Ísland


Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 4
96 ISLAND. mar Briem, Hallgrím PétursBon, Matth. Jochums- son o. fl. Á eftir sálmunum er prentaður Lof- saungurinn frá þásundárahátíð íslands eftir síra Matthías. Aptan við sálmaaafnið eru orðaskýring- ar á nýnorsku. Útúr því sem minnst var á fyrirlestra S. Jðnas- sonar í Noregi í vetur hér í blaðinu er „ísl.“ skrif- að af kunnugum manni i Noregi: „S. Jðnasson er alræmdur íslenzkur flakkari hér i Noregi. Hann ætti fyrir löngu að vera tekinn fastur og sendur heim, en því miður kemur hann nú ekki hingað suður í land, — því hann þekkist hér fyrir löngu síðan, Frá fjallatindum til fiskimiða. Oand. theol. Sigurðnr P. Sivertsen er nú settur prestur að Útskálum og var vígður af Hallgrími hiskupi á sunnudaginn var. Gufuskip til fiskiveiða hefnr P. J. Thorsteinsen kaupm. á Bíldudal iátið smíða í Noregi i vetur og fékk það upp um sumarmálin og heldur nú út frá Bíldudal. Skipið heitir „Muggur“, er 80 smálestir að stærð og kvað hafa kostað 60,000 kr. Sex báta lætur hann fylgja skipinu og eru þeir með Amer- isku lagi og afla á lððir. Um mánaðamótin síðustu hafði „Muggur" á fimm vikna tíma feíngið 60,000 af fiski. 21. f. m. andaðist á Borgum i Hornafirði Anna Steindórsdóttir Knudsen, áður gift Lnðvig A. Knud- seu verzlunarmanni i Rvík. Hún var fædd i Horna- firði 1824, dóttir Steindórs stúdents Jónssonar skip- stjóra, en giftist L.A. Knudsen 1. jan. 1848. Dæt- ur þeirra voru: Margrét, fyrri kona séra Gunn- laugs Halldórsonar á Breiðabólsstað, Friðrika, ekkja Hafliða Guðmundssonar verzlunarmanns í Bvík, og Jóhanna, kona Þorgríms læknis Þórðarsonar á Borg- um. Frú Anna fluttist austur þangað héðan úr Rvík síðastl. surnar. Reykjavík. Vikuna sem leið var góðviðri, í dag og gær rigning. Að kvöldi 8. þ.m. andaðist hér í bænum E. H- Chr. Tvede lyfsali úr taugaveiki; hafði legið um tíma þungt haldinn. Hann var danskur maðuri fæddur 28. april 1864, en hafði dvalið hér í bæn- um frá því vorið 1891; þá keyfti hann lyfjabúðina af N. S. Kriiger. Tvede var mjög vel látinn mað- ur. Þorleifur aðjunkt Bjarnason kom upp hingað með „Laura“ 6. þ.m. Hann hefur frá því í fyrra- haust dvalið erlendis, mest i'Þýzkalandi, en síðast í Kaupmannahöfn. Hann fór með „Skáiholti“ síð- ast til Stykkishólms. Á kostnað Sigfúsar Bymundssonar koma hér út í vor fjórar sögur eftir Guðmund száld Friðjóns- son. Bókin heitir „Einir“. Sagt er, að landshöfðingja sé von upp hingað aftur með næstu ferð frá höfn, 3. júlí. Nýútkomið er á kostnað Sigurðar Kristjánssonar „Hellismenn", leikrit eftir Indriða Einarsson. Að byggingum er nú unnið af ákafa víða hér í bænum. Grunnirnir undir bankahúsið og barna- skólann eru nú að mestu bygðir, en ekki byrjað að reisa enu. Nýtt leikfimishús er verið að reisa handa Latínuskólanum á sama stað og hið eldra stóð á; það á að verða töluvert stærra en hitt og auðvitað betur út búið. Þá á stórt hús upp að risa norðan við Austurstræti vestast, á móti „Hotel Island“. Það byggja þeir R. Andersen skradd- ari og Jón Brynjólfsson skósmiður. Rafn Sigurðs- son skósmiður hefir reist allstóra byggingu við hús sitt í Austurstræti, og lítur gatan þar miklu bet- ur út en áður. Nokkuð innan við bæinn, sunnan við Laugaveginn hefir Gísli búfræðingur Þorbjarn- arson bygt nýtt hús tvíloftað og fleiri hús eru í smíðum þar meðfram veginum. Ný Good-Templara-stúka var stofnuð hér i vor og heitir „Bifröst“; það er fjórða stúkan hér í