Ísland


Ísland - 05.07.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 05.07.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. Í07 ferðamönnum, annar enskur, en hinn áhangandi ferðamannafélaginu danska, frá Danmörk, Noregi og Dýzkalandí. Daníel Bruuu, fornmenjafræðingur, sem hér hefur ferðast áður, kom með „Botnia" til Vestmannaeyja. Þaðan fór hann með gufubátnum „Oddi“ til Eyrar- hakka. Hann ætlar að ferðast um Reykhólasveit vestra í sumar og skoða dysjarnar, sem þar hafa fundist nýlega. Einar Hjörleifsaon titstjóri fór 8. þ. m. norður í Húnavatnssýslu til að hcimsækja föður sinn, síra Hjörleif á Undirfeili. Á morgun leggur Einar garðyrkjnmaður Helga- son á stað austur í Rangárvallasýslu til að skoða þar skógana, eftir beiðni sýslunefndarinnar þar. Barsmíðamálið á Flateyri. Halldór verzlunarmaður Halldórsson, sem getið er um i síðasta biaði, að lent hafi í barsmíðamál- iuu á Flateyri i Önuudarfirði og strokið þaðan, kom hingað til Rvíknr í viknnni sem leið, en bafði hér litia dvöl, hélt suður á Álftanes og leynd- ist þar. Hafði sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu skrifað bæði bæjarfógetanum hér og sýslumannin- um í Oullbr,- og Kjósarsýslu og beðið þá að hefta för hans, ef hans yrði vart hér syðra. Á laugar_ daginn gaf Halidór sig fram ótilkvaddur við mála. flutningsmann Marino Havstein og leitaði aðstoð . r hans, vildi þá snúa vestur aftur. En mál hans var þar óútkljáð. Marinó fór með honum á sunnu- daginn vestur á ísafjörð með „Thyra“, en skuld- batt sig við bæjarfógetann hér að skila honum þar til sýslumannsins. Halldór er 26 ára gamall, hefur verið á Flensborgarskólanum áður og eitt ár á verzlunarskóla í Khöín. Af því að töluvert hefur verið rætt um þetta mál hér í Reykjavíkurblöðun. um eftir ýmsum flugufregoum, setjum vér hér frá- sögu Haildórs sjálfs og verður hún að öllu óreyndu ekki talin ómerkari en sögur hinna og þessara, sem málinu eru ókunnugir. Hann skýrir svo frá: „Sunnudagflkvöldið, hinn 12. júuí, kom gufuskipið „Laura“ til Flateyrar c. kl. 8; var þá farið að skipa út í hana vörum frá verzlun Á. Ásgeirsson- ar og haldið áfram til kl. 4 á mánudagsnóttina. Einnig fékk verzlun sú, sem ég er við, vörur, sem skipið var upp á sama tima; var því fiest fólk á fótum. Við factor Hohn vorum báðir um horðí „Laura“ um kvöldið, en Ho!m kom nokkru á undan mér í land. Systir mín kom með „Laura“ frá Reykjavík og kom ég í land með henni hér um bil kl. 121/* og fór með henni upp í herbergi það, sem ég hef leigt á Flateyri; fór síðan niður í sölubúð okkar og ætlaði að hafast þar við það sem eftir var næt- urinnar. En skömmu eftir að ég var kominn inn, koma þeir bræður Páll og Kristján Torfasynir og sögðu, að nú væri Holm í „Krigshumör“. Hann hefði ýtt upp ermunnm og sagt: „Nú ætti gróssér- inn að vera kominn (en mig er hann vanur að kalla svo), sá skyldi fá það“. Ég hað þá að koma með og vera vitni að því, hvað Holm gerði, ef hann næði í mig, en þeir neituðu því; við fylgdumst út; þeir fóru heim til sín, en ég gekk i áttina til bryggjunnar. En þegar ég fór fram hjá sölubúð Holms, sá ég, að hún var opin. Ég fór inn; Holm stóð fyrir innan borðið, auðsjáanlega kendur og glápti út í dyrnar. Þegar ég kom, spurði hann hvern fjandann