Ísland


Ísland - 28.06.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 28.06.1898, Blaðsíða 3
I8LAND. 103 frá þeiffi stöðum, er Norðurálfumenn geta komÍ8t til á herskipum. Pykist Kíuastjórn vera þar óhultari fyrir Evrópuþjóðum en í Peking. Vísur úr Borgarfirði. £>að er orðin þjóðartrú þarna’ um Borgarfjörðinn, að gagn sé í að byggja brú og bæta jarðarsvörðinn. t>að er líka þjððartrú þarna fram til dala, að prestar einir eigi nú um ailn hluti’ að tala. Þeir munu líka þrífast bezt þarna’ í dalnum minum, sem gátu lært að göfga prest sem guð á stóli sínuni. Iieglur þær sem þeir ætla að fylgja, sem ritað hafa uudir réttritnuarsamþyktina, ecu þess- ar: A. raddstafir. I. Rita skal é (ég, þér, þéttur, stje, hér, héðan), þar sem je er fram borið, nema í nafnorðura þeim, sem eru að upphaíi hlo. nút. sagna, er enda í nh. ája: þiggj- endur, byrjendur. n. Rita skal y og ý þar, sem þeir stafir hafa áður verið taldir réttræðir. III. Hvergi skal rita œ, he'dur æ. IV. Á uudaa ug og uk skaí rita granna hljóðstafi og án áherzlumerkis (hvorki breiða stafi né tvíhljóða). B. samliljóðendur. l. Engan samhljóðanda skal rita tvöfaldan á undan öðrum samhljóðanda, er viðbótin er ending (ekki síðari hluti samsetts orðs): bygð, hygst, bygni, blakt, hnekti, þykni, holt, grend, kensla, fanst, hepni, krepti hvesti, hvast, gletni o. s. frv., nema þar er á eftir fer beygingarending (fallending) orðs, sú er byrjar á r eða s, svo og ef U fer á undan n: gladdra, gladds, glöggra, glöggs, blakkra, blakks, allra, alls, skammra, skemms, sannra, sanns, krapp- ra, krapps, hvassra, léttra, létts; fallnir, hellna o. s. frv. En rita skal sann-nefnd- ur, skammviunur, all-lítili, (þriðji sam- hljóðandinn upphafsstafur síðari hluta samsetts orðs). n. Rita skal z þar, sem hún hefir áður verið taiin réttræð, eu þó ekki í annari persóuu flt. i raiðmynd sagna í nútíð og og þátíð framsöguháttar og viðtengingar- háttar, né í sagnbót, t. d. rita ekki: þér alizt o. s. frv., heldur: þér alist (óiust, ælust), hefir alist; ekki: þér segizt o.s.frv., heldur: þér segist (sögðust, segðust), hefir sagst. m. Hvergi skal rita -r, þar sem -ur er borið fram í afleiðslu-endingum orða eða beygingarendingum. VI. Rita skal f alstaðar á undan t, nema í útlendum orðum, og í annan stað þar, sem rót orðsins í öðrum myndum endar á p eða pp: oft, aftur, heift, gifta, skjálfti; en keypti, slepti, krapt. V. Rita skal g alstaðar á unaan t, nema þar rót sem orðsins endar á k, t. d. gigt, vigt, bljúgt; en mjúkt, sjúkt. VI. Sleppa skal g í eint. þátíðar í sterkum sögnum, er rótin endar á g, ef undan- farandi raddstafur hefir lengst eða broyzt, t. d. lá (iást Iá), þá (þást þá), þó (þóst þó), dró (dróst dró), fló (flóst fló), hló (hlóst hló), hné (hnést hné). VII. Rétt er að hafa að öðru leyti yflrleitt hinn altíðkaða latínuskólarithátt. Frá fjallatindum til fiskimiða. Um Land8yjaþingin eru í kjöri: Béra Magnús ÞorsteinBson aðatoðarprestur þar, prestaskðlakandi- datarnir Jón Stefánsson og Þorvarður Þorvarðarson. Einar Helgason hefur verið á ferð hér suður um Reykjanesið eftir beiðni ýmsra bænda þar, til að líta eftir garðræktinni. Segir hann, að hún sé orð- in þar töluverð víða, en mætti þó vera miklu meiri. Norskur hvalveiðamaður drukknaði nýlega á Seyðisfirði. Þeir voru tveir á bát og koilsigldu; ætluðu að synda til lands og svo