Ísland


Ísland - 03.05.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 03.05.1898, Blaðsíða 4
72 ISLAND. Frá fjallatindum til fiskimiða. „Austri" flyrur þau tíðindi að fjelag eitt erlendt hafl í ráði að taka stærstu íossa hjer á íslandi á leiga og eigi tveir yjelafræðingar að koma upp hingað til að skoða þá. Ekki er það nema einn naaður íslenskur, hjeðan heimanað, sem ráðist hefur i það svo vjer vitum, að leita gæfu sinnar í gulllandin nýja, Kiondyke. Þessi maður er Sveinbjörn Guðjóhnsen, sonur Guð- jóhnsens verslunarstjóra á Húsavík. Hann silgdi hjeðan a leið þangað síðast í mars. Sjera Gísli Jónsson prestur Meðailendinga ur legið mjög þungt haldinn Ieingi í vetur. hef- 22. mars var fundur haldinn á Seyðisfirði til að ræða um fríkirkjuhreiflnguna þar í sókn. Pundina sóttu um 70 manns, þar á meðal sjera Björn Þor- láksson, sóknarpresturinnn. Annars virðist ekki hafa kveðið mikið að fundinum, 22 atkv. voru með fríkirku en 8 á mðti. 7 manna nefnd var kosinn til að halda málinu vakandi. Fiskigufuskipafjelag Seyðisfjarðar hefur hækkað útgerðar stofnfje sitt úr 40,000 kr. í 110,000 kr. og keyft gufnbátinn „Eiínu" og „Egeríu" af 0. Watne. A Sýslufundi Eyfirðinga 10.—11. mars var með- al annars samþ. að sýslan tæki 2000 kr. lán til að styrkja spítalabygging á Akureyri. Samþ. að verja 50 kr. af sýslusjóði til hjeraðshátiðar á Odd- eyri, ef á þyrfti að halda, á næsta sumri. í for- stöðunefnd hátíðarhaidsins voru kosnir: Klemens Jónsaon sýslumaður, Páll Briem amtmaður og Etið- björn Steinsson bðksali. Samþ. að verja mætti 100 kr, af sýslufje til sundkennslu, í von um svipaðan styrk úr landssjóði. Upplýst var, að búið væri að verja 14,000 kr. í tðvinnuvjelarnar þar í kaup- ataðnum og þó hvíldi á fyrirtækinu 2000 kr. skuld. Samþ. að bæta við lánið 3000 kr. svo að alls yrði settar í fyrirtækið 17,000 kr. Einnig samþykkt að leytast fyrir um sölu vjelanna á næsta sumri utan- lands og innan. Upplýst að enn mundi vanta 4000 kr. til Hörgárbrúarinnar. Samþ. að taka það fje að láni og Oddviti Stefán kennari á Möðruvöllum kosinn til að standa' fyrir framkvæmdum við brúar- gerðina. Fram kom brjef frá skólastjðra Jóni Hjaltalín á Möðruvöllum, þar sem hann skýrir frá, að h»un muni skrifa landstjórninni og fara þass á leit að lagt vorði fyrir næsta þing frv. um að Möðruvalla- skðlinn verði fluttur til Akureyrar og þar byggt nýtt skðlahus; vill haun að Möðruvallaskólinn og kvennaskðli Eyfirðinga verði sameinaðir og hafi þá kouur og karlar jafnan aðgang að skólanum. Sktili Thoroddsen fór utan seint í mars, og bjóst við að koma aftur um miðjan maí; í fjarveru hans annast sjera Sigurður í Vígur titgátu Þjóðviljans. Jakob Þorsteinsson verslunarmaður í Borgarnesi drukknaði nýlega í Langá af hesti. Hjeraðslæknir Þorsteinn Jðnsson í Vestmanna- eyjum var gerður að riddara af Dannebroge á af- mæli konungs. Leiðrjetting. í ritgerð í „ísl." þ. á. 5. tbl.: „Svar- til Hermanns Jónassonar", "er'; prentvilla: þykkna fyrir þyðna. Proolama. Sýslum. i Þingeyjarsýslu auglýsir 9. april skífta- fund i dánarbui Vigíúsar Sigurðssonar prests, áður á Sauðanesi, og konu hans, Sigríðar Guttormsdótt- ur. Skiftafundurinn fer fram á Htisavík 23. júni næstkomandi, kl. 12 á hád. og er skorað á hlut- aðeigendur að mæta þar eða láta aðra mæta þar fyrir sína hönd. Sýalumaðurinn í Dalasýslu auglýsir 14. f.m., að samkv. ósk erfingja Guðbr. Surlaugssonar frá Hvíta- dal verði haldin opinber uppboð á jarðeignum bús- ins, Hvammsdal og Neðribrekku í Saurbæjarhreppi og Sælingdalstungu í Hvammshreppi. Tvö fyrstu uppboðin á skrifst. sýsl. föstudagana 13. og 20. maí á hád., en þriðja uppboð á jörðunum sjálfum, á Hvammsdal fimmtud. 26. maí, kl. 2; á Neðri- brekku föstud. 27. inaí, kl. 1, og í Sælingsdals- tungu laugardag 28. maí, kl. 1. Bæjarfðgetinn í Rvík auglýsír 29. f.m., að eftir beiðni ekkjunnar Vilborgar Jðnsdðttur á Gríms- staðaholti verði opiubert uppboð haldið þar laugard. 