Ísland


Ísland - 08.02.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 08.02.1898, Blaðsíða 3
I8LAND. 23 Heilbrigði manna góð. Þ6 hefur veiið nokkuð kvillasamt hjer í sveit í vetur, en ekki skæðar sóttir. Verslunin er hjer fremur dauf. Núna t.d. kolalaust, steinoliulaust og að mestu mjöllaust og marga af kaupstaðarbúum skortir þessar vörur nu þegar. Hvað mun verða á útmánuðunum?" Aðfaranótt annars i jðlum hvarf inað- nr á, Kolfreyjustað i Fáskrúðsfirði, Ste- fán nokkur Vigfússon, aldraður maður. Hann hefur verið leingi á Kolfreyjustað, var veikur og lá í rúminu, en þesa var ekki gætt að vaka yflr honum þessa nótt, hafði það þð verið gert áður. Hann var ófundinn, er síðaat frjettist. Þrír trollarar'hafa nú sjest hjer úti á flóanum. Atntið hefur endurnýjað bann sitt um öll viðskifti víð þá. R. D. Slímon kaupm., sem leingi keyfti hjer á landi fje og hesta, dð í Edinborg 5. f. m. af heilablóðfalli. Hann var sjö- tugur. Island erlendis. í fjárlagafrumv. fólksþingsins danska er lagt til, að veittar verði 1400 kr. til áframhalds innfjarðamælingum hjer við land, og er svo til ætlaBt, að það tillag haldist árlega í þrjú ár. Stendur þessi styrkveiting i sambandi við stofnun hins danska fiskiveiðafjelags, sem um ergetið i Bíðasta blaði, því það er mikils vert fyrir fiskiskipin, að glöggar mælingar sjeu gerðar hjer kring um landið, þar sem þan mest hafast við. Styrkinn til varðskipsins hjer við land vill nefndin færa niður úr 50,000 í 35,000. Málþraðurinn verður ekki lagður hing- að fyr en sumaiið 1899. „Nýja Öldin" flytur þær fregnir, „að málaleitun eða samningar hafi átt sjer stað um það leyti, er póstskip för (þaðan), milli fje- lags í Canada og danska'símritsfjelags- íns um símritalagning þessa. Mun Ca- nadafjelagið ekki öfúst á, að leggja á sinn kostnað, og styrklaust frá íslandi eða Danmörku, ritsíma yfir Grænland, svo framarlega aem þvi og danska fje- laginu semur um samband þeirra á milli (ura kjörin, um afnot hvors um sig af hins síraa). Skyldi fjelögunum semja, sem vonandi er, þá verður íslandssíminn þáttur úr nýjum Atlantshafssíma, er teingir satnan Eurðpu og Ameriku". í Kristjaníu hefur síra Júlíus Þðrðarson í vetur haldið nokkrar guðsþjónustugerð- ir á íslensku og er látið vel yfir þeim;í norskum blbðum. Ráðgert~er~að prenta litið sálmahefti á islensku til að nota við þessar guðsþjðnustugjörðír. Reykjavík. Tíð hefur verið vond og nmhleypinga- söm, ýmist rignt eða snjóað; töluveiður snjór nú sem Btendur. A fimmtudaginn kemur verða gefin sam- an í hjðnaband D. Thomsen kaupmaður og fröken Agusta Sveinsson, dðttir Hall- gríms biskups. Dau Bi'gla síðan með „Lauru" næst til Hafnar. Torfi búnaðarskðlastjðri í Ólafsdal er hjer staddur og ætlar utan með „Lauru". „Laura" er enn á ferð sinni til Vest- fjarða, en á að fara hjeðan á laugardag- inn. Með henni fara, auk þeirra sem nefndir eru: Joh. Hansen kaupm., H. Andersen skraddari, Magnús Benjamíns- aon úrsmiður, Jðn Brynjðlfsson skðsmið- ur. Hjer i Reykjavik