Ísland


Ísland - 07.06.1898, Page 1

Ísland - 07.06.1898, Page 1
II. ár, 2. ársfj. Reykjavík, 7. júní 1898. 23. tölulblað. Fyrir 2 Krónur geta nýir kaupendur „ÍSLANDs“ feing- ið allan yfirstandandi árgang Maðsins, frá nýári 1898 til ársloka. Þó er það bundið þrí skilyrði, að þeir haldi rið kaup á Maðínu næsta ár. Ekkert blað annað lijer á landi býð- ur þvílik kjör. „Leikfólag Reykjavíkur" leikur til ágóða f. hr. Sig. Magnússon i lönnQarm.liúsimi miðvikudagiun 8. [>. mán,, kl. 8l/a síðd.: Frænku Gharley’s gamanleik í 3 þáttum eftir BRANDON THOMAS. Milli akta syngja Solo og Duet candidataruir Jón Jónsson og Árni Thorsteinsson. Aðgöngumiðarnir verða seldir í Iðn- aðarmannahúsinu allan miðviku- daginn, og kosta: Betri sæti kr. 1.00, Almeun sæti — 0.75 Barna sæti — 0.50 JLeikirnir byrja kl. 87* síðd. (præcis). f. 1T. Sí SJÖNLEIKIR. JíS.íS.fSH.i'S.IS.iS.FS.rS.I Tombóla Samkvæmt leyfi landshöfðingjans hefur „Hið íslenzka Prentarafélag“ áformað að hxlda „TO MB ÓL U“ í ohtóbermánuði næsfkomandi til ágóða fyrir sjúkra- og styrktarsjóð fé lagsins. Vndirslcrifaðir félagsmenn veita gjöf- um móttöhu. Reykjavík, 7. jímí 1898. Aðalbjörn Stefánsson, Benidikt Pálsson, Davíð Heilmann, Einar Kr. Auðunnsson, Friðflunur Ouðjónsson, Ouðjóii Einarsson, Guðm. Þorsteinsson, Halliði Bjaruason, Jón Árnason, Stefáu Magnússon, Þórður Sigurðsson, Þorv. Þorvarðarson. JSlSJSl^JiSISISJSJSJSiSH Minnisspjald. Landsbanlcinn opinn ilagl. kl. 11 árdegis til 2 sfðdegis. — Bankastjftri við kl. II1/,—l1/,. — Annar gœslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum kl. 5—6 síð- degis 1. mánud. í hverjum mánuði. Landsbókasafniö: Lestarsalur opinu daglega frá ki.12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Fomgripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjórriar-tunáir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátcekranefndar-íunAir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafniö (i Glasgow) opið livern sunnudag kl. 2—3 siðdegis. ÓkeypiB lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning bjá tannlækni V. Bernköft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i mánuði hverjum. Ófriðurinn. Það er margt, seni bendir á aðstríðinu milli Spánverja og Ameríkumanna verði ef til vill ekki eins fijótt lokið eins og margiv, og þar á meðal Ameríkumenn sjálfir, gerðu sér fyrst f hugarluud. Eitt meðai annars, sem á það bendir, er það, að 25. þ. m. kvaddi HcKiuley forseti enn á ný 75,000 sjálfboðaliða til vopDa auk þess liðssafnaðar, sem hann hafði áður boðið út. Þegar þessir meun ern fengnir, hafa þá Bmdaiíkin alls 280,000 manns undir vopnnm; en hinn fasti her þeirra er ekki nema a/10 af þessari tölu, eða 28,000. 12,000 af þessu liði er þegar lagfc af stað til Filippseyja, og verður þó meira sent þangað siðar. Hitt liðið er enn mest saman komið við heræfingar í Tampa og öðrum sjóborgum suður í Florida, og það iítur út fyrir að töluverður ágrein- ingur eigi sér stað um það hjá stjórninni, hvort senda skuli að sinni nokkuð af landher þessnm til Cnba nú þegar eða geyma það til hausts. Yfirforingi hersins, Miles hershöfðingi, vill helzfc ekki gera landgöngu á Cuba fyr en í október, en herraálaráðgjafinn, Alger hershöfðingi, vill helzfc vinda sem bráðastan bug að því að senda her til Cuba; segja menn að honnm gangi það til, að minsta kosti meðfram, að hann er hræddur um að það veki óá- nægju gega stjórninni, ef sumarið líður