Ísland


Ísland - 23.09.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 23.09.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 3. ársij'. Reykjavík, 23 sept. 1898. 37. tölublað. P-A-K-K-A-L-I-T-I-K OG I0Nri>IC3fr-C> (BLÁKKUSTEINN) FÆST HJÁ: Hr. L. Lövenskjold Fossum, — Fossum pr. Skien lætur kaupmiJnnum og- kaup- fjelögum 1 tje alls konar t±xxx'to\XX?; einnig tekur nefnt fjelag- að sjer að reisa hús, t.d. kirkjur o.s.frv. Semja má við umboðs- Miaiiii þess: Pjetur M. Bjarnason, ísafirði. Minnisspjald. Landsbanlcinn opinu dagl. kl. 11 árdegis til 2 slðdegis. — Bankastjóri við kl. 1175—l'/j. — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðwinn opinn í barnaskólanum kl. 5—6 slð- degis 1. mánud. 1 hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega fra kl. 12— 2 sfðd.; á manud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsfiórnar-tmdlv 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátœlcranefndar-funaiv 2. og 4. fmtd. í mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (I Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 glSdegis. Ókeypis lækning a spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i manuði hverjum. Svar til prestafundarins á Sauðárkróki. I. Úr Þingmúlasókn. Út af áskorun prestafundar að Sauðár- króki 8.-9. júní síðastl. til kirkjustjórn- arinnar, sem birt er í 40.—41. tölablaði „ísafoldar" þ. &., höfum vér undirskrifaðir sóknarbændur í Pingmúlasókn, fyrir for- göngu sóknarnefndar, safnaðarfulltrúa og annara helztu bænda, í dag haldið fund hér að Þingmúla, til þess að vita, hvort nokkuð það ætti sér stað, eða hefði átt sér stað í safnaðarfélagi voru, sem rétt- lætt geti þann áburð á prest vorn, séra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi, sem nefnd- nr prestafundur ber fram. Oss var raun- ar hverjum fyrir sig ókunnugt nm nokkra misklíð milli safnaða og prests. En með því vera mátti að einhver minni háttar ágreiningur gæti átt sér stað milli ein- stakra safnaðarlima og hans án þessaðrir vissu, þá höfum vér nú grenslast eftir slíku og leitað eftir hver við annan. Sam- kvæmt því sem vór þannig bæði áður vissum og sérstaklega nú í dag hefur ber- lega og einarðlega verið látið í Ijósi á fundi vorum, lýsum vér hér með yfir því, að eins og séra Magnús ekki hefur átt í einu einasta máli, hvorki smáu né stóru, við nokkurn mann hér í sókn síðan hann kom, eins er heldur ekki einu sinni í kyr- þey nokkur ágreiningur til miíli hans og einstakra sóknarmanna né safnaðarins í heild sinni. Þessa yfirlýsingu skorum vér á öll þau blöð að taka til birtingar, sem flutt hafa eða flytja hér eftir fregnir af nefndum prestafundi. Þingmúla, 31. júll 1898. Benedikt Eyjðlfsson á Þorvaldsstöðum (safnaðarfull- trúi og hreppstjóri). Jón Runólfssou á Stðra Sand- folli (Bðknarnefndarmaður). Pinnur Bjarnarson á Geirðlfsstöðum (sðkarnefndarmaður og hreppsnefnd- armaður). Guðmundur Jónsson á Mýrum (sðknar- nefndarmaður). Antoníus Björnson á Flögu (sýslu- nefndarmaður). Stefán Þðrarinsson á Mýrum. Björn Antoníusson á Flögu. Jón ísleifsson & Hryggstekk (hreppsnefndarmaður). Finnbogi Ólafs- son á Arnhðlsstöðum (Oddviti). Einar Höskuldsson á Borg. Jón Jónsson á Borg. Einar Jónsson í Stðra Sandfelli. Jón Björnson að Þíngmúla Björn Arnason í Stóra Sandfelli. Sigríður Jönsdóttir í Vatnsskógum. Vigfús Sveinsson á Stefánsstöðum. J6n Jönsson á Hallbjamarstöðum. Erlendnr ísleifs- son á Víðilæk. HjÖrtur Stefánsson i Eyrarteigi. Einar Eyjðlfsson i Litla Sandfelli. II. Úr Yallanessókn. Út af áskorun prestafundar að Sauðár- króki 8.