Ísland


Ísland - 05.07.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 05.07.1898, Blaðsíða 4
108 ISLAND. Reykjavík. Latínuskólannm var sagt npp á fimmtudaginn. 17 stíidentar voru þá útskrifaðir en 13 nýsveinar teknir inn í skólann. Eins og venja er til> kvaddi rektor skólasveina með ræðu. í þetta sinn talaði hann einkum nm nám gömlu roálanna, lat- ínu og grísku, í skóianum, og kvað kunnáttu pilta í þeim greinum fara mjög hnignandi, en þessar námsgreinar væru þungamiðja skðlanámsins. Því yrði námið að minni notum en vera mætti. Hann taldi gömlu málunum ýmislegt til gildis sem höf- uðnámsgreinum í skólanum og kvaðst fyrir engan mun vilja að minkuð yrði kenslan í þeim, meðan þær á annað borð skipuðu öndvegissætið meðal náms- greinanna. Hitt kvaðst hann fremur geta fallist á, að þær væru alveg hurtu feldar og öðrum námsgreinum þá skipað sæti þeirra og þá öll á- herzla á það lögð að kenna þær námsgreinir sem hezt. Því til að efla andlegan þroska hjá læri- sveinunum væri það ekki aðalatriðið að þeir lærðu margt, og þá ailt ilia en ekkert til hiýtar, heldur hitt, að þeir lærðu einhverja einstaka námsgrein vel, svo sem eldri menn lærðu gömlu málin. Vjer skulum hæta því yið, í að öndvegið mætti koma í stað gömlu málanna eðlisfræði og náttúru- fræði eða stærðfræði. Og í málfræðisnáminu ætti að leggja íslenzkuna til grundvallar í stað þeirra. ÞeBSÍr stúdentar útskrifuðust: Eink. Stig. Magnús Jónsson.........................I. 103 Halldór Hermannsson....................I. 101 Þorkell Þorkelsson (utanskóla) ... I. 99 Jón H. Sigurðsson......................I. 96 Bjarni Jónsson ....................■. I. 92 Ari Jónsson ......................... .1. 90 Sigurður JónBSon.......................I. 90 Þorsteinn Björnsson ...................I. 87 Matth. Þórðarson ......................I. 86 Matth. Einarsson ....... 1. 86 Quðm. Tómasson........................II. 83 Einar Jónasson................. . . II. 81 Bjarni Þorl. Johnson..................II. 80 Valdemar H. J. Stephensen .... II. 77 Tómas Skúlason........................II. 77 Þorvaldur Pálsson.....................II. 69 Sigfús Einarsson (utansk.). .... II. 66 Úr læknaskðlanum útskrifuðust 28. f. mán.: Halldór Steinsson .... . I. eink. 102 stig Georg Georgsaon .... . II. — 82 — Jón Blöndal . II. — 78 — Magnús Jóhannsson . . . . II. — 66 — Guðm. Guðmundsson . . . III. — 55 — Síra Valdimar Briem hefur verið hjer í bænum um tíma, fyrst á synodus og síðan á amtsráðs- fundi Suðuramtsins. 27. f. m. var honum haldið heiðurssamsæti og tðku þátt í því allir stéttar- bræður hans, sem hér voru staddir og ýmsir af skólabræðrum hans. Sem heiðursgesti var og boð- ið þangað Páli Melsteð sagnfræðing, „unga mann- inum gamia“. sem Hallgrímur biskup kallaði svo í ræðu, sem hann hélt fyrir minni hans. Stein- grímur yfirkennari Thorsteinsson hafði orkt kvæði til séra Valdimars og var það snngið í samsætinu. Þá voru margar ræður haldnar fyrir heiðursgestinum. Aðalræðuna hélt Hallgrímur biskup, en séra Jón Helgason mælti fyrir minni frú Ólafar, konu séra Valdimars. Jón Ólafsson ritstjóri, sem var sam- bekkingur séra Vaidimars í skóla, minntist á skóla- árin og séra Jens Pálsson, sem einnig var honum samtímis á prestaskólanum, mintist þeirra ára. Enn töluðu þeir séra Jóhann Þorkelsson dómkirkju- prostur, séra Árni Þorsteinsson og séra Gísli Kjartansson. „Botnia“ kom hingað 28. f. m. Með henni kom frá Khöfn Magnús landshöfðingi Stephensen og frú hans, Dr. Þorvaldur Thoroddsen, Magnús Jónsson sýslumaður