Ísland


Ísland - 08.02.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 08.02.1898, Blaðsíða 4
24 ISLAfTD. yar glímt á Hofmannafleti og sjást enn í dag vegsummerkin, spor Hróifa og ber- serkja, sem óðu jörðina að hnjám, og glögg mót eftir þjetta lærvöðva í kietta- brónunum fyrir ofan, þar sem fornkonur vorar sátu og horfðu á glímurnar. En nú berjast hrútnr á Hofmannafleti og arnir og annað illþýði byggja Meyjasæti. En Hofmannaflötnr „Ármanns“ er nú leik- sviðið hjá W. 0. Breiðfjörð. Annars eiga þeir þökk skilið, sem stóðu fyrir stofnun glímufjelagsins, og margir af þeim, sem þar glímdu, gerðu það vel. Fyrir fáum árum var hjer glímufjelag, sem nefnt var „íslendingur". Dað stofn- uðu öóð-templarar. Þá var hjer í skóla síra Helgi Hjálmarsson, sem nú erprest- ur að Helgastöðum í Aðal-Keykjadal, Mývetningur að kyni, glímumaður ágæt- ur og garpur hinn mesti í hvívetna. Hann bar þar af öllum öðrum og stóð honum einginn snúning. Aðrir glímu" menn voru þar helstir: Einar Þórðarson’ nú prestur í Hofteigi eystra, Eriðrik ljós- myndari Gíslason og Freysteinn sjómaður hjer í bænum. Dar var og Pjeturblikk- smiður, sem geingist hefur mest fyrir stofnun þessa nýja fjelags, góður glímu- maður. Til ,Músikfjelags Ilvíkur4. „Músikfjelag Eeykjavíkur" hef- ur í 4. tölubl. „íslands" með mjög villandi, ómerkilegu og barnalegu svari reynt til að hrekja dóm minn í sama blaði um samsaungva fjelagsins þ. 15. og 16. janúar. Svar fjelagsins ber þess vott, að fjelagsmenn eru ekki enn svo þroskaðir, að vert sje að minnast þeirra opinberlega og að þá vant- ar bæði kurteisi og stillingu til að taka og hagnýta sjer jafnvel mjög mildan dóm. Að koma fram með „gagnkritik11, er undir þess- um og líkum kringumstæðum hvergi meðal menntaðra maDna álitið að sæma neinu fjelagi nje einstökum mönnum, sem í hlut eiga; með því háttalagi leyfir fjelagið sjer sjálfdæmi og kveður upp dóm yfir rjettum dómara þess, en hann er og blýtur að vera einn, fleiri eða allir áheyrendur fjelagsins. Fjelagið segir: „taka verður tillit tíl þess undir hvaða kringimstœðum menn hjer sýna íþrótt BÍna“; það er alveg rjett, en á að eins ekki hjer við. Fje- lagið hefur með því að velja sjer nafnið: „Músikfjelag Beykjavík- ur“ svift sig að mestu leyti þess- um kringumstæða-rjetti sínum; það er ómögulegt að virða fje- lagsmönnum, sem hafa valið sjer svo háfleygt og þýðingarmikið nafn, neitt til vorkunnar. Þeir hafa með því skuldbundið sig til að halda allri músik hjer í bæ hátt á lofti, og nafn fjelagsins á að vera Reykjavíkurbúum trygg- ing fyrir því, að þeim á sam- saungum fjelagsins sje boðið allt vandað og vel undirbúið, og það ekki síst þegar fjelagsmenn þykj- ast hafa framúrskarandi vit á „músik“ og margir af þeim eru all- vanir saungstjórar. Mjer getur ekki komið til hugar, að svara neinni af þeim einstöku aðfinningum við dóm minn, sem fjelaginu hefnr þókn- ast að koma fram með. Jegverð að álíta, að fjelagið hefðí staðið sig betur við, sð geyma visku sína, og sjá fyrst, hvort einginn annar, t. d. einhver af áheyrend- um þess, fyndi hjá sjer köllun til að hjálpa fjelaginu gegn hinum „órökstudda“ og „villandi41 dómi mínum. Fjelagið hefur, með þessu langa og klaufalega svari sínu, ekki hrakið eitt einasta atriði í grein minni; það hefir jafnvel komið fram með fádæmu bjana- skap, t. d. „fullkomna orgelið“ þetta makalausa hljóðfæri, sem „framleiðir hljóðfæri margra hljóð- færa í senn“(!I). Útskýring fje- lagsins á því, hvernig jeg aðeins hafi sjeð á bakið á einum saung- stjóranum o. s. frv.; allt þetta ber svo mikínn vott um staka einfeldni að furðu gegnir. Þá