Ísland


Ísland - 28.06.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 28.06.1898, Blaðsíða 2
102 ISLAND. „ÍSLAKTD" kemnr út á hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjðri: Þorsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. -át. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. til eyjarinnar Mindanao. Þ6 fékk hann síðar leyfi til að fara sem læknir til hors- ins á Caba. En 4 leið þangað var hann tekinn fastnr á Spáni og sendur austur aftur og hershöfðingi Spánverja í Maníla, sem átti að kúga uppreistarmenn, lét dæma hann af iífi og skjóta hann. En uppreisnin byrjaði svo að leynifélög voru etofnuð á eyjunum, er köiluðust frí- múrar&íélög. Spánverjum, einkum klerka- stéttinni, var mjög illa við þau, enda var ætlað, að mark þeirra væri, að losa eyj- arnar við yfirráð Spánar. Spánarstjórn gekk þá mjög hart ír&m í að tvístra þess- um félögum og klerkaruir bannfærðu þau og alla félagsmenn. Út úr þeim hófst upp- reistin. Hún hefur aldrei verið bæld að fullu. Og þegar herskip bandamanna héldu til eyjanna vor í byrjun ófriðarins voru þar með nokkrir af fyrirliðum upp- reistarmanna, sem verið höfðu landflótta i Kína. Þegar Spánverjar biðu ósigurinn við Cavite gaus uppreistin upp á ný og nú hafa uppreistarmenn algerlega náð yfir- höndinni á Luzon, eins og frá er akýrt annarstaðar hér í blaðinu. Nokkur orö um lagasmíði. Mig hefur oft stórlega furðað á, hve sjaidan lítt þekkjandi alþýðumenn, að með- töldum lægri stjórnendum, hafa mátt sæta ábyrgð út af brotum gegn lögunum, þeg- ar þess er gætt, hve margbrotin þau eru, bætt og aukin, og hins vegar, að það get- ur engan afsakað, þó hann eigi þekki þau. Jafnvel þó lög vor, fjöldans vegna, séu á tvístringi út um alt, þá eru ákvæði þeirra víða óljós, og eigi ætíð hægt í fljótu bragði, að átta sig á, við hvað helzt þau eiga; auk þess sem röð þeirra er eins og óskipulega bygt þorp, með krókóttum götum og skásettum húsum; svo að í villu mega leiðast jafnvel löglærðir. Hegn- ingarlögin frá 25. júní 1869 eru ef til vill sérstök í því, að ná tilgangi sínum með því að þar finst grant sambandið milli brotsins og refsingarinnar, eins og enn fremur alþingiskosningarlögin og vegalög- in. Lög um gjaldmáta tii prests og kirkju játa víst margir, að séu ófullkomin. Hvað gjaldmáta til prests snertir, þá er hann að nokkru leyti óákveðinn, og óvinsæll er hann fyrir báða parta. Til dæmis má taka dagsverkin og lambseldin. Allir sjá hve óeðlilegt er að miða lambseldi við grasnyt og hvort heldur hún er 40 hndr. fyrir einn búanda eða jafnvel 1 hndr. fyrir 4 búend- ur. Auðvitað væri bezt, ef peningavelta landsins leyfði, að prestarnir kæmust á föst laun og sókDÍrnar stækkuðu. — Sama er að segja um gjaldmáta til kirkna. Þó hann að nokkru leyti sé þolanlegri, þá er bæði sú núgildandi aðferð og færanlegi nefskatturinn, sem þingið hafði til með- íerðar 93, eigi með öllu hagkvæmur; eink- um mundi síðari aðferðin athugaverð í sveítum, þar sem mismunandi og há&r tí- undir eru. Og hygg ég, þó kynlegt þyki, að réttara væri veita safnaðaðarnefndum lagaheimild til að jafna niður kirkjugjöld- um, eins og aukaútsvörum, eftir sönnum þörfum hverrar kirkju og safnaðar í hvert skifti. Því um leið og þeirri aðferð væri beitt, hefði hún sömu áhrif og nefskattur- inn, að útrýma jafn-miðaldalegum gjald- Iið og legkaupinu. Lög um löggilding verzlunarstaða virðast í fljótu áliti mega vera greinileg án þess að vera margbrot- in, enda eru þau það eigi, því óviða mun tekið til, hvort takmörk verzlunarstaðar séu innan vissra merkja (örnefna), eða hún nái frá tjöru til fjalis; og þar sem verzlunarlóðir hafa verið stækkaðar, er einmitt sumstaðar svo að sjá, sem rýmk- unin sé gerð frá einhverju ímynduðu; enda mun slíkt með framtíð geta víða valdið talsverðum efa, t.d.hvarlög um húsaskatttil landssjóðs 14. des. 1877, lög um þurra- búðir 12. jan. 1888, lög um veitingu og sölu áfengra drykkja 10. febr. ’88, lög um útmæling verzlunarlóða 13. raarz ’91 o. fl- geta fyllilega átt við. En hvort sem tilnefnd eru lög eins og