Ísland


Ísland - 26.04.1898, Side 1

Ísland - 26.04.1898, Side 1
II. ár, 2. ársfl. Reykjavík, 26. apríl 1898. 17. tölulblað. Minnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Banliastjöri við kl. II1/,—l'A- — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskðlanum kl. 5—6 slð- degis 1. mánud. I hverjum mánuði. Landsbökasafniö: Lostarsalur opinn daglega frá ki. 12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Fomgripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bæjarsjórnar-fandir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátækranefndar-íuniiT 2. og 4. fmtd. 1 mán., kl. 5 síðd. Náttúrugripasafnið (i (llasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Ókeypis lækning á spltalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11-1. Ókeypis augnlækning á spítalanum 1. mánud. i mánuði hverjum. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag í mánuði hverjum. Skoffínið. Mnar póeta! Þótt skofíínseðli þitt væri mjer fyrir laungu íull-kunnugt, þá skal jeg játa það, að mjer kom mjög á óvart, að dómur minn um sögur þínar og kvæði gæti haft þau áhrif að fíflsæðið feingi algerlega yfir- hönd yfir þjer. Satt að segja gerði jeg mjer eingar vonir um, að þú mundir gera þig jafn-skemmtilega narralegan og raun er á orðin. Reyndar er ekkert móti því hafandi, þótt þú haidir sjálfur mikið upp á sögur þínar og kvæði, þótt þjer þyki allt þar gott, ólastanlegt, jafnvel öllum öðrum skáldverkum fremra, sem fram hafa komið undir sólunni. Slíkt er töluvert almennur breiskleiki meðal hins uppstökka skáldakyns og kasta jeg ekki á þig þungnm steini fyrir það. En hitt er óumræðilega gatistalegt, barnalegt og narralegt, að bera það fram, að af því að annar maður lætur í Ijósi nokkuð aðra skoðun, þá hljóti það að vera af persónu- legri óvild við þig, eða illu innræti. Að þú hugsaðir þetta með sjálfum þjer í svip- inn, — það er fyrirgefanlegt; en að hafa ekki stillingu eða íhugun til að geyma þá skoðun hjá sjálfum sjer, það er, væg- ast talað, narralegt. Annars er dómur minn um skáldskapartilraunir þínar ritað- ar samviskusamlega og alveg hlutdrægnis- laus, eins og flestir munu við kannast. Hitt er það, að hann er stuttur, eins og ritdómar að jafnaði gerast í frjettablöðum, ekki ýtarlega lýst kostum og löstum, en skýrt og skilmerkílega bent til hvors- tveggja. Þar sem mjer var sent kverið til umsagnar, þá taldi jeg mjer skylt að geta þess, og rjettast að segja þá á því afdráttarlaust kost og löst. Getur vel verið, að sumt heíði mátt segja með mýkri orðum- og má vera að jeg hefði gert það, ef jeg hefði fyrirfram vitað viðkvæmni þína. Einnig mundi jeg gjarnan hafa rit- að nokkru ýtarlegar um bókina, ef þú hefðir fyrirfram látið mig vita, að heil- brigði þín og vellíðan væri að einhverju leyti undir mjer komin og ritdóminum. Það er líklegt, að það særði þig enn meir en það, sem á undan er komið, ef jeg færi nú að taka fram fleiri og ýtar- legri ástæður fyrir því, að dómur minn sje rjettur. Skal jeg því ekki fara langt út í það mál. Þó get jeg ekki sleppt því að öllu leyti. Ályktun mín í ritdómnum er sú, að þú hafir töluverða skáldskapar- hæfileika, en stórskáld sjertu ekki. Jeg vil nú skjóta því undir dóm allra landa okkar, sem nokkurt vit hafa á skáldskap, hvort þetta muui ekki hlutdrægnislaus dómur. Jeg veit, að dómar þeirra muuu verða nokkuð ósamhljóða hver öðrum Surair munu eiga örðugt með að viður- kenna skáldhæfileika þína, eða gera mjög lítíð úr þeim, einkum vegna myrkviðurs- ins og svo meinlokanna og smekkleysanna, sem eru ekki fáar innan um hitt, sem betra er. En þetta álít jeg rangt. Aftur veit jeg af einu atkvæði móti mjer, þar sem jeg tel þig ekki stórskáld; það er atkvæði sjálfs þín og tel jeg álit þitt þar einnig raugt. Þú munt nú segja, að það sje af einberum illvilja að jeg taki þetta fram. Jeg segi: nei. Eins og mjer var kunnugt af viðtali við ýmsa, að sumir ef- uðust um skáldhæfileika þína og jeg áleit rjett að mótmæla þeirra skoðun, svo áleit jeg einnig rjett að mótmæla þinni eigin skoðun á málinu, sem mjer eingu síður var fullkunnug. Það sem okkur tvo grein- ir þá á um, er það, hvort þú eigir að kall- ast stórskáld eða ekki. Eftir minni skoð- un er það of mikil viðkvæmni, ef þú eigi þolir, að rætt sje um ástæður með þessu og móti. Jeg hef áður sagt, að það sem mjer þætti nokkurs um vert í bók þinni, sje kvæðin; sögurnar telji jeg lítils virði. í leitinni að stórskáldshæfilegleikum þínum legg jeg því sögurnar til hliðar. Sama er að segja um þýðingarnar, eins og gefur að skilja. Eftir eru þá frumsömdu kvæð- in. Þau eru 20 talsins og ná yfir c. 40 bls. Hjer ætti nú hinn andlegi stórgripur að leynast. Við skulum þá fyrst skygnast um í pólitisku kvæðunum. Getur stórskáld til þess þurft að tileinka sjer hugmyndir og hendingar úr kvæðum Jóns Ólafssoaar og aflaga sumstaðar með vondu rími. Nei; ekki er Einar stórskáld hjer. í pólitisku kvæðunum ertu einginn dreki. Þú ertþar ekkert annað. kunningi, en póetiskur lóu- þræli Jóns Ólafssonar. Sum af hinum kvæðunum eru ónýt, önuur góð, eins og jeg hef áður sagt, en ef til vill er'þaðaf klaufaskap míuum: stórskáldið finn jeg ekki. Ef jeg nú vildi vera velviljaður, þá væri næst að geta þess til, að Einar stór- skáld leyndist inni í einhverjum myrkum afkima í „Skútahrauni“, að eins sje lík- neski hans ofanjarðar, „hrotti steyttur þótta og fjóni“, sem einhverstaðar rofar fyrir í kvæðinu. Sömuleiðis er hitt, sem jeg hef einnig tekið fram, ómótmælanlegur sannleiki, að það er lítið, sem eftir þig liggur af skáld- skap. En gildi skáldverka er hvergi met- ið eftir stærð, heldur eftir gæðum, og var því hreinn óþarfi að reiðast þessu. Að fyrirferðinni til taka sögur þinar upp meiri hluta bókarinnar, 3 sögur á c. 100 bls. En þótt til væri eftir þig í þeirra stað fullur bókaskápur af sams konar lista- verkum, þá værirðu ekkert stórskáld fyr- ir því. Ea fyrir þau 16—18 smákvæði, sem eftir þig líggja og nokkuð er í varið, hef jeg fyliilega unnt þjer sannmælis. Jeg lýk þá þessu umtali um skáldskap þinn án þess að við verðum á eitt sáttir, og mun best að hvor um sig haldi sinni skoðun. Halt þú áfram að telja þig með stórskáldunum, ef þú hefur gaman af. Jeg hef gaman af þvi líka. Það er eingin skemmtun að fíflum, sem ekkert sjerstakt er við. En þegar þau hafa gáfuneista í einhverja átt og jafnframt þann ómetan- lega kost, að líta á sjálf sig á sama hátt og þjer er lagið, — þá fyrst eru þau skemmtiieg fífl. Málfræðislegum athugasemdum þínum í greininni svara jeg eingu, og það af þeirri ástæðu, að í umræðum um þau efni virði jeg þig ekki viðtals. Jeg get að eins bent öðrum á, hve hlægilegt það er, þeg- ar þú rís upp í síðustu „Dgcr.“ og endur- tekur með öllum þeim sjálfsþótta og stæri- læti, sem vanþekkingin og hundheimskan einar eru færar um að skapa, hneiging- una á kvennkynsorðinu þínu: röf—rafar. Fyrir þetta hefðirðu feingið snoppung, ef þú hefðir setiðí einhverjum af efri bekkj- um barnaskólans, og sem málfræðingur áttu þar sæti. Að rjettritun og málfæri er bókin þín svo úr garði gerð, að hver óvalinn busi í latinuskólanum mætti bligð- ast sín fyrir slíka handaskömm. En jeg vissi, að það var alkunnugt af blaðabulli þínu, að þú kynnir ekki íslensku fremur en hundur, kynnir ekki heldur að setja rjett niður kommu eða punkt o.s.frv. og áleit, að eiuginn mundi til þessa ætlast af þjer. Þvi fór jeg ekkert út í þá sálma. Þó er það rjett, sem tekið hefur verið fram af öð-um (Nýja Öldin), að heimta hefði mátt af þjer, að þn kynnir rjettrit- un nokkurn veginn og værir betur að þjer i móðurmáli þínu en þú ert. En þar um má nú segja, að seint sje að kenna göml- um hundi að sitja, og eru lítil líkindi til, að þú