Ísland


Ísland - 03.05.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 03.05.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 2. árslj. Reykjavík, 8. maí 1898. 18. tölublað. Lífsábyrgðarfjelagið STAIDARD, stofnaö 1825, eitt hið elsta, Btærsta og áreiðanlegasta á ölluni Norðurlöndum, með 152 nii!j. króna í tryggingarfje. Árstekjar yfir 1© œiíj. króna. Uppbætur (bonus) fallnar á Iífsábyrgðar- skýrteiai yfir 108 milj. kr. Dtborgað lífsábyrgðarfje frekar 806 milj. króna. Nýjar lífsábyrgðir 1895: 85 milj. kr. Tryggingar »ú í gildi: 412 milj. kr. Þægt í vlðskiftum. Að’l-uínboðsmaður fyrir ísland: alþm. Jón Jakobsson, Landakoti. Iteykjavík. Heimsins ódýrustu og vönduðustu OEGEL u FORTEPÍANÖ fást með verksm.verði beiaa leið frá Cornisli & Co., Washington, New Iersey, U. S. A. Orgel úr hnottrje með 5 oktövum, tvö- földu hljóði (122 fjöðrum), 10 hljóðbreyt- ingum, 2 hnjespöðura, með vönduðum orgel- stól og skóla, kostar í umbúðum c. 133 krónur. Orgel úr hnottrje með sama hljóð- magni koatar hjá Brödrene Thorkildsen, Norge, minnst c. 300 kr., og enn þá meira hjá Petersen & Steenstrup. Öil fuilkomu- ariorgelog fortepíanó tiltöiulega jafn-ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Flutningskostn- aður á orgeli tilKaupmannahafnaí' c. 30 kr. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sjer tii mín, sem sendi verðlista með myndura o. s. frv. Jeg vil biðja aila þá, sem hafa feingíð hljóðfæri trá Cornish &Co. að gera svo vel aðgefa mjervottoxð umi, hvernig þau reynast. Eiukafnlltrúi fjeiag'sins lijerúlandi: Þorsteinn Arnljótssoii, Sauðanesi. Miunisspjald. Stór aðal- útsala. Frá í dag sel jeg undirskrifaður allar þær birgðir af alls konar Vefnaðarvöru sem jeg hef óseldar, mcð mikið lækkuðu verði. Sjc kcyft fyrir 5 krónur gefst 20 °/o afsláttur, og mcira, eins og um semur Reykjavík, 26. apríl 1898. Holger Clausen. Þoka (í landsýo við ísland (Anstfirði) sumarið 1887). Dökkir, þykkir þoku-mekkir, þungir, gráir skýja-bölstrar, þjettur, grimmur, illur úði, ekki neitt, sam líkist söl, viðbjóðslegur hafís-hroði, hryllilegur nepjukuldi — þetta er þín ástarkveðja, elskulega fósturjörð. — Dökkir, þykkir þoku-mekkir — það er ekki nein sú kveðja, að hún sje þjer eiginlegri, að hún betur líkist þjer, þjer og öllum þínum börnum, þessum göfga, frónska lýð. Hvernig or það, ljúfa landið, landið vort, sem skáldin kveða’ um, sem þau heitast segjast unna, sem þau lofa, okkar skáld ? Veglaus fjöll og feikna-jöklar, fátt af blómum, eingir skógar, graslaus holt og fúa-flðar, freðnar eiugjar, kalin tún. — Hverju er hjer lífl lifað? Liflr hjer einn tímans neisti? Hvað er talað? Hvað er unnið? Hvaða orð, sem vakið getur ? Hvaða verk, sem horfir áfram? Hvað er oss til frægðar gert? Dað er ekki neitt af neinu, neitt það orð né verk, sem dugar.