virðist „Musikfjelagið1* skorta nógu góðan vilja til að skilja dóm minn og lesa hann rjett (dæmi: „Tempoið11 í laginu „Svo fjær mjer á vori“; orðin „eilífur hornaklástur", sem jeg ekki hef haft í sambandi við þennan sam- saung; að jeg kalli lag hr. H. Helgasonar „Potpourri“; í dómi mínum stóð nokkurs konar P.). „Musikfjelagið“ kveðst meðal annars svara dómi mínum, til þess að „þjöðiri1 þekki, hve hæfur, nærgætinn og glöggskygn dómari jeg sje. „Þjöðiri‘ getur alls ekki dæmt neitt um þetta ; það var aðeins lítill hlutí hennar, nfl. Reykjavíkurbúar, sem í þetta sinn gafst kostur á að heyra þennan makalausa, framúrskarandi sam- saung, og þessi litli hluti þjóð- arinnar, sem „Musikfjelag Reykja- víkur“ í svari sínu kallar, „lítt saungfróðan almenningu, mun víst kunna að meta rjettilega gagn- dóm „Musikfjelagsins“ og dæma hann sem: árangurslausa tilraun til þess að hræða menn frá því að dæma um samsaungva fjelagsins eftirleiðis. Ef jeg einhvern tíma aftur finn ástæðu til að minnast á sam- saungva þessa fjelags eða annara mun jeg alls ekki skifta mjer af neinum gagndómum nje svörum frá fjelögunum. Á. Th. Aöalfundur við Faxaflóa verður haldinn mánudag 21. þ. mán. kl. 5 e.m. á „Hotel Island“. Ársreikningar fjelagsins verða þar fram lagðir, og ræddar nokkrar lagabreytingar; þeirra fremst er um ábyrgð á skipum í vetrarlægi. Lagabreytingar ná ekki gildi, nema meiri hluti fjelagsmanna sje á fundi; er því áríðandi að sem flestir mæti þar. Fjelagstjórnin. Til sölu er nýlegt og vandað steinhús við Laugaveg. Ágætir borgunarskilmálar. — Eitstjóri vísar á seljanda. Takiö eftir. Þeir, sem vilja fá fallegar og ódýrar mynair og ramma, ættu að koma sem fyrst. Eyvindur Árnason, snikkari. Pósthússtrætí 1-3L Á b u r ð u r. Skó- og vatnstígvjelaáburður fæst hvergi betri en hjá mjer. Jeg ábyrgist, að hann mýki betur skinnið en nokkur annar áburður, sem hjer fæst. Jðhaimes Jensson, skósmiður. 2 Kirkjustræti 2. Hjá uudirskrifaðri fást enn þá talsverðar eftirstöðvar af pappír og skrifíaungum, sem selt er með vægasta verði. Reykjavik, 28. jan. 1898. M. Finsen. Hæstkomandi miðvikudag, kl. 8 síð- degis verða kveðnar rímur og lesin upp saga í leikhúsi W. Ó. Breíðfjörðs. Nán- ara auglýst á götum bæjarins. B. H. Benediktsson. Nýlegt, snoturt vandað steinhús er til sölu við Bergstaðastíg ásamt pakk- húsi og tilheyrandi lóð. Mjög aðgeingi- Iegir skilmálar. Semja skal við trjesmið Guðm. Guðmundsson í Bergstaðastræti. Proolama. Ingvar Ingvarsson á Kalmannstjörn skorar 28. jan. þ.á., sem einkaerfingi, á alla þá, er tíl skuldar telja i dánarhúi Eáðhildar Jónsdóttur á Kalmannstjörn að lýsa þeim fyrir sjer innan 6 mánaða frá síðustu bírtingu þessarar auglýsingar. 22 23 „Það skaltu fá að vita seinna, góðurinn minn“, sagði Miiller. „Hvar eru þeir núna?“ Mowgli veifaði hendinni hringinn í kring um höfnð sjer“. „Einmitt það! Og þú getur rekið bláuxann? Það er bærilegt! Nú, þarna er hesturinn minn bundinn eins og þú sjerð. Geturðu látið hann koma hingað til mín án þess að fæla hann?“ „Get jeg látið hestinn sahibsins koma hingað án þess að fæla hann“, át Mowgli eftir og brýndi raustina nokkuð meir en hans var vandi „Það væri bægur vandi, ef hann væri ekki bundinn". „Leystu hestinn“, kallaði Muller til hestasveinsins. Óðara en hann sleppti orðinu tók hesturinn hans, sem var brún hryssa frá Ástralíu, að hringa makkann og leggja kollhúfur. „Farðn varlega! Jeg vil ógjarna missa hana út í skóginn", sagði Muller við Mowgli. Mowgli stóð í sömu sporum og áður og lagði bjarmann frá eldinum á hann — og hann var Iifandi eftirmynd gríska guðsins, sem svo