Ísland


Ísland - 31.05.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 31.05.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 2. árslj. Reykjavík, 31. maí 1898. 22. töluTblað. Fyrir 2 Krónur gcta nýir ksupeii<iur „ÍSLANDs" íeing- ið allan yfirstandandi árgang Maðsins, frá nýári 1898 til ársloka. Þ6 er það Ibundið j)TÍ sldlyrði, að þeir haldi rið kaup á lilaðinu naesta ár. Ekkert Iblað annað lijer á landi býð- ur þrílik kjör. 99 íslandL u hefur á f j 6 r ð a liundrað kaupendur innanbæjar í Reykjavík og er það tölurert meiri kæjarútbreiðsla en nokkurt liinna Iblaðanna kefur. Ekk- ert þeirra gefur auglýsingum jafn- mikia útkreiðslu um kæinn. Auglýsingayerð: 1 kr. hrer þumlungur dálks. Mikiil afsláttur, ef mikið er auglýst. Ný Við undirritaðir tökurn að okkur ^ að leysa af heudi allt sena að bók- bandsiða lýtur, svo som alls kouar q 10 band á bókurn og heftingar, upplím- ® í ing á kortum og að gljádraga þau, ^ J upplímiug á myndum og yfir höfuð w H allt, sem að „pappverki" lýtur. Vianustofan í Skúlastræti íír. 53«. Gísli Guðmundsson. Sig. Jónsson. iRirSit: i3ind.arar - Minnisspjald. Landsbanlcinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. Bankastjóri yi& kl. - Annar gæsluatjðri yið kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanura kl. 5 6 sið- degis 1. mánud. í hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá kl. 12— 2 slðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Utlán sömu daga. , . FomgripasafniÖ opið mvkd. og ld. kl. 11—12 áidegis. Bœjarsjómar-íxmöir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 síðdegis. Fátœlcranefndar-txmöir 2. og 4. fmtd. í mán., kl. 5 síðd. NáttúrugripasafniÖ (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. Ókeypis tannlœkning hjá tannlækni V. Bernköft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag í mánuði hverjum. William E. Grladstone. 19. þ. m. andaðiat einn af meatu og bestu mönnum aldariuuar, W. E. GHadstone. Hann er fæddur 29. des. 1809 í Liver- pool. Faðir hans, John Giadstone, var kaupmaður og skipaútgerðarmaður, vell- ríkur, og var gerður baronett 1845. Hann var íhaldsmaður í stjórnmálum og sat á þingi 1820—27.. W. Gladstone las við háskólanu í Öxtiafurðu 1829—31 og bar þai strax mikið á gáfum hans. Hann byrjaði þá þsgar að rita og fjekksteinnig við skáldskap. í blaði háskólans, sem hann stofnaði með fleirum, er meðal annars eftir hann kvæði um Richard Ljónshjarta og ritgerð um mælsku. Hann tók mikinn þátt í kappræðum stúdontanna og sýndi í ýmsu að hann hafði audiega yfirburði yfir jafnaldra sína. Af föður sínum hafði hann erft og lært dugnað og hagsýni; hjá honum hafðihann komist inn í verslunar- og viðskiftalífið og þar hafði þegar vaknað hjá honum lifandi áhugi á stjórnmálnm. Við háskólann í Öxnafnrðu hneigðist haun til vísindaiðkana og guðfræði. 1838 komst hann á þingið, í neðri málstofuna, og gerðist strax fylgis- maður hægrimanna eðaTorya. Hann vann þar skjótt álit, svo &ð hann varð einn af helstu von&rstjörnum flokksins. Þá gaf hann út rit um kirkjumál, er vakti mikla eftirtekt. Hann heldur þar fram, aðsam- bandið milli ríkis og kirkju skuli sem fastast og tryggast og hákirkjuna enskn telur hann fyrirmynd allra kirkjufjelaga. Hinn frægi rithöfundur Macauly reif niður kenningar hacs, og jafnfrarat og hann viðurkenndi gáfur hans og skarpleik f röksemdafærslu, harmaði hann sárt, hve fastnr GK væri við kreddurnar. 