Ísland


Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 2. ársfj. Reykjavík, 14 júní 1898. 24. tölublað. Fyrir 2 Krónur geta nýir kítupendur „ÍSLAíJDs" feing- ið allan yftrstandandi árgang Maðsins, frá nýári 1898 til ársloka. Þó er það nundið því skilyrði, að þeir haldi rið kaup á Maðínu næsta ár. Ekkert blað annað hjer á landi býð- ur pTÍlik kjör. Ljósmyndasmíði. Almonningi gef jeg hér með til vitund- ar, að jeg á þesau sumri hefl aðsetur á Eyrarbakka, og hefl byggt þar Ijósmynd- arahús rétt hjá Goodtemplarahúsimt. Tek ég þar myndir á hverjum degi, frá kl. 11 árdegis til kl. 4 og kl. 5—6 síðdegis, af hverjura er þess óskar, og leysi það vel og fljótt af hendi. Sötnuleiðir stækka ég myndir fyrir þá, sem þsð vilja. Byrarbakka 81. maí 1888. Ingim. Eyjölfsson. Lögfræðingur, 2. árg\ Terður sendur ut í ágúst; fyrir því þarf að panta hann hjá pðstm'rinnum sem fyrst og borga fyrir fram. Minnisspj ald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 slðdegis. — Bankastjöri við kl. 117,-17,. — Annar gæslustjóri við kl. 12-1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 sið- degis 1. mánud. 1 Jiverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá. kl. 12— 2 siðd.; á, mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlan sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjórnar-timdár 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátœkranefndar-txmiir 2. og 4. fmtd. i min., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (l Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 slðdegis. Ókeypis leekning & spitalanum & priðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. manudag i m&nuði hverjum. Erlendir landsdrottnar á íslandi. Mörgum hefir risið hugur við því, að ýmsir helztu kaupmennirnír hafa átt heima erlendis, er rekið hafa verzlun hér við land, enda hefur verið margrætt um það á alþingi, að banna þeirn mönnum verzlun hér, er ekki hefðu fast aðsetur hér á landi. Margt hefur þó verið því tilfyrir- stöðu, að slík lög væru vel framkvæman- leg, ekki sízt það, að ritsíma hefur vantað milli vor og aanara landa. Hér skal þó ekki farið langt út í þetta atriði, heldur þegar snúið að aðalefninu. Sé það hættulegt fyrir sjálfstæði vort og framfarir, að erlendir kaupmenn hafi meira eða minna af verzlun vorri í hönd- um sér, þá hlýtur ekki minni hætta að vera í því fólgin, ef erlendir menn kom- ast yfir jarðeignir hér á landi. Margir munu kannast við hversu ástatt er á ír- landi og ítalíu. Þar hafa erlendir auð- menn náð tangarhaldi á flestum jarðeign- um, en landsins eigin böru eru leiguliðar, kúgaðir og kvaldir af landsdrottnum sín- um, sem ekki hirða um aeitt annað en kvelja sem hæsta leigu aí landsetunum. írland er að flestra manna dómi eitthvert bezta landið í Evrópu, en þó fækkar fólk- inu þar sí og æ, og jarðeigendurnir, ensku lávarðarnir, koma þangað að eins til að skemta sér og til að senda fógetann inn í hús fátæklinganna til að leggja löghald á síðasta verðmæta gripinn, dauðann eða lifandi. Sem betur fer, er þetta ástand ekki komið enn hér á Iandi, en sumt virðist þó benda á, að erlendir auðmenn séu farnir að gefa meiri gætur að því en áður, að fjárvon muni vera í sumum jarð- eignum vorum, og só ekki sem allra, allra fyrst séð við því, að þær komist hver af annari í útlendinga hendur, þá liggur fyrir oss sama pymdin, sami voðinn og dauðinn sem írum. Og ekki stöndum vér betur að vígi í þeirrl baráttu en þeir. Fátækt vorri er viðbrugðið og keltneska blóðið er svo mikið í æðum vorum, að vér berum ekki fremur umhyggju fyrir morgundeginum, og þar að auki stöndum vér sundiaðir og andvígir