oft er lýst í bókum. Hesturinn hneggjaði, stappaði í jörðina með öðrnm afturfætinum og þegar hann fann, að hann var laus, hljóp hann til eiganda síns og lagði snoppuna upp að brjóstinu á honum. Sveittur var hann dálítið. „Hann kom sjálfkrafa; það gerði minn hestur líka“, sagði Gisborne. „Finndu hvað hann er sveittur“, sagði Mowgii. Gisborne þreifaði með hendinni um síðuna á hestinum og var hún þvöl af svita. „Það er nóg“, sagði Miiller. „Það er nóg“, endurtók Mowgli og kletturinnn, sem var bak við hann, bergmálaði orðin. „Þetta er reglnlega óviðfelldið, — er ekki svo?“ sagði Œsborne. „Nei, en það er merkilegt, — ákaflega merkilegt. Skiljið þjer ekkert í þessu enn, Gisborne?11 „Jeg verð að játa, að jeg geri það ekki“. „Gott og vel, þá skal jeg ekki skýra það fyrir yður. Hann segist ætla að sýna yður það einhvern tíma hvernig í þessu liggur. Ef jeg færi að segja yður nokkuð, yrði sú saga harla mikið ljettmeti í samanburði við hans. En ekki skil jeg í því, hvernig á því stendur, að hanu skuli ekki vera dauður. — Heyr þú nú!“ sagði hann á innlendra málinu og sneri sjer að Mowgli. „Jeg er yfirstjórnandi hvers einasta skógar í Indlandi og ræð meira að segja yfir skógunum fýrir handan hafið dökka. Jeg veit ekki fyrir hvað mörgum mönnum jeg á að ráða — ef til vill eru þeir fimm þúsundir og ef til vill tíu þúsundir. Köllun þín hjer í heimi er ekki sú, að sveima fram og aftur um skóginn og veiða dýr þjer til skemmtunar, heldur áttn að ganga í mína þjónustu, því að jeg er yfirmaður allra skóganna, og búa í þessum skóg og vera skógarvörður í honum. Þú átt að reka geitfjeð bændanna burtu, þegar það má ekki vera i skóginum og hleypa því inn þegar það má vera þar; þú átt að koma í veg fyrir það, svo sem þjer er unnt, að villigeltir og blá- neyti fjölgi um of; þú átt að segja Gisborne sahib frá því, hvar tígrisdýrin hafast við og hvaða viliidýr eru í skóginum, og þú átt að segja til þegar eldsvoði er á ferðum í skóginum, því að þú getur gert það fyr en nokkur annar. Fyrir þetta starf verða þjer greidd laun á hverjum mánuði í reiðu silfri, og svo þegar þú hefur fengið þjer konu, eignast fjeuað og ef til vill börn og buru líka, þá verður þjer veittur lífeyrir. Hverju svarar þú nú til þessa máls?“ „Sahibinn minn“, svaraði Mowgli, „var líka að tala um þetta við mig í morgun. Jeg hef hugsað málið í dag og skaltu nú heyra svar mitt: Jeg geing í þína þjónustu, ef jeg fæ að vera í þessum skóg og eiugum öðrum og undir stjórn Gisbornes sahibs og einskis annars". „Svo skal vera“, sagði Miiller. „Að viku liðinni skaltu fá það svart á hvítu frá stjórninni, að hún ábyrgist lífeyrinn. Síðan geturðu sest þar að, sem Gisborne sahib vísar þjer til“. „Jeg ætlaði mjer eiumitt að tala um þetta við yðnr“, sagði Gisbörne. „Þess gerðist ekki þörf úr því að jeg fjekk að sjá mauninn sjálfur. Það fæst aldrei annar eins skógarvörður og hann. Hann er mesta metfje, það sannið þjer einhvern tíma, Gisborne, það skal jeg ábyrgjast. „Mjer mundi verða rórra í skapi, ef jeg gæti skilið hann“. „Þar mun koma, að þjer skiljið hann. Jeg hef að eins alls einu sinni á allri minni embættistið — og hún er nú orðin 30 ár — rekið mig á mann, sem var eins og þessi. 0g hann dó. Einstaka sinnum er getið um svona menn í landhagsskýrslunum, en þeir deyja allir. Þessi maður lifir og er lif- andi tímaskekkja, því að hann heyrir að rjettu lagi til tímabilinu á undau steinöldinni. Takið þjer vel eftir þessu, hann hefur dvalið með dýrunum ein- um, eins og hinn fyrsti maður — Adam í Paradís! og nú vantar bara Evu.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.