Ísland


Ísland - 05.07.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 05.07.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 3. ársij. Reykjavík, 8 júlí 1898. 27. töluMað. Fyrir 2 Krónur geta nýir kaupendur „ÍSLANDs" íenS' ið allan yfkstandandi árgang Maðsins, frá nýári 1898 til ársloka. Þó er það ttundið því skilyrði, að þeir haldi rið kaup á blaðinu næsta ár. Ekkert Mað annað hjer á landi býð- ur pTÍlík kjör. DUarFerísiiR "HILIMAÍ sem er ein af hinum beztu þar í landi, tekur að sér að vinna ýmia konar fataefni úr íslenzkri u!l og leysir það vel af hendi og mjög ódýrt. Þeir, sem nota vilja verksmiðju þessa, geta snúið sér til mín, sem veiti móttöku uli til verksmiðjunnar og hef sýnishorn af vefnaðarvörum hennar, er menn geta valið eftir. Að öðrn leyti get ég, aem sjálf- ur hef reynt verksmiðju þessa, gefið ýmsar ná- kvæmar upplýsingar um bana. Reykjavík, 20. juní 1898. Ólafur Runólfsson. Hr. L Lövenskjold Fossum, — Fossum pr. Skien lætur kaupmönnum og- kaup- fjelög'um í tje alls konar -t±XXXl01XX'i eiunig tekur nefnt fjelag að sjer aö reisa hús, t.d. kirkjur o.s.frv. Semja má við um»oðs- mann þess: Pjetur M. Bjarnason, ísafirði. Mianisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við ki. 117,—17v — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 sið- degis 1. m&nud. i nverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá kl. 12— 2 siðd.; á manud, mvkd. og Id. til kl. 3 sd. — Útlan sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og Id. kl. 11—12 árdegis. Bag'arsyómtw-fundir 1. og 3 fmtd. i man., kl. 5 siðdegis. Fátækranefndar-ímiiiT 2. og 4. fmtd. 1 mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siðdegis. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11-1. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni Y. Bernhöft (Hðtel Alexandra) 1. og 3. mánudag i mánuöi hverjum. Ófriðurinn. Frá Mam'la. Það má nú telja Yist, að bráðum eé iok- ið vörn Spánverja á Filippseyjunum. Þó haía þeir ekki gefist upp enn. Banda- manna herliðið þar heldur kyrru fyrir ut- an við borgina, en óeyrðirnar standa með nppreistarmönnum og Spánverjum. Hjálp- arlið frá Bandaríkjunum er nú á leið aust- ur þangað, en var enn ekki komið, er síð- ast fréttist. Uppreistarmenn lýstu yfir því, 12. f.m., að yfirráðum Spánverja á Filippseyjum væri lokið og eyjarnar frjálsar. Þá var haldin stór hátíð þar i bænum, en ekki voru Ameríkumenn þar viðstaddir. Það er ætlun uppreistarmanna að stofna í eyj- unum lýðveldi, undir vernd Bandaríkjanna og hefur foiingi uppteistarmanna, Aqui- naldo, tilkynt það sendiherra Bandamanna og jafnframt, að hítnn ætli að skipa þar bráðabirgð&stjórn þangað til ófriðurinn sé til lykta leiddur. 4,000 trianna úr spanska hernum sitja í fangeisum uppreistarinanua. Mikið af her Spánverja þar eru innfæddir Filipps- eyjarbúar og eru þeir Spánverjum ekki tryggir og hafa þegar mest hefur á riðið gengið undan merkjum og yfir í lið upp- reistarœanna. í einni herdeild Spánverja gerðu hermennirnir uppreist og skutu á foringjana og feldu 5. Monet hershöfðingi Spánverja er fall- ítíu ; hann átti að koma til liðs Yið Manila annarst&ðar frá úr eyjunum með 3000 manna og stóð orusta milli hans og upp- reistarmanna í 3 daga. Þir varð tölu- vert mannfall og M. féll þar. Spánverjar hafa lengi ráðgert að senda herakip anstur, en ekki eru þau komin á stað enn. Þjóðverjar haía sent á stað til Filippseyja 5 herskip, hver sem ætlun þeirra er. Þykir ólíklegt, að þeir blandi sér inn í mál manna þar