úr Vestmannaeyjum, Oddur Gíslason málfærslumaður og frú hans; hann er nýkvæntur danskri konu. Alls voru farþegar um 50. Málsfærslumenn við yfirréttinn eru orðnir: Odd- ur Gíslason, áður aðstoðarmaður í ísl. ministerinu og Einar Benidiktsson, ritstj. „Dagskrár". D. Östlund adventistatrúboði er nú aftur kom- inn hingað frá Noregi með konu og tvö börn. Á sunnudagsmorguninn 3. júlí, kl. 7.50 varð hjer vart við jarðskjalfta. Hreifingin virtist koma úr suðaustri, og var henni samfara hvinur nokkur. Um það bil sem henni lauk, brakaði í viðum í húsum. Lík E. Tvede lyfsala á að flytjast til Khafnar og jarðast þar. Lars Oftedal kom hingað 30. f. m., ferðaðist til Þingvalla og fer norður fyrir land með „Gwent“ skipi Zöliners og Vídalíns. Trúlofuð eru stud. theol. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason frá Neðra-Hálsi í Hjaltadal og fröken Evfemía Iudriðadóttir revísors. Þetta höfðu þilskipin hér úr Kvík og nágrenn- inu aflað þegar þau komu inn í vor um Jóns- messu-leitið: skip Geiis Zoega 8 91,000 — Th. Thorsteinssou 5 73,700 — Sturlu Jónssonar 4 52,800 — Eyþórs Fellxsonar 3 37,500 — Helga Helgasonar . 4 36,600 — Tryggva Guunarssonar2 22,400 — Björns Guðmundssonar 1 17,300 — Þorsteins Þorsteinss. 1 17,700 — J. P. T. Brydes m, fl. 1 13,000 — tJr Engey .... 2 25,700 — Framnesinga . . . 7 95,500 Týnt silki-slips. Einnandi skili á ritstofu íslands. 1 herbergi í nýju húsi víð Lindargötu er til leigu frá 14. júlí, fyrir litia familíu eða 2—3 einhleypa menn. Bitstj. vísar á. Nýkoinið: Cement, tvær teg: Pakpappi, Saumavélar. W. Fischers verzlun. Tapast kefir gullhringur á Lindargötu Sunnudagiun 3. þ. m. — Skila má í Fé- Iagsprentsmiðjuna. Þjöðminningardag halda Irncsingar sunnudag 10. júlí n.k. Iijá Stóra-lrmóti í Flóa. Sléttar flatir, fagart útsýni til fjalla, vatna og skóglendis. I. Fundur settur með ávarpi og söng einni stundu fyiir hidegi. II. Minni ísJands. Bæða: síra Ólafur í Arn&rbæli, Kvæði: prófastur V. Briem. III. Kappreiðar með verðlaunum. IV. Minni bænda. Ræða (?) Kvæði, Brynjólfur Jónss. V. Olímur með verðiaunum VI. Minni bænda. Ræða: Pétur kennari Guðmundss. Kvæði: Bóksali Gtuðm. öuðmundss. VII. Kapphlaup o. fl. VIII. Dans. — Samsöngur og ldðraþytur við og við. Hátíðin endar kl. 11. e. h. Ólafur Helgason, Eggert Benediktss, Símon Jónsson. „ís!and“ hefur á fjórða hundrað kaupendur innanhæjar í Reykjavík og er það töluvert meiri hæjarúthreiðsla en nokkurt hinna blaðanna hefur. Ekk- ert þeirra gefur auglýsingum jafn- mikla útbreiðsln um bæinn. Auglýsingaverð: 1 kr. hver þumlungur dálks. Mikiil afsláttur, ef mikið er auglýst. 74 eftir köldu vatni, sem ég stökti í andlit Svíanum. Rétt í því bar yfirstýrí- manniuu aftur að og hratt hann mér frá í rniklum ákafa, tók Svíann í fang sér og bar hann iau til sín. „Það lítur helzt út fyrir, að yfirstýrimanninum sé eigi með öllu ókunnugt nm þetta leyndarmál“, hugsaði ég. Alt þetta skeði á skemmri tíma en ég þarf til að segja frá, því gamii Towkins og Simon- sen héldu áfram að snæða eins og ekkert hefði I skorist. Skömmu síðar er yfirstýrímaðurin settist aftur við borðið, leit haun alvarlega á mig, eins og hann væri að komast fyrir, hvort ég rnundi hafa orðið nokkurs var. Ég lét sem ekkert væri og sagði hann mér þá, að hann hefði verið beðinn fyrir þennan dreng í Göteborg og hefði hann íofað ættingjum hans því, að líta vel eftir honum þar sem hann væri svo ungur. Að negradrengurinn hefði honum horn í síðu, af því hana óttaðist, að hann viidi bola sér burtu, en sjálfur