ég væri að slæpast, og hvort ég vildi ekki strax hafa mig út. Ég sagði honum, að Páll Torfason hefði sagt, að hann vildi finna míg. Hann gengur þá að mér og slær mig í höfuðið og spark- ar mér. Ég hratt honum þá frá mér, svo hann kom með kinnina á búðarborðið. Hann stóð strax upp aftur, bljóp inn íyrir borðið og kom með fiski- línu, sem þar lá, og sagði, að það væri rétt að hann bindi mig eða léti fólkið sitt gera það. Flug- ustum við svo dálítið á um línuna, en niðurstaðan vaið sú, að ég batt línunni um hendurnar á hon- um og lét hann síðan detta á gólfið og batt á hon- um fæturna, hvorttveggja mjög lauslega. Síðan hljóp ég út og heim til þeirra bræðra Páls og Kristjáns og bað þá koma og vera vitni að því, hvcrnig Holm liti út og hvað hann nú segði. Þeir neituðu enn þá að koma og sögðu, að ég skyldi sjá um, að hann kæmist heim. Ég fór þá strax til baka og ætlaði að líta eftir, að Holm færi heim til sin. En þegar ég kom fram að sölubúð okkar, sá ég að Hoim var að fara inn í íbúðarkús sitt. — Tíminn frá því ég skildi við Holm og þangað til hann var kominn heim, hefur verið í lengsta lagi 5 mínútur. Yið Holm höfðum áður átt í brösum og hafði jeg útaf ummælum, sem hann hafði haft um mig ásett mér að kæra hann. Því hafði ég ekkert á móti því, að hann berði á mér ef vitni væru, til að geta bætt því við í kæruna. Eins og áður er sagt hafði kolm fengið blóðnas- ir í áflogunum og hafði því atað fót sín og and- lit um nóttina o. s. frv. Um nóttina vakti hann upp Pál Halldórsson og bar það upp á hanu, að hann befði sent mig til að berja sig, en því neitaði Páll. Holm sendi um borð til Nilsens tengdaföður síns, sem var á leið með „Lauru“ til ísafjarðar, og bað hann að koma í land, því hann (Holm) hefði verið barinn. Nilsen sagði áð þetta væri víst eitthvert drykkjuþvaðnr og fór ekki í land. Síðan fór Páll með Holm heím til hans og var við meðan hann afkiæddí sig. Páll lét Holm fara úr nærfötunum og skoðaði líkama hans nákvæmlega, en gat engin merki Béð til þess að hanu hefði verið barinn annarsstaðar en í andlitið. Einhvern tíma um nóttina hafði Holm sagt við Pál að hann vildi gefa mikið til að geta komið mér i „tukt- húsið; en það yrði samt líklega ekki til neins að eiga við þetta, af því það engin vitni hefðu verið við. Síðar þegar Páll kom til hane, kvartaði liann um verk fyrir brjóstinu og fleira. Páll sem sá hvernig í öllu lá, segist hafa sagt, að það væri guðs mildi, að hann hefði ekki líka verið barinn á síðuna, því það væri hættulegt að fá högg þar. Nokkru seinna fréttist að Holm væri viðbeinsbrotinn. Þeg- Páll kom til Holms næst var hann enn þá mikið veikur og kvartaði þá helzt um verk i síðunni. Segist Páll þá hafa sagt að það værí samt lán að hryggurinn hefði orðið frí, því það hefði oft vaidið heilsutjóni, þegar mönnum hefði verið veittur á- verki þar. Daginn eftir var Holm orðinn mjög veikur í b .kinu og gaf þá leyfi til þess að Sigurð- ut læknir yrði sóttur. Jeg heyri að Holm eigi að vera nefbrotinn, en öll þau vitni sem við mig hafa talað að undan- skildu einu, hafa sagt að eftir því sem þau fram- ast hefðu getað séð, og hefðu vit á, þá væri nefið á Holm ekki meira brotið en á mér, eða hverjum öðrum, sem þykist hafa heilt nef. Spítalahúsið, sem reisa