— Gamalt kák og gamalt nöldur, gamlar kreddur — það er allt. — Heimurinn fer hart að vinna, heimsins þjóðum fleygir áfram. t>ú ein höktir enn á eftir, elskulega fósturjörð. Ekkert nýtt til lamhins leiðist, lífsmál heimsins þekkjast ekki. Dökkir, þykkir þoku-mekkir þekja, hjúpa, byrgja allt. Og ef suðrænn sólar-geisli svífur heim, að vekja fólkið, þá er allt af þokau fyrir, þykk og dökk og slökkur allt. — Doka hvílir yfir öllu, yfir hæði þjóð og landi, yfir hugsun, orðum, verkum, — óholl þoka, fúl og köld. K. Botnverpingar og íslendingar. Eins og flestum mun kunnugt, var aug- lýst á götuhornum í Reykjavík seint í vetur að mönnum væri stranglega bannað að hafa nokkur mök við botnverpinga þá, er kingað kæmu; hefur sú auglýsing staf- að af bantti því, sem amtmaður gaf út í fyrra og endurnýjaði í ár. Bann þetta mun vera byggt á þeirri ætlun, að sjúk- dómar ýmsir geti borist inn í landið ef íslendingar kæmu um borð í skip, sem eigi væru búin að sýna það skriflega í landi, að allir væru heilbrigðir umborð. Sjeu hinir ensku skipstjórar búnir að sýna það, skilst mjer, að hverjnm einum sje heímilt að koma umborð í skipin, eða er ekki svo? í fyrra voru þeir sem brutu lögin sýknaðir fyrir yfirrjetti, en voru samt dæmdir í sekt í hjeraði. Hver borgar þeim, sem urðu fyrir stór- skaða vegna hlýðui sinnar við lögin? Þeir sem voru svo djarfir að brjóta, þeir höfðu nóg fyrir sig að leggja, þótt greiddu þeir sektina. Ea þeir voru áður etimplaðir og brenniœerklir, sem þeir, or væru kunn- ingjar þeirra manna, sem vanalega eru kallaðir hjer iandsránsiiionn og fleiri slík- um nöfnum, enþegar harðna fór, þá hefur á- lit almeunings máske breyst og þeir eiunú taldir í flokki þeirra er drífandi meun eru nefndir. Hinir aumingjarnir, sem vildu vera góðir og hlýðuir þegnar, þeir sáu það um seinan, að sú hlýðni aflaði þeim háðs hiana, og sömuleiðis er ekki fjarri því sanna þótt sagt sje að þeir hafi eiunig borið sult og seyru úr bítum fyrir skyldu- rækui síua. Ekki einu sinni það var þeira látið í tje, að sektum þeim, sem botnverpingar voru sektarir í þeirra land- helgi, væri útbýH meðal þeirra, sem ekki virðist nena sanngjarnt. Þær runnu í landssjóð. Nú er þetta banu frá því í fyrra endurnýjað, og á að öllum likindum að verða ean þá strangara en hitt. En eigum vjer eigi að athuga lítið eitt hvað það hefur í för með sjer? Vjer játum aliir, að botuverpingar eru hin mesta plága sem hugsast getur. Ea hjer er svo margt sem er öðruvísi en ætti að vera, og afleiðingarnar verða, að öllu útliti, hallæri og dauði fyrir almeaning, í það minnsta sunnanvert við Faxaflóa. Hjer munu vist þeir, sem álíta að allur sá niðurburður sem þílskipin floygja út, sje að öllu ósaknæmur, og að haun sje svo dreyfður, að það sje eins og dropar í hafinu. Hvernig skyldi standa á því, að amerí- kanar, sem eru oss fremri að öllum iðn- aði og sem hafa miklu meiri útveg en vjer, skuli leggja þungar sektir við, ef nýju slori er fleygt útbyrðis? Þeir hafa stóra kassa á skipum sinum og þar í er allt slor látið, og ekki fleygt út fyr en farið er að slá í það, því þá sekkur það ekki. Þessar reglur gilda fyrir þeirra fislcihanka, sem jeg veit að margir muuu vita, að eru margfalt stærri en okkar mið eða fiskistöðvar hjer. Þetta gjöra þeir einmitt af þeirri ástæðu, að þeir eru full- komlega sannfærðir um, að niðurburður er hið fyrsta til þess að fæla fiskinn burtu. Niðurburðurinn úldnar, og af ódaun þeim, sem af því kemur, fælist fiskurinn á burt. Daglega sjá sjómenn hjer, að mörgum skipsförmum er fleygt í sjóinn af fiski þeim, sem botnverpingar hirða eigi, og þeir sem í landi eru vita að þetta á sjer stað. Botnverpingar sjá líka