Ísland


Ísland - 23.09.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 23.09.1898, Blaðsíða 2
146 ISLAND. „ÍSLAKTD'* kemnr öt á hveTjum þriðjudegi. Kostar i Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendia 4 kr. 50 au. Ritstjðri: Þorsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðaina: Þinglioltsstr. -áb- Prentað í Pélagsprentsmiðjunni. Land úr landi. Dreyfus málið, — sjálfsmorð Henry’s, Boisdeffre og Caraignae segja af sér. Zurlinden. Fieiri sekír. Nú hafa þeir atburðir orðið síðustu dagana að útlit er fyrir að málið gegn Dreyfus verði tekið upp af nýju tii rann- sóknar. Henry, formaður vitneskjaskrif- stofu herstjórnarráðaneytisins, hefur játað upp á sig svik. 7. júlí síðastliðinn las hermálaráðgjafinn Cavaignac upp á þing- inu nokkur skjöl viðvikjandi Dreyfusmál- inu og meðal þeirra var eitt er vakti mikla athygli og skaut fjrst í stað Droy- fus vinum skelk í bringu, og allir töldu Dreyfus sekan. Skjalið var bréfsnepill frá þýzka eendiherranum í París, Schwartz- koppen, til italska sendiherrans, Panizr- ajrdi, og var það svohljóðandi: „Ég hef heyrt, að þjóðkjörinn þing- maður ætti að lireyfa Dreyfusraálinu. Ef . . . (hér var sotning er Cavaignac vildi ekki lesa upp, en seinna korast það upp að hún hljóðaði svo: „Ef hans hátign spyr mig um þetta, þá segi ég . . . að ég hafi aldrei átt neitt saman við þenna Gyðing að sælda. í því er ég einráðinn. Ef gerð yrði fyrirspurn til yðar, þá svarið þér náttúrlega hinu sama, því enginn þarf að hugsa til að fá nokkurn tíma að vita hvað á milli okkar hefur gjörst“. Þingmönnum fanst svo mikið um þetta að þeir samþyktu að láta prenta ræðu Cavaignac ásamt málsgögnum svo að menn út um Frakkland gætu fengið að vita hvernig í öllu lægi. Þóttust herdóms- menn góðir að ná tangarhaldi á slíku skjali, en sá fögnuður varð skammur, því seinast í ágúst játar Henry, að þann hafi falsað bréfið. Var hann þá jafnskjótt tekinn fastur, en skar sig á háls í faag- elsinu að kvöldi þess 30. ágúst, og hefur hermálaráðgjafinn fesgið hnútur fyrir það að hafa ekki látið gæta hans nógu vel. Að vísu varð m&ðurinn engum harmdauði nema konunni, en ilt þótti að geta ekki fengið að yfirheyra hann, því að hann hefur komið mikið við Dreyfus-málið, þar sem hann kom fyrstur með sakargögn gegn honum og fékk því til vegar komið, að hann var tekinn fastur. Játniag Henry’s fékk Boisdeffre svo mikils, að hann sagði þegar af sér og varð Renou- ard hershöfðingi formaður í hans stað, en hún fékk ekki Boisdeífre einurn mikils, heldur tók menn að gruna margt um sak- argögnin gegn_ Dreyfue, og hefur þetta orðið til þess, að nú er það nálega al- þjóðarvilji á Frakkiandi, að mál Dreyfus sé tekið upp af nýju og rannsakað. Ea Cavaignac stóð á móti, og þó munu marg- ir ráðherrarnir því fylgjandi að svo sé gert. Mun hann því ekki liafa séð sér fært að sitja leogur í ráðherra sæti og bið um lausn 3. sept. Bréf hans til Brisson ráðaneytisforseta var svo hljóð- andi: „Ég leyfi mér hérmeð að biðja yður að leggja fram fyrir forseta þjóðveldisins beiðni mína um Isusn frá embætti. Sá skoðanamunur, sem nú er á milli okkar, mun tefja fyrír framkvæmdum ráðaneyt- isins, einmitt um þær muudir, sem það einkum og sér í lagi þarf að vera sam- huga og gera fullnaðarákvörðun í þe.ssu efni. Ég er enn sem fyr sannfærður um sekt Dreyfus og hlýfc því að vera mót- fallinn endurrannsókn á málinu. Vissu- lega hefur það ekki verið tílgangur minn að hlyðra mér hjá að bera ábyrgðina á þessu máli, er vofir yfir, en mér mundi ekki auðið að bera þá ábyrgð, þegar ég er ósammála formanni þeirrar stjórnar, sem ég sit í“. Cavaignac hefur fengið lausn frá em- bætti, en Zurlinden hershöfðingi, sem var yfirborgstjóri í Paris, er orðinn hermála- ráðgjafi í hans stað. Jafnskjótt sem Zur- linden hafði tekið við erabætti reit Sarrien dómsmálaráðgjafi honum og bað um að láta sig fá öll málsgögn viðvíkjandi játn- ingu Henry’s og Dreyfusmálinu, en Zur- linden bað þess að fá að halda þeim fyrst