á á Seyðisfirði í sumar, er nú verið að smíða í Mandal í Noregi og á það að kosta rúmar 11,000 kr. „Díana" keyfti sem oftar, meðan hún lá á Seyðis- firði í sumar, kú til slátrunar. Ketið var rannsak- að og kom það upp, að kýrin hafði verlð mjög sjúk af berklum, svo að talið var skaðræði að neyta kjötsins og var skrokknum fieygt. ísland erlendis. Dr. Þorvaidur Thoroddsen hefur verið geiður heiðursfélagi konunglega landfræðisfélagsins í Lund- únum. Hann dvaldi þar með frú sinni í maí í vor. Þess hefur verið getið í blöðum hér, að dr. Þorv. Thoroddsen hafi fengið 5000 kr. styrk úr Carls- bergssjóðnum til að gera nýjan uppdrátt. af íslandi. En þetta er ekki rétt. Karlsbergssjóðurinn hefnr tekið að sér að gefa út uppdrátt íslands, eftir Þorv. Thoroddsen, og kostnaður víð það var áætlaður 5,700 kr. Próf hafa tekið við háskólann í Khöfn 2 ís- lenzkir stúdentar: Sigfús Blöndal málfræðispróf í grísku og latínu með I. eink. og öuðmundur Sveín- björnson lögfræðispróf með II. eink. 20. þ. m. dó í Khöfn Niukúlás Runólfsson að- stoðarkennari við fjölvísindaháskóiann í Khöfn, hafði legið síðan um jól þungt haldinn. Nikulás nam fyrst gullsmíði hér í Reykjavík og sigldi síð- an til Khafnar til að framast í gullsmíðanámiuu. Þar tók hann að lesa undir stúdentspróf og vann jafnframt fyrir sér, fór síðan á háskólann og tók þar próf í efnafræði. Hann hefur samið á dönsku nokkrar ritgerðir visindalegs efnis og fékk gull- medaliu háskólans fyrir eina þeirra. Hann var gáfaður maður og vel að sér. Niku- lás var ættaður úr Rangárvallasýsiu, sonur Run- ólfs bónda á Bergvaði og bróðlr Stefáns prentara og útg. „Hauks“ á ísafirði. 28. f. m. dó hér í Rvík Þórunn Sigurðardóttir, móðir Brynjólfs Þorlákssonar landshöfðingjaritara, Þorkels amtmannsritara og Sigurðar póstmeistara- ritara. Hún verður jaiðsett á laugardaginn komur. LOftiicrl3oi*gí til leigu í hús- inu nr. 1© í ÞINÖHOLTSSTRÆTI. 5. dag júlímán. 1898. Gudrún Porsteinsdóttir. 76 Towkins, að hann lagðist í rúmið af gikt eða fótaveiki og hefur nú eigi verið á fótam í marga daga“. Hásetinn fór nú að dunda við kaðla en yflrstýrimaðuriun kom og beiddi mig um að koma með sér ofan í káetu, svo við gætum talað saman í næði. Þegar þangað kom. tók haun til mála á þessa leið: „Ég hygg að þér í morgun, er ágreiningarinn varð milli sænska drengs- ius og svertiugjaus, haflð komist að leyndarmáli, sem mér er mjög umhugað um að ekki komiat í hámæli, og þó þér eigi þektuð neitt inn í þetta leyndar- mál, þá mundi ég þó akýra yður frá því eins og nú á stendur, því ég þarfn- ast ráða yðar og hjálpar“. Ég hneigði mig til samþykkis og hann hélt áfram: „Eina og yður mun kunnugt um, er litli sænski drengurinn ekki af sama kyni og við — hún er — þér horflð svo tortrygginn á mig. — Ég ætla því ekki lengi að draga yður á því — það er konan mín og heitir Ulia“. Það datt ofan yfir mig. Ég vottaði honum með haudabandi hluttekn- ingu mína og gladdi það haun auðsjáanlega. „Ég ætla að kallaáUllu; hún talar eDska tungu eins og hún væri iun- fædd og getur því verið túlkur, ef á þarf að halda, meðan ég skýri yður frá sögu okkar“. Haun gekk út og kom inn aftur að vörmu spori með konu sína. Hún roðnaði út undir eyru, er hún sá mig, auðvitað af því hún vissi, að mér var orðið kunnugt, um leyndarmálið. „Hvernig iíður yður frú Towkins?" mælti ég; „ég vona að þér séuð búin að^ ná yður aftur eftir hræðsluna í morgun?