Ísland


Ísland - 21.06.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 21.06.1898, Blaðsíða 2
98 ISLAND. „ísLA3srr>“ kemur út á hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þinglioltsstr. -át. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. fjórði flokkurinn, sem helzt óskar að allt komist aftur í sarna horfið og áður var, fyrir uppreisnina og stríðið. En hvernig sem stríðið endar er spáð, að ekki verði friðsamt þar í einni á næstu árum. Fjárkláðinn. Frá umræðum á amtsráðsfundi Yestur- amtsins 8.—10. þ. m. um fyrirskipanir amtsins um sótthreínsun fjárhúsa og fjár- baðanir segir svo í fundarbók amtsráðs- fundarins: Það kom fljótt fram að örðugleikar voru fyrir hendi, að því leiti er snerti hreins- un fjárhúsa með klórgufubrælu samkvæmt leiðarvísi dýralækuisins, og komu til for- seta málaleitanir úr ýmsum áttum um það, að sleppa mætti svo lagaðri sótt- hreinsun, sem mönnum stóð stuggur af og sem menn héldu hættulega, sérstak- lega þar sem fjárhús og heyhlöður náðu saman, heldur vildu mean sótthreinsa með þvotti upp úr baðleginum og úr klór- kalksvökva eða rensli. Forseti þóttist nú geta slakað nokkuð til í þessu efni, þar sem hann taldi að aðalreglan um sótt- hreinsun húsa feldist í upphafinu á leið- arvísinum, þar segir fyrir um sótthreins- un með klórkalksrensli og kreolinvatni eða karbólvatni, en brælun skyldi þar viðhöfð er fjárhúsveggir væru mjög holóttir, sem að vísu víðast hvar mun eiga sér stað. Ef hörgull væri á hreinsunarmeð- ulum, sem menn einnig báru við, leyfði forseti að menn mættu fara eftir þeim reglum, sem menn áður höfðu notað við sótthreinsun fjárhúsa, en eftir þeim skyldi fyrst flytja allt tað burt úr húsunum, hella sjóðheitu vatni í jöturnar og á veggi svo langt upp, sem kindur gætu náð til; því næst skyldi bræla húsin innan með því að brenna moði á gólfinu, svo loginn læsti sig um húsið og nógu langt uppeftir veggjum. Alla viði í húsinu skyldi tjarga eða kalka. Að endingu skyldi viðra hús- in og láta þau standa tóm nokkrar vikur áður en Iátið yrði fé í þau aftur. Eins og skýrslur lögreglustjóra, sem forseti lagði fram, bera með sér, hefir sótthreinsun fjárhúsa orðið mjög ófull- komin og víðasthvar engin. í skýrslum úr Dalasýslu er sagt að sótthreinsun fjár- húsa hafi sumstaðar farið fram. í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu befir sótthreinsun víða farið frara, en helzt með því móti að baðlegi hefir verið stökkt innan um húsin um leið og féð var baðað. í Ár- nessýslu heflr í flestam hreppum sýslunn- ar einhver sótthreinsun farið fram, eftir því sem sýsiumaðurinn skýrir frá. Hin eina sýsla, þar sem veruleg gangskör hef- ir verið gerð að sótthreinsun fjárhúsa, er Snæfeilsnes- og Hnappadalssýsla og hefir sótthreinsun farið fram í öllum hreppum sýslunnar, en víðaathvar eftir eldri að- ferðinni. Að því er baðanir snertir, þá hafa þær, samkvæmt hinum framkomnu skýrslum aistaðar farið fram, og er það eflaust að áhugi manna er alment vaknaður á því að baða fé sitt. í skýrslunum úr Dala- sýslu er þess getið, hverjar ráðstafanir hafi verið gerðar af hálfu lögreglustjóra til að halda mönnum til hlýðni í þessu efni, þ. e. a. s. til