bænum. í ýmsum félögum hér í bænum á nú að fara að kjðsa nefndarmenn til að standa fyrir þjóðhátíðar- haldinu hér í sumar. Fulltrúar frá félögunum eiga síðan að mynda eina nefnd og verður hún ærið fjölmenn, því svo er ráð fyrir gert, að hvert félag kjósi 5 fnlltrúa, en félögin eru mörg; hér má telja upp þau, Bem vér munum eftir í svipinn og sjálf- sagt kjósa fulltrúa i hátíðarnefndina. Það er þá Stúdentafélagið, Yerzlunarmannaféh, Iðnaðarmanna- fél., Reykjavíkurklúbburinn, Framfarafélagið, Good- Templar-stúkurnar fjórar og guð má vita, hve mörg félög enn. Að minsta kosti verður þá 60 manns í hátíðarnefndinni. Ekki er enn ráðið hvar hátíðin verður haldin, en vist verður það ekki á sama stað og í fyrra, Rauðarártúninu. íslendingar eru í flestu á effcir tjmanum, og svo er það einnig í þvi, að þeir rita sjaldan um störf merkismanna sinna fyr en eftir dauða þeirra. En það er tíska meðal mentaðra þjóða, að skráðar séu ritgerðir um menn þá, sem mikið starfa opinber- lega, til að lýsa fyrir alþýðu starfi þeirra og stefnu og dæma hvorttveggja. Nú hefir hr. Einar Bene- diktsson samið langa ritgerð um stjórnmálastörf ritstjóra þossa blaðs; byrjaði hann á því verki 25. apríl síðastl., en hefir nú með einstöku kappi og elju þegar lokið því. „ísl’“ er málið helzt til skylt til að gera dóma þesskonar ritgerðar að um- talsefni. Hún ber vott um að höf. hafi rannsakað öll heimildarrit, sem völ mun vera á. En ekki virðist oss skilningur hans á efninu alstaðar sam- svara vilja hans á að leysa verkið vel af hendí og er þar viða misskilningur, sem vafalaust er með- fram því að kenna, að hann hefir ekki varið nægi- lega laungum tíma til ritgerðarinnar. Ef til vill verður nánar minst á sum af þessum atriðum síð- ar hér í blaðinu. í gær var byrjað uppboð á ýmsum leyfum frá Ensku verzluninni. Þar bar að meðal annara stór- eignamann einn hér í bænum og tók hann mjög svo nasaflæstur að bjóða í eitthvað smávegis, sem auga hans þá girntist, örfárra króna virði. Upp- boðshaldari spurði, hvort hann hefði peninga á reiðum höndum, hann kvað sér mundi verða slegið án þess einsog öðrum. Þá var öðium sleginn hlut- urinn og labbaði jarðeigandi strax burt og kom ekki framar á uppboðið. Að þessu var hlegið i svipinn. Land úr landi. Eftir enekum blöðum, 8em borist hafa hingað með botnverping og ná til 4. þ. m. eru eagðar þær fregnir, að stór bar- dagi hafi staðið með Spánverjum og Banda- mönnum, hafi Bandamenn borið hærri hlut og Spánverjar mist 15 skip. í vor hafa verið upphlaup til og frá á Ítalíu, einkum í stærri borgunum. Upp- hlauyin stafa af vistaskorti og óánægju með stjórnina. Mest hefir kveðið að þeim í Mílanó. Stjórnin hefir kúgað uppreist- ina með hervaldi og fjöldi manna látið líf- ið og enn fleiri særst. Frakkar hafa gert menn út til að leita André norðurpólsfara. Leitarmenn héldu til gulllandsins Yukon. Hálf T-»j7'PMI?V fæst tu kauPs- ~ eyjan Ir jLiAlll 1U JL Lysthafendur snúi sjer til Gróu Oddsdóttur, Þingholtsatr. XX. „ísland“ hefur á f j ú r ð a hundrað haupcndur innanhæjar í Reykjavík og er það töluvert meiri hæjarútbreiðsla en nokkurt hinna blaðanna hefur. Ekk- ert þeirra gefur auglýsingum jafn- mikfa úthreiðslu um hæinn. Auglýsingayerð: 1 kr. hver þumlungur dálks. Mikill afsláttur, ef mikið er auglýst. Yerzlnn ASGEISs SIGDRÐSSOIar á Stofeyri. VERZLUNIN EDINBORGr var byrjuð 1. dag júnímánaðar. Mark og mið verzlunarinnar er að flytja þá beztu vöru og jafnframt ódýrnstu, sem