Ísland


Ísland - 12.07.1898, Page 1

Ísland - 12.07.1898, Page 1
II. ár, 8. ársfj. Reykjavík, 12 júlí 1898. 28. töluMað. Fyrir 2 Krónur geta nýir kaupendur „ÍSLAÍíDef41 feng- ið allan yfirstandandi árgang blaðsins, frá nýári 1898 til ársloka. Þ6 er það bundið |)yí skilyrði, að ])eir Iialdi rið kaup á Maðinu næsta ár. Ekkert blað annað hjer á landi hýð- ur þyílík kjör. Heimsins ódýrustu og vönduðustu ORBEL Og MTEfM fást með Yerksni.Yerði heina leið frá Cornisli & Co., Wasliington, New lersey, XI. 8. A. Orgel úr hnottrje með 5 oktövum, tvö- földu hljóði (122 fjöðrum), 10 hijóðbreyt- ingum, 2 hnjospöðum, með vönduðum orgel- stól og skóla, kostar í umbúðum c. 133 krónur. Orgel úr hnottrje með sama hijóð- magni kostar hjá Brödreue Thorkildsen, Norge, minnst c. 300 kr., og cnn þá meira hjá Patersen & Steenstrup. Öll fullkoma- ariorgeiog fottepÍHUó tiltölulega jafn-ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Fiutningskostn- aður á orgeli til Kaupmannahafnar c. 30 kr. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sjer til mín, sem sendi verðlista með myndum o. s. frv. Jeg vil biðja alla þá, sem hafa feingið hljóðfæri írá Cornish &Co. að gera svo vel aðgefa mjervottorð um, hvernig þaa reynast. Einkafulltrúi íjelag'sins hjerálandi: Þorsteinn Arnljótssou, Sauðanesi. Minnisspjald. Landstankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. ll1/.—l‘/s. — Annar gæslustjóri við kl. 12-1. Söfnunarsjóðurinn opinn 1 barnaskólanum kl. 5—6 slð- degis 1. mánud. 1 hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá kl.12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátœkranefndar-txuiðvc 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 síðd. Náttúrugripasafnið (i Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siðdegis. Ókeypis lækning á spítalanum á Jiriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i mánuði hverjum. Frá íjiiIlatiiKlum til íiskimiða. Búnaðarfélag suðuramtsins hélt síðari ársfund hér í Rvík 5. þ.m. Félagsmenn eru nú 313. Þrír búfræðingar hafa verið í þjónustu félag&ins í sumar og vor: Svein- björn Ólafsson í Vestur'SkaftafelIssýsiu í lVa mánuð, Hjörtur Hausson í Borgar- fjarðarsýslu lr/a mánuð og Giísli Þorbjarn- arson í Árnessýslu 1 mánuð. Þá hafði og stjórnin samkv. fundarályktun í vetur ráðið Einar garðyrkjumann Helgason í þjóaustu félagsiiis frá 1. apríl þ á. fyrir 800 kr.; skyídi hann gefa félagsmönnum kost á leiðbeirting sinni, en ferðalög hans í þeim erindum skyidu hiutaðeigendur borga. Fundurinn samþykti að veita Sigurði Sigurðssyni búfræðingi frá Langholti, sem nú er í Noregi, 200 kr. styrk til að sækja sýninguns í Björgvin. Jakobi Jónssyni á Varmalæk veittur 100 kr. styrkur til að ijúka við engjabrú og útvega sér kerru. Garðyrkjufélaginu veittur 30 kr. styrkur til verkfærakaupa. Hússtjórnarskóianum neitað um styrk, en forstöðukonur hans íóru þess á loit, að búnaðarfélagið tæki að sér yfirumsjón skólans, þegar það væri orðið að einu allsherjarbúnaðarfélagi fyrir alt landið, eins og um hefur verið talað. Málinu um stofnun alisherjarbúnaðar- félags fyrir laud alt vav frestað vegna þess, að tiliögur amtsráðanna væru ekki samrýmaniegar. Stjórnin var endurkosin: H. Kr. Frið- riksson form., Eiríkur Briem skrífari og Geir kaupm. Zoéga gjaldkeri. Varastjórn einnig endurkosin: Tr. Gunnarsson, Jón Jensson og Þórh. Bjarnarson. Ferðamannafélagið hélt aðalfnnd sinn hér í Rvík á fimtudagskvöldið. Fólagið á nú í Bjóði rúmar 800 kr., nokkuð í ó- golduum tillögum, og 3 ferðmannatjöld, sem notuð eru á Þingvöllum og við Geysi. 