Ísland


Ísland - 08.03.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 08.03.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 1. ársfj. Reykjavík, 8. mars. 1898. Minnisspjald. Landabanlcinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjári við kl. HV2—1V2. — Annar gæslustjári við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum kl. 09— slðdegis 1. mánud. í hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 síðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bæjarsjórnar-fundir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátœhranefndar-íuniir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (i Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Kína og stórveldiii. Það lítur svo út sem að i!avið etúrviðburðanna þetta árið muui verða austur í Kíua. Verslun Norðuráífubúa við Kínverja liefur verið mjög ábatasöm og hafa stór- þjóðirnar því leingi keppst við að ná þar sem traustastri fótíestu hver um sig og einnig reynt að bægja hver annari sem mest má verða frá verslunarviðskiftunum. Þegar Kínverjar urðu U (3ir í ó- friðinum við Japan tóku stór- veldin í taumana og heftu sigur- vinningar Japansmanna, en rjettu hlut Kínverja. Feingu þau að laun- um, hvert um sig, ýms hlunnindi, er miðuðu til að auka verslunar- ítök þeirra þar í landi ogtryggja þeim betri fótfestu þar eystra. — Kússar lánuðu Kinverjum stórfje til að greiða Japansmönnum her- kostnað og feingu í þess stað meðai annars leyfi til stórkost- legra járnbrautaiagninga i Kína- veldi. Þeir feingu leyfi til braut- arlagningar út frá hinni miklu Síberíubraut, semverið er aðleggja, og þvers yfir Mantsjúríið. Áform Rússa var greiða sjer leið aðher- skipahöfninni Port Arthur við Gulahafið, er þeir höfðu cinnig feingið Ioyfi Kínverja til að nota fyrir vetrarlægi handa herskipnm sínum, er Wladiwostok, herskipa- höfn sjálfra þeirra við Kyrrahafið, væri óaðgeingileg sökum ísa. Að tryggja sjer landleið að her- skipahöfninni hugðu menn aðalá- forrn Rússa, er þeir feingu leyfi til brautarlagningarinnar. En nú sýnist svo sem þetta ætli að hafa aðrar afleiðingar og miklu stór- kostlegri, sem sje, að ryðja Rúss- um verslunarveg á landi inn í Kína frá Síberíubrautinni. Þetta er stórbreyting á allri verslun Evrópuþjóða í Austur-Asíu; versl- uniu kemst í hendur Rússa og leið hennar liggur þá gegrtum Síberíu og Rússland vestur um Evrópu. Hugmyndiu er ekki ný, því hún kom fram í Nischnei-Novgorod íyrir 9 árum síðan. Og i fyrra sótti fransk-rússneskt fjelag um leyfi til járnbrautalagninga í Kína og var áform þess að koma hliðargiein frá Síberíubrautinni allt til Peking. En Kínastjórn neitaði um leyfið því húnóttaðist, að Rússar mundu þá verða sjer ofjarlar þar í landinu. Þarámóti veitti hún belgisku fjelagi leyfi til enn víðtækari járnbrautalagn- inga, því það fjekk ekki einasta leyfi tii að leggja þá braut, er fransk- rússneska fjelagið ætlaði að leggja, he'dur einnig að halda brautinni áfram yfir frjósömustu hjeruðin í Kína allt niður að Hankow við stórána Yangtsekiang. En við ármynuið, niður við kin- verska hafið, stendur aðalverslun- arborg Evrópumanna í Kína, Siianghai. Þangað eru vöruínar fluttar ofan úr iandinu eftir ánni. Nú verður bieytingin sú, aðvöru- flutningaruir ná ekki leingra nið- ur eftir ánni en til Hankow; þar taka járabrautirnar við og á þeim verða vörurnar fluttar norður, yfir Síberíu og Rússland og vestur um Evrópu. Frá Shanghai er 27 daga sjó- leið til Lundúna, en frá Hankow má flytja vörurnar á 20 dögum tii Moskwa. Kínverjar hata Shanghai afþví að þar er aðalstöð útlendu versl- unarinnar. Til að bægja verslun- inni braut þaðan, er sagt að þeir muni lækka stórum útflutnings- toll á þeim vörura, sem fiuttar verða út úr landinu með járn- brautinni. Aunars er