eru nú þrjú fjolög, sem hafa það markmið, hvert á sinn hátt, að efla sjávarútveginu og hagsmuni þeirra, sem hann stunda: „Útgerðarmannafje- lagið", skipstjðrafjelagið „Aldan" og hásetafjelagið „Báran". „Báran" var stofnuð fyrir fáum árum. Nú hefur hfa fært út kvíarnar út fyiir Keykjavík, og er í sambandi við hana nýstofnað hásetafjelag í Hafnarfirði. A sunnudaginn kl. 2 hjelt David Öst- lund fyrirleBtur í Iðnaðarmannahúsinu um trú og kenning sjöundadags-aðvent- ista. Hann er, eins og áður hefur verið um getið hjer í blaðinu, sendur hingað af trúarbræðrum sinum í Noregi til að útbreiða hjer skoðanir þeirra, hefur gefið út bækling í þá átt og nokkrum sinnum talað opinberlega, ýmist á norsku eða íslensku. Hann talar íslensku furðu- vel, þð með töluverðum norskukeim, sem vænta ma, því hann byrjaði að læra mál- ið þegar hann kom upp hingað snemma í vetur. Aðventistar eru~ungur trúar- flokkur, sem feingið hefur nokkraáhang- endur i Noregi. Þeir heyra til trúar- flokki mótmælenda, en skilur einkum frá þeim að því, að aðventistar erubökstafs- menn enn meiri en lútherskir klerkar og guðsmenn.':: Deir trúa því t. d. ekki, að maðurhm hafi ódauðlega sál, því ritn- ingin segir hvergi Bvo,"jheIdur"sjest all- víða í hinni helgu bök, að höfundar honnar hafa ekkijveriðjþeirrar skoðunar. En eftir trú~ aðventista, eins og allra kristinna manna, fer ritningin öll rituð með guðs fingri og"getur þar því ekkert orð rangt verið. En í ritningunni kvað ræðumaður oiðið 'sál eða andi komafyrir 1700*sinnum og fylgir™ því þar hvergi lýsingarorðið~„6dauðleg" eða „ðdauðleg- ur". En aðventistar trúa því, að sálir mannaTiafi hæfileika til að~verða'ðdauð- legar,^ en þeirri fullkomnun~ná~að eins gððar og guðhræddar sálir, því „laun syndarinnar er ^dauðinn". Samkvæmt þessu tiúa þeir ekki á eilífa útskúfun. Þeir trúa á endurkomu Krists til jarð- ríkis og þúsundárarikið, og af ýmBum táknum (á stjörnum o. s. frv.) hyggja þeir það, ef til vill, ekki fjarri. Ýmsar táknaþýðinga þeirra eru Bkrítnar, þðtt enganveginn sjeu þær fáránlegri en sumt í okkar trúbrögðum. — Að ýmsu eru enn skoðanír þeirra frábrugðnar LutherBmönn- um í smáatriðum, t. d. viðvikjandi skírn- inni, helgi sunnudagsins o. s. frv. Þeir skíra ekki börn, halda laugardaginn hei- lagan, en ekki sunnudaginn o. B. frv. Síra LaruB Halldðrsson, fríkirkjuprest- ur Reyðfirðinga, kvað vera sjöundadags- aðventista-trúar. Hjálmar Sigurðsson amtsskrifari hjelt og á sunnudaginn alþýðufyrirlestur um „Ijósaskiftin miklu", talaði um siðaskift in og áhrif þeirra og afleiðingar. Blaðamannafjelag er nú stofnað hjer í Rvík og eru í því ritstjórar:~„Nýju Ald- arinnar", „ísafoldar", „Fjallkonunnar", „Kvennablaðsins" og „íslands". Til þess að sú fjelagssmíð sje fullger, vantar þð í hana tvo nagla; það eru þeir ritstjðrar „Þjóðólfs" og „Dagskrár". hefur hægt um sig á þorr- anum, hefur nú ekki komið út svo vik- um skiftir. Hennar náttura er undur- samleg; hún fölnar á veturna, en þýtur upp með grasinu og