hver öðrum. — Uppfunduingar hinna síðustu tíma benda beint í þá áttina, að fossa- og fljótalöndin hafl fólgið í sér ótæmandi vinnuafl, og að Sviss, Noregur og ísland hljóti að verða erfingjar kolalandanna að iðnaði, svo framarlega sem samgöngurnar eru því ekki til fyrirstöðu. Af þessu er auðsætt, að jarðeignir hér eiga og hljóta aðhækka í verði áður mjög langir tímar líða. Eu það er á hinn bóginn jafnvíst, að erlendir auðmenn muni ekki láta sitt eftir liggja að krækja í og klófesta þá blettina, sem væntanlega gefa mesta arðsvon. — Það er auðvitað, að ísland getur ekki fram- vegis haldið í sama horfi og áður. Marg- ar og miklar breytingar hljóta að verða smámsaman og þær því hraðfarari sem líkindi eru til að vér komumst bráðlega í betra samband við önnur lönd. Eu það er skylda vor að gæta að, í hverju þær breytingar verða fólgnar, og hvernig vér eigum að nota þær sjálfum oss til heilla. Það sé langt frá mér að óska þess, að vér séum hér einangraðir frá umheimin- um um aldur og æíi, en vér eigum ekki að láta utlendinga ná öllum fjárráðum yfir oss. Vér eigum og megum leigja þeim land til notkunar, en alls ekki selja, nema þeir taki sér fast aðsetur hér á landi og gerist íslenzkir borgarar aðfullu og öllu, og það með betri tryggingu en núgildandi lög gera ráð fyrir með þá er- lenda menn, sem reka fiskiveiðar og hvaia- veiðar hér við land. Hér á þingið að taka í taumana, og hver hugsandi maður meðal vor á að íhuga vandleg* þetta málefni. „Það er ofseint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann". Rj. Sig. Dýraverndunarfélag Flensborgarskóla. Eigi er langt síðan farið var að gefa dýraverndunarmálinu nokkurn verulegan gaum hér á landi, enda er meðferð dýra í mörgu mjög ábótavant enn, þótt nokkuð hafi hugsunarháttur almennings breyzttil batnaðar á seinustu árum. Enn láta bænd- urnir sér enga vanvirðu þykja, að fella fénað sinn úr hor, þótt ekkl sé það orðið eins íítt og alment og áður. Enn láta menn sér vel sæma að brúka horaða, meidda og halta hesta undir klyfjar og fyrir vagna, jafnvel í langferðir. Alt of fáir eru þeir, sem láta sér detta í hug að kæra yfir illri meðferð dýra, og helzt til mörg eru þau yfirvöldiu hjá oss, sem lítinn gaum gefa slíkum málam, heldur reyna á ýmsa vegu að eyða þeim og bæla þau niður. En allt er þetta að smálagast. Altaf fer þeim fjölgandi, sem eitthvað vilja gera til að vernda dýrin fyrir harðýðgislegri meðferð manuanna. Dýra/erndunarfélög eru fariu að myndast á stöku stöðum, og vonandi fer þeim fjölgandi. Eitt meðal hinna elztu dýraverndunar- félaga hér á landi mun vera „Dýravernd- unarfélag Flensborgarskóla". Það er stofn- að vcturinn 1892, af nemendum skólans. Hafa oftast verið í því allir nemendurnir og auk þess nokkrir aðrir (karlar og kon- ur) í Haínarfirði. Aðal-tilgangur félags- ins er, að ryðja þeirri skoðun til r&ms hjá almenningi, að ill meðferð á dýrum sé ómannúðleg og ósamboðin siðuðum mönn- um, og að það sé siðferðisleg skylda hvers manns, &ð vera miakunsamur við skepn- urnar. Félagsmenn skuldbinda sig til að fara sjáifir svo vel með skepnur, sem þeim er unnt og láta ekki óátalið, ef þeir sjá eða hafa vitneskju um, að aðrir misþyrmi dýrum. Þeir eru nokkrir, er látið hafa í ljósi efa um það, að félag þetta, eða dýravernd- unarfélög yfir höfuð, geri nokkurt gagn. Þeir segja að ávextirnir sjáist hvergi, og sumir hafa jafnvel látið þá skoðun í Ijósi, að félagið væri stofnað og því viðhaldið af „monti". Þessma mönnum er vorkunn, þótt þeir hafi slíkar skoðanir, ef þeir eru ókunnugir félaginu og þekkja lítt sams- konar félagsskap annarsstaðar. Því verð ur að sönnu ekki neitað, að