Ísland


Ísland - 22.03.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 22.03.1898, Blaðsíða 2
46 ISLAND. „ÍSLAKTD" kemur út á hverjum þriðjudegi. Áskrift bindandi 6 máuuði, í Bvík 3 mán. Kostar fyrirfram borgað tii útg, eða pðst- stjðrnarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Rvík 3 kr., erlendis 4 kr. 60 au. Kitstjóri: t»orsteinn Gíslason Laug-aveg- 2. Reikningshaldari og afgreiðslumaður: Hannes Ó. Magnússon Austurstræti Q. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. er gætti Dreyíuss, sagt í'rá því, að de Clam hafi reynt tíl að komast inn til fangana á næturþeii með lukt í höndum ; hafi það verið á- form hans, að láta geislabrimið falia snögglega á andlit Dreyfus svo að hann ruglaðist er hann hrykki upp &f svefnínum og yrði þá hægt að fá hann til að játa sekt sína í svefnrofunnm. Paty de Clam sje andatrúarm&ður (spiritisti) og hálfær af trúsrvingli og Gyðingahatri. — Þessi maður hafi ráðið mestu um að Dreyfus var sakfelldur og aliur sá mála- rekstur minni menn á rjettarfar hinna myrkustu miðaída. Því næst minnist hann á Esterhazy rnálið. Segir að Picquart ofursti hafi fyrir 2 árum hafið rannsókn gegn Esterhazy í kyr- þey, en ástæðan til að grunsemd hans vaknaði hafi verið sú, að hann náði einu sinni í hraðskeyti frá erindisreka stórveldis eins og þóttist af því geta sjeð, að Ester- hazy væri valdur gð glæp þeim, er Dreyfus var dæmdur íyrir. Picquart er svo heiðarlegur mað- ur, að hann með eingú móti vildi láta þetta mál iiggja niðri, úr því um æru og volferð saklauss manns var að tefla; hann sagði því yfir- boðurum sínum, þeim hershöfð- ingjunum Gonse, Boisdeffre og Bilíot, er þá var orðinn hermála- ráðgjafi, frá grunsemd sinai, en þeir drápu máiinu niðr og vissi þó Picquart með fullum rökum, að þeir voru allir persónulega sannfærðir um sakieysi Dreyrus. Shömmu seinna var Picquart offursti sendur til Tunis og þaðan átti að senda hann þá ferð, er vafalaust hefði orðið honum að aldurtiia. Ea ekkert varð úr því að Picquart færi för þessa og var það þó ekki þeim að þakka, er bruggað höfðu þetta svikræði. Þar næst skýrir hanu frá rétt- arrannsókninni móti Esterhazy; hún hafi eigi verið &nEað en sví- virðilegur leikui með rjettvísi og sannieika, og haft það eitt &ð marki og miði, að þvo sauriun af þorpurunum, en svívirða og flekka heiðursmennina. ^Framh.). Athugasemd yið flskiskýrslurnar. í byrjun ársins 1896 sendi jeg út eyðublöð undir skýrslur um veiðar á þilskipum og í fiski- plássum umhverfis landið. Jeg fjekk aftur ca x/4 þeirra útfyltan og eru skýrslur þær, er birlar eru hjer í blaðinu, útdráttur úr þeim.1 Jeg má biðja heiðraðan almenn- ing afsökuuar á því, að þær birt- ast svo seint, en sumpart komu sumar þeirra ekki til mín fyrr 8n í júlím. í sum'ir er ieið og svo varð allmikili dráttur á því, að fá þær prenlaðar (þó ekki af „ís- Iands“ hálfu). Sumurn kunna að þykja þær nokkuð flóknar, vegna þess að jeg viidi reyna að hsfa þær sem fróðlegastar, en jeg hygg, að allir greindir menn, sem hafa gamau af að fræðast um þess- konar hluti, muni með dálítilli fyrirhöfn geta haft fulit gagn af þeim. — í þilskipaskýrsluna hefði