útfiutnings- tollur þar mjög hár. Vöruflutn- ingsgjald með járnbrautinni á einuig að verða svo lágt sem unnt er, til að draga verslunina frá Shanghai. Einglending&r og Þjóð- verjar í Shanghai höfðu gert sjer miklar vonir um að verslun þeirra mundi aukast að mun jafnframt og greitt yrði fyrir viðskiftalífinu innanlands í Kína, en svo lítur út sem þær vouir muni ekki ræt- ast. Auk stórþjöðanna hjer í álfu og Bandamanna í Vesturheimi keppa Japansmenn einnig um versluniua í Kína. Á síðustu árum, eðasíð- an ófriðnum lauk, hafa viðskifti þeirra þjóða aukist stórum. Jap- ansmenn eru iðnaðarþjóð, Kín- verjar ekki. Og nú stofua auð- meun fráJapan hverja verksmiðj- una á fætur aunari í Kíua; verk- stjórarnir eru japanskir, verka- mennirnir kínverskir. Þossarverk- smiðjur þrífast vel. Þar er unnin bómull og tilbúnar eldspítur. Laingra er iðnaðurian ekki kom- inn, en hann er líka í byrjun. Heima fyrir stendur iðn&ður Jap- ansmanna ekki á baki samskonar iðnaði í norður- og vesturálfu og má því einnig búaat við fljótum framförum í iðnaði þeirra í Kína. Þeir byrja á því að búa til eld- spitur, en áður en langt um iíður smíða þeir þar fallbyssur og hor- skip. Japansmenn standa betur að vígi í Kína en nokknr önnur þjóð: Þeir eru &f sama kynflokki og Kínverjar og almenningur þar í landi hatast ekki við þá eins og aðra útlendinga. Ófriðurinn síð- asti átti eingar rætur í þjóðahatri og yfir sárin frá þeim tima ernú fylliiega gróið; Kínverjar reyna ekki á nokkurn hátt að hindra inn- flutning Japansmanna. Við verk- smiðjur þeirra fær fjöldi kín- verskra manna atvinnu og ýmsar verksmiðjuvörur, sem Kínverjar allt til þessa hafa keyft utan að, falla þar nú mjög í verði vegna þes3, að nú eru þær uanar í Japan og fluttar inn þaðan í stað þes3 að þær voru áður fluttar að frá Evrópu eða Ameríku 'og hlutu því að vera dýrari. Hvorttveggja þetta, iðnaðurinn, sem nú er að byrja í Kína, og innflutning&r á verksmiðjuvörum frá Japan, hlýtar að draga mjög úr vöruinnflutningum frá Evrópu austur þangað. Nú sem stendur er Kínaverslanin mestmegnis í höndum Einglendinga, og er talið að verslun þeirra þar sje fjórum sinnum meiri en allra annara þjóða til samaus. Það er því að vonum, að þeir vilja ráða nokkru um rás viðburðanna þar austur frá. Breytistverslunarleiðin, eins og áður hefur verið um talað, eru það fyrst og fremst þeir, sem verða fyrir halíanum. Síberiubrautin er enn ekkifull- ger að leingdiuni til; þó er umferð byrjuð eftir brautinni á einstöku svæðum og fólksflutningar til hjer- aða þeirra, sem að brautiuni liggja, eru mjög miklir. Rússar gera sjer miklar vonir um áhrif braut- arinnar á menningu og framfarir þeirra hjeraða, sem hún á að liggja um. Suður-Síbería er óyrkt land, en mjog frjósamt. Það land eiga Rússar. Þegar járnbrautin hefur verið lögð þar um, streymir þang- að fólk, laudið verður ræktað og Rússar búast við að það gefi mjög rnikið af sjer. Þar er sagður einua frjósamastur jarðvegur í heimi. Rússar verða þannig nábúar Kín- verja og hugsun þeirra er sú, að versla með afurðir þessarar ný- lendu sinnar í Kína, en flytja þaðan aftur verksmiðjuiðnað, er 10. tölublað. þeir hyggia munu þjóta þar upp á skömmum tíma. Það eru Þjóðverjar, se.m hafa leitt athygli manna að því, sem fram fer þar eystra nú. Norðurálfuþjóðiinar hafa notsð trúboða til að brjóta sjer veg til í Kína. eins og alstaðar þar sem þeir sækjast eftir yfirráðum íöðr- um heimsálfnm. En Kínverjum er mjög ilia við trúboðið og þótt þeir sjeu mjög friðs imir og seinir ti! stórræða, þí hafa þeir oft risið öndverðir móti trúboðunum og stundum unnið á þeim. í vetur drápu þeir tvo trúboða þýska. Og þótt það sje naumast teljandi með stórviðburðum, að tveim trúboðum sjeu styttar stundir í annari heims- álfu, þá feingu