Ísland


Ísland - 15.02.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 15.02.1898, Blaðsíða 2
26 ISLAND. „ i jsi* .a. :kt :d " kemur út á hverjum þriðjudegi. Áskrift bindandi 6 máuuði, í Rvík 3 mán. Kostar fyrirfram borgað til útg, eða póst- stjórnarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Kvík 3 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Kitstjðri: Þorsteinn Gíslason laug-aveg1 2. Keikningshaldari og afgreiðslumaður: II a n ii e s 6. Magrnússon Austurstræti O. Prentað i Fjelagsprentamiðjunni. áður verið siður, að hleypa öllum þangað upp; en með því að gár- ungar hefðu leyft sjer að rita alls- konar hneyksli á múrveggina, þá væri efri hluti turnsins ávallt læstur, og að eina einstökum sið- prúðum gestum væri leyft að fara alveg upp. Hann sagði rajer enn fremur, að jeg mætti eigi verða hrædd, þótt jeg heyiði að hann læsti hurðinni á eftir mjer, og jeg stóð í þreifaadi myrkri. Stiginn var til allrar kamingju ekki breið- ur og múrveggir tiiböggjahanda, svo að ekki var um neitt að vill- ast. Jeg klifraði því upp, guð má vita hve mörg loft, var orðin dauðuppgefin, þegar jeg var kom- in upp, en varð þó að játa, aðsú ferð borgaði sig. Aldrei nokkru sioni gleymi jeg þeirri hálfu stundu, sem jeg dvaldi þarna uppi. Hví- lík útsjón yfir þessa hina stóru borg, og hve margt datt mjer ekki í bug, meðan jeg stóð þarna al- ein! Eins og kunnugt er, stead- ur Notre-Dame kirkjan á eyju einni í ánni Signu. Það er elsti hluti borgarinnar „Lutetia", eins og hún var kölluð fyrst; nú er eyjan kölluð „la Citée". 9 brýr liggja frá henni að bökkum Signu. Auk Notre Dame oru ýms merk hús á eyjunni, svo sem Palais de Justice. Eyjan er breiðust í miðjunni, en mjókkar til beggja enda. Á öðrum endanum er myndar- stytta Hinriks 4. Frakkakonungs, en á hinum „la Morgue" (líkhús- ið), þetta hryggðarhús, som er orðið oflítið fyrir öll þau lík, aem daglega eru veidd upp úr Signu. Með því að jeg hafði vandlega kynnt mjer uppdrátt yfir Parisar- borg, gat jeg undireias áttað mig og þekkt hús þau, sem eins og risar hefja höfuð síu yfir öimur hús borgarinnar. Aftur koaa þá yfir mig eins og einhver efi, að það væri jeg sjálf, sem stæði þarna og horfði yfir skrautlegastu borg heimsins. Það var eittafþessum fágætu augnablikum í lífinu, þeg- ar maðurinn gleyfflir óllu hveis- dagslegu, öllu smásmíðí, og er ein- tóm sál, einungis samsafn af ým- islegum tilfinningum, sem ekki er auðið að Jýsa með orðum, ea sem maðurinn kytmi að geta lýst í saung, ef hann væri saunglaga- smiður. Jeg hafði siðar yfirsýn yflr Parísarborg frá tveimur öðr- um stöðam, en ekki faanst mjer sú yfirsýa geta idfnast við útsjón- ina frá turninum á Notre-Dame. í öðru sinni var það frá Sigur- boganum (ÍArc de triomphe de l'Etvile). Það var einn sunnu- dagsmorgun, að jeg lagði af stað þangað. Fyrst brá jeg mjer í rússiieskukirkjuna, sem erskammt frá Parc Monceau, og sem jeg sá daglega hið gyllta þak á frá glugganum á herbergi mínu. Mess- an var nýbyrjuð, þá er jeg kom. Eingir eru þar bekkir eða stólar; allir verða &ð standa eða krjúpa á gólfið, en þið er þakið ábreið- um. Altarið sjest ekki í grísku kirkjunuœ, og er það talið of hei- lagt að horfa á fyrir syndugt matmkyn. Gylltar grindur hyija það; en á grindunum er hurð, og um