jeg gjarnan viljað setja þá staði, sem hvert skip fiskaði bezt á, en rúmsin3 vegna var það ómögu- legt, en hins vegar get jeg gefið skipstjórum, eða útgerð irmöunum upplýsingar um það, ef þeir óska þess. Af dálknnum um fiskngaung ur má sjá, að oft og víða hefur orðið vart við eíldargaungur; það' sýnir að mikið er um síld í sjón- um umhverfis Iandið og sjálfsagt kemur árlega ekki nema Iítill hluti hennar inn að landi; eitthvað af þessari síld mætti veiða í rek- net. Athugavert er það, að náí. aliar þær fiskagaungur, er menn hafa getað sjeð úr hvaða átt hafa komið, eða í hverja átt faiið, hafa (við suður-, vcstur- og norður- land) farið með sól eða cins og aðalstraumarnir liggja á þessu svæði. TTndarlegt er það, að þil- skip vor hafa varla komið á svæð- ið við SA-landið frá Yestmann- eyjuro til Langanes og það er þó sunaanvert aðalfiakisvæði útlend- inga (t. d. Frakka) að vetrinum og norðanvert að vorinu og sumr- inu; á því svæði er oft vænan fisk að fá í djúpi, en af ekýrsl- unni má sjá, að oft er helmingur eði pjeir af aflanum sraáfiskur og ýsa. En vonandi iærist mönnum nú, þegar stóru skipin eru komin, að fiska væuan fisk á djúpmiðum, hvar sem er kringam landið. Af skýrslunum úr veiðiplássuu- urn raá sjá, að afli sá sem feing- izt he/ur á opin skip er sumstað- ar eigi lítiil, og þó vantar alveg skýrslur úr mörgnm beztu veiði- plássunura, t. d. Vestíjörðum, flest- um Austfjörðum og svæðinu milli Þjórsár og Beykjaness. Væru skýrslur fyrir hendi úr þessum plásaum, mundi mega sýna fram á það, að á litlum rökum sjeu byggðar hrakspár þær, er fram hafa komið nýiega í sumum blöð- um um horfnr á bátaútvegi hjer á landi, að bátaútvegurinu muni innan skamms missa alla veru- lega þýðingu fyrir alþýðu mauna hjer, eða á sama standi, hvernig bátafiskur sje verkaður. En það or sitt hvað veiðipiásain við suun- anverðan Faxaflóa og öil veiði- pláss landsins. Af eyðublöðum þeirn, er jeg ‘) í skýrslunni í „ísafold" eru nokkr- ar villur, sem bjer eru leiðrjettar. sendi út í fyrra hef jeg enn ekki feingiðnema fá aftur og vona jeg að þeir, som annars vilja sinna þeim ókoœnu, vildu senda mjer þau sem fyrst, svo jeg gæti birt innihald þeirra sem fyrst. Nú er búið að Iögbjóða að gefa nákværa- ar aflaskýrslur og er voaandi, að menn láti sjer skiljast, hvílíka þýðingu það getur haft, að þær sjeu samvizkus&mlega gefnar. En þrátt íyrir það hef jeg sent út blöð fyrir yfirstandandi ár, og vona að menn vilji framvegis sinna þeim, því sjeu þau vel út- fyllt, þá gefa þau margar góðar upplýsingar um aflabrögð og fiska- gaungur. Og vilji menn vita um sflabrögð í öðrum sveitum, verða þeir að gefa skýrslu um aflabrögð í sinni eigin sveit. Að endingu þakka jeg þeim innileg:>, sora með töluverðu ómaki hafa gefið mjer skýrslur. Bjarni Sæmundsson. Ó. H. II. og Leikfjelagið. Þjer hafið, herra ritstjóri, og V(ilhjálraur) nokkur J(ðnsson) er hreykt hefur sjer í dómarasess í „Þjóðólfi“. tíl að dæraa um sjón- leikina í Iðnaðarmann&húsinu, látið í ljósi, að óhyggilegt væri af „Leikfjelagi Reykjavíkur“ að hafa eigi feingið í leikfjelagið annan eins mann og Ólaf H. Benedikts- son. Vegna þess að jeg býzt