Ísland


Ísland - 31.05.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 31.05.1898, Blaðsíða 2
86 ISLAND. „±S»Xji^L3Sr33áí k8mur út á kverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendia 4 kr. 50 au. Kitstjöri: jÞorsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðála blaðsins: Þinglioltsstr. «áb« Prentað i Fjelagsprentsmiðjunni. verð jeg |>ví að fara um það nokkrum orðum. Hinn heiðraði höf. nefnds búnaðarbáiks skoðar hjer að eins aðra hliðina; hann gjörir mikið úr aðalókosti þeim, semþess- ari tilhögun fylgir - - að sljettur gróa seinna, ef þökuíiiar fúna. — En hann minnist ekki neitt á nytsemi þá, sem jörð- in hefur af því að fá að liggja opia fyrir áhrifum loftsins og frostsins, og mun það þó oft geía fyllilega bætt upp með tíman- um skaða þaun, sem í fyrstu kann afþví að iéiða að sljetturnar gróa seiuna. Hve nauðsynlegt það er að láta jörðina liggja opua er að nokkru leiti komiðund- ir ástandi jarðvegarins. Sje jörðin t. d. leirblandin og föst í sjer, þá verður hún varla nógu vel losuð og mulin þegar í stað. Sökum þjettleika síns getur slíkur jarðvegur lítið notið áhrifa loíisins, en fái hann að liggja opinn vetrarlangt, losar íro8tið hann og hleypir honum í sundur, svo loftið getur greiðlega leikið um hann og haft á hann margskonar bætandiáhrif. í slíkan jarðveg þarf og að blanda ein- hverju, til að gera hann lausari og hlýrri; er oft hægt að fá til þess rofamold úr gömlum tóftum og fleira þess konar. í mold þessari er venjulega mikið af ófún- um og seigum grasrótarhnauaum, sem mjög illt er að vinna þegar í stað, en á því ríður þó mjög mikið, til þess hægt sje að blanda henni sem best saman við jarðveginn. Liggi jörðin opin, hleypir vatn og frost þvi í sundur, svo það jafnast miklu betur saman við; — einnig má þá hafa not af ýmsu rusli, sem hefur inni að halda jurtanærandi efni, en sem leys- ist illa í sundur, því þegar vatnið og frostið hefur að vetrinum leyst það í sund- ur, þá fúnar það fyr á eftir og samlagast betur jarðveginum, og ketnur því fyr og betur að notum. Það er því einkum nauð- synlegt, að láta leir- og aurblandaa jörð liggja opna vetrarlangt, en hvernig sem jarðvegurinn er, getur það þó alltaf verið til mikilla bóta. Að þekja sljettur á haustin verð jeg að álíta óheppilega aðferð, vegna þe3s að ógrónar sljettur hljóta jafnan að aflagast meira og minna að vetrinum af vatni og frosti, og hins vegar er ekkert unnið við það, því að líkindum væri hægt að fara svo að, þótt sljettan lægi opin, að hún yrði þakin svo snemma, að hún nyti gróð- ursins jafnt og hin, sem þakin vár að haustinu. Af þessum framangreindu á- stæðum vil jeg því halda því fram, að rjett sje — ef rist er ofan af á haustin — að þekja sljetturnar ekki fyr en að vor- inu. Jeg játa það að vísu fúslega, að þökur geta spillst, en jeg hef dæmi fyrir mjer, sem sýna, að svo er þó ekki ætíð. Jeg hef þakið sljettur að vorinu, sem opnar lágu frá því hanstið áður; hafði þökunnm verið fleygt af handahófi — ekki reglulega bunkað — og voru þær samt að mestu ófúuar, og sljettur þessar greru bæði fljótt og vel. En af því að hitt mun tíðara, að þökurnar spillist, þá