Ísland


Ísland - 17.05.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 17.05.1898, Blaðsíða 2
78 ISLAND. „ÍSLAND“ kemur út á hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um Iand 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjðri: Þorsteinn Gíslason laugaveg 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. -át. Prentað i Fjelagsprentsmiðjunni. á veg komnar í menntun og menningu og frelsi, þeim órjetti, að mönnum haldist uppi að þvinga fólk til dvalar í sinni þjón- nstu, þeim órjetti, er ekkert getur sætt oss við, er vjer lítum aftur fyrir oss til hinna liðnu alda, nema það, að frjálsan markað hefur vantað hjá oss fyrir vinn- una eða vinnandi fólk. Næst því að vera rjettarspillir á leysing vistarbandsins að hafa verið „meinlegasta óþarfaverk“. Ef með orðinu „óþarfaverk“ er átt við það, að vinnuhjúin sjálf hafi ekki beint heimt- að þessi rjettindi, barist fyrir leysing vistarbandsins, þá er nokkuð satt í þcssu, en þetta hefur sínar eðlilegu rætur í því að tiltölulega fáir í þeim flokki eru færir um að sækja rjettindi sín með ræðuhöld- um og pennanum, en sannar alls ekki, að þessi stjett hafi ekki þráð rjettarbótina. En setjum svo, að þessu máli hefði enn verið frestað um nokkur ár; hvernig mundi þá hafa farið. Afleiðingin af því mundi hafa orðið hin megnasta óánægja meðsl vistbundins fólks. Þegar hinn frjálsi mark- aður fyrir verkafólk myndaðist bæði á Austfjörðum og Vesturlandi, markaður, þar sem vinnan, arðsins vegna, var betur borguð, þá var ekkert eðlilegra en að fólk- ið girntist aðsitjavið þann eld; óánægjan með vistarbandið hefði því hlotið að vaxa og auðvitað að enda með leysing þess. En það er heiður þingsins, að það beið ekki eftir þessu; vistarbandið var leyst á hag- kvæmustu tíð. — En ekki er það nema eðlilegt, að úr ýmsum áttum heyrist talað um, að þetta sje meinlegt fyrir — búand- ann; slíkar raddir heyrast ávallt, þegar einstaklingar eða stjettir verða að afsala sjer einhverjum hlunnindum, er þeir leingi hafa notið á annara kostnað. — Það er svo langt frá, að leysing vistarbandsins sje rjettarspillir, að hún er fyllsta rjett- læti, ekki að eins gagnvart hjúastjettinni heldur og gagnvart vinnuveitendum. Því að — hverjir eiga eiginlega tilkall til vinnukrafta sinnar þjóðar? Eru það ekki þeir einstaklingar eða sú stjett, er atvinnu- arðsins vegna getur boðið best kaup og jafnframt kannske leingsta atvinnu. — Fyrir leysing vistarbandsins hefur vinnu- kraftur orðið laus, er nú getur dreift sjer þangað, sem arðsömust atvinna er, og fullnægt þar þörfum atvinnuveitenda, sem annars hefðu varla getað rekið atvinnu- veg sinn með jafnmiklu kappi og arði — nema þá með útlendu verkafólki. „Dagskrá“ leiðir það hjá sjer að sýna fram á fyrir hverju leysing vistarbandsins er svo meinleg; þetta hefði þó verið mjög svo æskilegt; það er best í þessu máli eins og öðrum að ræða það með sanngirni og til botns, svo að sanníeikurinn megi koma í ljós. — Jeg þykist hafa sýnt fram á, að leysing vistarbandsins er rjettlát, skoðuð bæði frá sjónarmiði vinnuhjúanna og vinnuveitenda, er um leingri tíma þurfa vinnukraft og atvinnuvegarins vegna eru færir um að greiða gott kaup. En hverj- ir verða þá fyrir þyngstum búsyfjum af þessari vistarbandsleysingu? Það erekk- ert leyndarmál, að það eru sveitarbænd- urnir. 