aðgerðalítið og muni sérveldismenn nota það sem vopn gegn stjórnaíflokknum við kosningar í hanst. Aftnr hefur Mileshers- höfðingi það til síns tnáls, að á sumriner hin mesta óhoiiustutíð á Cnba og mjög banvæn flestum útlendingum, enda hefur sú orðið reynslan hingað til, að gula sýkin hefnr á hverju sumri lagt fleiri Spánverja í valinn á Cnba en fallið hafa í orustum alit árið í kring. Yill hann lofa pestinni að heyja einni orustu við Spánverja í sum- ar, en telur víst að hún yrði jafnmann- skæð Bandaríkjahernnm, ef hann væri sendur til Cuba nú, eins og Spánverjnm. Því vili Hiles byrja á því að senda lið til Puerto R’co og leggja hana undir sig í sumar, því að þar er eumarloftið ekki eins óholt og á Cuba. Þar hafa og Spán- verj r mikln minni varnir fyrir, ekki rneira en svo sem 12,000 mauns. En á Cnba hafa þeir yfir 100,000 að öliu sam- töldn og er sumt af því valið lið. En mestallur her Bandamanna eru óæfðir sjálfboðaliðar og þykir Miles þeim ekki veita af æfingum trameftir sumrinn. Pó er ekki óhugsandí að á þessu út- liti geti orðið nokknr breyting, ef til úr- slita ekyldi draga bráðlega á sjó ogBanda- mönnum takast að eyða meginflata Spán- verja, svo að þoir þyrftn engin bakföli að óttast úr þeirri átt og gætu skotið liði sínu á land á hentugustu etöðum á eynni. Austan í Cuba skerst fjörður einn; er íjarðarmyiraið örmjótt og iunsigling þröng, en fjörðurinn er langur og verður að flóa allbreiðnm þegar innar dregur og breið- astur í botninr*. Norðan fram með þeim firði, nokkru fyrirutan flóabotninn, stend- ur borgin Sant Jago de Cnba. Inn á þennan fjörð lagði Carvera aðmíráll megin- flotanum spánska siðari hluta fyrra mán- aðar til að hreinsa þar skip sín og taka kol. Að þessu komust Bandamerra og lagði Schley kommódór Bandaríkjaflota fyrir utan fjarðarmynni og hefnr uú kvíað spánska flotann þar inni. Hefur hann skipakost svo góðan að Spánverjar þora ekki að leggja út í greipar honum, en hinsvegar er innsiglingin svo þröng, enda hafa Spánverjar lagt í hana sprengivélar, að ekki þykir árennilegt að sækja inn á fjörðinn, því síður sem Spánverjar hafa þar skotvirki á landi. Aftur iiggja spánsku skipin svo innarlega, að tvísýnt hsfur þótt að skot Bradamanna mundu draga svo langt inn eftir. — Allt um það segja þó síðustu ensk blöð frá 1. þ. m., að skot- hríð mikil hafi heyrst daginn áðnr undan Sant Jago og er það víst að þar hefur sjóornsta staðið þann dag milli flota Banda- manna á aðra hiið og spánska flotans og skotvirkjanna á landi á hina, og ætla menn að Bandaríkjamönnnm hafi veitt þar heldur betur. En engin áreiðanleg fregn var um það komin, hver fullnaðarúrslit þar hsii orðið, eða hve mikið hafl kveðið að þeirri orustu. Þegar síðast fréttist frá Filippseyjum stóð þar allt við sama og áður nema hyað vista skortur var töluvert tekinn að þrengja að Manilla, og voru menn farnir að lifa þar mjög á hrosaakjöti, gáfn 2 og Va dollar íyrir pd. og gátu þó færri keyft en vildu. Eitthvað lítilsháttar hafði verið þar til í búðum Kaupmanna af niðursoðnu kjöti en talið var, að ekki gæti það enst í 14 dagii handa þeim fán, sem efni hefðu á að kanpa það. Her Bandamanna, sem varðkvíar borgina var byrgur, af vistnm fyrir sig, en þó var þar þrotið nýtt kjöt, og haíði hann að eins saltket og voru menu þvi skömrnu fyrir mánaðarlokin farnir að sýkjast á einu af Bandsríkjaberskipunum. En um sömn dagana höfðu matvælaskip með nóg nýmeti lagt á stað