gorkulunum þegar hlýnar í veðri. Hitt mun vera vitleysa, að hún hafi nú lært að skammast sín og láti ekki sjá sig þess vegna. Þorgrímsson, er fæddur í dag og hcldur í minningu|þesB kvöldmáltíð með nokkr- um kunningjum sínum i Iðnaðarmanna- húsinu. Einar Helgason garðyrkjufræðingur, sem kom hingað frá Danmörku með „Lauru" um daginn, sest að bjer í Rvík; ætlar hann, þegar frá líður, að gcra til- raunir við garðræktun og trjáplöntun. A föstudaginn var dæmt í barsmíða- málinu og Pjetur Guðmundason (i Apo- thekinu) hlaut 20 kr. sekt fyrir lögreglu- brot. Mál Sigurgeirs Sigurðssonar enn ðútkljáð. Jóhannes snikkari er á bata- vegi og kominn á flakk, en þó hvergi nærri jafngðður enn. Steingrímur saungkennari JohnBen, sem leingi hefur legið sjúkur, er nu kominn á flakk og albata. Jðn alþingismaður Jakobsson hefur um tíma legið i brjósthimnubólgu, en er nú í afturbata. Skrifstofuatjóri almennings, hr. Kr. Ó fþrðtta-sýningarnar á þj6ðhátiðinni hjerna í Reykjavík í sumar voru hver annari ómerkilegri, bæði t6ku mjbg fair þátt í þeim og af þeim, sem það gerðu, sýndi enginn neitt það, er hrósvertværi, aðrir en hinir fáu meðlimum leikfimis- fjelagsins. Um þetta rcun meðfram vera að kenna undirbúningsleysi og ættiþetta að vera miklu betur undírbuið næsta ár. Við þessu má lika búaat, því bæði ernú leikfimiskennsla veitt hjer ðkeypia í vet- ur og líka nýstofnað hjer glímufjelag. Það hefur æft sig tólnvert og tvisvar glimt „f'yrir fólkið", á laugardags- og sunnndagskvöldið var.~ Fjolagið heitir „Armann" og mun vera heitið eftir Ár- manni þeim, er'Armanussaga er frá'Bögð og Armannsfell er við kennt. Hann var glímutnaður hinn mesti á sinni tið. Þa 24 Nei, hann er eldri en æfintýrið það, að sínu leyti eins og skógarinn er guð- unum eldri. Heiðingi er jeg og heiðingi verð jeg, Gisborne". Það sem eftir var kvöldsins sat Muller og reykti og svældi og starði stöðugt út í myrkrið; tautaði hann fyrir munni sjer tilvitnanir og klausur eftir hina og þessa rithöfunda, og á svip hans mátti lesa hina mestu undrun Hann fór inn í tjaldið, en kom að vörmu spori út úr því aftur og var hann þá kominnirauða viðhafnarsloppinn sinn. Síðustu orðin, sem Gisborne heyrð' hann segja, lagði hann mikla áherslu á: „Hvort sem jeg er heiðinn eða kristinn, fæ jeg aldrei vitneskju um skóg- arins innsta eðli meðan jeg lifi". Það var viku seinna um miðnætti, að Abdul Gafar stóð náfölur af reiði við fótagaflinn á rúmi Gisbornes, ýtli við honum og bað hann í hálfum hljóð- un> að risa á fætur. »Á fætur, sahib", stundi hann upp, „á fætur og takið byssu yðar. Mann- orð mitt er farið. Hefnið þess áður en menn fá vitneskju um það". Andlit gamla mannsins var svo afmyndað, að Gisborne starði á hann alveg hissa. „Það var þá vegna þessa, að skógarfliikkarinn hjálpaði mjer til að bera á borðið, sækja vatn og plokka fugla. Þau eru strokin og þó hef jeg aðvar- að hana og refsað henni; og nú situr hann mitt á meðal djöfianna sinna og tælir sál honnar niðnr í undirdjúpin. Standið