við, að mjer sje sjerstaklega legið áhálsi fyrir þetta, þar eð jeg gokkst fyrir í fyria vetur að sameina beztu leikkrafta bæjarins, að svo miklu leyti sem kostur var á, og fór þá tii þeirra er jeg áður hafði unnið með við leiki, og bað þá um að ganga í leikfjelag. Það eem einkum kom þessari hreyf- iugu á stað, var það, að Iðnaðar- mannahúsið var þá um það bil fullgert til sjónleika og bygging- arnefndin bað mig að gera mitt til að koma á fót leikfjelagi, auð- vitað í þeim tilgangi, að koma því til leiðar, ef hægt væti, að tryggja húsinu seai vissastar tekj- ur af leiksviðinu í framtíðinni. En aðalástæðan ti! þess, að jeg þá ekki fór til hr. Ó. H. B. var sú, að hana stóð þá íyrir öðru leik- fjeiagi i leikhúsi W. Ó. Breiðíjörðs og jeg bjóst ekki við, að hr. Ó lafur stykki úr því leikfjelagi þá, til þess að ganga í aunað fjelag, er jafn-misjafnlega var spáð fyrir og „Leikíjelagi Reykjavíkur“ um það bií, setn það var að komast á fót, Eada sá jeg, að alltaf var hægt fyrir hr. Óiaf að ganga í fjelagið hvenær sem hann vildi, og það er ekki sök leikfjelags- meðlima, &ð hann er nú ekki í íeikfjelaginu, því eumir þeirra hafa oftar en einu sinni Iátið í Ijósi við liann, að þeir álitu, að hann ætti að koma í fjelagið og spurt hann, hvort hann vildi ekki láta bera sig upp, en hann hefur ekki komið enn, af hverju veit jeg ekki. Jeg býst ekki við, að fá hann til þess, þegar aðrir, sem honum eru kunuugri hafa ekki feingið hann. Getnr verið, að hann hefði komið ef fjelggið í heild einui hefði sent honum á- | varp eða bænaskrá um að koma; en enu þá hefur einginn komið fram raeð þá tillögu i fjel&ginu. Jeg efast ekki um, að fjelagið hefði saraþykkt það í einu liljóði ef einhver af meðlimum þess hefði látið sjer detta slíkt i hug. En hvernig stendur nú á því, að eing- um hefur komið þetta til hugor? Líklega stafar það af þeirri á- stæðu, að fjelagsmenn hafa álitið, að eigi væri vert að vera ueyða hr. Ó. H. B. í fjelagið. Viljugan er hvern bezt að kjósa. Um hitt ætla jeg ekki að þrátta hjer, hvort ástæða hafi verið til að gera svona mikið veður úr því að herra Ó. H. B. hefur eigi ver- ið feiugiun í fjelagið. Jeg minu- ist þess að eins nú, að nokkrir valinkunnir menn hjer í bænum ætluðu að sameina leikkrafta bæj- arins fyrir 2—3 árum, og þeir töldu sjer þá herra Ó. H. B. vís- ann í þann fyrirhugaða Ieikendi- flokk sinn; en, hvernig sem á því stóð — þeir feingu eigi fleiri, og þar með var þeirri mikils verðu tilraun lokið. Það mundi þó ekki hafa verið af því, að reynslan hafi verið búin að sýaa þeim — i leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs — að eigi er einhlýtt að hafa Ó. H. B. einan á senunni. Þorv. Þorvarðarson, p. t. form. Leikfjel. Laiid úr landi. Verkfollinu mikía á EngRndi er nú lokið. Eins og frá hefur verið skýrt áður hjer í blaðinu var þrætan um 8 tíma vinnudag. í janúar var beðið í flestum kirkj- um Englaads fyrir því, að sættir kæmust á í málinu, og hvort það hefur nú verið bænum kierkarina að þakka eða ekki, þá komast sættir á seint í janúar. Vorka- menn ljetu af kröfurn síuum. Hið sterka verkmannafjelag A. S. o. E. hefur beðið ósigur fyrir verk- veitendaio. Samt sem áður verður haidið áfram að heimta vinautím- anu styttan, en aðferðin til að ná raarkiiiu breydst; þeim fjölg&r sem vilja í&ra lagaveginn í stað þess að gera út um ailt með saraning- um milli verkmanna og vinnu- veitenda. Nú heimta verkmenn að 8 tíma vinnudkgurinn verði lögboðinn og þrætuuni verður haldið áfram í parlamentinu. 