þær dyr koma prestarnir út til að úthluta sakramentinu o. s. frv. Allt er hjer gullroðið og gljá- andi, og möanum verðar illt í augunum af að stara á gylltu grindurnar; en saungurinn hlýtur að gagntaka hvern og einn; hann smýgur út milli súlnanna í kirkj- unni, eins og einhver hulinn leið- arvísir til hans, sem er öllum æðri. Jeg beið samt þar ekki, til þess messan væri á eada, en hjelt á- fram för minni til Sigurbogans. Með því að næsta örðugt er að lýsa myndasmíði með orðum, leiði jeg fram hjá mjer að reyna að lýsa þesssri smíð. Jeg gekk inn í bogann, hitti þar fyrir mjer borðalagðan þjón, keyfti aðgaungu- miða og tók að klifra upp stígann. í fyrstunni gekk allt vel; hjer og hvar voru giuggar, og þótt mjer þætti hálförðugt að ganga upp stigann hvíldarlaust, var eiogian annar annmarki á því. En allt í einu stóð jeg í þreif'andi myrkri á nokkurs konar lofti; einginn sást maðurinn og ekkert hljóð hcyrðist. Jeg hugsaði þá með mjer, að best væri að íylgja þeirri regia, er ávallt mun hin besta í lífinu, að halda beina leið, meðan auðið væri, og hjelt því áfram. Loksins sá jeg einhvern bjarma, gekk á hann og komst loksins upp á þak bogans. Hið fyrsta, sem jeg sá þar, var dálítill kofi, eias og lyftingarrúm á skipi. Þar sat inni kona og fyiir framan hana stóð borð með alis konar smáraunum með mynd bogans á, svo sem hnífar, pennasköft o. s. frv. Kona þessi ávarpaði mig þeg- ar, og jeg keyfti af henni ljós- myiid af boganum. Því næst gekk jeg út að brjóstriðinu, til þess að njóta útsjónarinnar. Þaðvarekki auðið að ganga allt í kring um bogann, því að meiraen helming- ur hans var undir aðgjörð, enda sögðu vinir mínir mjer, að alltaf væri verið að gera við hann. — Fegurst þótti mjer að líta yfir vellina Champs Elysées, semliggja á milii Sigurbogans og Place de Ia Concorde, og á hiun bóginn yfir Boulogne-skóginn, sem enn stóð í sumarskrúða sínura, þar sem trjen á hinum breiðu strætunum (Boule- Vardes) höfðu þegar misst öli blöð • in. Mjer þótti heldur en ekki gamaa, þegar jeg á afturföiinni sá heldri mann einn standa með vandræðasvip, þar sem jeg fyrir stundarkorni hafði staðnæmst af ótta fytir rnyrkrinu. Jog gat því okki stillt mig um, um leið og jeg gekk fram hjá honum, að segja: „Tout droit" (beiatáfram). Hann brosti við og lagðí aftur af stað inn í myrkrið, en jeg hjelt niður stigann. Nú var þar ekki eins mannlaust og þegar jeg gekk upp. Þið var eönn hressing &ð koma heim og neyta góðsmorgunverðar eftir þessa för. Undir borðum var talað um þá staði í París, þar sem útsjónin væri best, og heyrði jeg að Parísarbúar eru ekki neitt hrifnir af Eiffel-turninum} og mjer var sagt, að það væru mest út- leadingar, sem færu upp í hann, enda gefu? að skilja, að hann er of hár til þess að útsjónin sje verulega fögur; allt verður þar svo smátt og lítilfjörlegt fyrir aug- um manna. Það er líka dýrt að fara efst upp á hann; það kostar 5 franka; en auðvitað er, að menn geta látið sjer nægja, að fara ein- ungis upp á fyi sta eða annað loít. Jeg gerði það samt ekki, meðþví að jeg hafði sjeð svo fagra mynd af Parísarborg, sem unst var að sjá, og með því að mjer var sagt, að mjer mundi ekki þykja gaman að því. Næsta dag lagði jeg af stað upp á Montmartre-kæðin&, nyrst í borginni. Þar hefur verið reist