þjer nú upp, sahib, og komið þjer með mjer". Hann fjekk Gisborne byssu í hönd og hálfdró hann út i veröndina. „Þau eru þarna úti í skóginum innan skotmáls hjeðan. Komið þjer með mjer en hafið ekki hátt". „Hvað er á ferðum, Abdul?" sagði Gisborne. „Mowgli og djóflamir hans og dótfir mín", sagði Abdul Gafur. Gisborne svaraði eingu og fór með honum. Hann vissi, að Abdul Gafur mundi ekki ^afa barið dóttur sína að ástæðulausu um nóttina og að Mowgli mundi ekki heldur hafa hjálpað honum til við ýmsa vinnu, hefði ekki eitthvað búið undir. °g það er ekki langrar stundar verk $ð biðja sjer stúlku í skóginum. Þeir heyrðu veikt blísturhljóð úti í skðginum, eins og einhver skógar- g V3eri að leika á hjóðpípu, og þegar þeir komu nær, heyrðu þeir lágan 21 sagði Muller með alvörugefni. „Hvað segir hann annars um tígrisdýriu — þessi gað, sem er svo góður kunningi yðar? Gisboxne kveykti aftur í vindlinum sínum og hóf að scgja frá Mow^li og öllum hans afrekum, og þegar þeirri frásögn var lokið, var vindillinn nærri reyktur upp til agna, svo að stubburinn stóð ekki eiuu siuni út úr skegginu. Miiller hlýddi á sögu hans með hinni mestu athygli. „Þetta er ekkert vitfyrringsæði", sngði hann að síðustu, er Gisborne hafði lokið við að segja frá, hvernig Mowgli fór með Abdul Gafur. „Það er langt frá því, að þetta sje neinn vottur um geggjun". „Hvað er það þá?" spurði Gisbome. „Mjer sárgramdist við hann í morg- un út af þessu, og þá íór hann frá mjer af því, að jeg bað hann að segja mjer hvernig þessu öllu væri varið. Jeg imynda mjer, að hann sje eitthvað ruglaður á geðsmununum". „Og það er langt frá því, en þetta er ákaflega merkilegt. Þeir eru ekki vanir að verða gamlir — menn af þessu tagi. Og þjófgefni þjónninn yðar sagði yður ekki hvað það var, sem rak hestian áfram? - og bláuxiun gat vitanlega ekki sagt frá neinu". „Nei, en það var vist ekkert. Jeg htustaði og jeg heyri sæmilega vel; en það heyrðist ekkert. Þau komu bæði hlaupiudi eins og' fætur toguðu, maðurinn og blessuð skepnan — alveg tryllt og hamslaus af hræðslu". Muller svaraði eingu, en í þess stað virti hann Mowgli fyrir sjer frá hvirfli tíl ilja og benti honum að koma nær. Hann gerði það, en fór afar- gætilega og varkárlega, alveg eins og þegar hjörtur stígur ofana :dílanöðru. „Það er eingin hætta á ferðum", sagði Muller ájtungumáli iunlendra manna. „Rjettu frá þjer handlegginn". Mowgli gerði svo. Miillergstrauk eftir handleggnum niður að olbogan- um, þreifaði á honum og kinkaði kolli. "Þetti hugsaði jeg leingi", sagði hann. „Komdu nú með hnjeð". Hann þreifaði á hnjeskeliuni og brosti við. Hann tók líka eftir tveimur eða þremur gömlum örum rjett fyrir ofan öklann. „Þú hefur verið kornungur, þegar þú fjekkst þau, örin þau arna", sagði hann. „Já", sagðiMowgli brosandi. „Jeg berþautil menja um litlu skinnin". Svo leit hann um öxl til Gisbornes og sagði: „Þessi sahib skilur hvernig í öllu liggur. Hver er hana?"

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.