skal jeg í fám orðum benda á, hvernig jeg hygg að ráða megi bót á því. Sljettum, sem liggja eiga opnar vetrar- langt, geri jeg ráð fyrir að ekki sje rist ofan af fyr en um miðjan seftember—því seinna því betra. — Þökunum skal ekki hlaða í þjetta og þykka bunka. eins og vanalegt er, heldnr í raðir þannig, að hver þeirra sje ein þökubreidd; þökurnar í röð- nnum skuiu liggja á víxl þannig, aðfyrst eru tvær lagðar niður og látið vera dá- lítið bil railli randanna á þeim, og svo næsta þaka lögð ofan yfir bilið og svo koll af kolli; raðirnar skal hlaða þannig, að dálítið bil sje milli þeirra, en þó mega þær styðjast saman efst, svo þær hrynji ekki. Sje þannig farið að, verður bil í gegnurn röðina andir hverri þöku, og get- ur því loft leikið í gegnum þær ; fúna þökurnar þá varla til muna, því þær frjósa fljótt og þiðna líka fljótt að vorinu, svo þekja má snemrna með þeim. Þess verður að gæta, aðhafa raðir þessar ekki of háar, því þá er hætt við að opin þrýst- ist saman — betra að hafa raðirnar fleiri. — Þó er varla hætt við því, ef þökurnar eru hafðar nokkuð þykkar, sem jeg álít betra, og bilin ekki of stór. Þegar svo stendur á, að sljetta skal óræktarmóa í túnjöðrum, væri best að fara þannig að, að rista fyrst ofan af einum teig að haustinu — oða plægja hann upp án þess að rista ofan af — láta hann síðan liggja opinn vetrarlangt, rista svo ofan af öðrum teig að vorinu, og brúka þökurnar af honum á hinn gamla, láta svo hinn nýja liggja opinn til næsta vors, og ætti þó helst að reyna að nota hann eitthvað að sumrinu til að sá i hann einhverju, sem best þætti við eiga og not mætti af hafa. Þessi aðferð hefuroft verið viðhöfð í Ólafsdal og gefist vel. Annars er mín skoðnn sú, að ofanaf- ristingin ætti sem fyrst að leggjast niður, eins og jeg bsnti á í vetur í grein minni í „íslandi", og ættu menn sem fyrst að fara að gera tilraunir með það i smáum siýl, en með því að það er þýðingarmikið nýmæli hjer og reynslan ein fær um að gefa fullnægjandi úrskurð í því efni, skal jeg ekki fjölyrða um það mál að svo komnu. Jón Jónatansson. Samsaungur. „Músikfjelag Eeykjavíkur“ hjelt sam- saung annan i hvítasunnu hinn 30. þ.m. í Iðnaðarmannahúsinu. Var samsaungur þessi að miklu eða öllu leyti ólíkur þeim, sem fjelagið leyfði sjer að bjóða bæjarbú- um í janúarmán. í vetur. Herra Brynjólf- ur Þorláksson var í þetta sinn lifið og sáiiu í öllu, ekkert lag spilað eða sungið án þess hann væri með, annaðhvort sem „accompagnatör" eða saungstjóri. Á herra Brynjólfur því mikinn þátt í því að sam- saungur þessi fór svo vel fram, og á mikl- ar þakkir skilið fyrir hina góðu skemmt- un, sem Reykvíkingura og mörgum öðrum gafst kostur á. Það er óhætt að segja, að húsið var troðfullt og að margir urðu frá að hverfa vegna rúmleysis; fyrir því væri mjög æskilegt, að þessi samsaungur væri haldinn aftur. Hr. Gtauldrée Boilleau, þýskur maður, sem um tima dvelur hjer í bænum, sýndi fjelaginu þá velvild að styðja samsaungiun með því að leika á Violoncel. Hefur bæjarbúum sjaldan eða ef til vill aldrei áður gefist kostur á að heyra svo vel leikið á það hljóðfæri, sem nú varð raun á; áheyrendurnir