hin fulikomnari eða þau, sem eitthvað kann að vera ábótavant, þá veldur það, eins og ég hef tekið fram, fyrirhöfn og villu, hve sundurlaus þau eru, og þó að eins væri minstálög kirkju og kennslumála, sveitar- stjórna, fátækramála og ýmsra mannrétt- inda, væri auðveldara að glöggva sig á þeim og fylgja þeim, ef þau væru í einni heild, að svo miklu leyti, sem þau svara til þarfanna. Til þess að ráðin væri bót á þessum galla, virðist mér hugsanlegt, að valin væri af þinginu nefnd, hag- og stjórn- fróðra manna, til þess að draga sam- an öll skyld lög, bæta inn í heppilegum ákvæðum, og jafnvel breyta, ef svo á stæði, til að koma þeim í fullkomið samræmi. Mundi lagaskipunin þá komast í mikið við- unanlegra form og þeim krónum, sem til þess þyrfti, betur varið, en fé því sera ár- lega þarf, til að bæta vorn götótta Iaga- klæðnað, með því að altaf er þar að auki nóg að viðhalda, eins og t. d. samgöugu-, póst- og tollalögum o. fl. Þorst. Jónsson. Land úr landi. Það hafa smám saman verið að berast hingað fregnir af ófriðnum, ýmist eftír munnlegum frásögnum enskra botnverp- inga eða blöðum, sem þeir flytja. En oft eru litlar reiður að henda á þeim fréttum. Nýlega barst sú fregn, að Bsnda- menn hefðu tekið St. Jago, en hún er nú aftur borin til baka. í enskum blöð- um, sem borizt hafa hingaðfrá7. þ.m. má sjá, að Bandamenn hafa reynt að koma herliði á land nálægt St. Jago 6. þ.m., en að það hafi mistekizt. Þar á höfniuni er einn af hershöfðingjum Spánverja, Cervera, inniluktur með 12 skip. Er nú sagt, að Bandamenn hafi lokað fyrir hafnarmynnið 4 þann hátt, að þeir söktu þar einu af tundurskipum sínum. Var það hættuför mikil, að hleypa skipinu inn þangað milli gínandi fallbyssukjafta á virkjum Spán- verja báðumegin viðsundið; auk þess voru herskip Spánverja fyrir undir eins og inn á höfniaa kom. Einn at lautinöntum í Bandamannahernum bauðst til að takast þessa ferð á hendur, sigla skipinu inn í sundið og sökkva því þar undir sér, ef hann fengi menn til fylgdar sem við þyrfti. Ekki er þess getið á hvern hátt hann hafl hugsað sð koma sér og mönnum sínum undan. Hann fékk svo marga með sér sem hann vildi, lagði skipinu inn í sund- ið og sökti því. Leið núog beið á og Banda- mannaflotanum úti fyrir spurðist ekkert til Hobson og félaga hans; hugðu menn alla þá dauða. Þá komu boð frá Cervera, admíráli Spánverja, um að Hobson og þeir allir væru á lífi og í haldi hjá Spánverj- um. Höfðu Spánverjar tekið þá alia, en engan sært eða drepið. Kvaðst Cervera admíráll af aðdáun fyrir hugrekki þoirra nú bjóða, að láta þá alla lausa í skiftum fyrir jafnmarga herfanga Spanska. Þetta tilboð spurðist mjög vel fyrir í her Banda- manna og segjast þeir muni sýna Spán- verjum alt þ*ð drenglyndi í móti, er hægt sé að sýna óvinaþjóð. Hobson lautinant þykir hafa unnið mikið frægðarverk. Spánverjar eiga í vök að verjast aust- ur á Filippuseyjunum. Þar er nú upp- reist um alt land. 29.—31. f.m. sótti lið uppreistarmanna að Manila og barðistþar við lið Spánverja í 70 stundir samfleytt. Þá var helliregn, svo að ekki var hægt að beita skotvopnum, en barist með lag- vopuum og höggvopnum. Loks létu Spán- verjar undan síga inn í borgina og höfðu áður fallið 1000 manns af báðum. Upp- reistarmenu hefðu haldið á eftir og tekið borgina, ef Dewey admíráll Bandunanna hefði eigi bannað það. Hann beið þar enn liðsafla þess, er átti að senda honurn heim- anað, en var væntanlegur þangað 10.—12. þm. í blöðum, sem komu hingað með „Thyra“ og ná til 15. þ. m., eru engar nýungar frá ófriðnum. Þó er þar sagt, að Banda- menn hafi sett her á land á Cubu nálægt St. Jago. Meðan þeir settu herinn á Iand skutu þeir í ákafa á virki Spánverja til að draga þangað athygii þeirra. Þegar þeir höfðu skotið virkin mjög til skemda hörfðuðu Spánverjar burtu úr þeim, en herlið Bandam&nna, sem á meðan var sett í land, reisti fána sinn á rústunum. Þá kveyktu Bandamenn í húsum þeim öllum, er Dærri stóðu, til að verja sig gulu sýk- inni. Annað hefur enn ekki gerst í viður- eign þeirra. 