að baða. í Neshrepp innan Ennis höfðu menn einnig leyft sér að nota íburð í stað þess að baða, en sýslumaður hafði í bréfl 13. apríl þ. á., sem var framlagt, skýrt svo frá, að hann hefði fyrirskipað almenna böðun saupfjár þar í hreppi nú á þessu vori. Að því er snertir heilbrigðisástand sauðfjárins, hvað kláða snertir, á því svæði sem hér er um að ræða, samkvæmt hinum framkomnu skýrslum, þá er óhætt að fullyrða að minna er um kláða nú en verið heflr að undarförnu. Þær sýslur, þar sem kláði helzt heflr gert vart við sig, eru Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, Dalasýsla, Snæfellsnes- og Haappadalssýsla og GuIIbringu- og Kjósarsýsla (2 hreppar). Skoðun hafði farið fram í Dalasýslu í apríl í vor og fundust 11 kindur sjúkar. Yið haustskoðun í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu fundust 110 kindur sjúkar, en um áramót eigi fleiri en 40—50. Til saman- burðar skýrskotaði forseti til þess, sem komið hafði fram við útflutning á sauðfje af Akranesi í nóv. 1896; þá komu fyrir eigi færri en 64 kindur með kláða af 6894, og voru af þeim kláðakindum 56 úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. í Snæ- fellsness-- og Hnappadalssýslu, þar sem kláði var allmagnaður vorið 1895, komu fram við skoðanir þær, sem fram fóru í apríl og maí þ. á. undir 200 kindur með kláða, auk nokkurra sem grunaðir voru, en við skoðanirnar á síðastliðnu hausti komu fram alls 22 kindur kláðasjúkar. í ísafjarðarsýslu hafði enginn kláði komið fram við haustskoðanir, og í Barðastranda- sýslu höfðu að eins fundist tvær kindur með kláða. í Árnessýslu hafði fundist kláði á 6 kindum. í Mosfellshreppi í Gulibr. og Kjósarsýslu hafði fundist ein kind með kláða, en við vorskoðun 2. í Kjósarhrepp hefir borið nokkuð á kláða, en þó eigi að nokkrum verulegum mun. Forseti skýrði þá frá því að hann, eftir að hafa fengið framangreindar skýrslur hefði látið sér nægja að skrifa sýslumönn- unum í Stranda-, ísafjarðar-, Barðastranda-, Snæfellsn,- og Hnappadalssýslu og Ár- nessýlu á þá leið, að hann eigi fyndi á- stæðu til að fyrirskipa sérstakar ráðstaf- anir gegn fjárkláða í þeirra lögsagnarum- dæmum nú á þessu vori, en vildi fela þeim að hafa gætur á heilbrigðisástandi sauðfjárins í sýsluuni, fyrirskipa almenn- ar skoðanir og gera aðrar ráðstafanir eft- ir því, sem fyrirmælt væri í tilsk. 5. jan. 1866 nm fjárkláða og önnur næm fjár- veikindi á íslandi, ef þeim skyldi finnast nauðsyn til þess. Aftur á móti hafði for- seti skrifað sýsiumönuunum í Dala-, Mýra- og Borgaríjarðarsýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu að láta almennar fjárskoðanir fram fara í þeirra sýslum á þessu vori. Úr Strandasýslu var kvartað yfir því, að hinar fyrirskipuðu fjárbaðanir síðastl. haust hefði verið vanræktar í Dala- og B irðastrandasýslum og yflr því, að Ísaíjarð- arsýsla hefði verið undanþegin því, &ð láta baða, og úr Snæfelisnessýslu var skýrt frá, að Skógstrendingar hefðu að sögn í 3 ár mátt horfa upp á það, að nágrönn- um þeirra i Hörðudalshreppi í Dala- sýslu hefði að ósekju haldist uppi að leggja uudir höfuð sér þær fyrirskipanir gegn fjárkláða, sem Skógstrendingum hefði