“ »Ég þakka yður fyrir. Ég er alveg búin að ná mér aftur. Annars var það meira þessi óhamingja, sem oss hefur að höadum borið — ég á við strand- ið —, heldur en hræðsla við svertingjann, sem fékk svoaa á mig“. „Það gieður mig að heyra það. Ég get vel ímyndað mér, að þór oft hefðuð orðið að þola ýms óþægindi, sem káetudrengur, ef maðuriun yðar eigi hefði ve?ið við hendina til að ráða úr vandræðunum með kærleiksríkri um- önnun og nákvæmni". Hin unga kona roðnaði á ný og vissi eigi hverju hún skyldi svara. Ég sneri mér því að manni hennar og mælti: „Þér Iofuðuð mér þvi, herra Tow- kins, að þér skylduð skýra mér nákvæmar frá öilum atvikum hér að iútandi; hefjið nú sögu yðar; óg er forvitinu og vona, að ég fái innan skamms 73 Ég varð sem þrumulostinn, er ég virti drenginn betur fyrir mér, mig fór að gruna margt. „Eru margir Svíar á skipinu?11 spurði ég. „Nei, ekki neraa ég. Ég tók mér far með því frá G-öteborg“. Við Simonsen vornm orðnir svangir og tókum því boðinu feginsamiega. Morgunmaturinu var líkari því, sem tíðkast á.beztu farþegaskipum eða fólks- flutnings8kipum en vanalegum kaupförum, svo var alt fullkomið og ríkmann- lega fram borið. Það var búið að breiða á borðið, er við komum ofan í ká- etuna og skipstjóri, fjörgamall maður að sjá, grár fyrir hærum, fölur og þyrk- iugslegur, sat fyrir öðrum enda borðsins og hafði vafið um sig skjólgóðri Ioð- kápu. Við heilsuðum honum. Hann hneigði sig lítið eitt en svaraði oss eugu. Hann benti okkur til sætis og í því kom yfirstýrimaðuiinn ofan í káetuna. Hann sagði okkur, að þetta væri faðir sinn. Grmli Towkins steinþagði alt af við borðið og var mjög óánægjulegur á svipinn. Við höfðum samt beztu matarlyst og bar ekkert markvert til tíðinda yfir borðum, þangað til alt í einu að tveir káetusveinar komu hlaupandi ofan í káetuna. Það var litli, grannvaxni Svíinn, sem var að forða sér undan negradreng, sem elti hann. Það var auðséð, að negrinn gat ekki stjórnað sér, svo var hann reiður; það tók nálega eld úr augum hans. Svíinn hróp- aði óttasieginn: „Hjálp, hjálp! negrinn ætlar að drepa mig“. Yfirstýrimaðurinn stökk upp til að skakka leikinn; ég einnig. Það var ekki ástæðuiaust, að Svíinn bað oss hjálpar, því negrinn ógnaði honum með opnum knífi, sem hann hélt á. Yfirstýrimaðurinn reif strax af honum knífinn, tók handfylli í hið þéttvaxna hár hans og dróg hann þannig upp á þilfarið. Ég tók eftir því, að Svíinn nötraði og skalf af hræðslu, svo það ætlaði jafnvel að líða yfir hann; ég flýtti mér því að taka undir hendarnar á hon- um og styðja hann, en alt kom fyrir ekkert; hann hné máttvana niður. „Þetta er of ístöðulítill og veiklulegur drengur til þess að gefa sig við sjómensku", hugsaði ég með sjálfum mér um ieið og ég hnepti frá honum treyjunni, svo hann hefði rýmra um síg — en — hversu brá mér ekki í brún, er ég sá mjallahvít, fagurhvelfd kvennmannsbrjóst undir sjómanustreyjunni! „Hér er um leyndarmái að ræða, sem að líkindum á ekki að verða ljóstað upp“, datt mér í hug með sjálfum mér, um leið og ég hljóp í snatr

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.