30 árum síðar játaði G., að í þessu riti hefði hann haldið fram úreltum kenningum. Fram- hald af því kom út 1841. 1841 tók R. Peel við stjórninni og setti hann Gk í verslunarráðaneytið og fjekk honum það verk að búa út frumv til nýrra tollaga og verja fyrir þinginu Þar voru tollarnir mjög færðir niður einkum á matvörum og óunnnm vörum og miklu betra skipnlagi komið á ölltoll- lögin. Þetta verk leysti hann svo vel af headi, að hann gat sjer fyrir almennt Lof og var hann eftir þ&ð nefndur „hægri höndPeel’s". Að launum fyrir þetta varð hann 1843 verzlunarrnálaráðgjafi. Hann átti mikinn þitt í samningu nýrra banka- íaga 1844. Árið eftir vjek hann úr stjórn- inni og náði heidur eigi 1846 kosningu tíl parlamentsina og var þá um stund ekkert við riðinn opiuber mál. 1847 náði hann aftur kosningu, og þá sem fulltrúi Öxnafurðu-háskóla, og þótti það sjerstaknr frami. Ári síðar kom til umræðu og atkvæðagreiðslu í parla- mentinu, hvort veita skyldi Gyðingum kjörgeingi til neðri málstofunnar. G. studdi mál þeirra og þótti undarlegt, því hann var þá talinn kreddufastari og ihaldssam- ari flestum öðrum stjórnmáiamönnumEing- lands. Um þetta leiti fór hann einnig að verða frjálslyndari í kirkjumálum og gerð- ist varnarmaður sjerstakra kirkjufjelaga, t. d. kaþólskunnar, gegn ríkiskirkjunni og hjelt því fram, að hún ætti að sýna yfir- burði eína yflr aðra kirkjuflokka með öllu öðru en ofríki. Nú fór hann að gefa sig við nýlendumálum og utanríkispólitík. Hanu studdi sjálfstjórn nýlendanna, en þótti Englandsstjórn of afskiftasöm af pólitíkinni á meginlandinu. Mikla eftir- tekt vakti flugrit, sem hannsendiút 1851 og var stýlað sem brjef til jarlsins af Aberdeen. G. hafði veturinn á nndan dvalið í Suður-Ítalín og ritið var kæra yfir meðferð Suður-ítala á pólitiskum föng- um. Ritið sendi stjórnin öllum erindsrek- um sínum um allan heim og reis snörp deila út úr málinu. Stjórniu í Nespel svaraði og bar af sjer ákærurhaus, ogG. sendi þá út annað flugritið til og miklu harðara en hið fyrra. Næstu ár fjekkst hann mjög við verslunar- og tollmál og gekk nú í móti hinni þáverandi stjórn, hjelt fram frjálsri versiun, en barðistmóti verndartollum stjórnarinnar. Þelta var fyrsta skref hans frá íhaldsflokknum og yflr til frjáislynda flokksins. Veturinn 1858—59 var hann sendnr sem erindis- reki enskn stjórnarinnar til Jónaeyjanna, en gat ekki sætt eyjarskeggja við yflrráð Engla, þótt hann reyndist Grikkjum mjög velviljaður. Um þetta leiti (1858—61) kom út eftir hann langt verk og yflrgrips- mikið, í þremur bindura, um Hómer og samtíð, en ekki þykir það hafa mikið vísindalegt gildi. Þótt G. hefði nú að nokkru lelti skil- ist við flokksbræðnr sína í pólitíkinni komst hann inn í ráðanoyti Palmerston’s 1859 og stóð þá fyrir fjármálum Englend- inga í 7 ár; sýndl hann þar mikinn dngn- að og varð fyrirmynd annara. 1864 gekk hann enn í lið með frjálslynda flokknum, þar sem hann hjelt þá fram almennum kosningarrjetti og vildi efla hluttöku verk- mannaflokksins í hinu pólitíska lífi. En þetta hafði þau áhrif, að Öxnafurðu-há- skóli gat ekki leingnr notað hann sem fulltrúa sinn og fjell hann þar við kosn- ingað 1865, en var kosinn annarstaðar. Eftir þetta hneigjast skoðanir hans meir og meir til frjálslynda flokksina í ýmsum málnm, þar á meðal í kirkjumálum. í nóv. 1868 komst hann í fyrsta sinn í ráðaneytisforsætið og fjekk þar með meiri völd on áður tii að koma fram þeim endur- bótum, sem honum vorn áhugamál. Það er svo sagt, að þau 5 ár, sem hann sat þá við stýrið, hafi hann koraið fram fleiri og atkvæðamoiri endurbótura, en nokkur annar enskur stjórnmálamaður. En hann var ráðríkur og þoidi ekki mótstöðn og ýmsir vorn óánægoir með stjórn hans. Hann þótti afskiftalítill af útlendri póii- tik og of mikill friðarpostuli, svo að haun j&fnvel ljeti ganga á rjett Einglands í ut- anríkispólitikinni til að halda uppi friðu- um. Attur á móti var hann óþreytandi í því að bæta allt heima fyrir. 