hiu merkilega kirkja Sacré- Coeur, en hún er enn í smíðum. Eftir að jeg hafði farið um hin breiðu stræti Courselles og Bati- gnólles og staðið lítið eitt við á Place Clithy, tók jeg að ganga upp strætið Lepic, sem fyllilega veið- skuldar nafn sitt. Það er mjótt stræti og bratt, íbúarnir fátæk- legir, og úir þar og grúir af forn- gripaseljendum. Þetta var nm morgun, og fóikið þaut um strætið með skálar fullar af brennheitri súpu í, sem kona ein hafði þar á boðstólum. Hún var í klefa ein- um á horni strætisins, en klefinn var ekki stærri en svo, að þar var að eins rúm fyrir litla elda- vjel, einn stól og fætur konunnar. ('Framh.) Þóra Friðriksson. Löggjöf, rjettarfar, reglu- gjörðir m. m. „Svo eru lög sem hafa tog". Svo mun hverri þjóð vera bezt farið í rjettarfarslegu tiiliti, að lögin sé sem fæst að vera má svo hiíti, og að þeim sje sem best klýtt. Og það mun enda fara siiman, að lögunum sje því betur hlýtt, sem þau eru fæni og saun- gjarnlegri. Við það, að menn fiuna að þjóðfjelagsstjórnin hefur á þeim siðferðislegt traust, skerp- ist og glæðist rjettiætis meðvitund þeirra; en er fara á að lögbjóða hvert smáatriði, svo að segja lögbiuda hverja hugsun og hieyf- ing manna, er hætt við að lögin varði meira eða minna ósanngjarn- leg, ef eigi ranglát og óframkvæm- anleg; og það, samfara því van- trausti til siðferðisþroska manna, sem þetti lýair, hefur spilliindi áhrif á rjettlætistilfinöinguna, og freistar tiS að fara í kring um lögin og þykja fremd að brjóta þau svo að eigi verði uppvíst. Oft hefur mjer dottið í hug að hin stjórnlausa lagasmíðisfýkn vor íslendínga geingi í öfuga átt. Það er ekki nóg með að alþiugi hefur lagafrumvörp í hundruðum til meðferðar í hvert sinn, er það kemur saman, heldur smíða bæja og sýsiufjelögin sjer nú lög í um- fangsmiklum bálkum um allskon- ar smámuni innan sinna endi- marka. Á síðari árum hefur oft mátt sjá í Stjórnartiðindunum reglu- gjörðir um refaveiðar, notkun af- rjetta, fjallskil, rjettahöld, með- ferð óakilafjár o. fl. o. fl. fyrir ýmsar sýslur landsins; eru sumar þeirra svo stórir lagabálkar, að þær fylía arkir í tíðindunum og innihalda í mörgum köflum marga tugi greina. Má furðu gegna hvílíkum kynstrum af lagafyrir- mælam mönnunum hefar getað dottið í hug að hrúga saman. Og mörg af þeim eru þannig vaxin, að þeim möanum sem þau eru stýiuð til, kemur aídrei í hug að hlýði þeim, eða tska tíllit til þeirra, enda eru þau alloft þýðing- arlaus og óframkvæmanleg. Þessar regiugjörðir eiga þó að hafa fullt lagagildi (sbr. lög 22. mars 1890). Og þar sem það eru sý3lunefndirnar, sem semja þeesi iög, munu oftast setja nefnd til þess, og amtsráðin sem það heyr- ir undir að samþykkja þau eða hafaa, en amtmaður staðfestir, mætti ætla, að þau væru ætíð vel hagkvæm og við alþýðu hæfi. Til þess að feíla ekki þennan dóm yfir reglugjörðum þessum að ásæðulausu, lít jeg í Stjórnartíð- indin og tek þar fram eina slíka reglugjörð, sem ekki er nema rúm- lega ársgömul. Það er reglugjörð fyrir Gullbringu- og kjósarsýslu um notkun afrjetta, fjallekil, f'jár- heimtur, rjettahöld, meðferð á ó- skilafjenaði o. fl.", staðfest af amt manni 8. des. 1896, er öðíaðist gildi 1. mai siðastl. En reglugj. þessi feldi úr gildi aðra um sama efni, frá 30. jólí 1891. Þessi nýja