400 kr. hafði félagið grætt á útgáfu mynda frá íslandi, sem D. Thomsen konsútl hafði kostað úr sjáifs sín vasa og þakkaði fund- urinn honum það í einu liíjóði. Talaðvar um að færa niður árstillag félagsmanna úr 10 kr. uiður í 5 kr. og undirbúa þá lagsbreyting til næsta fundsr. Samþykt, að stjórn félagsins mætti kaupa fyrir þess hönd tvo hluti í Þingvallaskýlinu (hl. 250 kr.). Skýrt var frá, að Mr. Howell, sem ferðast hefur hér á hverju sumri lengi undanfaraudi, væri að semja ferðabók á ensku, meðfram eftir undirlagi félagsins, og á nafn þess að standa á titilblaðinu. Aunars hcíur félagið ekki séð sér færtenn að ráðast í að gefa út leiðbeinandi bækur fyrir útlenda ferðamenn. Stjórnin var endurkosia: D. Thomsen konsúil, Tr. Gunn- arsson bankastjóri og Björn Jónsson rit- stj., varamaður: J. Havsteen amtmaður. Þjóðhátíð Árnesinga 10. júlí 1898. Rétt á móti oddanum á Grímsnesinu, þar sem Sogið rennur í Hvítá, liggja að henni sléttir bakkar og fagrir vellir. Þar er gott útsýni til fjallauna og jöklanna að fjallabaki, ef bjart er. En ármótiu eru syo breið, að þar er sem fjörður væri með eyjum og sundum. Á þessum völium, rétt við ármótin var hátíðastaður þeirra Árnes- inga. Hann var prýðilega vei valinn og jafnvei fallinn tii alls, hvort sem þreyta skyldi kappreið, glímur eða kapphlaup. Hefði viðrað vel, mundi þar hafa orðið hin bezta skemtun. En um dagmálaleitið kom yfir þoka- og þéttur úði. Þá drifu að hópar manna úr öllum áttum og eru nú víst nokkrar aldir síðan Flóinn hefur orðið fyrir svo miklum yfirgangi. En þótt úð- inn væri helzt til þéttur og tæki fyrír alt útsýni, þá voru menn þó hinir kátustu og kváðu engan raundu versna, þótt hann vöknaði; enda höfðu eér til gamausímilli að bölva vætuuni. Þar var mikill fjöldi saman kominn úr Árnessýslu og Rvík og næstu sýslum og raundi nema alt að 2000. Þar voru tvö stór tjöld, þar sem veitt var kaffi, bjór og vindlar og fleira. Fór það allvel úr hendi. Undir hádegið hófst hátíðin. Yar fyrst sunglð „velkomenda minni“, eftir Guðm. bóksaia Guðmundsson á Eyrarbakka, en síðan bað Ólafur prestur Helgason alla vera velkomna, og kvaðst treysta því, að menn mundu gera sér góða gleði. Þá var sungið kvæði eftir V. Briem fyrir minni íslands. En þar á eftir hélt Ólafur prest- ur Ólafsson ræðu fyrir íslandi. Hann kvað það nýlundu, að sjá slíkan fjölda saman kominn og mundu menn spyrja, hverju þetta sætli. Svaraði hann spurningunni á þá leið, að þessu ylli ný hreyfing, sem vakin hefði verið hin síðnstu ár. Það væru kcmuar morgunteygjur í þjóðina og eigi Jangt að bíða, að hún vaknaði svo, að hún myndi eftir sjálfri sér. Sagði hann, að sér kæmu nú í hug þjóðsögurnar um dalakúta og grafið gull, og hefðu siíkar sagnir sannleik að geyma, ef þær væru ekki skildar alt of bókstaflega. Hér væri nóg gull til í vötnum og fljótum og grund og græði. Óskaði hann, að landar ytðu framvegis fingralengri til að seilast eftir því. Sú þjóð, sem ávalt byggi við örbirgð, mætti engum þroska ná. Þó væri ekki síður vert að sækjast eftir andans gulli Enda hefðu forfeður vorir flutt eigi að eins það gull, er grafa má i jörð, heldur og gull drengskapar, hreysti, hugprýði og göfgi, hefðu komið með andans gull. Skyldu menn vera sem ágjarnastir á það. Enn hefðu þeir flutt gull frelsisins. Yæri óskandi, að