hvílíkan skaða þeir gjöra sjer sjálfum og einnig oss með þessu, en þeim er meinað að losa sig við þennar fisk á annan hátt, og oss er bann- að, að varna því að þessi niðurburð- ur verði til tjóas íýrir oss með því að taka fiskinn frá þeim og flytja hann í land og — eiga hann sjálfir. S4 farmur, sem fluttur er í iand, stuðlar ekki til þess að skemma i sjónum, en getur satt margan sv&ngan þar. Sumir munu segja: það er undarlegt að botnverpingar skuii fá fisk á þeim stöðum, þar sem við ekki verðum varir á vjelabeitu t. d. síld. Jeg hef spurt enska flskimenn hver ástæðan gæti verið, og svarið hefut verið hjerumbii það samahjá öllnm. Fiskurinn er veikur af áti og hefur ekki lyst á neiuu eftir að hann er búinn að gramsa i því nýja sem við höfum fleygt út, og einnig er annað, sem getur verið ástæðan; þó varpaa sje eing- iuu piógur og fari ijett yflr botuinn, þar sem neðri teinninn er ekki annað enu keð- ja, (ekki búinn út eins og beitukráka, sem sumir ætla) fer hún þó nóg uiður í sandinu til þess að ná upp maðki og mörgu sælgæti sem fiskurinn er sólgin í. Einn þeirra manna, sem jeg talaði við um þetta, sagði: Borða þú eins mikið af steik og þú getur, og vittu hvort þú kærirþig mikið um annað verra fæði á eftir? Þetta var hana samlíking, þegar jeg spurði hann um, hver orsökin væri til þess að fiskurinn vildi ekki beituna eftir að búið væri að fara yflr einhvern stað með botnvörpu. Gamall maður enskur, að nafni Cooper, sem margir hjer á landi munu þekkja, þar eð haun hefur siglt hing- að til lands og fiskað hjor í 28 ár, sagði mjer í fyrra, að almennt væri álitið að fiskurinn fitnaði þar sem trollað væri, og að fiskarar hjeldu að haun íeingi svo mikið æti af því er rótaðist upp og einnig &í því sem borið væri niður, œeðan það væri nýtt, en að hann fældist það, þegar farið væri að slá í það. Máske að þar af komi sú skoðun botnverpinga, að þeir muni geta haldið þessu áfram í c: 5 ár, en þá muni sá koli, sem þeir geti notað verða búinn, eo að fiskur muni þá ekki leingur gauga að þeim stöðum, þar sem þeir hafa verið. Jeg vil að eins taka eitt dæmi, sem merkur maður sagði mjer. Fyrir nokkr- um árum kom ákaflega mikil fiskiganga hjer á suðurkjálkanuœ, og þar eð fiskur- inn gekk upp í einskonar lón, þá varöll- um i hverfi því, sem lá þar að, skipað að bera allt sitt slor þar niður, og var ætl- unin sú, að mynda þar gott mið. En hvað skeði? þar hefur aldrei sjest kvikindi síð- an og eru nú liðin 7 ár frá því og hefur fisk- Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjðri við kl. II1/,—1'.>- — Annar gæslustjóri við kl. 12-1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 slð- degis 1. mánud. i hverjum mánuði. Landsbóltasafnið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12— 2 Biðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Fomgripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjámar-tmiðix 1. og 3 ímtd. i mán., kl. 5 slðdegis. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (1 Glasgow) opið bvern sunnndag kl. 2—3 siðdegis. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum 1. mánud. 1 mánuði hverjum. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i mánuði hverjum.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.