um sinn, svo að hann gæti kynt sér þau. Næstu ráðsamkomu kvað eiga að halda á mánudaginn 12. þ. m. og þar að skera úr því, hvort taka skuii mál Dreyfus til rannsóknar. Einn af Dreyfus-féndum hefir látið sér um munn fara, að svo framar- lega, sem Dreyfus þá verði dæmdur sýkn saka, þá sé það af því, að Brisson ráða- neytisforseti og vinir hans hafi stolið sak- argögnunum gegn honum, því að hann fullyrðir að ótvíræðar sannanir séu íil um sekt Dreyfus. Talið er víst, að Picquart hershöfðingja verði slept úr fangelsi 8. þ. m. Nýlega hefur komið bréf frá Zola og vita menn ekki hvar hann er, en hann kveðst koma heim í októbermánuði og hyggja menn að engin hætta muni verða á því, að hann verði settur þá í fangelsi. Einnig hafa nýlega komið fregnir frá Dreyfus; kvað hann vera mjög magur en þó við allgóða heilsu, er farinn að venj- ast við loftslagið; jafnan er haun hljóður og dapur en vonar alt af að úr rætist fyrir sér. Eftir síðustu fregnum kvað Zurlinden hafa á ráðsamkomu 6. þ. m. Jýst því yfir, að allar líkur væri til þess, samkvæmt rannsóknum þeim, er haldnar höfðu verið eftir að svik Henry’s voru uppvís orðin, að fleiri hershöfðingjar væru sekir. Það er í mæli, að nú eigi að taka du Paty de Ciam fastan, og að Esterhazy sé flúinn; þó eru ekki vissar fregnir fengnar enn um það. Rússakeisari og friðarþingið. ÖIS blöð ræða nú rnikið um friðarþing- ið, sem Rússakeisari hefur stungið upp á að haldið verði og ljúka flest lofsorði á það, nema nokkur frönsk blöð, sem muna enn eftir missi Elsass-Lothringens. Stjórn- endurnir hafa og tekið vel í það og munu að öllum líkum fallast á það. Að minsta kosti er það fullgert að stjórnirnar í Wien, Róm og Berlín geri það, sömuleiðis Eng- land; Noregur og Svíþjóð hafa þegar gert það. Á laugardaginn var haldið ríkisráð á Bernstorff og þar kom til umræðu tilboð Czarsins til Dana að taka þátt í friðar- þingiuu og er mælt að það hafi verið þegið. í mæli er að Lövenörn sendiherra Dana í Pétursborg verði sendur á fundinn. Sagt er að Czarinn hugsi helzfc til að þingið verði haldið seinast í ár eða fyrst á næsta ári. Nikulási keisara er sungin lof og dýrð af friðarvinum, þó þakka menn meira Murawiew greifa, utanríkisráðherra hans þetta. Það þykir ósamkvæmni hjá Czarnum, að hann fáum dögum áður en hann sendi þetta friðarboð út, bauð að rannsaka her- raálefni Finna og skipaði nefnd til að fást við það mál; var það af því honum þótti herinn þar ekki nógu sterkur. Formaður nefndarinnar var leyndarráð Pobédonoszew. Hún hefur komist að þeirri niðrstöðu, að það beri að auka herinn við larsdamæri Svíþjóðar. Þetta þykir Svíum, sem von er óviðurkvæmilegt. Það hyggja menn að Czarinn muni ekki ætla að leggja neitt lögmætt frum- varp fyrir friðarþingið um að minka her- naðarútgerðina, heldur að jafna ýms á- greiningsatriði, sem nú eru þjóða á milli. En hvað hann gerir í þessu efni verður tíminn að sýna. í Hollandi hafa verið mikil hátíðahöld síðustu . dagana í tilefni af því, að hin unga drottning þeirra, dóttir Vilhjálms III., hefur tekið við rikisstjórn. Nú hyggst Vilhjálmur Þýzkalandskeis- ari að fara til Austurlanda og kynna sér þar málin og skipa, en í tilefni af þess- ari austurför hans hefur páfinn gefið Langénieux kardinála fullmakt til að gera heyrum kunnugt, að Frakkland eitt hafi leyfi til að vernda kaþólska trúboða og trúboðsstofnanir í Austurlöndum. Vilhjálmur keisari kom fyrst í þessum mánuði til Oeynhausen og var þar gerður fagnaður mikill móti honum, og að vanda hélt hann ræðu í gildi því, er honum var haldið. Lýsti hann því þar yfir, að lagt mundi verða fyrir ríkisdaginn frum- varp til laga, er legði hegningarhúsvist við því að hindra þýzka vinnumenn frá vinnu eða vera vald&ndi að verkföllum. Er eftir að vita hvað ríkisdagurinn segir við því. Enskt-þýzkt samband. Talsverður samdráttur hefur verið milli Englands og Þýzkalands, enda hefur keis- arinn minst þess í ræðu einni, að Eng- lendingar og Þjóðverjar hefðu verið banda- menn við