lærir þetta framar. Það, sem þá er heimtandi af þjer, er, að þú kunnir að skammast þín og þegja. — Jeg legg þá skáldaham þiun til hliðar og fyrir mjer stendur Einar Benediktsson í sínu hversdagslega aulagervi, sem póli tisk skúrra. Jeg dró fram í síðasta blaði eitt erindi eftir þig úr pólitisku kvæði. Þetta telur þú óhæfu í ritdómi. Hyggur þú, að bull þitt um íslenska pólitík verði friðheilagt með því einu, að þú berjir því saman í staurslegar og illa ortar hend- iugar? Það hefur, skal jeg segja, eiugu meiri rjett á sjer fyrir því. Jeg lagði eingan dóm á pólitík þína í ritdóminum; gat þess aðeins, að þú kæmir hjer fram sem endrarnær, eins og pólitiskt skoöín og skúrra. Þótt þjer hafi mislíkað þetta, þá er það ails ekki oftalað. Þinn póli- tiski ferill er ekki langur. En mikill má vera hroki þinn og heimska, ef þú hefur enn ekki orðið þess áskynja, að allir þeir, sem um pólitík hugsa eða rita hjer á landi, fyrirlíta þig gersamlega. Það hefðirðu þó getað ráðið af því, að einginn þeirra læt- ur svo iítið að virða þig viðtals, eða evara þjer þar nokkru orði. Þetta hefði átt eö vera því eftirtektaverðara fyrir þig, þar sem jafn mikilhæfur stjórnmálamaður og faðir þinn er, hefur notað þig til að halda fram skoðunum sinum. Auðvitað eru það stórglöp af honum, þðtt afsakanleg sjeu, þar sem hann mun h&fa langað til að gera eitthvað úr þjer á því verksviði, sem haun hefur eytt kröftum sínum á. En í óráðs- draumum þínum og æðisköstum er þjer ekki ver gert, en að þú sjert minntur á fylgi þitt við föður þinn, sem þó er hið eina, sem þú ættir að hafa vit á að telja þjer til gildis. Þú ætlast til, að það sje bríxlyrði til mín, að jeg hallist að pólitík Jóns Ólafssonar, sem þó er mjer vanda- laus maður. Auðvitað er þetta svo heimsku- legt bríxl, að það tekur ekki svari. Hitt væri nær s&nni, að ætla »ð pólitísk saun- færiug jálfs þín væri ekki sem sjálfstæð- ust, þar sem þú hefur aldrei verið ann&ð en skráveifa föður þíns, sem gefið hefur þjer mat og fje, auðvit&ð ekki fyrir fylgi þitt í pólitíkinni, heldar af því, að hann mun telja það skyldu sína &ð forsorga þig. Og ef nokkur rnaður hefur metið nokkurs nokkurt orð, sem fram hefur komið um pólitík í blaði þínu, þá er það föður þín- um að þakka en eiugan veginn þjer. í margar vikur geltirðu að Skúla Thorodd- sen í haust; hann sparkaði þjer í lífcilli neðanmálsgrein í „Þjóðviljanum“, virti þig ekki annara afskifta. Jón Ólafssou og Björn Jónsson hafa aldrei virt þig svo mikils, að þeir spörkuðu þjer, hvernig svo sem þú hefur fitjað upp á trýnið framan í þeim. Allt þitt pólitiska gjálí'ur hefur fallið afllaust í nasir þjer, sjálfum þjer til skamroar og ergelsis, öðrum til spotts og athlægis. Og í „Þjóðólfi“ getur flokks- bróðir þinn, Hannes Þorsteinsson, ekki bundist þeirrar óskar að flokkurinn mætti vera laus við rassaköst þín. Þú hefur aldrei gert annað en spilla fyrir, og hefur verið því til fyrirstöða, að faðir þinn setti skynsaman og hæfan mann fyrir málgagn sitt. Að vera talinn af meðhalds- mönnum sínum sraunalegt skofíin, af öðrum fyrirlitlegt fífl, — það er hlut- skifti þitt. nú. Hversu leingi þú heldur áfram setu í þessu narrasæti, úr því má tíminn skera. Það var vingjarnleg bend- ing af ritstjóia „Þjóðólfs", erhann skaut því að þjer, að þú skyidir hætta afskift- um þínum af póiitíkinni. Jeg tók undir þetta með honum af því, að mjer virtist þetta viturlega mælt; ekki afþví, að mjer stæði ekki hjartanlega á sama, hvar og hvernig þú opinberaðir asnask&p þiun. — Með þessu hef jeg að eius viljað gera grein fyrir ummælum mínum í síðasta blaði. Að endingu að eins þetta: þú hefur í mínum augum bæði fyr og síðar verið andlegur sjúklingur. Greiuar þínar til mín skoða jeg aem ein hin skýrustu sjúkdóms- vottorð, sem aál þín í óráðsköstunum hef-

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.