Ísland


Ísland - 15.03.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 15.03.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 1. ársfj. Reykjavík, 18. mars. 1898. 11. t<")lublað. Minnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síödegis. — Bankastjóri við kl. lll/*-“17*« Annar gœslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn 1 barnaskólanum kl. 59— slödegis 1. mánud. í kverjum máuuöi. Landsbókasafnið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 síðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjórn'ir-ixmðiY 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 síðdegis. Fátœkranefhdar-irniðir 2, og 4. fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Náltúrugripasafnið (í Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Leikfjelag Reykjavíkur. Þetta fjílag var stofnað árið sem leið og hafði þrð markmið að sameina í einaheild leikkrafta þá, sem bestir eru í bænum, til þess að þeir gætu neytt sin í sam- einiögu. Hugmyndin var gáð. — Undanfarandi vetur hafði leikara- lýður bæjarins dregið sig samau í smáhópa utan um helstu og vön• ustu leikendurna. Þessir smáhúp- ar stofnuðu svo til leika hver í pínu lagi og auðvitað hver fyrir sig með fleiri eða færri nýgræð- inga á leiksviðinu í hvert skifti, eða allsendis óvana menn. Hver leikari, sem þóttist hafa nokkurt orð á sjer, dró að sjer flokk og fylkti á leiksviðinu, ýmist hjá Breiðfjörð, í Templara-húsinu eða Iðnaðarmannahúsinu. Við bar það, að leikið var á tveim stöðum í einu sama kvöldið og dró svo hvor hópurinn frá öðrum. Og auðvitað urðu leikarnir, þegar svo var að farið, enn ómerkilegri en búast hefði mátt við þeim af þeim leik- kröftum, sem til voru í bænum, ef þeir hefðu unnið í sameiningu. Það var nú áform þeirra, sem geingust fyrir stofnun „Loikfie- lags Reykjavíkur“, að eyða þess- ari sundrung og sameina alla þá, sem vildu gefa sig við leikjum, aunaðhvort sem leikendu’' sjálfir eða styrktarmeun leikenda a ein- hvern hátt, í einu fjelagi. Þetta gekk nú greiðlega og var fjelagið stofnað í fyrra vor, eu ákvað að byrja leiki næsta haust. Þóvarð fjelagið svo siðbúið, að það gat ekki byrjað fyr en um hátíðar og hefur því misst úr í vetur mikinu hluta af þeim tíma, er leikir raundu best sóttir á, en það er tíminn frá veturnóttum til jóla. Samt sem áður munu þeir, sem að leikjunum hafa unnið, hafa feingið ómak sitt þolanlega borg- að. Auðvitað hefur ekki verið miklu til kostað til að skreyta leikina. En þetta sýnir, að nú orðið er hægt að halda hjer við föstu leiksviði. Fjelagið stendur belur að vígi strax á næstavetri, getur t. d. byrjað fyr á leikjum og hefur það mikla þýðingu. Þaö má því vænta, að það geti smátt og smátt varið meiru til að vanda aUan útlúnað leikjaru.i, varið mei i tíma til æfinga o.s.frv. Það mun einginn reiia því, sem vit hefur á, að leikhús meö þol- aníegum íubún.iði, þótt í smáum stýi væri, með meuutuðum og æfð- um iöstum leikeudum, hlyt-i að hafa mjög menntUiidi áhríf á bæjarbúa. Leikhúsin eiu ekki eingaungu skemmiisiaðir. Menntaóir og æfðir leiketdur kenaa ahoifendum sín- um og áheyrendum t. d. euyrli- mannlega framkomu, fallegan lima- burð, hveinig þeir eigi að haga sjer í viðt:’ i hver við annan, koma vel fyLr sig orði o. s. frv. Mönnum er það bæði sjalLátt og ósjálffátt, að líkja eítir öllu því, sem fallega eða vel er fyrir þeim haft. Og göður leikari eða leik- kona setur alstaðar stimpil sinná fjulda þeirra, sem á þau horfa eða heyra. Þau fá marga eftirlíkj- endur á sama hátt og t. d. hvert gott skáld cða rithöfandur, hver góður smiður o. s. frv. Það er nú sjálfsagt ekki hægt að tileinka leiklistinni hjer í Rvík, enn sem komið er, nokkur telj- andi áhrif í þessa átt. En það er komið að því, að við ættum að fara að krefjast þeirra af henni. Það er svo langt komið, að það fer að borga sig fyrir smáan leik- endsflokk að halda hjer við föstu leiksviði, sem leikið væri á