Ísland


Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 2
94 ISLAND. „ÍSIjAND14 kemur (ít á hyerjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlondia 4 kr. 60 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason Laug'avegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. -át. Prentað i Fjolagsprentsmiðjunni. ég því ekki, aö þeir yerði sltaf og alatað- ar avo lítiis metnir, að menn gefi engan gaum orðum þeirra eða eftirdæmi. Önnur ástæðan var á þá leið, að lög þess félags, er þeir stofnuðu á Möðruvöll- um, gætu komið í bága við það fyrirkomu- lag, er þeim síðar þætti heppilegast, ef þeir stofnuðu féiög heiraa í sveitum sín- um. Ekki skil ég í því, að öll félög, sem Möðruvellingar kuana að stofua á æfi sinni, þurfi að vera steypt í sama formi, og síst gkil ég í, að hér þurfi að hljótast vandræði af. Aðalatriðið í lögum félags- ins hlyti náttúrlega aðvera það, aðleggja félagsmönnum þá skyidu á herðar, að fara vel með ailar skepnur og brýna fyrir öðr- um að gera það. Því atriði þarf aldrei að breyta. Það hlyti auðvitað einnig að vera aðalatriðið í öllum öðrum dýravernd- unarfélögum. En engum neilvita manni dytti víst í hug að halda alstaðar óbreytt- um þeim atriðnm laganna, er að eins snerta stjórn félagsins og fyrirkomuiag á Möðru- völlum. Þritíja ástæðan var ekkert annað en endurtekning á hinum tveimur, er áður voru komnar, að því viðbættu, að þeir vildu ekki stofna félag til að gera elckert, og var það mjög viturlega mælt af þsim. Fjbrða, ástæðau var svo hljóðandi, að af því að þeir hefðu ekki séð neinar skýrsí- ur um framkvæmdir dýraverndunarféiags- ins í Fiensborg, hefðu þeir dregið þá á- lyktun, að það gæti ekki starfað svo mik- ið að takmarki sínu, að hægt væri að gefa skýrslu um það. Hvað gat það nú gert Möðruveiiingum til hvort Flensborgarfélagið starfaði nokk- uð eða ekkert? Skyldi féiag hjá þeim ekki hafa getaðgert sama gagn íyrirþví? Annars mætti benda bréfriturunum á það, að starf Fieusborgarfélagsins er þannig vaxið, að ekki er gott að gefa skýrslu um það. Eða hvernig á að gefa skýrslu um það, þótt féíaginu hefði tekist að vekja velvild tii dýranna hjá einhverjum nem- anda skólans eða öðrum, og á þann hátt komið í veg fyrir iiia meðferð á dýrum ? Fimmta ástæðau var, að meðmælendur málsins á Möðruvöllum hafi ekki getað fært íram neina betri ástæðu málinu til styrktar eu það, að dýraverndunarfélag gerði ekki ógagn, og fyrir því hafi þeir greitt atkvæði sín móti málinu. Við þetta er það fyrst að athuga, að eftir því bréfi að dæma, sem hinn flokkur- inn sendi oss, skil ég eigi annað en að það sé alveg rangt, sem hér er sagt um meðaíæii imns með dýravernduaarmálinu, og er illt að skilja hvað veldur. En þó að þetta væri nú alveg satt, þá hefði þó hinn flokkuriun getað farið eftir sinni eigin sannfæringu í máiina fyrir þvi. Það er venjuiega fyrir þau mótmæli, sem koma móti máiinu, að raenn gerast því fráhverf- ir, en ekki fyrir það, hve lítið er mæit með þvi. Eo að bréfritararnir séu í raun og veru meðmæltir dýraverndunarféiögum, má ráða af