1874 beið flokkur hans algerðan ósigur við kosning- ar og sjáifur náði hann með naumindum kjöri. Þetta tók hann sjer nærri, þótti það sýna vanþakklæti kjósenda, mætti sjaldan á þinginu og sagði árið eftir frá sjer stjórn flokksins. Hann gaf sig þá enn að ritstörfum, skrifaði nýja bók um Hómer, ritaði enn um kirkjnmál o.fl. 1874 —75 rak hvert flugritið aunaðfrá honurn með árásum á páfadóminn. Mest áhrif hafði þó rit, sem hann samdi 1876 um grimmdarverk Tyrkja í Búlgaríu, því út úr því varð svo mikið nppþot í Einglandi að stjórnin neyddist til að slá hendi sinui af Tyrkjum. 1879 fór hann kosningaleiðangur um Skotland og var það hin mesta sigurför. Við þær kosningar vann flokkur hans al- gerðan sigur og sjálfnr tók hann kosn- ingu í Edínaborg og varð nú í anuað sinn ráðaneytisforseti og sat þá að völdum tii 1885. Þá kom hanu fram meðal annars nýjum kosningarlögum. Litlu síðar varð hann enn ráðaneytisforseti, í 3. siun, en hjelt þá völdum að eins 4 mánuði. Þá hafði hann tekið að sjer sjálfsljórnarmál írlendinga og sótti það af miklu kappi, en hafði þar meiri hlutann á Einglandi algerlega á móti sjer. Stóð svo til 1892, er hann fjekk sigur við kosningar og komst til valda í 4. sinn. Þá kom hann málinu gegn nm neðri málstofuna með sjerstöku kappi, en í lávarðadeildinni fjell það, og fjekk þær undirtektir, að honum virtist vonlaust um sigur. Þetta fjell honum mjög þungt og reyadi hann þá að æsa þjóðina upp móti lávarðamálstofunni og kallaði hana standa móti öllum framförnm. Þetta tókst heldur ekki svo sem hoaum líkaði og ljet hann þá málið falla niðnr, en sleppti völdum 3. mars 1894. Hann hafði þá setið í parlamentinu 2 mannsaldra og verið einn af foringjum þess i 50 ár; í 27 ár hafði hann átt sæti í stjórninni. En þótt hann hætti opiuberum störfum var hann ekki iðjulaus. Hann fór að þýða kvæði Horasar af latínu, og í mars i fyrra kum út eftir hann rit „Um Anstræna málið“, snörp árás á Tyrkjasoldán fyrir drápin í Armeníu og á Krít og þnngar á- tölur til keisaranna á Rnsslaudi og Þýska- landi, er hann kvað vanrækja náttúrlegar skyldur sínar við kristna menn af póli- tiskum sjergæðingsskap. í flngritum hans hinum pólitisku er bæði fjör og kraftnr, enda var haun mesti mælskumaður. í kosninga- stríðunum á Eingiandi frá 1868 var hann sifellt á ferð og hjelt hvervetna ræðnr; einknm er orðlögð framganga hans fyrir kosningarnar 1880 og þá fjekk hann heið- ursnafnið „The Grand Old man“ (mikli maðnrinn gamli). Sama daginn og hann dó var borin upp í parlamentinu tillaga um að jarða hann í Westmynster Abby, þar sem helstu þjóð- skörungar Englands eru grafnir. Btínaðarbálkur. Nokkrar atkugasemdir um þúfna- sljettun. Sá sem ritað hefur búnaðarbálkinn í|2# tölubl. „ísafoldar*1 þ. á., lastar mjög þá tilhögun með þúfnasljettun, að láta sljett- urnar liggja opnar yfir veturinn, sökum þess að þökurnar spillist svo að þær verði lítt nýtar. í þessu atriði get jeg ekki verið hinum heiðraða höf. samdóma, og

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.