7. þ.m., kl. llVa f.h., og þar seld 1 kýr snemmbær, 1 eða 2 htoss, reipi, veiðarfæri, húsáhöld o.fl. Reykjavík. Vikuna sem leið var sumarblíða með sól, hita og Bunnanátt. Það fór að grænka á ttiaunum sunnan í mðti, og yfir mðum og mýrum titraði ioftið af Iðukvaki. A daginn skiftust á sktirir og skin og næturnar voru frostalausar; menn hjeldu, að sumarið væri alveg bflið að ná yfirhöndinni. Þetta stóð þangað til í gær. Þa steypti sjer grenj- andi norðanstormur snður af heiðunum og suður á flóann. Hann er vægari í dag og sólin skín eins hlýtt og hfln getur til að vinna á mðti honum. Einn af þeim mönnum, sem komu með „Laura" um daginn, var Norðmaður, að uafni Kjeld Stub; hann hefur áður mikið vorið við riðinu hið kristi- lega ungiingafjelag í Kristjaníu og víðar og er sendur upp hingað tii «ð koma íslendingum inn í þann fjelagsskap. Sagt er, að hann ætli að boða hjer til opinbers fundai til að skýra frá starfsemi þessa fjelagsskapar erlondia. „Laura" fór hjeðan á sunnudagsnðtt. Með henni fðru til Khafnar: Landshófðingi og írti hans, frti Þórunn Jðnassen, fröken Soffía Jónassen, frú Helga- son, kona sjera Jóns, frft Sigríður Helgadóttir, kona sjera Skúla i Odda, leikflmiskennari Ólafur BðsinkraDz, og Guðmundur Sigurðsson skraddari. Til VeBtmannaeyja Magntis sýslumaður Jðnsson. Til Skotlands þýskir og franskir strandmenn. Trúlofuð eru: Guðmundur Sigurðsson skraddari og ungfrft Guðlaug Benediktsdóttir. Nýdáin er hjer í bænum Anna Guðmundsdóttir á Bjargi, teingdamððir BJera Jónasar á. Hrafnagili. í vor kenmr út hjer í Beyjkavík kvæðasafn eftir Bjarna Jónsson cand. mag. Líkskurður hefur nýskeð farið fram hjer í Rvík, er mörgum þykir merkilegur og eftirtekUverður. Það er pðlitiskur líkskurður. Stjðrnarskrárfrumvarp- ið frá '85, sem sálaðist í fyrra sumar, þegar val- tískan^ gekk, en sem einstöka maður hefur gert sjer í hugarlund, að mundi upp aftur risa, hefur nti Jón Ólafsson krufið í „Nýju Öidinni" á laugard. var. Menn vissu þar áður af mörgum meinsemd- um, en það hafði ekki verið sýnt, að þar leyndist jafn hættulegur kvilli og nú hefur fram komið. Prv. hefði lögfest sjermal íslauds uudir ríkisráðið og undir hina einstöku dönsku ráðgjafa konungs, segir „Nýja Öldin". 1 búð hr. H. Clausens segir kvennfðlkið að nti sje gott að koina. Því gróði er það, að kaupa það sem maður þarf með fyrir lágt verð. Og þar eru nú vefnaðarvörurnar seldar með 20 % afslætti. Best fyrir sem flesta að nota það, meðan það stendur til boða. Nýkomið með „Laura": Mikið úrva! af Ljómanfll [illcei Sumar-fataefni •AlJE£VtXlL£t.@± og BX13CTa.r. Allt eflir Híiaslfl thftn. Koroið og lítið iiiö til mín áður en þjer kaupið annarstaðar. § afslattnr r, -«"• n uiMmum kanpir sjalfur efci, getur feingið mjög ódýrt þaö, sem til fatanna þarf. í öllum búðum, en þ,4 er eing- inn afsláttur gefinn. R. Anderson, sliX*£icaL<a.£ix*±. GLASGOW. Trje og r-uLn.3a.^r fást hjá Einari Helgasyni í Vinaminni. 11 tl 62 hann safnað, utan á hana eina ætlar hann að hlaða öllum þessum gersemum, hana, sem gleymdi eiðunum, sem hun hafði svariðhonum, en gat ekki skilað honum aftnr hjartanu, sem hann hafði geflð henni. í Hana hafði hann þráð um ö!l þessi ár, og Ieitað upp öll hugsanleg ráð til að draga hana að sjer á ný. Vegna hennar hafði honum ekki komið dúr á auga um langan tírna, þar til um aftureldingu, en þá sá hann hana líka avaílt koma í draumnum, bros- andi móti sjer. Og svo breiddi hann út hendurnar til þess að faðma hana að sjer, vefja hana upp að brjósti sjer svo fast og leingi, og með slíku afli, að eisginn kraftar. hvorki á himni nje jörðu skyldi geta skilið þau í sundur framar, því hið innsta og dýpsta, helgasta og besta í eðli þeirra skyldi renna sgman í eittt. En svo hrökk hann upp. Hún var horfln. Þetta hafði allt verið draumur. Og svo Víikti hann og