ver- ið haldið til að hlýða. Amtsráðið ályktaði að skora á forseta að láta almennar fjárskoðanir fram fara á komandi hausti með sama móti sem í fyrra í öllum sýslum amtsins nema ísa- fjarðar- og Vestur- Barðastrandasýslum. Skoðunum skyldi vera lokið fyrir jól. Rjettritunar samþyktin. Af því að „ísland“ er eitt af þeim blöð- um sem breytt hefir réttritun sinni nú nýlega samkvæmt réttritunarsam- þyktum blaðamannafélagsins í Rvík, og af því að þessi breyting á réttrituninni hefir nú verið gerð að umtalsefni opinber- lega, þá skal hér minst á hana með nokkrum orðum, og það þótt maður sá, sem vakið hefir umræður um þetta mál- efni opinberlega sé allsendis ómálfróður og svo vankunnandi í íslenzkri tungu að Ieitun mun þar á jafnoka hans meðal þeirra manna, sem á einhvern skóla hafa gengið. . Því það eru margir aðrir en hann ófróðir i þessum efnum og geta ekki hjálp- arlaust gert greinarmun á því, sem um þetta er rit&ð af viti eða vanþekking. Réttritunarsamþykt sú, sem hér er um að ræða, er í því fólgin að blaðamenn og rithöfundar margir, bæði hér í Rvík og annarstaðar á landinu, hafa komið sér saman um að taka allir npp éina ogsömu réttritun. Dppástungan er frá blaðamanna- félaginu í Rvík og meðlimir þess eru allir með í samtökunum. Hér er ekki farið fram á nein nýmæli í íslenzkri rétt- ritun; eigi heldur óbreytt upp tekin nokk- ur af þeim réttritunarvenjum, sem áður tíðkuðust. Tilgangur þessara samtaka er sá, að eyða glundroða þeim, sem nú er orðinrt á íslenkzri réttritun og afstýra með því þeim skemdum, sem tungunni eru af honum búuar. í einstökum atrið um er þeirri ritvenju haldið sem almenn- ust var áður. Hér eru því fáar breyt- ingar gerðar frá þeim réttritunarvenjum þremur, sem verið hafa almennastar, og engar eru þær beytingar stórvægilegar. Úr hverri um sig eru feldar þær reglur, er einkum hafa verið þeim, sem fylgt hafa annari ritvenju, ásteytingarsteinn. Úr réttritun Sveinbjarnar Egilssonar, sem margir hafa fylgt allt til þessa meira eða minna breyttri, eru t. d. feldir breiðu hljóðstafirnir á undan ng og nk., úr rétt- ritun Halldórs Friðrikssonar, eða skóla- réttrituninni er t. d. z feld að nokkru leiti, og tvöfaldanir samhljóðenda á undan öðrum samhljóðanda, úr réttritun Jóns Þorkelssonar er t. d. feld önnur myndin af æ inu (œ) og altaf ritað ur í beyging- arendingum orða þar sem það heyrist, en ekki r að eins. Til að fá einingu í réttritunina einsog nú stendur, er þessi aðferð án efa heppi- legust, miklu heppilegri en að taka upp óbreytta einhverja hina eldri réttritun. Þess ber vel að gæta, &ð þótt glund- roðinn sé mikill í íslenzku réttrituninni og þrætur málfræðinganna hafi stundum orðið allheitar útúr ágreiningsatriðunum, þá hafa þau í sjálfu sér verið lítils verð. Þegar um réttritun er að ræða eru það að eins tvær meginreglur er komið geta til greina: að rita samkvæmt uppruna orðanna eða að rita samkvæmt framburði. Enginn íslenzkur málfræðingur hefir enn sem komið er haldið því fram eindregið, að rita skyldi eftir fraroburði, síðan Kon- ráð Gíslason gerði það í fyrstu árum „Fjölnis". Sjálfur fylgdi hann aldrei þeirri kenning sinni, þótt hann færði stafsetn- inguna