gerði annar. Hinn komst að eins skamt frá bátnum, rakþáupp hljóð og sökk. Er haldið að hákarl hafi grandað honum. Maður druknaði úr Æðey, er Magnús hét; þeir voru tveir á bát og báðir ölvaðir og er sagt, að Magnús gengi fyrir borð. Frá Næfraholti í Dýrafirði duknaði nýlega barn, 3 ára, í flæðarmálinu, var að leika sér við sjóinn með fleiri börnum. Nýlega er dáinn séra Ólafur Petersen á Svalbarði í Þistilsfirði úr lungnabólgu. Nýdáinn er og Jónas Jónsson verzlunarstjóri á Sauðárkróki. Lars Oftedal, prestur frá Stafangri, kom upp til Seyðisfjarðar nú í þessum mánuði og ætlar að dvelja hér á landi mánaðartíma. Stefán kennari Stefánsson á Möðruvöllum sigldi tll Hafnar með „Yesta" nú síðast til lækninga. „Þjóðviljinn" frá 18. þ.m. segir þá sögu: 14.þ.m. var það kært fyrir Býslumanni H. Havstein, að að- faranóttina 12. þ.m., er Sophus factor Holm var staddur einn í verzluuarbúð sinni, hafi verslunar- maður Halldór Halldórson frá Þórustöðum í Ön- undarfirði komið þar inn, ráðið á hann, veitt hon- um áverka, jarðvarpað honum, troðið hann fótum, nefbrotið hann og leikið hann að öðru leyti mjög illa, svo að Holm féll í ómegin. — En meðan Holm lá í yfirliðinu tjáist Halldór hafa bundið hann og skilið svo við hann bundinn i yfirliði og lagandi í blóði. Sýslumaður hefur nú rannsakað málið. Hall- dór fékst ekki til að meðganga fyr en hann hafði verið fluttur til ísafjarðar og setið þar i fangelsi frá 14.—16. þ.m. Þá var hann látinn laus úr fangelsinn. En um kvöldið 20. þ.m. stal hann báti á Flateyri í Önundarfirði og reri út í Fiski- skútu þar á firðinum, slefti síðan bátnum og rak hann i land. Fyr um daginn hafði hann reynt að fá far til Englands með gufuskipinu Cimbria, en fékk ekki farið. Fiskiskútan, sem tók við Halldóri kvað vera eign Magnúsar kaupm. Blönd&ls í Hafn- arfirði. Er talið víst, að Halldór hafi kornizt það- an í enskan botnverping. Honum hafði verið bannað að fara út úr hreppnum og hreppstjóra falið að gæta hans. Trúlofuð eru fröken Sigríður Þorvaldsdóttir læku- is á ísafirði og cand. med. Þorvaldur Krabbe í K.- höfn. Þau eru systkynabörn. „Thyra“ kom, eins og til stóð, að norðan í dag. Með henni komu frá Khöfn: kaupm. Jón Vídalín og frú hans, systir Tvede sál. apothekara; frá Englandi nokkrir ferðamenn; frá Akureyri frú Anna Stephensenog frökenMaria Stephensen; frá ísafirði frú KrÍBtjana Havstein; frá Stykkishólmi síra Sigurður Gunnarsson. 72 „Kailaðu til þeirra, Eugilbert. Þér liggur svo hátt rómur, svo þeir verði varir við oss. Engilbert gerði sem fyrir hanu var iagt. „Boat ahoy!“ var oss svarað frá skipinu. „Þ tð er enskt skip, stórt og fallegt, herra S., farið nú að tala við hann“, mælti Simonsen. „Látum oss róa uær“. Vér rerum nú fast að því á stjórnborða og er vér rerum fyrir eftri hluta þess, mátti lesa með stórum gyltum stöfum: „Orinoco of Baltimore. Skipið er ameriskt“, mæltí ég. „Það er fyrsta araorÍ3ka skipið sem ég man til að hafi strandað hér“, svaraði Simonsen. Vér Iögðum oú að skipiau og ég klifraði inn yfir öldustokkinn og kom þar strax ungur, hvatiegur maður, fríður sýnum og karlmannlegur og tók á á móti mér. Ég mælti til hans á enska tungu, bauð honum í nafni konsúls- ins hjáip vora og tók hann því boði fegiusamlega. Þessi ungi maður skýrði mér frá því, að hann væri sonur skipstjóra, sem orðinn væri gamall og las- burða, einkura