Ísland


Ísland - 26.04.1898, Side 3

Ísland - 26.04.1898, Side 3
ISLAND. 67 bergi svo illa, að hverjum manni, sem inni hefði verið mundi bráður bani búinn. Hafði þverbiti brotnað til beggja enda og reyndist grautfúinn. Hús þetta byggði Páll amtmaður Briem fyrir fá- um vetrum og vildi selt hafa Magnúsi sýslumanni fyrir ærið fje. M. Oddeyri, 12. apríl 1898: „Norðurland getur nú eftir öllu útliti átt von á að fá að hýsa sinn gamla ðvin, hafísinn, fyrst um sinn. Grímseyingar komu hjer fyrir páskana og höfðu þeir orðið varir við ísinn úti fyrir Byjafirði, en vegna þoku og þraungsýnis var ekki hægt að segja, hvort hann væri þjettur eða mikill um sig; nokkrir jakar hafa sjest hjer inni i fjarðarmynni, en suðanstangolan fældi þá frá aftur. Það þykir líka vita á ís, að „Egill“, Bem átti að vera þann 4. þ.m. á Oddeyri, er enn ðkominnn. „Skjaldvör tröllkona“, sem ekki er sorgarleikur, eins og getið var til í vetur í „íslandi11, hefur verið sýnd hjer í leikhúsinu með gððum árangri 5 eða 6 sinnum; leikur þessi hefur verið aðal-umtals- efni hjer i bænum um tíma og er það meira en hann er verður að undan skildum vísunum og lög- unum við þær, som hvortveggja er fremur laglegt (— lögin öll eftir Magnús Einarsson organleik- ara —), verst eru eintölin, sem svo að segja gera leikinn ðleikandi og ðsjáandi og eru bæði til leiðinda fyrir leikendur og áhorfendur. Á annan i páskum átti að leika „Dalbæjar prests- setrið" og „Hundrað og eitt er úti“, en fðrst fyrir sökum bleytu og foræðis á strætunum?!. Hornþeytarafjelagið fagnaði fæðingu Kristjáns IX. með blæstri á föstudaginn langa og var það gðð tilbreyting frá síldarveiði og skipasetning, sem menn áttu að venjast hjer þessa bænadaga, en til gleðispjalla má telja það, að fjelagið rak hornin í helgidagalöggjöíina, svo lá við slisi og slíkt hefur máske hent fleiri en H.fjel. um þessar nýafstöðnu hátíðir. Málfundafjelag Oddoyringa, sem stofnað var í vetur og sem mest ræðir um bæjarmál, hefur sent sýslunefndinni áskorun og tillögu um breyting á flskiveiðasamþykkt Eyjafjarðar, og var áskorunin strax tekin til greina á sýslufundi og tillaga mál- fundafjelagsins samþykkt þar óbreytt; auk þess hefur fjelagið sent áskornn til bæjarstjðrnarinnar um vegagerð og bryggjubygging á Oddeyri, en ekkert svar feingið enn þá úr þeirri átt; seinast en ekki BÍst er að geta þess, að fjelagið samþykkti að fara þess á leit við pðststjðrnina að fá setta póstbrjefakassa á hentugum stöðum í bænum og að fá pðstafgreiðslulaunin hækkuð svo, að hægt sje að skylda afgreiðanda til að passa kassana og senda út brjef og blöð um bæinu. Good-Templarar halda tombðlu á sumardaginn fyrsta. Tvö ný íveruhús eru ný-reist á Oddeyri og fleiri væntanleg, ef ísinn ekki hindrar aðflutning á viði. ÞilBkipin eru nú að leggja til hafs að leita há- karls og flskjar; 2 af þeim voru byggð hjer í vet- ur, annað af C. Hoepfnersverslun og hitt af Jðni bónda Antonssyni í Arnarnesi. Þegar „Yaagen“ var hjer síðast, bar það til, að stúlka, sem kom með skipinu frá Seyðisfirði og ætlaði með því aftur til Seyðisfjarðar, flúði i land hjer af höfninni, rjett áður en skipið fór af stað, fyrir áreitni og óskammfeilni skipstjórans, Hougland; mælt er, að hann verði látinn sæta málssókn fyrir vikið og skaðabætur heimtaðar fyrir atvinnutjón stúlkunnar. 