meðan á ófriðnum stendar. Frá Cuba. Nú er landher Bandamanna, sem lengi hefur verið búiat við til Cubu, kominn þangað undir forustu Shafters hershöfð- iugja og hefur gengið þar á land nálægt St. Iago. Kom hann þangað 21. f.m. Ein ornsta hafði staðið þar á landi, er síðast fréttist, 27. í.m., skamt frá borginni. Lauk henni svo, að Spánverjar flýðu og félln af þeim 40, en B^ndamenn mistu 10 manns og voru margir sárir. Nú heldar herlið Bandamanna nær St. Iago og má búast við stærri tíðindum þaðan, áður en langt um liður. Á Puerto Rico er nú uppreist og hafa Bandamenn sent þangað herskip og ætla að taka þá ey. Sagt er, að Bandaraenn mnndu nú viija bjóða þá friðarkoati, að Cnba verði frjáls undir vernd Bandaríkjanna, en þau fái Paerto Kfco til eignar í hernaðarskaða- bætur og heimild til að haía flotastöð við Filippseyjar. Frá, Spáni eru sögð þau tíðindi, að drottn- ingin bjóðist til að leggja niður völdin. Svar til Björns Ólsen. Þó að ég kæri mig ekki um að gera lítið atriði að löngu máli, verð ég samt að svara nokkuru til orða Björns Ólsens í 19. blaði íslands til mín, einkum af þ\í, að ég þykist sjá að hann ætlast til svara. Að vísu hefir hann- tekið aftur það, sem hann hefir sagt áðnr, og er enginn minni maður fyrir það, þó að hann taki sönsum, en hann hefir um leið gerst svo djarfur til dugnaðar síns, að standa samt við það, sem hann hefir sagt. Hefir hann komið með nýja skýringu á 20. kap. i sögu Staða- Árna, er sýni að Svarthöfði Dufgusson hafi þó lifað að rninsta kosti enn 1264 eða ef til vill lengur. Mín orð eru þau í Árs- tíðaskrám, að Svarthöfði hafi særst isjög um þveit andlít á Þverárfundi 19. júní 1255, og sé hans ekki getið eftir það, og hafi hann þvi „ef til vill* látist af þeim áverka. En óafböknð orð Sturlungu eru svo: „Þar [á Litlu-Þverá] var kominn Svarlhöfði Dufgusson undír hœnáhúsvegg- inn, ok varð særðr meiðslasárum, högg- vinn um þvert andlit; bað hann griða heldr ákafliga11. Ég þarf ekki að vera neitt óánægður við sjálfan roig fyrir það, að ég hafi fullyrt út af þessum orðum neina staðleysu. Það, sem óvíst var, en gat eins vel verið og ekki, hefi ég að eins sagt að hafi „ef til vill" verið, og mun tæplega hægt að orða það varlegar. En þvi til sönnunar, að Svarthöfði hafi ekki beðið bana af þessum sárum, færir B. Ó. það fram, að þess muni ekki „dæmi í sögum vorum að nokkur maður" hafi dáið úr „uitííðslasárum" og að „sár íand- litið sé ekld vön að vera mjög hættuleg", og vitnpr hann til Starkaðar gamla og fleiri. Ekki nema það þó að deyja af „meiðslasáruœ!" Þó að þetta kunni nú að sæta bókföstum endemum og þó að karlmenskumönnum kunni að þykja meiðsla- sár skeinur þær einar, að mönnum sé vorkunarlaust að deyja ekki af þeim, þá ætla ég þó gð þau endemin sé ekki minni, að nokkrar fastar reglur sé fyrir því, af hvaða áverkum menn geti ekki beðið bana. Og hvert er svo víðerni meiðslasára? Vit- anlega eru það ekki holundarsár, sem oft- ast munu hafa þótt banvæn að sjálfsögðu, en það eru mergundarsár, beinbrot og mör, hverskonar lemstur og beinalát, fót- arafhögg, handarafhögg og því um líkir áverkar, sem fiaatum mun geta orðið flökurt af, geta orðið „óvígir og ósjálf- bjarga" fyrir og jafnvel fyrirhafnarlítið dáið af. Svo var og um „meiðslasárin" Starkaðar, sem B. M. Ó. vitnar til að sagnamenn kalla, að farið hafi verið að saxast á limina hans áður en lauk, og mundu auiair þeir áverkar, er hann fékk um dagana, ærnir hverjum manni til bana að óskapalausu. Það sýuist tæplega borga sig að öfga það svo