frá San. Fransiscó á leiðis til Filippseyja en það er 10—14 daga sigling eftir ganghraða skipa og veðurlagi. Situr Dewey þar og bíður landliðs að heiman frá Bandaríkjun- um. Ritsími eða raddsími? Blöðin hafa rætt fram og aftur um það, hvorfc fremur ætti að leggja hinn fyrirhugaða ritsíma fyrst á land á Aust- urlandi og þaðan landveg héðan til Hiykjavíkur, eða fyist á land hér í Reykjavík. Svo sem við er að búast viija Austfirðingar alt til vinna, að sím- inn verði fyrst lagður til Austfjarða, því með því er trygging fengin fyrir því, að Austuriand geti notið hans, en öll Reykjavíkur blöðin hafa talið það hættu- spil, sökum þess að þá mætti eiga það á hættu, að síminn biiaði í óbygðum þegar verst gegndi og Reykjavík stæði uppi um hávetur án sambands við önn- nr lönd. Víst er það, að þetta hefur við mikil rök að styðjast, en þó eng- an veginn svo mikii, að landlínan frá Austfjörðum hingað sé frágangssök, og væri engin ráð að leggja símann hingað án þess að hann lægi fyrst á land á Austfjörðum, mundi enginn hafa hið minnsta móti landlínunni. Hættan fyr- ir landlínuna getur legið í: 1. að stólp- arnir standi ðkki nægiiega á bersvæði, svo að fenni yfir þá, 2. aJþeir fjúki um koll, 8. að síminn springi af samdrætti í ofsakuldum á öræfum á vetrum. —- Ekki mun ókleyft að varast það, að fenni yfir stóipana, ef reyndir og ráðn- ir menn eru hafðir með í ráðum. Tryggja má og símanu fyrir því að hann slitni, með því að leggja nægileg- an slaka fyrir samdrættinum, en fyrir vindinum er hættast, þar sem svipótt er, en þó er hann ekki sú grýla, sem al- ment mun verða að tjóni. Þegar þeir Shaffner ofursti frá Bandaríkjunum ætl- uðu að leggja ritsímann hingað kring- um 1860, voru 2 skip send frá Eag- landi til að rannsaka sjávarbotninn fyrir símann frá Hjaltiandseyjum til Færeyja, þaðan til íslands, svo til Grænlands og loks til Labrador, og jafaframt lending- ar fyrir hann í löndum þessum, og land- línu hér á landi frá Barufirði, vestur á Möðrudalsöræfi og þaðan sem leiðir lágu suður yíir Kjöl, virtist rannsakendum þeim, er voru í för þessari ekkert vera því til fyrirstöðu, að síminn yrði lagður þessa leið. Hafi það verið hægt, þá hlýtur hið sama að vera enn i dag. Svo er að sjá, sem allir þeir hug3Í að eins um ritsíma yfir landið, sem um mál þetta hafa ritað. Kunnugt er þó, að raddsíma má leggja miklu lengri veg en yfir endilangt ísland, og rafmagnsvéla- fræðingur A. P. Hanson frá Berlin réði til að lagður yrði raddsími héðan til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Sé rit- simi og raddsími vegnir hver móti öðr- um, hygg ég að vér munum sjá að radd- síma eigum vér að fá á landi en rit- síma í sjó. Helzta mótbáran gegn radd- símum mundi verða sú, að raddsíma- skeytið mundi fremur aflagast í meðför- unum en ritsímaskeyti, en þó mundi það ekki tilfinnanlegt eða koma mjög fyrir ef raddsíminn yrði ávallt tengdur sam- an á millistöðvum þannig, að skeytið yrði sent í einu alla leið til endastöðvar- innar, t. d. lægi ritsiminn að eins á land í Revkjavík en raddsímar um land alt, og ritsímaskeyti kæmi hingað frá útlönd- um er fara ætti til Austfjarða, þá væri síminn tengdur saman á millistöðvunum norðaniands og skeytið látið ganga eftir raddsímanum alla leið til Austfjarða, svo framarlega sem straumurinn væri nægi- Iega sterkur. — Töluvert fé mundi spar- (Framhald á blaðsíðu 92).

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.