13. apríl: „Austanpðstur kominn. „Egill“ hafði snúið við þann 3. þ.m. við Melrakkasijettu og komst með naumindum fyrir Langanes aftur vegna hafiss. „Yesta“ ðkomin enn þá og kaupmenn búa brjef sin með pósti, því einginn treystir á „Yestu“, ef ís er annars vegar“. Skúti. Borgarnesi, 18. apríl 1898: „Ekki get jeg annað sagt en að hinn útliðandi vetur hafi verið fremur gðður; þð margir bændur hafl orðið hey- tæpir, þá er það að eins þvi um að kenna, að bændur hjer byggja svo mikið á útgangi, en ætla fje sinu lítil hey og hrossum alls ekkert nema moðið. Al- gert hagbann var hjer í nærsveitunum ekki nema að eins i 7 vikur, og mundi það ekki þykja langt á Yestur- og Norðurlandi. Þrem vikum fyrir páska kom hjer mjög góð og hagstæð hláka, svo víðast hvar náði til jarðar; svo gerði kuldakast, en þð ekki með neinni úrkomu, en síðan nm bænadagana má heita að hafl verið öndvegistið, og or vonandi, að fje gangi vel undan í vor, ef ekki verða því meiri vorkuldar, því allvíðast munu skepnur vera í dágóðum holdum. — Lungnabðlga hefur víða verið að stinga sjer niður og úr henni dáið nokkrir menn, þar á meðal Sigurður bðndi Eiriksson á Alftaá, nýtur bðndi og duglegur sjómaður. — Berkla- sótt mun fara hjer vaxandi. „Fjallkonan“ fræðir lesendur sina á því, að mat- vörulaust sje að kalla hjá borgfirsku kaupmönnun- um, en mjer er fullkunnugt um, að verslun Joh. Langes i Borgarnesi hefur í allan vetur haft næga matvöru og hefur enn, nema bvað rúgur er nú farinn að minnka, og hefði því vorið ðþarfl fyrir bændur úr Reykholtsdal að sækja matvöru tií Keykja- víkur, helst, þar sem matvaran er hjer ðdýrari en hún er sögð í Reykjavík. Hjer er mikið rætt um að mynda kaupfjelag i líkingu við kaupfjelag Rvíkur; kaupa nauðsynja- vörur hjá þeim kanpmanni, er ðdýrast selur fyrir peninga, en eflaust verður það fjelag í smáum stil, því peningaekla er hjer almenn og lítil von um að geta feingið peninga fyrir fje í haust. Politikin er hjer steinsofandi og aldrei að kalla á hana minnBt; og til að segja hvað hjer væri þjððvilji þarf bæði kunnugri og skarpari mann en mig“. Eftir brjefum að vestan, sem komu nú með síð- asta pósti, er ís sagðnr úti fyrir Horni og Strönd- um. Sagt er að „Vesta“ hafl ekki komist fyrir Horn um daginn, en snúið suður fyrir land. Eftir veðráttunni að dæma hjer syðra er þð ðliklegt að ís sje nú landíastur fyrir norðurlandi. Aðrar frjettir að norðan segja „Yestu“ hafa komist á- leiðis. Reykjavík. Tið er nú hin besta, sumarblíða á hverjum degi. Spítalaskipið „St. Paul“ er nú komið hingað á höfnina, hefur verið hjer við land um tíma. „Laura“ kom í morgun og með henni fjöldi far- þega : Magnús Jðnsson, sýslumaður í Vestmanna- eyjum, Ásgeir kaupm. Sigurðsson, Björn kaupm. Kristjánsson, W. Ó. Breiðfjörð kaupm., Eyþðr kaupm. Felixson, Jón kaupm. Þóiðarson, danskir og færeyskir vinnumenn, sem vinna eiga við bygg- ing holdsveikraspítans, bankahússins o. fl., 16 manns úr Yestmannaeyjum o. fl. Einnig kom H. Andersen skraddari með 2 skraddara danska, og Jðn Brynjðlfsson skósmiður. Með „Laura“ kom frá Vestmannaeyjum lík frú Kirstínar, konu Magnúsar sýslumanns, og verður jarðsett hjer á morgun. Húskveðjan byrjar (bjá L. Sveinbjörnsson háyfirdómara) 11V2 í. m. Próf á stýrimannaskólanum fór fram 20.