á Fjölni þá í áttina til framburð- arréttritunar. Að kalla réttritun rektors Björns Ólsens framburðarréttritun, eins og algengt er, það er tóm vitleysa. AU- ir málfræðingarnir okkar, Halldór Frið- riksson, Jón Þorkelsson, Björn Ólsen o. s. frv. kenna reyndar sömu aðalregluna fyrir íslenzkri réttritun, þá að rita, sem næst framburði, en þó með tilliti til upp- runa orðanna. Ágreiningurinn milli Björns rektors Ólsens og hinna eldri er að eins ura það, hvort stigið skuli einu sporinu nær framburðarréttrituninni eða ekki. Þegar þessa er gætt, þá verður þrætan um það, hvort heldur skuli taka upp þessa ritvenjuna eða hina í hverju einstöku atriði, mjög lítilfjörleg í sjálfu sér. Hins- vegar er ósamkvæmnin í réttrituninni, auk þess sem húu er að mörgu leiti mjög óhagkvæm, tunguuni til spillis en ekki til bóta. Reynslan sýnir, að fæstir af þeim, sem á íslenzku rita, fylgja nokkr- um einstökum at forsprökkum hinna ýmsu tilbreytinga, sem fram hafa komið í rétt- rituninni; þeir taka eina ritvenjuna eftir þessum, aðia eftir hinum. EinD tekur það t. d. eftir Jóni Þorkelssyni að slepp i alveg z-unni, en ritar ur í endingum orð , þar sem Jón rektor ritar r; hann tekur það eftir Birni rektor Ólsen að sleppa tvöföldun samhljóðenda á undan öðrum samhljóðanda, en ritar svo jafnan p á undan t, san kvæmt réttritun Halldórs Friðrikssonar. Annar fer svo þveröfugt að, tekur upp endingarr-ið eftirJóniÞor kelssyni en heldur z unni; heldur við tvö- földun samhljóðendanna eins og Halldór Friðriksson, en ritar víða f á undan t, þar sem Halldór ritar p. Þetta er af því, að ágreiningur málfræðinganna er að eins fólgin í óverulegum smámunum, ekki í mismunandi skoðunum á því, hverjum meginreglum eða frumreglum réttritunin eigi að fylgja. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefir Ein- ar prentari Benediktsson byrjað aðrita um réttritunarsamþyktina. Auðvitað hugsar hann sér að rita um þatta upp úr ein- hverju af ritgerðum Konráðs Gíslasonar. En hann gáir þess ekki að hann er sjálf- ur allt of illa að sér til að geta farið rétt með kenningar Konráðs. Það sem komið er frá honum um þetta er líka tóm vitleysa, eins og við er að búast. Frá fjallatindum til fiskimiða. 8. þ. m. færðu nokkrir helstu bændurnir í Stóra- Núps-og Hrepphóla eókn presti BÍnum, BÍra Yaldi- mar Briem, heiðursgjöf frá söfnuðum hans í minn- ingu þess, að þá voru liðin 25 ár frá því að hann var settur inn í prestembætti þar. Gjöfln var skrif- borð með tilheyrandi stól og saumaborð handa frú hans, hortveggja mjög vandað. Gjöfunum fylgdi ávarp frá söfuðunum, skrautritað og i ljóðum og hafði kveði þau Brynjólfur skáld Jónsson frá Minna- núpi. Amtsráðsfundur í veaturamtinu var haldinn 8.— 10. þ. m. á ísafirði. AmtsráðBmenn: eru Ásgeir Bjarnason bóndi á Knararnesi, úr Mýrasýslu, Björn Bjarnarson sýslumaður á Sauðafelli, úr Dalasýslu, Eyjólfur Jónsson kaupmaður í Flatey, úr Barða- strandasýslu, síra Kristinn Daníelsson á Söndum úr Vestur-ísafjarðarsýslu, ritstj. Skúli Thorodd- sen úr Norður-ísafjarðarsýslu, páll prófastur Ólafs- son á Presssbakka úr Strandasýslu og Þórður dbrm.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.