26. f. m. varð Georg Grikkja- konungur fyrir árás af an&rkist- um. Hann var á leið inn til Aþenuborgar frá bænura Faleron með dóttur sinni, Maríu, og ók á vagni með hestum fyrir og ein- um þjóni og öknraanni. Morð- ingjavnis' lágu fyiir þeira í I».un- sátri og skutu fyrst 2 skotum á konung en hvorugt sakaði. Það er sagt að konungur yrði vel við árásinní; hann stóð upp í vagnin- uia lil að beiía sjáifum sjer fyrir skotin en hlífa dóttur sinni. Annað skotið særði þjón konungs, en hitt eion hestinn ; urðu þá hest- arnir óðir og runnu sem af tók, eu morðingjanilr aeudu enn 7 skot efiir konuugi án þess að hitta hann. Nú iiafa þeir náðst og vom útsendir af óaldarfjeíagi þar í iandinu, er kennir konungi um ófarir Grikkja í Tyskjastríð- inu og ætlaði að hefna sín á hom- um á þennaa hátt. Haidíð er aó tiiófriðar muni draga milli Bandimanna í Vesturheimi og Spánverja út úr Cuba. 16. f. m. vildi það til að her- skip frá Bandaríkj uium, „Maine", sprakk í loft upp á höfninni á Havanna og fórust þar 260 manns. Kenna Bandamenn um þetta svik- um frá hendi Spánverjuœ, en eingar sannanir hafa þeir þó fyrir að svo sje. Ea Bandaríkin hafa íeingi beðið tækifæris til að klut- ast til um viðureign Spánverja við Cabubúa og getur nú þetta orðið þeim gott tilefni til þess. Hernaður Spáuverja þar vesra er orðinn þeim mjög kostnaðarsam- ur og nú oviusæli af mörgum heimafyrir á Spáni. Kristjaníu 3. mars ’98: Veturinn hefur verið hjer hinn mildasti og míklu líkari sumri en vetri. Stórþingið kom saman á rjettum tísna 11. febr., en okkert hefur gerst þar msrkvert enn. Vinstrimenn ráða einir öllu. Steen er formaður hins nýja ráðaneytis, sem myndað er af vinstri mönn- um. Konungur hefur dvalið hjer um tíma, en heldur heimleiðis á mo gun. Nýlega er dáiun hjer Statsraad Astrup, einhver ríkasti maður í Noregi og merkur mað- ur að mörgu leyd. Margar þjóð- ir ætla að taka þátt í sýniagunni í Borgeu í sumar og er mikið um h&na tal&ð um þessar mundir. Frá Höfn. Hjer er raegu öáuægja meðal stúdenta og annara lesandí manna yfir því, hve nýútkomnar íslensk- ar bækur koma hing&ð seint og óregiuiega. Komi einhver bók út heima, þá sjest hún ekki hjer fyrr en rjettu ári á eftir, og æf- inlega er það þá einhver kunn- iuginn, er sendir eitt eða flciri eintök aí henni hingað til Hafnar. Okkr getui ekki komið til hug- &r, að þetta stafi af því, að bóka- gerðarmennirnir heima áiíti okk- ur þá skræiingja eða leppalúða, að okkur sjeu ekki bækurnar sandandi, heldur hlýtur það að vera gleymsku þeirra og hirðu- leyai að kenua. En nú viljum við, ísleuskir stúdentar í Kauprnannahöfn, fara þess á leit við bóksalafjelagið og þá aðra, sem eiga hjer hlut að máli, að þeir láti okkur ekki sitja eins á hakanum með bóka-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.