Ísland


Ísland - 15.02.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 15.02.1898, Blaðsíða 4
28 ISLAND. illa, að allir pðstarnir Bkyldn ekki ná hingað áður „Laura" fór. Frjettir af Seyðisfirði ná til 8. jan., en af Akureyri til 22. jan. Annars eru tiðindi eingin markverð. Hval rak í vetur a Nesjum í Horna- firði og kvað hann vera eigii bændanna i Arnanesi. Hjer austnr á söndunum einhverstað- ar er og sagt, aðhval hafi rekið nýlega með skntli í, en ekki er enn víst, hverj- ir hafa misst hann. A Seyðisfirði hefur tíð verið ágæt og afli töluverður, en langsðttur. A Eyja- firði hefur einnig verið góð tíð og tals- verður síldarafli í vetur. Þeasi eru nýjustu mannalát: Guð- mnndur Helgason frá Látrum í Mjða- firði vestra, d. í jan. — Herdis Sigurð- ardðttir, ekkja Kristjáns Matthíassonar skipstjóra á ísafirði, d. 28. jan. — Gunn- laugnr Bjarnason á Skðgum í Axarfirði, dó ur lúngnabðlgn 9. jan. — Jðn Sigur- geirsson bðndi á Hvarfi í Bárðardal, sonur sjera Sigurgeirs, áður í Beykjahlíð, d. í jan. — Hallgrímur Einarsson Thor- lacius, sem áður bjð á Hálsi í Eyjafiröi, dó 25. des. síðastl. — Sigurður Markús- Bon, varð úti milli Seyðisfjarðar og Mjða- fjarðar 23. des.— Herdís Benediktsdðtt- ir, verts á Eskifirði, d. 8. dea. — A. Niel- sen, áður verslunarmaður á Vopnafirði, d. 14. des. — Móðir hans, Björg Magnús- dðttir, d. 16. des. — Sigríður Einars- dðttir i Vestmannaeyjum, f. 30. des. 1800, d. 5. des- Með „Laura" Bigldi, auk hinna áður- töldu, hr. Ellert Jóhannesson búfræðing- ur frá, Ólafsdal; ætlaði að kynna sjer meðferð á tóvinnuvjelum, en þær á að setja upp i Olafsdal næstkomandi sumar eftir ráðatöfun á amtsráðsfundinum í sumar er leið. Reykjavík. Nú er snjór hjer bvo mikill, að menn muna ekki i mörg ár jafnmikinn. Tíð stirð með hríðum öðru hvoru; frostlitið síðustu dagana. Grjóti hefur nú verið ekið í ákafa nið- ur i bæinu síðan sleðafærið kom, enda hefur akfæri ekki feíngist áður í vetar. í síðustu „Dagskrá" er skýrt frá þvi, að ritstjóri „íslands" eigi land hjer í B- vík ofan frá Þingholtum og niður að bryggjusporðum. Væri nú svo, þá væri hann vafalaust einn með ríkustu mönn- um landsins. En því miður er þetta til- hæfulaust og er bágt að skilja, hvernig fluga sú muni inn komin í heila Einars. Af útliti hane og tilburðum hina síðustu daga, hefur ritstjðri „Isl." ráðið, að smá- lán mundi ekki koma sjer illa og stend- ur það ef til vill í sambandi við þessa Dgser.-fregn, enda mundi það auðfeingið, ef fregnin væri sönn. En til að ala ekki falskar vonir i brjösti Einars i þessu efni, þá skal því lýst yfir, að rit- stj. „ísl." er ekki jarðeigandi enn sem komið er, hvorki hjer í Beykjavík nje annarstaðar. í sama „Dgskr."-blaði er einhver vit- leysi um útkomu „Sunnanfara". Yfir- standandi árgangur hans á að byrja með nýári og er l.hefti (jan.—apr.) enn ekkí komið út. En útgef. hans hefar hvergi lofað nje skuldbnndið sig til að láta hvert fjðrðungshefti koma út fyr en ejn- hverntíma á ársfj. þeim, sem þa ð tilheyr- ir, og er því ekki hægt að kvarta yfir útkomu þessa heftis fyr en eftir 1. apríl næstkomandi. Útúr ummælunum um utkomu „Snf." nær Eínar i tækifæri til að flaðra upp um dr. Jón Þorkelsson i Khöfn og er hann að hrósa ritstjórn hans á „Snf." fyr meir. Þeim ummælam skal eingan veg- inn mðtmælt hjer, en mjög eru þau gagn- stæð áliti því, sem ritstj. „íslands hefur oft átt kost á að heyra velnefndan Ein- ar láta i ljósi um sama eíni munnlega. Ern nú ekki nógir menn til að smjaðra fyrír og fleða sig upp við hjer í Bvik? — Óþarfi að vera að teygja lappirnar til þess út fyrir pollinn. Jarðræktafjelag Bvikar hjelt aðalfund 29. f.m. Fjelaggmenn eru nú 95 að tólu og námu jarðabætur þær, sem þeir höfðu látið vinna, 1600 dagsverkum. Flest dagsverk höfðu unnið: Kaupm. W. 0. Breiðfjörð (147), Þórhallur Bjarnarson lektor (141), Vilhj. Bjarnarson á Bauð- ará. (87), Gísli Björnsson í Laugarnesi (73) og Halldór Bjarnarson málaflutn- ingamaður (62). 