vakti hann, þráði hann og þráði hann, dreymdi hann og draymdi hann, uns allt líf hans var orðið — einber draumur. Enn er einn áratugur Iiðinn. Höllin hans er rifln niður. Það var gam- alt, kalt og hrörlegt úthýsi. Kjörgripahaugurinn er rofinn, — lítt nýtur sorp- köstur. Nú er bústaður hans klæddar grænum grassverði. En er þá ekki þessi langi draumur hansáenda? Hef ur ekki dagsbrúnin orðið að bjartari degi ? Þögult vitni um skipbrot. Ettir H. Brachmann. Ef vonleysið hefði nokkurn tíma keypt sjor borgarabrjef, til þess að mega reka atvinnn sína í einhverjum hreppi, þá hefði það hlotið að setjast að í þessari sjávarsveit. Eyðilegir sandkestir, aflangir og tilbreytingarlausir eins og sorgin sjálf; niður við hafið roksandsbólar, sem vindurinn haíði sópaðhelm- ingnum ofan af; skipsflök eru merkjavörður, þar sem einginn vegur er; ekk- ert sem getur fjörgað, nema hinar sífelldu órólegu sveiflur mávsins; stöðagar húðardemdar úr hinum vanstillta himni, sem grætur á hverjum degi eins og sjúkt barn; hjer og þar milli sandhólanna einstaka hús og kofar, allir vesald- arlegir og dapurlegir á svipiun; á einstaka stað dálítil eingjabrot og á þeim lifandi beinagrindur af einni og einni kú á stangli eða tveimur, þremur sauð- 63 kindum; súrkenndur eða gallsúr þefur af stífluðu vatni inni á milli sandhól- anna, — og ef maður svo beygði við, ytir hólana og niður að ströndinni, þá gein við briuigarðurian, sem alltaf var á þotum yflr rifln og inn að ströndinni, sem drundi og tók andköf eins og maður, sem hefur hlaupið of hart og vill segja frá einhverjum atburði, einhverjum alvarlegum atburði, eÍBhverri hryggilegn fregn; en hann getur eingu orði'npp komið; það er eitthvað, sem tekur fyrir kverkar honum. Og hann ranghvolfir angunnm í höfðinu og stynur og kjökrar þessu fram: Æl ... Æ, guð hjálpi mÍRr! ... Æ, guð hjálpi mjer! Auðvitað var einginn fjaðrasess í vagninum. En róJastóSlinn, sem hjekk á leðurreimunum, var breiður og rúmgóður, svo að við gátum vel komist þar fyrir báðir, læknirinn og jeg. Pað var jafnve! of rúnat um okkur, og við komum oft mikiu nær herðum og húfuskyggnum hvors annars, beldur en venjulega gerht á akferðum. — „Fyrirgefið þjer!" ... „Æ! fyrirgefið þjer!" ... „nú hvaða bölvað!" ... Og svo brostum við, en urðum undir eins alvarlegir aftur. Og svo var aftur kveikt í pípunum. Við beygðum við niður að strönd- inni; jeg gleymdi að kveikja í pípu minni, en læknirinn hjelt áfram að reykja. — „Þjer hafið víst ekkí vanist svonavegi!" sagði hann og smellti pípulokinu aftur. „Jeg verð líka að játa, að hjer er dapurlegt, hræðilega eyðilegt, eink- um á haustdegi. En þegar maður er hjer næstum þvi á hverjum degi — og á nóttunni líka — þá— þar slokknaði aftur í hemsi — bibb, bibb, bibb, — þá — þjer skiljið mig — vaninn getur öllu komið til leiðar — og þar að auki — tíminn kennir manni að una við allan fjárann!" — „Hsfið þjer nokkurn tíma sjeð skipbrot með eigin augam?" spnrði jeg. „Fjöldamörg! Pað er að segja — í rauninni hef jeg aldrei komið fyr en allt var um garð geingið — til þess að ekoða líkin og þess konar!" „Sama get jeg sagt!" sagði jeg. — Við hjeldnm áfram þegjandi. Veslings Nhestarnir drógu vagninn þiiöglamalega yfir sandinn; aksveinnina sló í þá hvað eftir annað, steinþegjandi; mjer datt í hug, að það væri futlkordega óþarft, að harm hefði alltaf ovipuna á lofd; þvi að hestarcir hertu ekki ögn á sjer fyrir það, en jeg sagði ekkert; jeg vardapur, hryggur, órólegur, sorgbitinn, en þögull, þöglari oa steiuninn, sagði ekki eitt einasta orð. Og allt af dundi þetta sama, andstutta hljóð í brimgnýnum, og dó síðan út milli hinna grafarþöglu sandhóia. Það var eins og leið okkar lægi með fram hálfhrundum kirkjugarðsrústum; og beint á móti okkur hafið, sem sifellt kjökraði þetta sama gráthljóð: Æ! guð hjálpi mjer ...!

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.