—9. júní síðastl. til kirkjustjórn- arinnar, sem birt er í 40.—41. tölublaði „ísafoldar" þ. á., höfum vér undirritaðir sóknarbændur í Vallanessókn, sem erum staddir við biskups visitatiu að Vallanesi í dag, komið oss saman um að gefa svo- látandi yflrlýsingu: Milli sóknarmanna í þessari sókn og sóknarprests vors, séra Magnúsar Bí. Jónssouar, hefur svo vér til vitum enginn ágreiningur, misklíð eða 6- vinátta átt sér stað, því síður ófriður og mál&ferli, hvorki við einn eða fleiri. Þessa yfirlýsingu skorum vér á öll þau blöð að taka til birtingar, sem flutt hafa eða flytja hér eftir fregnir af nefndum prestafundi um þetta atriði. Vallanesi, 16. ágúst 1898. Jðn Pétursson í Tunguhaga. Arni Arnason i Hvammi. Jðn Guðmundsson í Grðfargerði. Sigurður Sigurðsson á Strönd. Vigfús Þórðarson á Eyjðlfs- stöðum. Guðmundur Sighvatsson í Tunguhaga. J6n ívarsson í Sauðhaga. Stefán Einarsson á Gunnlaugsstöðum. Þórarinn Sölvason á Úlfastöð- um. Vilhjálmur Jóusson á Gíslastöðum. Þorhjörg Oddsdðttir a Víkingsstöðum. Jón Guðmundsson á Freyshólum. Elísabet Sigurðardðttir á Hallorms- stað. III. Útdráttur úr Mskups-visitatiu að Valla- nesi, 16. águst 1898. Með hinum venjulegu spumingum til prests og safnaða, grenslaðist biskupinn eftir kristilegu ástandi safnaðanna, skyldu- rækni prestsins, samvizkusemi hans í em- bættisfærslu, samkomulagi hans við söfn- uðinn og allri framkomu. Presturinn lýsti yflr ánægju sinni yfir safnaðarlífinu og fratnkomu safnaðarins gagnvart sér. Sömu- leiðia báru söfnuðir beggja sóknanna prest- inum bezta vitni um öll fyrgreind atriði, og lýstu sérstaklega yflr, að sá áburður um ófriðsemi, sem opinberlega hefar kom- ið fram um hann, væri með öllu ástæðu- laus. Einn viðstaddur utanþjóðkirkjumað- ur, hreppsnefndaroddviti Nikulás Guð- mundsson í Arnkelsgerði, lýsti yflr, að stofnun utanþjóðkirkjusafnaðarins stafaði alls eigi af neinni óvild, kala eða missætti við sóknarprestinn, og að enginn ófriðui hefði átt sér stað þeirra á milli. Hallgr. Sveinsson, Magnús Bl. Jónsson. Jðn ívara- son, Sigurður Sigurðsson, Þórarinn Sölvason, Bene- dikt Eyjólfsson, Finnur Bjarnarson, Guðmundur Jónsson, Vigfus Þðrðarson, Helgi Jðnsson, Nikulás Guðmundsson, Priðrik Hallgrímsson. IV. Að gefnu tilefni vottast hér með, að mér er það með öllu ókunnugt, að nokkur óánægja eða ósamlycdi hafi átt sér stað milli séra Magnúar Bl. Jónssonar í Valla- nesi og sóknarmanna hans, enda hefur aldrei verið kvartað um slíkt af safnaðar- falltrúum á héraðsfundum, eða öðrum sókn- arnefndarmönnum hlutaðeigandi prests. Hólmum, 19. agúst 1898. Jóhann L. Sveinbjamarson. (prófastur i Suður-Múlaprðfastsdæmi), * * * Framan- og ofanritaðar yfirlýsingar, út- drátt og vottorð krefst ég, samkvæmt 11. gr. prentfrelsislaganna, að hvert það blað eða timarit taki til birtingar orðrétt og óstytt, sem nefnt hafa nafn mitt í sam- bandi við prestafundinn á Sauðárkróki 8.