500 kr. bafðí verið varið úr fjelagssjóði til styrktar jarða- bðtum. Verkstjórar voru sömu og fyr: Gísli búf r. Þorbjarnarson og Högni Finns- son. Stjðrn endurkosin: Þórh. Bjarnar- son, Eirikur Briem og Halldör Jónsson. A fundinum var samþykkt að gera samn- ing við Einar vegfr. Finnsson um að halda 3 hesta til keyrslu og plæginga gegn 40 kr. Btyrk. Skyldu fjelagsmenn hafa forgangsrjett til að fá þá leígða. 30 au. styrk var heitið fyrir hverja vinnustund, þeim, sem vildu byrja að vinna með plðgi og herfi, — og var það geit til að hvetja menn til að venja sig við það. Næstliðið hauat var mjer dregið lamb með mínu marki. Hamrað h. og sýlt v. en þar eð jeg á ekki lambið, þá má eig- andi vitja verðs fyrir það til mín undir- skrifaðrar. Hvarfi i ÞorkelshðlBhr. 1. febr. 1898. _____________Bagnheiður Sveinsdóttir. Hvar fáið þjer góða og jafnframt ódýra Hana fáið þjer að eins hjá O. Zimsen: Þar fást margar tegundir, svo sem: Aaeptinsápa, annáluð, þar eð hún fer svo vel með hörundið; Karbðl- sápa — hvít; Tjörusápa; Boaenolíusápa; Fjólusápa; Ladie^-sápa; Möndlusápa og Rosenglycarin-sápa (naeð áskriít: 0. Ziemsen Reykja- vík) og er hún bæði góð og ódýr. Þá, eru 10 aura stykkin frægu. God-Morgen, fyrir 5 aura, og margar fleiri tegundir, sem of laugt yrði upp að telja; ekki má samt gleyma Grænsápunni ágætu. Ilmvötn, góð og ódýr eru líka á boðstólum. og 1123CL T7" Ö "t UL og þjer munuð komast að raun um. að þetta er ekkert skrum. Nýjar bækup. „Tusindaarsriget og dets forbindelse med Kristi gjenkomst, vor tidsalders af- sluting og hellighedsrigets oprettelse, fremstillet íGud3 ords lys af D. 0stlund". 48 sider. Smukt udstyret. Pris 25 öre. „Endurkoma Jesú Krists". 32 bls. 15 aur. Fæst hjá b&ksala Sigurði E.ristjánssyni. Beykjavík. Froclama. Sýslumaðurinn í Arnessýslu skorar 7. þ.m. á þá, sem til skulda telja í þrota- búi Jðns Vigfussonar, vinnumanns i Mið- dal í Laugardal, sem andaðist 2. seft. f. á., að Iýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Árnessýslu áð- ur en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Taklð eftir! I fjœrveru minni stjórnar hr. Ólafnr Arinbjarnarson verslun minni í Reyhjavík, og eru því mínir heiðruðu skiptavinir beðair að siiúa sjer til hans og er allt sem hann gjörir verslun- inni áhrærandi sama og jeg sjálf- ur gjöit hefði. Rvik. 10. febr. 1898. E. Felixson. frá SJotsmöliens Fabr. í Kolding, Slotsbryg Pilsner Lager Hvítt Dobbelt öl sem er íil heilsubótar, fæst hjá O. Zlmsen. Til SÖlU er nýlegt og vandað steinhús við Laugaveg. Agætir borgunarskilmalar. — Bitstjðri vísar á seljanda. 26 „En jeg var samt úlfur með úlfum", sagði Mowgli, „þangað til að sá tími kom, að hinir sögðu mjer að fara af því «ð jeg værí maður". „Hverjir sögðu þjer að fara? Þetta er ekki sennileg saga!" „Dýrin sjálf. Þú trúír því nu líklega aldrei, yndið mitt, en það var nú samt. Dýrin í skóginum sögðu mjer að fara; en þessir fjórir fylgdu mjer, því að jeg var bróðir þeirra. Svo varð jeg sauðahirðir hjá mönnunum, þegar jeg var búinn að Iæra málið, sem þeir tala. Auðvitað tóku bræður mínir toli af hjörðinni þangað til kona, gömul kona, elskan mín, sá til mín einu sinni, þegar jeg var að leika mjer við bræður mína úti á mörkinni á næturþeli. Þeir sögðn, að jeg væri djöfulóður og ráku mig út úr þorpinu með grjótkasti. En úlfarnir fjórir fylgdu mjer enn leynilega, ekki opinber- lega, því að þá hafði jeg lært