0g hvers vegna þá? Af þeirri einföidu ástæðu, að þeir geta ekki boðið eins langa atvinnu með fullu kaupi eins og þeir atvinnuveiterdur, er nú draga til sín vinnukraftinn. — Það er venjulega komið fram um fardaga, er jarðabótastörf geta byrjað, og vernlega arðsamur vinnu- tími fyrir þá er einginn nema slátturinn. Af þessari ástæðu dregst vinnukrafturinn frá landbúnaðinum til þilskipaútvegarins, hvalveiðanna o.s.frv. Ekki svo að skilja, að vinnandi fólki sjeu þessir atvinnuvegir mætari en landvinnan, en þeir bera meira úr býtum að jafnaði, og það ríður bagga- muninn. Jeg er ekki í neinum vafa um, að töluvert af vinnufólki, sem nú er orð- ið laust, hefði haldið áfram að vera hjú hjá bændum, ef þeir gætu greitt því eins hátt árskaup eias og það ber úr býtum hjá öðrum atvinnuveitendum. En þetta geta sveitabændur ekki, að minnsta kosti ekki eins og nú stendur. Það er þessi sannleikur, sem leysing vistarbandsins hefur gert svo áþreifanlegan, þessi sann- leikur, að landbúnaðurinn þolir ekki það kaupgjald, er vinnandi fólk getur feingið hjá öðrum atvinnuveitendum. En er þetta mein? Má það ekki koma í Ijós, hvað landbúnaðurinn þolir og hvað hann þolir ekki? Og geti hann ekki staðist í bar- áttunni um vinnukraftinn, dregið hann til sín með viðlíka kaupgjaldi eins og aðrir atvinnuvegir í landinu þola; ja, þá verð- ur hann að hlýða hinu algilda lögmáli: að verða undir. (Niðurl.). Brjef til „ísl;m<ls“ (frá Orleans). (Framh.)- Það, sem einkennir Orleans, er einkum það tvennt: klerkar og hermenn. Það er eigi hægt að þverfóta svo, að menn mæti eigi klerkum eða hermönnum. Hjer eru mörg klaustur, ótal af kirkjum og stræt- in alit af full af nunnum og klerk- um. Oft má sjá klerka þjóta frara hjá á hjólhestum, og er það hálfskrítð, því að eins og kunnugt er, ganga katólsk- ir prestar ávallt í hempum. Hjer eru einn- ig margir hermannaskólar, og er öilum húsmæðrum illa við það, því að þessir þjónar hernaðarguðsins líta allt of hýrum augum til vinnukonanna, og valda mikl- um töfum í heimilisstörfunum, þegar það hefur eigi verri afleiðingar. En eins og allt annað í þessum heimi hefur það einn- ig nokkuð gott í för með sjer að hafa hermenn í borginni. Þeir leika á horn tvisvar í viku hverri, á sunnudögum og fimmtudögum, á helstu breiðgötu bæjar- ins. Það er breitt stræti, sem liggur gegn um endilangan bæinn, á að giska 30—40 faðmar á breidd með 6 trjáa-röðum og stjett til beggja handa. Það er einstak- lega fagurt, einkum um þetta leyti, þá er hin ljósgrænu lauf eru tekin til að þekja hverja grein og allt minnir á vor og sum- ar. Þar má svo sjá Orleansbúa spjátra sig í bestu fötunum sínum; en það væri synd að segja, að fegurðin einkenni þá. Það er eigi nema tveggja klukkustunda ferðfrá París og hingað; en hvílikur mun- ur bæði á útliti og búningi. Jeg þarf eigi að taka það fram, að jeg tala hjer um lýðinn yfir höfuð. Undantekningar eiga sjer alstaðar stað, og hjer líka. Or- leansbúar eru hæglátir, og láta sjer að miklu leyti nægja endurminninguna um forna tíma. Þó kvað hafa komið hjer ein- hver hreifing til framfara hin allra síðustu árin og mörg hús verið reist, stræti lögð eða öllu heldur breiðkuð; en þó má