-9. júní þ. á. Dæmi svo allir rétthugsandi menn mín og norðlenzku prestanna á milli. Vallanesi, 21. agúst 1898, Magnús Bi. Jónsson. Geggjað skriftól? Af hringlanda „ísafoldar" nm „danne- brogs"-fánann o.fl. nú í síðustu tölublöðum lítur út fyrir að skriftól blaðsins sé alveg í ólagi, sé eitthvað bilað. „ísland" reyndi í síðasta blaði að sýna „ísaf." fram á, að ríkisfáni okkar eða „Dannebrogs"-merkið hefði ekkert erindi átt austur á Þingvöll húsvígsludaginn í sumar, af því að þar hefði engin alþjóðleg sarakoma verið haldin þann dag. Húsið, sem þar var reist, er sem sé einstakra manna eign, en ekki þjóðareign, og þótt eigendurnir hafi fengið styrk til byggingarinnar af landsfé, dettur víst eng- um í hug að telja húsið opinbera bygging. Og úr því svo er ekki, kemur engum við, hvort eigendurnir vígðu það undir danne- brogsmerkinu eða ekki. „ísaf." er á miðvikudaginn að bögglast við að svara þessu. Væri skriftól blaðsins ekki eitthvað geggjað, þá hefði „ísaf." vafalaust svarað einhverju í þá átt, að samkoman á Þing- velli hefði verið þess eðlis, að „danne- brogs"-fáninn hefði verið þar ómissandi, og reynt að færa einhverja ástæðu fyrir þessu. En „ísaf." svarar svo, að „ísl" muni bráðum eýna að engin ástæða sé til að láta danebrogsfánann blakta yfir alþingi íslendinga eða islenskum bkipum. Þetta er alt og sumt, sem blaðið getur nú fært fram til yarnar blaðri sínu um þetta mál áður. Þá hafði það haldið því fram, að „dannebrogs"-fáninn hefði átt að blakta yfir gistihúsinu til ab sýna brœðraþel olck- ar til Dana. En nú lítur þó svo út sem það sé fallið frá þeirri kenning. Svar „ísaf." upp á smágrein, sem stóð í „ísl." út af ummælum „ísaf." um grein Jóns Ólafssonar í „Politiken", ber vott um sömu geggjunina og hitt. „ísl." sagði að það væri alkunnugt, að kjósendur út um land hefðu tekið með ó- ánægju við tilboði stjórnarinnar í fyrra, Valtýskunni — eins og segir í grein J. Ól. í „Politiken" — og þýddi engum að neita. Þetta skýrir „ísaf." svo, að hér í blað- inu hafl verið sagt, að íslendingar vildu við engri stjórnarbót líta annari en miðl- uninni frá '89. Um þetta bullar hún nærri heilan dálk. Eins og allir geta séð, er ekki með einu orði minst á það í smágreininni, sem „ísa- fold" er að svara, hvort margir eða fáir muni íylgjandi miðluninni. Mærðin í „ísaf." út af þessu er því ekkert annað en bull og vitleysa. „ísl." bar líka á móti því, að miðlunar- mennirnir frá '89 hefðu gert mikla gang- skör að því að koma á Þingvallafundi í sumar, og færði fram sem ástæðu að „Nýja Öldin", aðalmálgagn þeirra, hefði eindregið lagt á mðti fundinum. „Sé þessi sönnun að uokkru nýt", segir „ísaf.", þá leiðir af henni óhjákvæmilega, að í miðlunarflokknum frá '89 er „Nýja Öldin" og enginn annar". Ekki er að tvíla skarpleikann! „ísl." lætur öðrum eftir að dæma nm skynsemina og „logikina" í þessu. Ritstjóri „ísaf." hefur hingað til verið álitinu hafa fullkomna meðalskynsemi, verið talinn þolanlega þurskynsamur maður. Og skíiftól „ísafoldar" hefur veriðtalið lipurt og gott verkíæri. Hvers vegna flytur þá blaðið þetta bull? Annaðhvort er, að ritstjóranum er farið mjög að förlast, eða þá að skriftólið er alvarlega geggjað nú sem stendur, og læt- ur ekki að stjórn. En hvort heldur sem er, þá er það ekki til að spauga að, og skal því ekki meir um það rætt að Binni. Morð. Drotningia af Austurríki hefur nýlega verið myrt, stungin með hnífl í brjóstið. Morðinginn sagður geggjaður á viti; ann- ars óljósar fregnir af morðinu. Ákaflegt óveður stóð í Danmörku og víðar á norðurlöndum 15.-16. ágúst. Verat var það á Jótlandi. Þar stóð það í 15 tíma og brunnu 77 bæir og 9 menn biðu bana og margt af fénaði. Skaðinn er metinn margar miljónir króna.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.