ávextirnir sjást litlir, og munu engir fúsari til að viðurkenna það en félagsmenn sjálfir. Hitt er annað mál, hvort það sé ekki í alla staði eðlilegt. Eins og áður er frá skýrt, er tilgangur félagsius einkum sá, að ryðja þeirri skoðun til rúms hjá almenningi, að það sérangt að beita harðúð við dýrin, en skylda að fara vel með þau. Að þessu takmarki á svo hver félagsmaður og fé- lagið i heild sinni að vinna. Hinn eini, eðlilegi ávöxtur þeirrar starfsemi ætti eðlilega að vera sá, að menn færu alment að gera sér far um að fara sem beztmeð skepnurnar. En eins og Eómaborg var ekki bygð á einum degi, eins víst er og það, að ekki er hægt að breyta á skömm- um tíma þeim hugsunarhætti, sem orðinn er rótfastur, og mega þeir þekkja það, er nokkuð eru komnir til vits og ára, og þótt eitthvað kunni að hafa áunnizt í þessu efni, þá er því ekki mikil eftirfcekt veitt, og altaf er hægt að segja, að þessi breyt- ing hefði komizt á, þótt ekkert dýravernd- unarfélag hefði verið til. Það er af þests- um ástæðum mjög svo eðlilegt, þótt menn sjái lítinn árangur af starfi Flensborgar- félagsins, en nokkur er hann samt, því verður ekki neitað. Félagið hefur vakið athygli og áhuga ýmsra þeirra manna á dýraverndunarmálinu, er gesgið hafa á skólann og síðan flutt sig ót um landið, og tilgangi félagsins verður þá bezt náð, er sem flestir hugsandi manna, meðal hinnar yngri kynslóðar, eru farniraðgefa málinu gaum og vilja veita því fylgi sitt. II. Svo er ákveðið í lögum félagsins, að það skuli gera tilraunir til að fá í fylgi með sér aðra skóla á landinu. Samkvæmt því hefur öllum hinum lægri skólum lands- ins verið skrifað oftar en einu sinni og skorað á nemendur þeirra að stofna roeð sér dýraverndunarfélög. Yfirleitt hafa uudirtektirnar verið fremur góðar. Síð- asta vetur var skrifað til allra búnaðar- skólanna og Möðruvallaskólans, og urðu nú undirtektirnar misjafnar. Skólarnir á Eiðum, Hvanneyri og Ólafsdal tóku vel í málið og hafa nú víst komið á hjá sér samskonar félagskap og námssveinar Flens- borgarskólans. Námsmenn á Hólum kváð- ust ekki „sjá sér fært" að sinna málinu, og færðu engar frekari ástæður fyrir máli sínu, vitandi máske það, að „fæst orð hafa minsta ábyrgð". Möðruvellingar skiftust í tvo flokka, hvorn öðrum andvígan. Sá flokkurinn, sem var málinu sinnandi, stofn- aði dýraverndunarfélag við ekólann, en frá hinum flokknum barst Fiensborgurum biéf eitt stórt, er h&fði inni að halda þá yfirlýslngu, að flokksmenn „bæru miklu virðingu fyrir málefninu og virtu mikils hvern þann mann, sero reyndi að efla dýraverndun hér á landi, ea gætu alls ekki séð, að stofnun dýravernduaarfélags við Möðruvallaskóla hefði nokkra þýðingu". Ástæðurnar fyrir þessu voru 5 að tölu, og leyfi ég mér að drepa á þær hér og gera nokkrar athugasemdir við þær. Fyrsta ástæðan var sú, að nemendur skólans kæmu sinn úr hverri áttinni og öllum ókunnir á skólann, hefðu sjálfir enga skepnu undir höndum og enga von um að geta haft nokkur áhrif á þá, er byggja í grend við Möðruvelli, í þessu eí'ni. Jeg hefði viljað beuda hinum velvirtu bréfriturum á það, að þótt þeir hafl eigi skepnnr undir höndum á meðan þeir eru á, Möðruvöllum, þá er þó ekki með ölllu fyrirbygt, að þeir hafi þær einhvern tíma til meðferðar, en altaf er jafn-nauðeynlegt að fara vel með dýrin. Um hitt skal ég ekkert segja, hvort þeir séu með öilu ó- færir til að hafa nokkur áhrif út frá sér, en bágt á ég þó með &ð trúa þvi, að eigi gætu þeir vakið athygli manna á málinu í grend við Móðruvelli, ef þeir vildu, og þótt þeir gætu ekkert gert þar, þá trúi

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.