þjáðist hinn mikið at' gigt; sjálfur væri hann yfirstýrimaður, sem nú hefði alla stjórn og umsjón á hendi, með því faðir hans lægi rúm- fastur. Skipið liéti Orinoco frá Baltimore. Þeir félagar væru 24 al!s. Dag- inn áður hefðu þeir lagt af st*ð með járnfarm frá Göteborg. Þá hefði hrak- iðaf réttri leið í þokunni, svo hefði járnið líka truflað fvrir þeim leiðarstein" inn, svo að honum hefði ekki verið að treysta. Um miðnæturskeiðið hefðu þeir svo rekizt hér á sandrif. Raunar heíði hann strax brugðið við og reynt með tómum tunnum að lyfta skipinu og draga það út aftur, en allar tilraun- ir hefðu reynzt árangurslausar, sem eðliiegt væri, þar sem járnfarmurinn væri svo þungur. Yfiratýrimaðurinn, herra Towkins, og Jens Simonsen komu sér nú sam- an um að rayna enn að koma skipinu út aftur. Báturinn okkar var þegar sendur í land aftur eftir fleiri mönuum, sem þegar áttu að koma og taka til starfa. Ég var að enda við að skrifa Loreuz konsúl nokkrar línur á blað úr vasabókinni minni, þegar grannvaxinn, ungur og fríður drengur með hljóm- faguni kvenumaunsröddu ávarpaði okkur Simonsen á sænska tungu og mælti: „Herrar mínir! Viljið þér gera svo vel og koma ofan í káetunu tii morguaverðar“. 69 Vér ókum nú af stað á harða stökki yfir alt hvað fyrir okkur varð og vor- um á svipstundu komnir út úr bænum. Víða varð fyrir okkur forarieðja og bleytupoliar, en Tómas hirti eigi um það, hann ók alt hvað aftók og sletturn- ar tóku okkur upp yfir höfuð. Það var auðséð að Tómas var svona ferðalagi vanur og gagnkunnugur veginum, þótt niðamyrkur væri, svo að vér eigi sá- um ofan á hendurnar á obkur. Svona ókum vér lengi og mælti enginn orð frá munni þangað til konsúllinn tók þsnnig til máls: „Niels og Janke, þið hafið þó víst tilkynt honum Jens Simonsen ströndin?“ „Já, auðvitað; liann hiýtur annaðhvort að bíða heima hjá sér ferðbúinn eftir okkur, eða þá hann er lagður af stað með björgunarliðið“. „Það er ágættl Tómas, við skulum koma við hjá honum. „Svo skal vera, herra konsúll!“ Jens Simonseu, sem var oddvití bjargliðsins, var þegar farinn af stað við niunda mann, en sex vasklegir ungir menn biðu vor heima hjá honum. Þegar þeir sáu til ferða vorra hrópuðu þeir allir eins og einum munni: „Yér bíðum yðar hér ferðbúnir, herra konsúll; fáum vér að aka með yður?“ „Já, en flýtið yður þá upp í vagninn. Heldurðu, Tómas, að það verði of erfitt fyrir hestana?“ „Ég held ekki, herra konsúll, það er langt síðan þeir hafa þurft á því að halda að þreyta sig og ættu því eigi að upp gefast af svona litlu." Vér ókum af stað aftur á sama harða sprettinum og áður; vér heyrð- um ekki hver til annars fyrir vagnskröltinu og hestarnir voru síhnjótandi. „Þarna kemur- einhver ríðandi á eftir okkur, hver skyldi það vera?“ mælti konsúllinn. „Hann er að kalla til okkar“, svaraði TÖmas. „Það skyldi þó aldrei vera Johnsen umboðsmaður og hafa í hyggju að komast á undan okkur. En honum skal nú samt ekki verða kápan úr því klæðinu. Vér skulum skjótlega sigla hann í hvarf. „Hvað er í fréttum?" „Er Lórenz konsúll hérna?“ hrópaði einbver og stóð á öndinni. „Já, hvað er um að vera?“ Hver er þetta? er það Jes GIaihede?“ „Svo er sem yður sýnist", mælti hinn ókunni maður, sem nú var bú- jnn að ná. Ég er kominn til að tilkynna yður skipstrand út við „Stokke- milen".

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.