mjög, að meiðslasár sé ekki einhlít til bana. Svarthðfði var á Þverárfúndi særður „meiðslasánm", og eitt af þeim var um „þvert andlit". En hvað voru þau mörg og hvað djúp eða hvað grunn? En hitt vita menn að hann náði ekki inn í bænahúsið á Þverá, og verður það ekki skilið nema á tvo vegu. Annaðhvort hefir ekki verið rúm í bæna- húsinu, því að ýmsir flóttamenn voru komnir inn þangað, eða þá að hann hefir þrotið mátt til þess að komast inn og ekki komist lengra en undir vegginn. Það vita menn og að hann bað griða, „heldur á kaflega". Hvera vegna er þetta orðað svona undariega? Er það gert til þess að sýna hvað Svarthöfði hafi veriðhrædd- ur við að deyja eða þá hitt, hvað að honum h»fi verið sorfið af sárum og bióðrás ? Eða hvaða firrur ern það þó að lemstraður maður, eða jafnvel þótt honum sé tvisýat, nema sár hans geti verið banvæn, biðji sér griða, ef hann vill einhverra hluta vegna ekki deyja. Er það nokkuð á móti mannlegum tilfinningum? Eu hvað sem þessu líður, þá skal ég ekki framar nú en áður haída því fram til neinnar vissa, að Svarthöfði hafi látizt af áverkunum eftir Þverárfund 1255. Á hitt er þar á nióti að líta, hvernig B. Ó. fer að því að sanna það, að Svarthöfði hafi lifað lengur. Sönnun hans er þessi: Brandi ábóta og síðar biskupi, föðurbróður Odds Þórarins- sonar, sárnaði dráp Odds og að hann var kasaður í urð sem melrakki eða þjófur. Þessvega má telja það víst, srgir B. Ó., — en það stendur hvergi —, að þið hafi verið eitt hið fyrsta verk hans, þegar hann settist að stóli, að Itita vitna um uiál Odds og fá hann leystan úr banni. Því „hyggw" B. Ó., að það sé fyrir honum, sem Svarthöfði og Ólafur Oddson sóru eiðana um prestfandarb8iðslu Odds, og þar með telnr hann staðinn i sögu Staða- Árna „fullkomna sönnnn fyrir því, að Svarthöfði hafl lifað 1264", því aðBrand- ur var að eins eitt ár biskup og dó ein- mitt þetta ár. Þessi sönnun ei að því leyti merkileg, að hún sannar með því, sem fyrst þurfti að sanna, en það er, að það hafi verið Brandur biskup, sem eiðana tók — því það stendur hvergi —; og ann- að það, að hún er jafnhandhæg til þess að eanna með bið gagnstæða. — Það er vitanlega alveg rétt, sem B. Ó. segir, að Brandi ábóta og biskupi var hin mesta raun að drápi Odds og banni, en lengra get ég ekki óhikað átt samleið með B. Ó. á þessari vegferð. Staðinn í sögu Staða-Árna, sem um er að ræða og preutaðu? er í 18. blaði íslands, er náttúrlegast og mest bláít áfram að skilja svo, að það hafi verið Heinrekur biskap, sem eiðana tók, og frá þeim skiJningi, sem næst fellur, ættu mena aldrei að víkja, nema í nauðsyn. í sög- unni stendur „firir biskupi", og til þess að hægt væri að segja það um Brand biskup, þyrfti beinlínis að bæta inn í sög- una („firir JBrandi biskupi"). Ea með söanunarmáta B. Ó. má sanna það svona, að það hafi verið Heinrekur biskup, sem tók eiðana: Dráp Odds (14. jan. 1255) og bann það, er á honum lá, var öllum frændum hans og vinum hinn mesti harm- ur og hugraun, og ekki hvað sízt Brandi ábóta föðurbróður hans, sem þá var mæt- astur klerkur og mest virður á íslandi eftir biskupana. Hefir hann þegar eftir fall hans fyrir hvern mun viljað fá honum kirkjuleg, og þegar honum hefir komið til eyrna, að þeir Svarthöfði og Ólafur hefði heyrt Odd við dauða sinn beiðast prest- fnndar1, „hygg ég" hann hafi brugðið 1 Það má ekki blanda því saman að „t prestsfundar" og „ná prestBfundi", eins og B. Ó. gerir. Það eru atriðisorð í þessu máli.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.