því, sem þeir segja á öðrum stað, að þeir beri mikla virðingu fyrir mál- inu og meti mikils hvern þann mann, er reynir fcil að efla dýraverndun bér á landi. Það var sannarlega leitt, að Möðruveli- ingar skyidu ekki geta orðið á eitt sáttir i þessu máii, en vonandi líður eigi langt um, áður en allur skólinn iegst á eitt, og er ég þá viss um, að eitthvað verður ágengt. Hafi þeir þökk, er fyrir því geng- ust, að félagið komst á, þrátt fyrir mót- spyrnu ann&ra. Jón Jónasson Úr fjörðum austan. Rás viðburðanna er hér svo einskorð- uð og tilbreytingaiaus, að allt virðist í sama móti steypt og fyrir mörgum árum. Flest eða allt er í sama horfinu; andlegt fjör og 5íf dautt og dofið, allar framfarir Htlar og magnlausar, að minsta kosti mjög seinvirkar. Það mun því eigi efamál, að við Anstfirðingar hljótum að taka raeiri rögg á okkur en hingað til, ef við ekki viljnm verða því meir á eftir öðrum fjórð- angum l&ndsins, því við eruin þegar farn- ir að dragast ^aptur úr þeim, og það eigi svo lítið. Að vísu vakna hér hreyfinga? til menn- ingar og framfara eigi síður en annars- staðar á iandinu. En áhugaleysið og þol- leysið eyðileggja þær jafnóðum. Það má segja um fiestar okkar hreyf- ingar í þá átt, að þær sé eios og af vindi vakin alda, sem verður tii og deyr um leið. Gleggst dæmi þess höfum vér í skóiastofnunum vorum. Búaaðarskólinn á Eiðum var stofnaður með miklu kappi og ákafa. En er hann hafði staðið litla hríð urðu flestir leiðir á honum og vildu jafnvel afnema með öllu. En þó svo yrði ekki, þá mun ei ofsagt, að fleiri dragi hann niðnr en upp. Þá er kvennaskóla-fumið. Það flaug eins og rafmagnsneisti um alla Austfirði, inn á hvert einasta heimili og gagntók hvers manns huga. En nú er því ekki eint, og má ætla að það sé þegar horfið í hið botnlausa ginnungagap áhugaleysis og sundrungar. Landbúnaður hér er framfaralítill, bún- aðarféiög fá og lítilvírk. Nokkur eru þó í Hér&ði; en í fjörðum veit ég eigi af fleirum en tveim, er lafa á magnlausum horkjúkum. Hér í fjörðum mætti þó efla landbúnaðinn að miklum mun, einkum túnrækt og garða, því nægur er áburður fyrír hendi og góður. En augu manna eru eigi opin fyrir því enn. Vonandi þess verði eigi 1 .ngt að bíða. Eigi fer betur með sjávarútveginn. Hann er nú svo skamt á veg kominn, að þar náum við eigi með tær, er aðrir fjórð ungar laudsins hafa hæla. Eins ogkunn- ugt er eiga nú aliir hinir landsíjórðung- arnir fleiri eða færri fiskiskip, og geta því ieitað flskjarins lengra heldur en út fyrir landsteinana og fyr en sólblíða vors- ins kyrrir hafið. En við Austfirðingar höfum ei slíku að fagua. Við sitjum með svanga maga heima og ráfum aðgerða- iitlir með hendur i vösum, milli þess að við krjúpum fyrir kaupmönnum biðjandi þá um einhverja ögn til að ljfa á, þang- að til fiskurinn er genginn svo nærri að við getum náð í hann á litlu fleytunum okkar, sem oft vill dragast. Því bæði er það, að fiskurinn gengur oft seint ian í firði, og að veðuráttan hamlar að sækja sjó þar eð bátarnir eru svo litlir, að þeim er iítt leggjandi á sjó nema í beztu