Waterloo og lofað Engla fyrir framgöngu þeirra í Afríku, og sent heilla- ósk og votUð gieði sína yfir sigri þeirra. í Londoa er verið að gera einhverja samn- irsga, og mæta þar fyrir England Balfour, en fyrir Þjóðverja Harízfeldt, en mest alt liggur í þsgnaðargildi viðvíkjandi þeim, þó mun það víst, að Þýzkaland hefur gefið samþykki sitt tii þess, að selja Euglandi Delagoa-Bai. Að vísu veiður ekki gert samband frá Englands hálfu, án samþykkis parlamentisins, en það þykjast menn þó vita, að hér búi eitthvað meira undir, en nýlendumálin eingöngu. Herferð Englendinga í Egyptalandi. Sigur við Omdurman. Eftir að hershöfðingi Engiendinga Kit- chener hafði unnið eigurinn við Albana 6. aprí! í ár á liðsveitum Madíans, varð um tíma hlé á ófriðnum, en í niiðjum ágúst hélt Kitchener hernum úr herbúðunum við Atbara og hélt upp með Níifljótinu, en upp eftir sjálfu fljótinu voru sendir 8 vel- búnir kanónubátar. Urðu engar tálmanir frá Mahdíans hálfu fyr en 1. september; þá var enski herinn kominn í nánd við Omduraman, en þar var Mahdíinn sjálfur fyrir með 20—30000 manns og snemma morguns 2. sept. hófst áköf orusta og urðu Dervischarnir (liðsmenn Mahdíans) að hörfa und&n, en bjuggust þó aftur að fylkja liði sínu og hefja nýja atlögu, en þá g&f Kit- chener óðar en þá varði merki til nýrrar atiögu og varð þá hin harðasta orusta. Loks gerðiat mannfaii mikið í liði Der- vischa og urðu þeir því að hopa undan. Mjög margir þeirra vorn handteknir. Sjálf- ur komst Mahdíinn nauðulega undan með 150 manns, en hinum svarta fána kalífans náðu Englendingar. Nú hafa Englending- ar náð Khartum og þykjast hafa hefnt dauða Gordons hershöfðingja síns. Með sigri þessum er veldi Mahdíans í Súdans algerlega steypt, en Englendingar ásamt Egyftum hafa tryggt sór þar vöid- in. Óeirðir á Krít. Það lítur út fyrir, að Múhameðsmenn líti heldur hornauga til ensku hersveit- anna í Kandía, enda hafa nú orðið þar blóðugar róstur. Upptökin munu hafa ver- ið þau, &ð Englendingar tóku samkvæmt skipun Pottiers aðmíráls tiundaskrifstof- una þar í borginni og settu þar kristna embættismenn, en skipuðu hermönnum fyrir utan. Þyrptust siðan Múharaeðs- menn þar fyrir fram&n, og komst brátt í illindi með þeim og Englendingnm, uns byssurnar voru gripnar, en eigi ber mönn- um fyllilega saman um hvorir hafi gert það fyr, Eoglendingar eða Múhameðsnienn, en kristnir menn þar í borginni fylgdu Englendiugum að málum. Fóru þá Múha- meðsmenn um borghluta kristinna manna, skutu inn um gluggana og kveiktu í hús- unum og brunnu um 30 hús þar. Loks barst leikurinn niður að höfninni og kveiktu þeir þar í og brendu fjölda húsa og drápu menn. Meðai annara brann enski vici- konsúllinn inni. Landstjórinn, Djevad Pascha, fékk Pottier fótgöngulið til um- ráða og var alt gert til að bæta óeirðirn- ar, en ekki tókst það fyr en enska her- skipið, er lá á höfninni, sk&ut á borgina. Eldurinn varð ekki elöktur fyr en daginn eftir. Eftir því, sem næat hefur verið komist hafa 20 rnanns verið drepnir en 50 særðir._______________ Látinn er próf. Zimmermann í Prag, merkur rithöfundur. Afmælisdagar Danadrottningar fór fram án nokkurs hátíðahalds, nema á Bernstorff, þar sem konungur hefur nú aðsetur, því að drottninginn er veik um þessar mundir. Frá Kína er það að segja, að Rússar eru farnir að leggja hliðarbraut niður að höfninni Niutschvang og hegða sér að öilu eins og landið væri þeirra eigin eign og við fljótsmynnið þar hafa þeir sett her- búðir handa Kósökkum til verndar járn- brautinni, en landið eiga Englendingar. Sagt er að þeir hafi í huga að senda flota þangað. Bréf til „lslands“. Postulínsverksmiðjan í Khöfn. (NiðurL). Ég hef nú stuttlega farið ylir þann hlutann, sem kalla má hinn verklega hluta postulínsgerðarinnar og kom nú inn í þá deildina, þar som listasmíðin er gerð, og var þar margt að sjá og dást að. Fyrst komum vér inn í verkstofu eina, þar sem ung stúlka var að búa til undurfagurt

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.