakklands hafði með sjer tvær þess konar brúður, þegar hann fór til Rússlands í Bumar, til þess að gefa dóttur keisarans. Önnur þeirra var sann- arleg ímynd Parísarkonu, en hin átti alla þjóðbúninga Frakklands. Þegar hálfnað er Boulevard Males- herbes, þá verður fyrir mjer ein-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.