reyna til að ná hylli sinni og föður síns. Nú hefði negrinn náð í vínflösku, og væri öivaður og hefði því hatur hans á Svíanum brotist út. Við Simonsen kvöddum nú skipstjóra, sem alt af var jafnfúll og þyrk- ingsiegur, en yfirstýrimaðurinn fylgdi okkur upp á þilfarið. Það var nú orðið bjart af degi, þokuuni létt upp og bátar bjargliðsins streymdu að úr öllum áttum og tóku að flytja járnið í land. Koasúllinn kom með einam bátnum og var þá umsjón minni lokið. Hann fór strax ofan í káetu til skipstjóra og kom aftur að vörmu spori upp á þilfarið og skipstjóri með honum, sem nú virtist lítið eitt kátari en áður. Þeir bjuggu sig þegar til að fara í land og ætlaði ég að verða þeim samferða, ea þá beuti yflrstýrimaðuriun mér og bað mig að lofa sér að hafa tal af mér. „Eruð þór á leiðinni í land herra S.?“ „Já“. „Viljið þér eigi gera mér þann greiða að fara ekki alveg strax í land? Ég ætla að biðja yður stórrar bónar“. „Já, Já, nú kemur leyndarmálið“, datt mér í hug. „Jú, velkomið, mér liggur ekkert á í land“. Þeir skipstjóri og konsúllinn fóru nú í land upp að tjaldi því, er reist hafði verið þar á sjávarströndinni. Yflrstýrimaðuriun hafði í svo mörgu að snúast og um svo margt að hugsa, að það leið langur tími áður en hann fékk tóm til að tala við mig í næði. 75 Á meðan stýrimaðurinn var svona önnum kafinn, gekk ég um skipið og virti það fyrir mér. Ég gat eigi anaað eu dáðst að því hvað alt á því bar vott um reglusemi og hreinlæti. Ég ávarpaði einn af hásetunum, sem hjá mér stóð, á enska tungu og spurði hann um eitthvað, en mér til mikiilar undrunar svaraði hann mér á dönsku. „Eruð þér danskur“, spurði ég „Já, við erum tveir danskir af hásetunum; annars eru hér menn af alls konar þjóðerni; einn Norðmaðar, einn Svíi, sem er káetudrengur, tveir Hollendingar, fimm eða sex Negrar, hinir ern ýmist Innfæddir Ameríkumenn eða Englendingar". „Hvernig líkar yður vistin á skipinu?11 spurði ég. „Heldur vel. Vesturheimsmenu launa hásetum sínum betur en nokkrar aðrar þjóðir. Viðurværið er fremur gott og yfirmeunirnir hinir kurteisustu, að minsta kosti yfirstýrimaðurinn“. „Það er víst mestmegnis hann sem ræður öílu á skipinu, gamli Towkins skiftir sér víst ekki um neitt?“ „Jú, það kemur oft fyrir, að hann er jafnvel am of afskiftusamur; hann er sérvitur og dutlungasamur, og þegar hann tekur við stjórninni, þá verða allir og sonur hans yfirstýrimaðurinn, einnig að lúta hans boði og banni“. „Þeim feðgum kemur þó víst allvel samau?“ spurði ég. „Stundum bregður nú út af því. Yfirstýrimaðurinu er bezti sjóm&ður, lipur, snarráður og úrræðagóður; hann er elskaður og virtur af öllum á skip- inu. En, eins og gengur, honum hættir til að sleppa sér dálítið stöku sinn- um, eins og t.d. í Göteborg um daginn; þar trúlofaðist hann ungri stúiku og hefur víst gert það í alvöru, því hann vildi strax giftast henni og flytja hana með sér til Baltimore. Þér hefðuð bara átt að sjá gamla Towkíns, er hann frétti hvar komið var. Hann er nú vanalega gulur á hörund, en þegar son- ur hans bað hann um samþykki sitt til ráðahagsius, þá varð hann eins gulur á litinn eins og skellinaðra". „Nú, nú, hvernig fór svo um trúlofunina?“ spurði ég. „Ungi Towkins varð að láta undan. Það kom jafnvel til orða, að hann færifrá skipinu og hann fórog kom ekki aftur fyr en að tveim dögum liðn- um og kom hann þá með þennan sænska káetudreng með sér. Þeir feðgar sættust aftur heilum sáttum, en þau áhrif höfðu geðshræringarnar á gamla

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.