Ijetu ánægju sína í ljósi með dynjandi lófaklappi og átti Hr. Boilleau það meir en skilið. Best gast áheyrendunum að öavotte eftir Fit- zenhagen; sýndi þar herra B. mjög mik- inn fimleika og hve ágætlega hann hafði hljóðfærið á valdi sínu; það er ekki allra, og sjaldnast hinna svo kölluðu „dillet- tanta“ meðfæri, að leika sjer á streingjun- um eins og herra B. gerði. Eingu síður töfraði hr. Boilleau áheyrendurna raeð „Tre giorne son ..." eftir Pergolesi; þar gaf á að heyra aila þá blíðu, sem úr fiðlu má ná, ef vel er farið raeð og smekklega leikið. Það má vera heidur „ómúaikalsk- ur“ maður, sem ekki verður gagntekinn og hrifinn at annari eins „Músik“ og þess- ari. Herra Brynjólfur Þorláksson ljek mikið vel undir með hr, Boilleau; það er sannarlega ekki auðvelt og má því sjer- staklega þakka hr. Br. Þ. fyrir frammi- stöðu sína þar. Ekki var eins mikil nn- un að heyra hr. Þorstein Jónsson spiia „Solveigs Sang“ eftir Grieg á violin, hefði verið betra að vera laus við það lag og fá heldur eitthvert annað ljettara í stað- inn, úr því það endilega átti að vera eitt- hvað. Það er undarlegur misskilningur að halda, að þó maður geti spilað eitthvert lag á violin eða annað hljóðfæri án þess þó að öðru leyti að geta ráðið yið hljóð- færið, að þá þurfi endilega að bregða sjer upp á samsaungspallinn og beinlínis pína það úr strejngjucum „mir nichts dir nichts" með öllum þeim „extra“ tónum og gaura- gangi, sem ætíð loða við viðvaninginn. Það er eitt fyrir sig, að herra Þorsteinn Jónsson spilar fuxðu vel, þegar tekið er til greina, að hann hefur aldrei lært neitt, heldur kennt sjer sjálfur að öllu leyti, en það er þó leingra stökk milli hans og Hr. BoiJIeau í íþróttinni en svo, að munur- inn verði ekki tilfinnanlegur við svona tækifæri. Sömuleiðis mistókst herraRein- hold Andersoa algerlega með lagið „Slumra Ijuft du lilla“ á flautu. Lagið er lika svo þekkt og útjaskað sem saunglag, hefur verið sungið hjer í bæ að stað- aldri síðustu 10 árin sera kór- og kvartet- lag. Aftur á móti tókst herra Gísla Guð- mundssyni mikið vel með „Arín“ Mozarts úr „Trylleflöjten“ og hefur herra Gísli sýnt það nú sem áður, að hann kann all-smekk- lega með að fara. Saung-kórið var nokk- uð fámennt og ekki vel æft, eins og oft á sjer stað, þegar möunum er safnað saman úr ölium áttum og lítill frestur ætlaður til æfinga; en það er stór ókostur og ætxi ekki að líðast. Reyndar saung kórið ekki ver en hjer hefur gerst oft áður, — en er það nóg? Það þýðir ekkert fyrir mig að fara frekar xit í neina smágalla kórinu viðvíkj- andi, jeg býst ekki víð að aðfinningar mín- arverði teknar til greina; jeg skal að eins geta þess, að tekstaframburðurinn og allt annað þar að lútandi er eins og áður: langt frá því að vera góður. Það er eins og almennt álit flestra kórsaungvara hjer í bæ, að orðin, sem lögin oftast nær eru kompóneruð við, sjeu að eins ætluð til þess, að þurfa ekki að syngja a, b, c, eða eitthvað annað líkt því, undir nótunum. Herra cand. Jón Jónsson þekkja flestir sem einhvern hinn besta raddraann, sem vjer eigum, og því lítil þörf að minnast á hann að öðru leyti en því, að hann við þennan