Þjóðverjir af því tækifæri til að heimta bætur af Kínverjum og gerðu út her á hendur þeim. Yfir hann var sett- ur bróðir keisarans. í desember í vetur Iagði floti Þjóðverja að landi í Kína við bæ, sem Kiantsjan heitir og gekk her- ian á land upp, en varðsveitir Kínverja hrukku fyrir. Brátt komust þó samningar á við Kína- stjórn á þá leið, að Þjóðverjar skyldu hata umráð yfir borginni Kiantsjan, nokkru landi um- hverfis og höfninni úti fyrir að bótum fyrir trúboðadrápið. Um tíuia leit ófriðlega út og viðsjár voru þar enn miklar, er síðast frjsttist. Þess er jafnvei getið til, að að því muni reka bráðum, að Kínaveldi verði limað í sundur, því síðan Þjóðverjar tóku þar land hafa hinar stórþjóðirnar haft við orð að gera hið sama. Frtikkar hafa náð töluverðri fótfe3tu í Suður-Kína og hafa feingið þar leyfi til járnbrautariaguingar, er sameina þ&ð við landeignir Fr&kka þar eystra, og íieiri hluunindi feingu þeir hjá Kínverjum eftir Japansstríðið. Land hafa Frakk- ar ekki ásælst af Kínverjum fyr en nú, að þoir taia um að taka yfirráð yfir eynni Hainan austan við Tonkin tíi að vega upp á móti Þjóðverjum. Einglendingar krefjast einnig landa, Tschusaneyjanaa, er liggja fyrir mynninu á Jangtsckiang. Hafa þeir oft áður viljað ná þeim en Kíuverjar ekki viljað láta þær liusar. Nú bíða Einglendingar eftir einhverri ástæðu, er þeir geti notað að yfirskini til að taka eyjarnar. Það eru Eingiendingar og Rússar er mest hafa að vinna og mestu að tapa þar eystra. Sum blöð telja víst, að Japan mun, styrkja Rússa, því að hagsmunir beggja heimti það, enönuursegja þá munu fremur h illast að Eing- lendingnm. Vanskil á brjefum o. 11. Þið hefur oft ve ið kvartrð um vsnskil brjefa og bhiða frá póst- stofunni hjer í Rvík. Oft hafa vauskilin sjálfsagt verið póststof- unri að kenua, en stundum er sökin án efa hjá þeim, sem brjefin eða blöðin seuda. Frá manui, sem oft hefur verið við riðinn útsend- ing brjefa frá póststofunni, hefur „íiland“ feingið þennan pistil: „Jeg vona að menn misvirði ekki við mig, þótt jeg leyfi mjer að leiðbeina mönnum í efni, sem sumum þó kynni &ð finnast ekki mikilvægt. Það er um utaná- skriftir á brjef. Jeg hef sjeð svo mörg brjef á pósthúsinu í Rvík, sem öíl iíkindi væru tii að aldrei kæmust tií skila, svo hefur illa verið frá utanáskriftunum geingið. Þar kemur brjef með nafninu: Hr. Guðmundur GuðmundssoníReykja- vík eða Hr. Jóu Jóusson íReykja- vík. Nú munu vera um 5000 í- búar í Rvík og annarhvor karl- maður á öllu iandiuu heitir Jón og þriðjihver karlmaður Guðmund- ur. Guð má vita, hve margir Jónar Jónssynir og Guðmundar Guðmundssyair kunna gð vera í Rvík. Hver þeitra á nú brjefið? Póststjórnin verður að kaupa mann til að renna milli allra þessara nafna þangað til sá rjetti finnst. Það sýair sig sjálft, að þar sem 40 bxjef í eiuu h ifa ieingi verið á póststofunni óútgeingin, að eitt- hvað muni bogið við utanáskrift- irnar. Og póststjórnin borgar meiri peninga íyrir afgreiðslu brjefa og sendinga út um bæinn en henni eru ætlaðir til þess úr iandssjóði. Það eru ekki einungis sendi- brjefin, sem verða fyrir þessum hrakförum, heidur og iíka aðrar sendingar stærri. Oft koma þær hiugað annaðhvort alveg eða því sem næst merkislausar. Það er bundinn pappírslappi með áskriít- inni við skrá á koffortinu eða pokaop, en ætti að vera spjald úr sútuðu leðri eða trje og þar á ritað það sem með þarf. Ög eins ættu menu að gæta viðvíkjandi sendingum hingað til bæjarins: Göturn&r hjer í bænum samgilda hreppunum út um landið, en húsin bæjunum. Jeg hef ajeð utan á brjefi: „á Klapparstíg við Lnigaveg", „á Seltjarnarnesi við Reykjavík" og „Reykjavík í Gull- bringu- og Kjósarsýsluu. Þessar villur eru leiðinlegar, þótt þær

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.