—22.þ.m. í prófnefnd voru með skóíastjóra premierlautinant S. V. HanBen, fyrirliði á „Heimdal" og presta- skólakennari sjera Eiríkur Briem. 11 lærisveinar geingu undir próflð og feingu þessar einkunnir: Jón Árnason.................61 stig Guðlaugur Ingimundarson. . 60 — Jón Pjetursson................59 — Magnús Jónsson.................59 — Þorbergur Inggjaldsson . . 57 — Þorsteinn Egilsson .... 56 — Jón Steinason .................55 — Pjetur Ólafsson................55 — Þðrður Gíslason................62 — Vilhjálmur Gislason .... 51 — Helgi Gíslason.................32 — Jðn Árnason, sá er hæsta fjekk einkunnina, hef- ur ekki geingið í skðlann nema þennan eina vetur, Hæsta einkunniu við þetta próf eru 63 stig, og til að standast prófið þarf 18 stig. Skólanum var sagt upp 22. þ.m., er próflnu var lokið. Skrautritað ávarp til konungs verður lagt fram til undirskrifta aiðari hluta dagsídag og næstu daga. Nánara á götuhorn. Ávarpið er skrifað í nafni bæar- búa. Undirskriftum verður að vera lokið á föstudagskvöld. Rvík, 27. | 4. — ’98. Stjórn Rvíkurklubbs. „Hið íslenska kvennfjelag“ heldur samkomu föstudag 29. apríl, kl. 5 síðdegis í handiðnamanna- húsinu. — Áriðandi að allir meðlimir mæti, þar eð ræða á mikils varðandi málefni fyrir fjelagið. Auk þess verður saungur og ýmlsleg önnur skemmtun. Stjórnin. 60 57 af skýbólstrum huldi suðvesturloftið og dró sorta yflr mestan hluta þeirrar dagsbirtu, sem enn var eftir á lofti. Upp úr honum gnæfðu haglkastalarnir hátt við himin, og riðuðu þeir til og frá fyrir útsynuings ofveðrinu, sem færðist í ásmegin í háskammdeginu. Fáeinar fölgráar stjörnur gægðust hing- að og þangað fram úr rökkrinu, og grábleikur, stafnahvass urðarmáninn gaut vinstra auganu lágt í hásuðri milli tveggja illúðlegra skýstróka. Snjónum hafði kyngt uiður“dag eftir dag og vindurinn feykt honum í mannháar dyngj- ur. Það var einginn höfuðstaðarbragur á Reykjavík kvöidið að tarna. Fá- einnar mannaræður skruppu hingað og þangað millí húsanna, eftir brautun- um, sem mokaðar höfðu verið eftir stjettunum. Kvennfólkið var að sjá líkt brjáiuðum manni, sem vaflun hefur verið í brekáni, eða barni í reyfum, þar sem það vafði sjölunum um höfuð og herðar og niður fyrir mitti og hjelt þeim að sjer dauðahaldi með báðum höndunnm. Karlmennirnir geingu álútir eða hallfleyttu móti veðrinu og hjeldn í hattbarðið, sem var áveðurs, en gleymdist þeim það, urðu sumir nauðugir viljugir að renna á skeið þvert yfir fannirnar, garðana og girðingarnar. Þar þrammar maðnr nokkur eftir göt- unni, óiíkur öllum öðrum. Tilsýndar lítur hann út fyrir að vera skuggi ein- hvers