15 skip Bandamanna liggja úti fyrir St. Jago. Frá Manilla er símritað 8. þ.m. til Mad- rid: Ástandið er hér nú fremur betra en áður. Þótt uppreistin geysi um land alt mun höfuðborgin verjast til hins ýtrasta. Yíggirðingarnar hafa verið bættar og ný hersveit hefur bætst við til varnar af sjálfboðalíði. Yistir hefur borgin til tveggja mánaða. Uppreistarmenn hafa enn ekki þorað að ráða á borgina og íbúarnir eru í góðu skapi. Dewey admíráll hefst ekk- ert að fyr en hann fær liðsaukning frá Ameríku. Þegar friðnum var sagt sundur með Bandamönnum og Spánverjum, sendi land- stjóri Spánverja á Filippuseyjunum út svo- hljóðandi ávarp til landa sínna. (Ávarpið hafði borist til Hongkong áður Dewey ad- míráll lagði á stað til Filippuseyjanna og lét hann þá lesa það upp fyrir undirfor- ingjum sínum): Spánverjar! Ófriður er hafinn milli Spánar ogAme- ríku. Sú stund er komin, er vér verðum að sýna heiminum, að vér höfum hug og dáð til að bjóða þeim byrginn og yfirstíga þá, sem hafa látist vera vinir vorir, en í raun og sannleika hafa not&ð óhöpp vor sér ti! hagnaðar, misbrúkað gestrisni vora og beitt oss þeim brögðum, semmrðalsið- aðra þjóða eru talin ósæmileg og svívirði- leg. Bandísríkjamenu, sem eru samsafn af versta skiíl jarðarinnar, hafa uú fullþreytt þolinmæði vora, og mcð hrekkjabrögðiun sínum, svikræði og brotum á alþjóðarétti og samningum gefið tilefni til ófriðarins. En stríðið verður stutt. Sigurgyðjan mun veita oss frægan og fullkominn sig- ur, svo sevn málstaður vor réttilega krefst. Spánarveldi, sem fuiltreystir velvilja alira annara ríkja, muu rísa upp í sigurdýrð eftir þessar nýju mannraunir; þsð mun auðmýkja og svinbeygja ævintýramenn- ina frá þvi n'ki, eem er sarahengislaust og sögulaust og allra þjóða audstygð, þar sem í Iöggjafarþinginu lýsir sér opinber- lega sambland af ósk&mmfeilni, baknagi, níðingsskap og kæruleysi. Flotadeild, sem skipuð er alls konar samsafni af mönnum, kunnáttulausum og skipulagslausum, býat til að leggja hingað til eyjanna í þeim níðingslega tilgangi að svifta oss öllum lífsnauðsynjum og ræna oss friði og æru. Amoríkumenn ætla að innleiða hér mótmælendatrú í stað kaþólsk- unnar, sem er yðartrú; þeir ætla að fara með yður svo sem vilta þjóð, er neitarað taka við boðorðum menningarinnar; þeir ætla að taka eignir yðar, eins og þeir ekki þektu eignarréttinn og þvinga fólkið til vinnu 4 skipum sínum. Hégómlegt á- form! Hlæilegt mont! Hreysti yðar skai eyðileggja áformið. Þér leyfið ekki &ð trú yðar sé misboðið af óguðlegum mönnura, sem vilja svívirða og eyðileggja musteri hins sanna guðs með hinum helgu myndum er þér tilbíðjið. Óvinirnir skulu ekki fá leyfi til að van- virða grafir feðra yðar; þeir skulu ekki svala fýsnum sínum á kostnað kvenna yðar og dætra, né ræna yður þeim eign- um, er þér hafið með iðni dregið samau til viðurværis á elliárunum; þeim skal ekki líðast að fremja hér neinn þann glæp, er ilska þeirra og ágirnd hvetur þá til. Því hreysti yðar og föðurlandsást mun nægileg til að hegna þeirri þjóð, sem jafn- framt og hún gerir kröfur til að teljast meðal mentaþjóðanna, eyðir frumbyggjur- um Ameríku í stað þess að vísa þeim leið til menningar og framfara. Filippseyjabúar! Búist til ófriðar, og látum oss sameinast undir hinum dýrð- lega Spánarfána sem um alla eiiífð skal þakinn sigursveigum, látum oss berjast með þeirri vissu, að sigurinn sé oss vís og móti ópi óvina vorra skulum vér hrópa sem kristnir föðurlandsvinir: Yiva Espana! Manilla 23. apríl 1898. Hershöfðingi yðar Sasilis Augustin y Davila. Englendingar hafa nýlega fengið ráð yfir landspildu í Kína, 200 ferh. míl. í 99 ár. Það er landið kriugum Hongkong. Samníngurinn var undirskrifaður 10. þ. m. Talað er um að Kinastjórn flytji aðset- ur sitt frá Peking og til Singanfu, sem er næststærsta borgin í Norður-Kína og fræg borg í sögu Kínverja; hefur áður fyrri verið höfuðstaður ríkisius í 1000 ár. íbúar eru þar 1 millíón og borgin er um- girt sterkum múr. Hún liggur 600 ensk- ar mílur frá Peking og 500 milur enskar

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.