að borða soðinn mat og tala máli manna, og jeg fór frá þorpi til þorps, gætti fjenaðar fyrir menn og leitaði uppi villidýr — og einginn maður þorði tvisvar að lyfta hendi móti mjer". Hann laut áfram og klappaði einum ulfinum á höfuðið. „Þú verður að láta þjer þykja vænt um þáu, sagði hann. Það stendur hvorki hætta nje tröllskapur af þeim Líttu á, þeir þekkja þig". „Skógarnir eru fuilir af alls konar illum öndum", sagði stúlkan og fór hrollur um hana. „Það eru ósannindi. Barnagrílur og annað ekki", sagði Mowgli „Jeg hef legið úti í dögginni bæði um stjörnubjartar og dimmar nætur og jeg veit það. Skógurinn er húsið mitt. Á nokkur maður að vera hræddur við grind- ina í sína eigín húsi eða nokkur kona að óttast arinn mannsins síns? Beygðu þig og klappaðu þeim". „Þelr eru hundar og eru óhreinir1", sagði hún og laut þó áfram um leið til að klappa þeim, en andlitinu sneri hún undan. '„Þegar Eva var búin með eplið mundi hún líka eftir lögmálinu", sagði Abdul Gafur með gremjulegum róm. „Eftir hverju eruð þjer annars að bíða sahib? Drepið þjer hann". „Þey, þey! Fyrst skulum við heyra hvað gerst hefur", sagði Gisborne. „Laglega gert", sagði „Mowg!i og vafði handleggnum um meyna. „Hvort sem þeir eru hundar eða ekki, þá hafa þeir fylgt mjer trúfastlega um þúsundir þorpa". *) d: vanheilagir, bvo að menn saurgast af að snerta þá, sbr. ýmsa staði í Mðsesbðk- um og viðar í ritningunni. 27 „Ög hvar var hjarta þitt þá? Um þúsundir þorpa! Þú hefur þá sjeð þúsundum saman af ungum stúlkum. — Jeg, sem er ekki — jeg, sem er ekki leingur ung, á jeg hjarta þitt?" „Við hvað á jeg að sverja? Við Allah, sem þu talar um?" „Nei, við líf þitt áttu að sverja, þá skal jeg verða ánægð. Hvar var hjarta þitt á þeim dðgum?" Mowgli kímdi. „Það var í maganum, því að jeg var ungur og sísvang- ur. Jeg lærði að rekja spor og reka dýrin eftir vild og senda bræður mína burtu eða kalla þá til mín og stjórna þeim, eina og konungur stýrir her- sveitum sínum. Þess vegna rak jeg bláuxann fyrir hinn unga vantrúaða sa- hib og hryssuna fyrir stóra og digra sahibinn, þegar þeir vildu fá að sjá, hvers jeg væri megnugur. Það hefði verið jafnauðvelt fyrir mig að reka þá sjálfa. Og nú" — um leið og hann sagði það brýndi hann raustina, — nú veit jeg, að faðir þinn og Grisborne sahib eru fyrir aftan mig. Nei, þú þarft ekki að stökkva burtu, það er eigin hætta á ferðum; þvi að einginn skal dirfast að snerta mig. Þegar jeg minnist þess, að faðir þiun hefur oftar en einu sinni barið þig, langar mig til að reka hann um skóginn aftur — viltu sjá?" Einn úlfurinn stóð upp og fitjaði upp á. Gisborne fann, að Abdul Gafur fór að titra og skjálfa við hliðinaáhon- um. Á næsta augnabliki var hann kominn á harða sprett niður eftir stígnum. „Nú er Gisborne sahib einn eftir", sagði Mowgli og sneri sjer þð ekki við; „en jeg hef etið hans brauð og ætla bráðum að ganga í hans þjónustu og minir bræður skulu vera hans bræður, reka dýrin fyrir hann og færa hon- um frjettir. Feldu þig í grasinu". Mærin hljóp burtu, og hún og úlfurinn, sem fylgdi henni til að vernda hana, hurfu í hinu háa grasi, en Mowgli og úlfarnir þrír, sem eftir voru, sneru sjer við á móti GHsborne, er nú gekk til móts við þá. „Þetta eru uu allír töfrarnir",sagði hann og benti á úlfana. „Feitisa- hibinn vissi að við, sem með úlfum eru aldir, gaungum um tima á olbogun- um og hnjánum. Þegar hann þreifaði á handleggjum mínum og fótum skildi hann hvernig á öllu stóð, en það skildir þú ekki. Er þetta nú sjerlega merkilegt, sahíb?" „ Já, merkilegt er það, merkilegra en nokkrir töfrar. Það voru þá þessir karlar, sem ráku blánxann?"

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.