enn sjá margt, sem minnir á liðna tíma, svo sem mjó og ílla steinlögð stræti, ótal húsa með óteljandi smáum gluggum; og hjer eru enn notaðir burðarstólar eins og á miðöld- unum. Frakkar eru í rauninni fastheldn- ir við fornar venjur, og jeg er sannfærð um, að mörgum húsmæðrum á íslandi mundi þykja það fullhart, að þurfa að sauma allt í höndunum, en hjer eru það varla aðrar en reglulegar saumakonur, sem nota saumavjelar. Það er eigi af því, að húsmæðurnar hafi eigi ráð á því, að fá sjer saumavjelar, heldur af gömium vana og sparsemi, og svo er um margt annað. Orleansbúar eru ramm-kaþólskir, og hjer eru eigi nema nokkur hundruð mótmælenda og nokkrir Gyðingar. Mót- mælendur eiga hjer litla kirkju, og Gyð- ingar lítið musteri, en bæði þessi hús eru mjög óálitleg í samanburði við hinar skraut- legu kirkjur katólskra manna, sem eru hjer hver við hliðina á annari. Fegurst er dómkirkjan St. Croix. Hún er með gotnesku smíðalagi og nokkuð lík Notre- Dame-kirkjunni í Parísarborg; tveir turn- ar eru á henni eins og á Notre Dame, og eins á kórnum mjög há turnspíra. Þá er inn er komið, eru hinar rammgjörvu stein- súlur, er bera kórinn, hið fyrsta, sem vek- ur eftirtektina. Allt í kring um kórinn eru kapellur, 14 að tölu, helgaðar Maríu mey, Jósep, einglinum Gabríel o.s.frv. Ein er á bak við háaltarið, og er helguð minn- ingu dauðra manna. Þar er forkunnar- fögur marmaramyud af Maríu mey (mater dolorosa), og þá er sólin skín á hana gegn um hinar pantuðu gluggarúður, er eins og andlitið verði lifandi, og það er aðdáanlegt að sjá, hvernig myndasmiðnum hefur tekist að láta móðursorgina skína út úr andlitinu. Menn hljóta að sjá og finna til þess, að þannig hlýtur guðs-móð- ir að hafa litið út, er hún sá son sinn deyja á krossinum. Til hægri handarvið kórinn er prjedikunarstólimn, en beint á móti honum er sæti biskupsins, en þar fyrir aftan gröf eins Orleansbiskupsins, sem hjet Dupandou. Hann var biskup hjer fyrri hluta þessarar aldar, og var í miklum metum fyrir mælsku og heilagleik. Líkkista hans er aðdáanlega vel höggvin úr marmara, og mynd bískupsins í bisk- upsskrúðanum höggvin á lokin. Jeg mun aldrei gleyma þeim hátíðlegu tilfinningum, er kirkjan vakti hjá mjer jólanóttina; því í öllum kirkjum páfatrúarmanna er þá messa haldin um miðnætti. Jeg settist í kórinn, og hafði því háaltarið beint fyrir framan mig. Þá erjeg kom inn, voru að eins tvö stór kerti logandi á altarinu; en allt í einu, um leið og organið tók að hjóma, kviknaði á rafmagnsijósum yfir alt- arinu, fyrst á einu, svo þremur, því næst fimm, o.s.frv., þangað til mynduð var eins og stór Iogandi stjarna, samsett af ótal smástjörnum. Auk dómkirkjunnar eru 12 aðrar kirkjur katólskra manna hjer, sum- ar þeirra mjög fagrar og mjög gamlar, en jeg þori eigi að þreyta Iesendurna með því, að lýsa þeim. Af öðrum húsum hjer má nefna ráðhúsið. Það er gamalt hús, gert úr tigulsteini, eins og með þremur göflum, er snúa út að torginu. Upp að aðaldyrunum eru fögur rið, og stendur þar ein mynd af Jeanne d’Arc, höggvin af konungborinui frakkneskri konu, að nafni María. Skammt þaðan er gamalt hús og merkilegt; það er margra hundraða ára gamalt, og ber enn nafn Agnesar Sorels, hjákonu Karls konungs VII., og er sagt, að hún