sumarblíðu. En á meðiii við bíðum iðju- lausir, og bætum skuld á skuid ofan1 — œoka útlendingar upp flskinum útifyrir fjörðunum. Á það horfum við og gerum ekki að. Þó hefir sjaldan ver farið en þessi tvö síðustu árin, enda væri líkindi tii að þau beiudu Austfirðingum á aðra betri og happasælli Ieið við sjávarútveg- inn en nú tíðkast. Verzlunin er hér í fjörðum iitlu betri en fyrir 20—30 árum; alveg sami verzl- unarmátinn. Allar útlendar vörur dýrar. Víðast, til þessa, sama hvort koypt er fyrir peninga eða lánað gegn vörum. Lán- in ótakmörkuð þar til skuldirnar eru orðn- ar mönnum um megn. Allflestir stórskuld- ugir og gota hvergi snúið sér þó eitthvað betra væri í boði en nú er. — Á Seyðis- firði mun verzlunin vera með bezta móti; þó er mælt, að menn sé þar margir mjög skuldugir. Héraðsmenn hafa vafalaust bezta verziun hér austanlands, enda hafa þeir í mörg ár verzlað í pöntunarfélagi. Efnahagur manna er mjög misjafn hér eystra eins og víðar. Þó mun mega full- yrða, að þeir bæudur, er eingöngu stnnda landbúnað sé betur efnum búnir en sjáv- arbændur, þvi þeir eru margir mjög illa farnir, einkum þurrabúðarmenn. Vinnufólksekla er hér rnikil, einkum í sveitum uppi og stendur það búnaði manna mjög fyrir þrifum. Um pólitík beyrist hér lítið rætt, og virðist sem almenningur gefi sig lítið við henni, enda eru hér engir, sem gera sér nokkurt far um, að vekja atbygli og efla áhuga manna á stjórnmálum. Þyxfti þess þó sannarlega með. Við Austfirðingar eigum þó menn, er þetta gætu gert. Sér- staklega virðist þó, að það ætti að vera hlutverk þingraanna. Beztu aðferðina til þess hygg ég vera, að þeir liéidi fundi með kjósendum sinum, að minnsta kosti eiuu sinni ár hvert, skýrðu fyrir þeim þau mái, er þingið hefir til meðferðar og þjóðina varðar miklu, svo sem stjórnar- skrármálið o. fl. og glæddu áhuga manna á þeim. Að vísu ræða blöðin talsvert þessi mál. En fæst á þann hátt, að af verði veruleg not. Mest vegna þess, að þau leggja meiri áherziu á persónulegt rifrildi en glöggva og Ijósa útskýring máianna. Blessaðir sitstjórarnir verða að fyrirgefa okkur alþýðamönnunúm, að við erum eigi svo skiiniugsskarpir sem skyidi. Við erum líka orðnir leiðir á rifrildis- greiuunum þeirra, enda munura við eigi iengi halda trygð við þau blöð, sem bjóða mestmegnis persónulegar skammir og hnútukast. Flestar þær ritgerðir, sem birzt hafa um stjórnarskrármálið, hafa meira og miuna veríð biandaðar slíku kryddi! En það finst okkur nú hálfgert léttmeti. Et’ hin blöðin gerðu jafn glögga grein fyrir skoðunum sínnm i stjórnarskrármálinu og Nýja-Öidin gerði í vetur, þá mundi betur líka. Ég get eigi með vissu sagt um alm. viljann hér í stjórnarskrármálinu. En það mun ég mega fullyrða, að „Val- týskau“ sé flestum hvumleið. Það væri líka meiri ósamkvæmni en ætla má okk- ur Austfirðingum, ef við fylltum nú þann flokkinn. O. 1). Hér er sérstaklega átt við þurrabúðarmenn, sem nö eru serið margir hér á fjörðunum. Makedónía og austræna máliö. (Grein sú, er hjer fer á eptir, er þýdd úr dönsku, en er ritin af serbneskum