ísland yrði sem ríkast af siíku gulli. Ófrjáls stjórn væri vond, en þó væri verri sú andans ánauð, sem einstakl- ingarnir komast í. Þegar hver andi væri frjáls, væri framför hjá lýð, þá en fyr ei væri bygt svo standi. Til þess að ná öll- um þessurn guiltegundum, þyrfti trú, vou og kærleika. Trú á sjálfan sig og réttan málstað, von um sigur og framgang fyrir gott og rétt mál og ást til manna og málefnis. — Ræðan var vel og látlaust flutt og kalla ég hana ágæta. Þessu næst hófust kappreiðar. Var reyndur flýtir 16 hesta á stökki. Mátti þar sjá margan fallegan hest, stælta vöðva og hraustlegt hófatak. Þá er allir höfðu reynt í fjórum flokkum voru reyndir sig- urvegararnir úr öllum flokkunum. Fyrstu verðlaun fékk grár hestur frá Jötu í hreppum, en önnur móbrúnn hestur frá Arnarbæli í Grímsnesi, sá sami sem fékk verðlaun i Rvík í fyrra. Skeið var ekki þreytt, af því að ekkí voru nema tveir, sem taka vildu þátt í því. Þessu næst hófust glímur, en ekki var þar gott sjónar, og blaut jörðin og sleip. Þó glímdu nokkrir og urðu þeir skarpast- ir Bjarni Guðmundsson og Erlendur Er- lendsson frá Miklaholti. Fékk B. 1. verð- laun, kíkir en Erlendur 2., úrfesti. En síðar glímdu fleiri og var það verðlaunalaust, en miklu var það betri skemtun. Þá glírodi Guðmundur Guðmundsson af Eyr- arhakka bezt og töldu glímudómarar hann vissan til 1. verðl. ef hann hefði tekið þátt í verðlaunaglímunni. Þessu næst var sungið minni bænda- stéttarinnar, gott kvæði eftir Br. J. frá Minnanúpi. Þá flutti Ólafur prestur Helga- son sköiulega ræðu og skoraði á bændur að hefjast handa og yngja gamla íslacd upp. Þá runnu menn i köpp. Urðu þeir skjótastir Einar Eiríksson frá Helgastöð- um og Gísli Brynjólfsson frá Sóleyjar- bakka. Fókk Einar 1. verðl. en Gísli önnur. Nú tók að stórrigna og tóku menn að halda burt, enda var þá liðið mjög svo að kvöldi. Ailur viðbúnaður var í bezta lagi og mundi hátíðin hafa farið fram hið bezta ef vel hefði viðrað. Þrátt fyrir rigningu og ýms óhöpp og smágalla var þetta hátíða- hald Árnesingum til sóma. Er nú von- andi, að menn láti þessa mannfundi ekki , faila niður aftur, því að þess sjást nú þegar ljós merki, hversu góð áhrif það hefur á íslenzkt þjóðerni og þjóðlegar list- ir, svo sem reiðmensku, glímur. hlaup, söng o. fl. Þess verður að geta að hornafélagið á Eyrarbakka lék öðrukverju alian daginn en hornaflokkurinn úr Reykjavík hvíldi þá. Þar var og söngféiag af Eyrarbakka, er söng kvæðin. Stýrði Sigfús Einarsson stúdent söngum og fórst að vanda. Ég þakka þeim Árnesingnm fyrir áhuga þeirra á þessu máli og fyrir góða skemtun. Rvík, 12. júlí 1898. Bjarni Jönsson frá Vogi. Einsog bér hefur áður verið frá skýrt völdu flest félög hér í bænum fulltrúa til að mæta fyrir sína hönd á fundi er ræða skyldi um þjóðhátíðarhald hér í bænum 2. ágúst í sumar. Sá fundur var haldinn 8. þ. m. af eitthvað um 80 fulltrúnm frá fé- lögunum. Skiftu þeir þar verkum með sér og kusu nefndir til að annast hvað fyrir sig; þar var kosin „processiu“nefnd, ræðunefnd, sundnefnd, glímunefnd, reið- nefnd, slöjfunefnd, hjólreiðanefnd, veitinga- nefnd o. s. frv., alls 14 nefndir. í forstöðu- nefnd eða framkvæmdarnefnd voru kosnir: D. Thomsen konsúll, Jón Ólafsson ritstjóri og Indriði Einarsson endurskoðari og er hátiðakaldið aðallega i þeirra umsjá. Ekki er enn búið að velja hátíðarstaðinn. Framh. á fjórðu síðu.

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.