hafi haft mikil áhrif á hann, og hafi gert allt, sem í hennar valdi stóð, til að stappa stáli í hanu gegn Einglending- um árið 1450. Þar er nú helsta listasafn borgarinnar. Annað safn er hjer, sem kennt er við Jeanne d’Arc, og er það mjög einkennilegt og merkilegt; þyí það geymir eigi að eins allt það, sem fundist hefur frá dögum Jeanne d’Arcs, heldur líka sýnishorn af öllum þeim diskum, bollum, staupum, hringjum, brjóstnálum, o.s.frv., sem búið hefur verið til með mynd- unum af meyjunni frá Orleans, og er það ótrúlegur aragrúi af ýmsum munum, sem allt af eykst, með því að stöðugt er hald- ið áfram að búa til slíka muni, og allar búðir eru hjer fullar af slíkum gripum. Jeg þarf eigi að bæta því við, að ef út- lendingur, cins og jeg, ætlar að kaupa einhvern lítinn hlut til minningar um þessa merkilegu stúlku, þá verður hann að borga hann tvöföldu verði. Jeg gæti haldið lengi áfram að tala um Jeanne d’Arc, ef jeg væri eigi hrædd um, að leseudunum færi að leiðast; en þá or efninu um hana er lokið, þá er eigi mikið merkilegt að segja um Orleans. Hjer er talsverður iðn- aður, einkum eru ölvínunar verksmiðjurn- ar alkunnar um allan heim, og jeg get sagt, að jeg hafi sjeð hina stærstu ölvín- unarverksmiðju í heiminum. Hún er í einu af þessum mjóu fornlegu strætum, er liggja upp frá Leiru, og leggur þefinn um það allt. Þessi gömlu bröttu stræti, er minna á borg á miðöldunum, hafa hin skringilegustu nöfn. Þá er jeg t.a.m. hef sjeð önnur eins nöfn og: Hænustræti, Lyklastræti, Reifastræti o.s.frv., þá hef jeg hugsað með mjer, að hinir góðu Orleans- búar hafa líkast til verið í Iíkum vand- ræðum með strætanöfn eins og bæjarstjórn Reykjavíkur, er hún skírði: Grútarstræti og Kolasund. Hvíiíkt íiny.udunara£l!! Beint á móti ráðhúsiuu er leikhúsið; því að þótt Orleans hafi eins marga íbúa og allt ísland, þá eru samt sem áður eigi eins mörg leikhús þar eins og í Reykja- vík; því að það er eigi nema eitt, og þó kemur það oft fyrir, að eigi er hægt &ð leika sjónleiki í þessu eina leikhúsi fyrir áhorfendaleysi; en hversu oft mundi siíkt bera við í Reykjavík, ef íbúar væru eins margir og í Orleans? Af því leiðir, að leikhúsið gefur lítinn arð af sjer, og það er aftur orsökin tii þess, að leikararnir eru eigi mikils virði; einungis þegar leik- arar frá Parísarborg hafa leikið hjer, þá hef jeg skemmt mjer. Eitt kveld minnti mig jafnvel á leikina í Reykjavík. Þó að það væru leikarar, sem hafa feingist við þetta frá barnæsku, þá ljeku þeir þó eigi betur en viðvaningarnir i Reykjavík. Leik- ritið, sem jeg sá það kveld, hjet „Kleo- patra“, og var heldur eigi mikils virði. Aftur á móti hef jeg verið hjer við skemmtilega hljóðfæraslætti og samsaungva, en oftast hafa þá einnig verið saunglista- menn frá Parísarborg meðal hinna, og við það hafa samsaungvarnir feingið talsverð- an annan blæ. Þannig hef jeg heyrt Se- qui, frægan saungvara frá i’Opera Comique, og annan, er heitir Corto, Ieika á Piano- forte. Hann þykir leika afbragðsvel í Parísarborg, og er þó ungur maður, um tvítugt, og ætla menn, að hann muni með tímanum verða annar Bubinstein. Á ein- um af þessum samsaungvum, hinum fyrsta, sem jeg heyrði, eða rjettara sagt daginn

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.