reglcgjörð hofur því Uklega verið vönduð eftir bestu faungum, þar sem hún átti að taka fram annari svo að segja nýrri reglugjörð og koma í stað hennar. Sýsluuefnd Kjósar- og Gullbringusýslu er fjölmenn, og mannval úr að velja, og sama er um Suðuramts-ráðið. Mætti því búaet við, að reglugjörð þessi sje ein með hinum vandvirknislegustu. Lítum nú á reglugjórð þessa. „I. kafli" hljóðar „um afrjett og upprekstur". — „1. gr.: Að svo miklu leyti sem heimalönd að áliti hreppsnefndar eru eigi nægileg til sumarbeitar, ber öll- um, sem geldfjenað eiga, að reka hann til afrjettar, þar sem hann er, að öðrum kosti koma fjenaði sínum til gaungu yflr sumartím- aim hjá öðruro, sem Jand hafa . . . Hreppsnefndm sjer um, að þetta sje ekki vanrækt". ViðSögð 1— 200" kr. sekt, „Þar sem hann er", mun eiga að miðast við afrjett, sem notað er sem karikynsorð í reglugjörð þessari, þó gömul og ný málvenja sje fremur að við haf*. þ=ið í kveankyni. Eigendum geldf)en- aðar, ber þá að reka hann til af- rjettar, þar sem afrjett er, hverj- um sem sú afrjett tilheyrir(?), annars eiga þeir að koma honum til gaunga þar sem land er (ekkí á sjó)J! „2. gr. Hver eem verður upp- vís að því, að reka eð;i skilja eftir í annara afrjetti eða heima- löndum sauðfje eða hross, áu leyf- is þeirra, sem með eiga, er sekur um 10—200 kr., auk skaðabótu til landráðanda". Það er aðeins sauðfje og hro3S sem sekt liggur við að reka í annars afrjett eða heimalðndum, eða skilja þar eftir; um nauta- hjarðir gjörir ekkert til. 10—200 kr. kostar — ef uppvíst verður — að reka fjenaðinn í heimalöndin eða 8.frjött án leyfia, auk skaða- bóta; og eiös ef fjenaðurinn er þar skilinn eftir. Þannig lítur þessi grein út, er húu er sundur- liðað eftir orðanna hljóðan. Ea hversu óeðliíeg og óframkvæm- anleg svona Iöguð ákvæði eru, liggur hverjum manni í augum uppi. Áð þurfa að sækja um leyfi að reka um lönd manna eða afrjett nokkrar kindur! Og vilji maður fá náungann sektaðann fyrir að reka búfje yfir merki, á land annars manns, verður að hafa votta að því, er svarið geti sökina á hann, því búast mávið, að þar sem um svona Iöguð á- kvæði er að ræða, að náunginn þræti fyrir, þótt hann sje staðinn að verki. Svona lög nfl. neyða menn til að vorða skeytiogarlaus- a um að hlýða lögunum, og svíf- aEt eigi að hafa undaubrögð í ýtrustu lög. „4. gr.: Eigi mk ónáða fjenað þann sem í afrjetti eða á fjalli á að vera, fyrir fjallskil, nema land- eigandi eða hlutsðeigandi hrepps- nefnd leyfi" — sektir 1—200 kr. Ef kvía-ær sleppa til fjalls eða í afrjett, má smali eigi voita þeim eftirför þangað nema sótt sje um leyfi fyrst, en það kann að kosta 1—2 daga bið, og munu þá ærn- ar verið búnar að koma sjer fyr- ir til sumarvistar í þessu frið- landi þeírra. 5. gr. ræðir uro smalanir af- rjetta og heimalauda eftir ráðstöf- un hreppsnefndar, til að afstýra ágangi af utansveitarfjenaði. „Sniöl- un þessa skal auglýsa í því dag- blaði sern opinberar auglýsingar eru auglystar í með fyrirvara" ... „ Utanhreppsfjenað rékur hrepps- nefndin á kostnað þess hrepps til hlutaðeigandi hreppsnefndar, en óskilafjenaður sk&l auglýstur og seldur með Jögíegum fyrirvara". — Kreppsnefndin á að reka til hinnar hreppsnefndarinnar þann

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.