ferlíkis, en sje komið nær sjest, að þetta er maður, ef mann skyldi kalla, eigi að dæma mahninn eftir búningi hans. Hann hefur síðan hött á höfði. Hárið hangir í flókaberði dökkjarpt niður um herðarnar og skeggið niður á bringu, allt í eintómum flyksura. Hann er í þremur eða fjórum vest- um, jafn mörgum brókum, jökkum, frökkum,eða úlpum, með fyrniu öll af skóm á fótunnm, sem allt er margslitið, margötótt og margstagað, og hanga druslurnar allstaðar niður úr flíkum þessum. Ura mjóalegginn eru brækurn- ar margvafðar að fótunum með samanhnýttum snærisspottum. Vatnsbera hef- ur hann á herðunum og ber tvær vatnsfötur fleytifullar. Og þó geingur hann furðubeinn undir öliu þessu fargi. Það er auðsjeð, að hann er ekki í fyrsta sinni á þessum einkennisbúningi. Hver er sá kraftur, sem styðurhann? öetur það verið, að hann hafi verið aumingi frá blautu barnsbeini, því enn þá er hann nærri þráðbeinn, nema hvað hann er dálítið farinn að kikna í herðunum ? Og þó hefur hann geingið þannig síberandi dag eftir dag í mörg ár. Hann býður góðu börnunum gott kvöld og þeim, sem ganga rólega fram hjá honum. Annars er hann ekki vanur að yrða á fólk. Veitirðu því athygli, furðarðu þig á því, hve rödd hans or djúp en þó þýð, og það getur naumast hjá því farið, að ávarp þessa tötralega manns snerti dýpri streing- Lórenz sneri sjer við i stólnum og las kvæðið upp. • En gamla konan sat allt af í sömu stellingunum og tárin ultu niður eftir kinnum hennar, en þó skein ánægjan og gleðin út úr hverjum einasta drætti í andlitinu. Hann rjetti henni blaðið. Hún tók á móti því með skjálfandi hendi, stakk því niður í Ieðurtösk- una og reyndi um leið að láta sem minnst bera á 5 krónunum, sem lágu á töskubotninum. „Þjer hljótið að hafa átt góða móður; annars gætuð þjer ekkí lýst svona vel innstu tilfinningum móðurinnar. Hún stóð upp og tók í hönd honum. „Jeg þakka yður nú kærlega fyrir allt saman. Jeg get ekki launað yður kvæðið, sem skyldi; hin einu iaun, sem þjer fáið, er vitundin um það að bafa gert gamla, mædda konu miklu ánægðari, en hún hefur verið leingi. Hún tók um höfuð honum með höndum sínum, mögrum og skjálfandi og kyssti hann á ennið. „Guð blessi yður og varðveiti! Hinum megin eigið þjer móður, sem biður fyrir yður og það mun jeg líka gera oft!“ Hún vafði bumbustóru rjómakönnuna aftur innan í pappírinn, þakkaði enn þá einu sinni fyrir sig og kvaddi hann síðan. Lórenz var aftur aleinn í herberginu. Hann studdi hönd undir kinn og grjet, en þau tár voru ekki beisk. Þau voru hressandi bað fyrir hans þurru augu. Svo Iyfti hann upp höfðinu. Kvöldsóíin sendi geisla sína inn á miíli blómraðanna fyiir utan glugg- ann og kertahjálmurinn Ijómaði í öilum Iitum regnbogans. Friður og dýrð hvíldi yfir öllu, sem var í kringum hann og honum var Ijett um hjartaræturnar. Allt til þessa tíma hafði hann að eins vorið rímari; en í kvöld fann hann til þess, að haun var skáld og að skáldskapargáfan er hin besta gáfa, sem guð hefur gefið dauðlegum mönnum. Á. P. þýddi.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.