manni, Spiridioa Oopocevic, um það leyti, eem grísk-tyrkneski ófriðurinn hófst í fyrra). Ff um þjóðarjett er að ræða, geta þrjú riki gert tilkall til Makedoníu: Ser- bía, Búigaría og Grikklaud; því að af 2,900,000 íbúum þar eru 2,050,000 eorb- neskir, 60,000 búlgarískir og 200,000 grískir (hitt eru Tyrkir, Albanar, Zinzar- ar, Gyðingar o. fl.). Eu eigi mega menn ætia að aln-.er.n atkvæðagreiðsla um það, hvaða ríki Makedonía skyldi heyra til, mundi fara eptir því, sem framanritaðar tölur gætu gefið ástæðu til að ætla. Því að ekki mundi Serbía verða hlutskörpust heldur Búlgaría. Af Serbum eru 510,000 Múhamedstrúar og heyra til flokki Tyrkja (en í honum eru alis 900,000 manns), enn- fremur 30,000 til gríska flokksins, 10,000 eru fullkomlega búigarískir í anda og lx/4 milj. er alveg á bandi búlgarska flokksins, svo að tæplega J/4 milj. mundi gofa atkv. með yfirráðum Serba. Meiri Iíkur hefir Gríkkland, þar som 70,000 Zinz&ra, 30,- 000 Serba, 20,000 Albana og 7000 Búl- gara mundu fylgja Grikkjum að málum. Það kann fljótu bragði að virðast undarlegt, að þjóðirnar í Makedoníu skuli ekki vera fyigjundi því ríki, er þær stafa frá. En oreökin er fljót fundin. Því er eins varið með Serba og Þjóðverja. Þeir sleppa fljótt þjóð^rni sínu. Það sést bezt í Rússlandi, b-r sem serbneskar nýlendur eru alveg rússneskar, svo og í Ungverja- landi, Rúmeniu og á Balkansskaganum. Meíra að eegja í konungsríkinu Serbíu „romaniserast“ þjóðin svo óðum að Serbar munu að likindum eptir 100 ár tala rúm- önsku en ekki serbnesku. í riti mínu „Makedonía og Gamla-Serbía“ hef jeg sýnt fram á að Efri-Albanar eru ekki af skipet&riskum uppruna, heldur serbnesk- um, sömuleiðis þær 330,000 Makedóna, er nú taía albönsku, grísku og búlgarísku, svo og mikilll hluti þeirra manna, er byggja nú Grikkiand. Meir en miljón Albana, Grikkja og Búlgara eru af Serba- ættum án þess að gruna það. En af þeim 2,050,000 Makedónum, er nú tala serbnesku, er tæplega einn áttundi partur, sem veit um þjóðerni sitt. Einn fjórði partur nefair sig „Tyrki“ — þó skilja þessir Múhamedstrúarmenn ekki tyrknesku! — margir Grikki, en flestir nefna sig Búlgara. Stjórnin i Búlgaríu ver allt að 3,700,000 franka árlega til að styðja að fylgi sínu meðai Makedóna. Fyrir þetta fje eru haldnir margir skólar (1 æðri skóli, 26 lægri skólar, 6 kvennaskóiar og yfir 360 alþýðuskólar), sendir út um landið kenn- arar, æsingamenn og prestar, í stuttu máli með öllu móti er unnið að því að „búlgarisera“ Makedóna, og verður all- ffiiklu framgengt í þá átt, euda vinna Serbar alls ekkert á móti til þess að toyggja sér Makedóníu. Að visu er til í Belgrad félag eitt „Sreti Svava", er hefir það hlutverk á hendi að tálrna framgöngu Búlgara, en félagi þessu hefir verið jafn- dáðlauslega stýrt og konungsríkinu Serbíu síðan 1887, því að allt það sem félagið gerir er að halda einn skóla í Belgrad og tvo alþýðuskóla í Gömlu-Serbíu og gefa út ónýt og illa samin rit. Það er að vísu leitt fyrir mig, serbneskan mann, að

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.