t. d. tvisv&r í viku árið um kring að fráskildum 3 eða 4 sumarmánuð- unum. Og úr því að þetta getur farið að borga sig, farið að verða atvimu, þá má búast við fram- förum á leiksviðinu. Leiksviðið er laðandi fyrir þá, sem flnna hjá hæfiiegleika tíl að gera þar eilt- hvað að gagni. AÓ ókni i ■ ð le'kju >ub hjer í vetur hefur verlð svo, að þeir sem leika íá ómak sitt og tíma borgaðan, eða með öórum oiðum: leikirnir geta borgað sig, sjeekki kostað meitu til þeirra en gert heíur verið. Þe.ia er nægilegt skilyiði fyrir því, að leikjum verði haldið hjer áíram frsmvegis, en ekki fyiir þvi, að þeir geli farið batnandi eða búast megi við fram- förum að nokkrum verulegum mun Til þessa vantar íyrst og íremst íje. Leikendurnir eru fátækir og leikfjelagið fátækt. Það yrði að fá styrk utan að, ef það ætti að geta stigið cokkurt verulegt spor áfram. Allur útbúnaður, sem leiksvið- inu tilheyrir, leiktjöld o. s. frv. er, eins og við er að búast enn sem komið er, mjög einfaldur og fátæklegur. Það er ekki hægt þess vegna að sýna nemaóbrotna og hversdagslega leiki. Vandaður úcbúnaður á leiksviði er auðvitað kostaaðarsamur, en margt er hægt að bæta án þess að gera alltsem íullkomnast. Hjer er eingiun mað- ur, sem gert hefur sjer far um .ð kynna sjer leikmennsku utanlands að ráði, eingim, sem feingið hei- ur nokkra tilsögn í að búa út leiksvið eða segja til leikendum, og elnginn, sem feingið hefur nokkia iilsögn í að mála Ieiktjöld. Að styrkja hjeðan maun til að kynna sjer annarstaðar það helsta, sem að því lýtur, að geta leið- beint leikendum hjer heima, ætti að vera eitt af því, sem leikije- lagið hugsaði til að gera. Fæstir af þeim, sem hjer leika, hafa nokkurn tíma átt kost á að sjá sjónleiki ytra. Það væri líka nauð yulegt, að þeir, sem besta leikmennsku hæfilegleika sýna hjer, gætu átt kost áaðslgla ogganga á leikhús ytra til að fullkomna sig. Allt þctta eru nauðsynleg skilyrði fyrirþví, aðnokkurmynd geti orðið á leikhúsl hjer í Rvík. En því fylgir nokkur kostnaður, sem leikfjelagið ekki gæti staðist, nema það feingi styrk annarstað- ar að. Alþingi mætti vel styðja að því, að leikir gætu þrifist hjer íRvík. Þetta er stutt af opinberu fje víða annarstaðar. Konunglega leikhús- ið í Khöfn fær t. d. árlega mik- inn styrk af opinberu fje. Öðrum leikhúsnm er haldið þar við ým- ist af einstökum auðmönnum eða fjelögum, því þau stæðust ekki öðruvísi. Leikfjelagið gæti vel reynt á, hvað þingið vildi gera í þessu efni. Ef þingið vildi ekkert gera, þá mætti benda á annan veg. Og hann er sá, að efuaðir borgarar hjer í Rvík tækju sig saman um að styrkja hjer leikhús, að minnsta kosti byrjunina, meðan lag væri að komast á það. Eftir það væri fremur að væuta styrks frá þing- iuu. Ef margir tækju þátt í þessu, þyrfii það eingum að verða til- finnanlegt, og þetta væri vafalaust heppilegasta aðferðin. Þá er «ð minnast á frammi- stöðu leikfjolagsins í vetur. Og þess má fyrst og fremst geta fje- laginu til lofs, að þar virðist allt hafa geingið með mestu sátt og samlyndi. Fjelagið hefur sett sjer föst lög og reglur. Það hefur á- kveðinn mann, sem stendur utan við fjelagið, til að skipa leikend- um„rullur“; það er Halldór banka- gjaldkeri Jónsson. Annan mann til að stjórna æfingum og segja leikendum til, Indriða revisor Ein- arsson. Þeir fjelagsmenn, sem á annað borð leika, geta ekki skor- ast undan að taka að sjer þær „rullur“, sem þeim eru feingnar í hendur. Leikirnir, sem fjelagið hefur valið, eru ámóta og þeir leikir. sem áður hafa verið sýndir hjer, og taka þeim ekki fram. Besti leikurinn er „A .fintýri á gaungu- for“ eftir Hostrup, og er það sá leikur, sem oftast allra mun hafa verið sýndur hjer áður og hefur líka verið betur leikinn en nú yfir- leilt. Fyrsti leikurinn, „Ferða- æfiutýrið“ eftir Arnesen, var lje- leg&stur og að öllu ómerkilegur, enda var hann ekki oft sýndur. Hinir leikimir tveir, „Æfintýri í Rósenborgar-garðinum“ og „ Apríls- narrarnir" eftir Heiberg, hafaverið betur leiknir yfir höfuð. Þeir eru báðir efnislitlir gamanleikir, en tókust vel. Cand. phil. Brynjúlf- ur Kuld hefur þýtt þessa leiki og eru þýðingarnar betri en menn hafa átt að venjast hjer frá leik- sviðinu, einkum á kvæðunum. Öll blöðin, sem getið hafa leikj- anna, hafa fundið að valinu að því leiti, að aðeins sjeu sýndir saungljóðaleikir, vilja heldur al- varlegra efni og náttúrlegri leiki. En saungljóðaleikir geta aldrei orðið náttúrlegir, því menn talast ekki við syngjandi í daglegri ræðu. Sje mikið um saunginn, er það að miklu leiti undir honum komið, hvernig leikurinn tekst, svo að með honum stendur hann og fell- ur, en saungnum hefur verið mjög ábótavaut hjá sumum, er leikið hafa. Þó má margt segja með því og móti, hvort rjett sje eða rangt að velja hjer einkum saung- Ijóðaleikina, Þeir eru ljettastir að leika og við þá mun almenningur alstaðar skemmta sjer best. Marg- ir koma í leikhúsið mest vegna saungsins, og þótt hann hafi hjer verið vondur hjá sumum, þá hef- ur hann verið góður hjá öðrum, bæði Stefaníu og Gunnþórunni. Þær syngja báðar vel. Það væri gott að sjá við og við leiki, sem meira væri spunnið í af efni og alvöru; fjelagið ætti t. d. að geta sýnt suma af „moderne11 leikjum Björnsons, Edvardar Braudes’s o. s. frv. En best væri að fá að sjá nýja íslens! * leiki úr nútíð- arlífinu. Þá jyrst, er leikhúsið hefði þá fram að bjóða, vekti það almenna eftirtekt og nýtt fjör í bænum. En um vöntun á þessu er ekki leikendunum að kenna, heldur íslensku skáldunum. Fjelagið er miklu betur skipað kvenfólki en karlmönnum. Þar hefur ekki borið á tilfinnanlegum skorti á leikkröftum frá kven- fólksins hálfu; þar á móti ekki sjaldan að því er karlmennina snertir. Af kvenfólkinu hafa þær mest og best leikið frú Stefanía Guðmundsdóttir og frk. Gunnþór- unn Halldórsdóttir. Þeim lætur hvorri um sig best að leika ung- ar, glaðværar stúlkur, og báðar hafa þær best leikið í „Apríls* nörrunum“. Þó hefur Stefanía einnig leikið alvarlegar „rullur“, í „Æfint. í Rósenb.g.“ og „Æfint. á gaunguf." og hvorttveggja vel, þótt henni láti miklu betur að leika ungu, fjörugu stúlkurnar í hinum leikjunum tveimur. Gunn- þórunn hefur einnig haft flöl- breyttar „rullur“. Heuni tókst sist með Klöru í „Ferðaæfintýr- inu“, og var hún þó ekki illa leik- in. í hinum leikjunum þremur hefur hún leikið vel. Þar að auki tókst henni vel með skrítna kell- ingu í „Sagt upp vistinni“ eftir C. Möller, sem hún ljek á móti Sigurði Magnússyni. Frú Þóra Sigurðardóttir hefur, eins og oft áður, ieikið mikið laglega í tveim- ur leikjunum og eins fröken Þurfð- ur Sigurðardóttir; einkum tókst henni vel bæði með barnfóstruna og yfirsetukonuna í „Æfintýrinu í Rósenborgargarðinum". Af karlmönnunum hafa þrfr leibið best: Cand. Sigurður Magn- ússon, hr. Árni Eiríksson og hr. Kristján Þorgrímsson. Ekkert hefur verið betur leikið hjer í vet- ur en karlinn, sem Sigurður ljek i „Æfintýri í Rósenborgargarðin- um“, og alstaðar hefur hann leikið vel, aðeins skorti hann saungrödd til að gera næg áhrif með Yer- mundi í „Æfintýri á gaunguför“. Árni Eiríksson ljek Skrifta-Hans í „Æfintýri á gaunguför“ vel, en best dreinginn í „Aprílsnörrunum“; sá leikur hefur best tekist yfir höfuð. Miklu síður ljek Árni kvennabósann í „Æfint. í Rósen- borgarg.“; þótt einstöku atvik tæk- ist honum þar vel, þá var hann þar oft ónáttúrlegur, eius og eðli- legt er. Kristján sómdi sjer vel eins og fyr í birkidómaranum 1 „Æfintýri ágaunguför“. Það ætti annars miklu betur við að nota þar orðið sýslumaður í stað birki- dómara. Hr. Friðfinnur Guðjóns- son ljek lipurt piltinn I „Æfintýri í Rósenborgarg.“, en í „Æfintýri á gaunguför“ fjekk hann hlutverk, sem hann alls ekki var fær um að leysa af hendi, þótt fjelagið ef til vill hafi ekki átt kost á öðr- um betri til þess. HannljekHer-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.