hægt er að fá, selja hana fyrir það lægsta verð sem verzluniu þolir og að eins gegn peningum út i hönd eða vel vandaðri íslenzkri vöru. Með skipunum „ORLANDO“, „SOLID“ og „INGOLFI“ hefnr komið: TÍmTDlir alls Konar. Tré, Borð, Plankar, Gólfborð, Panel o. fl., sem alt verður selt mjög ódýrt, einkum í stærri kaupum. Kaffi, Kandís, Melís, Export, Bygg, Hrísgrjón, Baunir, Overheadsmjöl, Kex fínt (kaffi- brauð). Skonrok. Salt, — T*al5Ljá,rniö þeKta, nr. 26 og 24. Grænsápa, Handsápa, Sjóhatt; r, Vaxkápur, Vatnsfötur, Gráfíkjur, Rúsínnr, Bróstsykur, Auilín, Vasahnífar, Hnífapör, Matskeiðar, Tóbakspípur, Göngustafir, Leikföng, Vasabækur, Blekbyttur, Póstpappír o. m. fl. vefnaöarvara. Lífstykki, Lífstykkisteinar, Tvinni sv. og hv., Heklugarn, Ljósagarn, Shettlaudsgarn, Hörtvinni, Herðasjöl, Vetrarsjöl, Klútar, Boidang, Nankin, Moleskin, Hvítt og óbleikt léreft, Flonel og Flonelette, Musselin, Piisatau, Vergarn, Skozkt kjólatau, Hálfklæði, Tvisttau, Svuntutau, Vasaklútar og margt fleira. Xj©lrVara: Bollapör, Skálar, Diskar, Þvottastell, Tasínur, Krukkur, Jlósuskálar, Smjördiskar o. 11. Album, Myndarammar, Leikföng. Baölyfiö toezta: JEYBS FLUID. Með félagsskipl Árnesinga, eem búist er við að komi uns 18. þ. m. koma birgðir af þessum vörum: Rúg, Bygg, Hrísgrjón, Rúgmjöl, Hveiti, Baunir, OveOæads, Kaffi, Kandis, Melís, Púðursykur, Chocolade, Þakjárn, Þaksaumur og ýmislegt annað. Meginregla verzlunarinnar er „Xjitill ágóöi, sltil'. Þeir, sem hafa peninga eða vel vandaða íslenzka vöru, fá hvergi hetri kaup anstanfjails. Jón J"ónasson, verzlunarstjóri. Detta skylúi atMgað af ferðamönnum og öðrum þeim sem í fljótn bragði þurfa að fá sér fatnað. Ekki er annað en koma inn til H. Andersens; þar eru birgðirnar mestar hér í bænum af tilbúnum fatnaði með ALLSKONAR STÆRÐUM, GÆÐ- UM og DÝRLEIKA, bæði handa börnum og fullorðnum Úr hundruðum er að velja. Verðið er óvanalega lágt. Virðingarfyllst. H. Andersen. Þjóðminningardagur fyrir Árnes-sýslu verður haldinu sunnudag ÍO. J"ClXA næstkomandi á hökkunum hjá STÓRA- ÍRMÓTI í Flóa. Hátíðin hefst einni stundu fyrir hádegi. Rœðnhöld, söngur, hljúðfærasláttur, lcappreiöar, kapphlaup, glímur og dans, verður þar til skemmt- unar haft. Kaffi, chocolade, gosdrykkir, öl og mjélk verður seit þar með SANN- GJÖRNU verði Iongangur ÓliGypÍS fyrir og allir boðnir og velkomnir. Ólafur Helgasoo Eggert Benediktsson. prestur á Eyrarbakka bóndi í Laugardælum Símon Júnsson bóndi á Selíossi. Ný útkomið er: Baldursbrá Höfundur Bjarni Jónsson frá Vogi Ljóðmælasafn þetta er 136 síður í stóru 8 bl. broti, rnæta-vel vandað að prentun og á ágætan pappír. í þvi eru andlits- nayndir af höfnndinum og af dr. Kuchler, og einnig tvær landslagsmyndir frá Þýzka- landi á heilli síðu hver. Kostar Q lir og fæst í Reykja- vík hjá höinndinum og bóksölunum. T-A-K-IÐ E-F-TI-R. Kvennsöðull er^. til söiu í Kirkjustræti Nr. 2. Semja má við Jéhannes Jensson Skðsmið. TAKIÐ EFTIR. Munið eftir þvi að enn þá er til þessi ágæti skó- og vatnsstigvéla-áburður, sem hvergi fæst betri í bænum en hjá undirskrifuðum. Líka hefl jeg til geitarskinnssvertu á brúnt og gult skótau fyrir -dtS aura glasið. Ennfremur ættu þeir íerðamenn, sem þurfa að fá sér vatnsstígvél að koma til mín áður enn þeir fara annað. 2 Kirkjustræti 2. Júhannes Jensson. _______________skósmiður. jiii t schu fii?rr[ pantar 1 Einar Björnsson | £3 Pósthússtr. 3«

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.