samsaung saung með stakri tilfinn- ing og röddin var öliu mýkri en áður. Það er rjett að taka það fram, að hr. J. J. saung blaðalaust í laginu „Sæterjentens Söndag“ og naut sín ekki síður fyrir það. Það væri mjög æskilegt, að sem flestir af saur.gmönnum okkar vildu taka upp þenna góða sið ; það ætti að skoðast sem sjálf- sagt, að þeir kynnu orð og lsg reiprenn- andi áður en á samsaunginn er komið. Hjer er það vanalegt, að hver um sig reiðir sig á sessunaut sinn. Hr. Brynjólfur Þorláksson ljek snildar- lege Allegretto úr Beethovens Sonate Op. 14. Skrítið er, að ekki skuli vera tekin nið- ur leiktjöldin í samsaungssalnum; þau ættu að vera óþörf núna þegar sjónleikir eru bættir og epilla að eins fyrir. Hvíldir voru hafðar of langar, voru þær tvær og 10 mín. í senn og eru óþarfar að öllu leyti. Samsaungnum er þar með bút- að í þrennt, smábita, án þess að sjeð sje fyrir að skemmta áheyrendunum á annan háít á meðan; í þetta siun voru jafnvel ekki veitingar, en þær hafa þó hingað til virst alveg óhjákvæmilegar við allar skemmtanir í borginni. Á. Th. Ófriðurinn. 1. maí lenti Spánverjum og Bandamönn- um saman í sjóorustu við Filippuseyjarn- ar, en það er eyjaþyrping allmikil aastan við Asíu sunnanverða og eign Spánverja. Þangað kom aðfaranótt 1. maí flot deild Bandamanníi, 8 skip stærri og smærri, er legið höfðu við Hong Kong í Kína, þegar friðnum var slitið. Hjet flotafOiiuginn De- vvey. Þegar frjettir bárust um friðslitin varð hann að hafa flota sinn brott frá Kína og út úr landhelgi. En í Aaíu eiga Bandameun einga höfn, er hann gæti hleyft inn á til að fá kol handa skipum sínum. Hann hjelt þá flotanum beint tii Manila, höfuðborgarinnar á Filippuseyjunum, til að vinna höfnina. Tunglskin var um nótt- ina, er hann kom til Maníla. Borgin stend- ur við fjarðarbotn. Utan við hana er virk- ið Cavite; þar höfðu Spánverjar vopnabúr. Aunað virki áttu þeir á ey þar innar í firðianm. í suuduaum með fram eynni og víðar í firðinum höfðu spánverjar búið um spreingitól á mararbotni til að eyðileggja herskip óvinanna, ef þau reyndu að kom- ast inn. Dcwey kom skipum sínum inn hjá Cavite um nóttina án þess að virkis- verðirnir yrðu varir við. Ea í virkinu á eynni urðu menn ferða hans varir og skutu á skipin. En Dewey var þá kominn inn fyrir eyna og Ijet skjóta þaðan á virkið og tókst fljótlega að eyðileggja það. Nú rann dagur og hófst þá þegar orusta, því Spánverjar voru þarna fyrir á 11 skipum og sumum stórum og lágu þau við land- virkið Cavite. Spánverjar hófu skothríð- ina og skutu á flota Bandamanna frá þrem stöðum í senn; höfðu þeir góð skotvopn, en hittu ekki. Bandamönuum þótti skot- fæti of langt, 3000 faðrnar, og svöruðu ekki strax, en hjeldu skipum sínum smátt og smátt nær uns eigi voru meira en 2000 faðmar á milli. Þá byrjuðu þeir að skjóta og gekk skothríðin í 3 stundir. Þá hjeldu Bandamenn skipum sínum frá og tóku morgunverð. Um hádegi byrjaði orustan á ný með jafnhárðri skothríð og áður. Það er sagt, að nálega hvert skot Banda- manna hitti. í tveim af skipum Spán- verja kviknaði og brunnu þau fljótlega,

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.