Ísland


Ísland - 12.07.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 12.07.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 111 stóðu allk upp, og rétturinn yar settur. Forsetinn byrjaði á þyí, að spyrja saka- dólginn að nafni, o.s.frv. Því næst talaði hann til málaflutningsmaunanna og áminti þá um skyldur þeirra, að því búnu tók haun eið &f kviðdómendunum. Það er mjög hátíðlegt að hlusta á eið þennan, þar sem þeir sverja það við sálu sína og sam- vizku, að dæma ura það, hvort hinn ákærði maður sé sekur eða eigi. Eftir þeirra dómi kveða svo dómararnir á um, hver hegn- ingin eigi að vera eftir lögunum. Þá er eiðurinn var unninn, byrjaði rannsóknin, og gekk hún mjög greitt, með því að morð- inginn svaraði: „Já, herra minn“, upp á allar spurningarnar og reyndi alls ekki til að afsaka sig eða bera nokkuð í bæti- fláka. Því næst voru vitnin leidd fram, og var einkennilegt að taka eftir þvi, hversu opið auga Frakkar, jafnvel almúga- menn, hafa fyrir öllu því, sem getur heyrt undir sjónleiki, og nota það við frásögn- ina. Hið fyrsta vitni var nágrannni gamla mannsins, og hafði hann fundið líkið. Hann lék beinlínis upp aítur það sem fyrir hann hafði komið Hann þóttist heyra hunda- glamið, kippast við, er hann sá líkið, o.s. frv. Andlit hans breyttist eftir því, sem hann sagði frá; það lýsti undrun, hræðslu, skelflngu, röddin var ýmist lág og skjálf- andi, eða hvell og ógnandi. Þá er vitna- leiðslunni var lokið, tók sá málaflutnings- maður, sem var sækjandi, til máls, og krafðist þess, að kviðdómendurnir dæmdu morðiugjann sekan, og verðan lífláts. Því næst svaraði verjandi sakadólgsins. For- seti spurði morðingjann, hvort hann hefði nokkru að bæta við sér til afsökunar, og er hann kvað nei við því, bauð forsetinn kviðdómendunum að fara inn í herbsrgi, sem til þess var ætl&ð, til að ræða málið með sér. Að hálfri klukkustund liðinni komu kviðdómendurnir aftur, og baað þá forsetinn formanni þeirra, að skýra frá dómi þeirra. Formaðurinn stóð þá upp, lagði höndina á hjartastað brjósts síns og mæiti: „Ég sver þess við drengskap minn og samvizku, að kviðdómurinn telur mann þeunan sekan; en með því að oss virðist nokkuð vera til málsbóta, hljóðar dómur vor, að sakadólgurinn sæti galeiðu-þræl- dómi alla sína æfi“. Forseti sagði því næst réttinum slitið. Vér, sem höfðum sotið þarna 6 klukkustundir og fylgt mál- inu þegjandi og með athygli, flýttum oss burtu með sérstökum tilfinningum. Vér höfðum séð hér glæp og spillingu annars vegar, og hins vegar mikla ábyrð og traust heillar þjóðar á réttsýni ómentaðra manna. Vér höfðum í huganum séð þennan unga mann, sem fyrir fáum árum hafði leikið sér som saklaust barn, sendan með járn- hlekki á höndum og fótum annaðhvort til Nýju-Kaledóníu í Ástralíu eðatil Cayenne í Ameríku, og þar verður varla hugsað, að hann bæti ráð sitt, eftir því sem þess- um stöðum er lýst. (Framh.). Þöra Friðriksson. Kerlingin. Eftir lwan Turgenjew. Mig dreymdi að eg væri einn á gangi á stórri heiði . . . og alt í einu heyrði eg hægt fótatak fyrir aftan mig. Það var einhver að læðast á eftir mér. Eg ieit við — og þá sá eg gamla, skorpna kerlingu í gráum töírum. Aðeins andlitið gægðist út um tötrana — gul-leitt, hrukk- ótt, tannlaust, hvassnefjað andlit. Eg gekk til hennar.............húti stóð kyr. Hvað heitirðu? Hvað viltu? Nú þú vilt að eg gefi þér eitthvað“. Keriingin svaraði engu orði. Eg laut að henni, og eg sá, að augun í honni voru þakin hálfgagnsæjum, hvítleitum himnum, eins og eru í augum sumra fugla og hlífa þeim við ofbirtu . . . . en í kerlingunni voru himnurnar óhreifanleg- ar og huldu augnasteinana; af því skildi eg, að hún mundi vera biind. „Viltu nokkra aura?“ spurði eg aftur. „Hvers vegna eltirðu mig?“ Hún þagði eins og steinn. En það var rétt eins og hún yrði enn skorpnari og fyrirferðarminni. Eg sneri frá henni og hélt áfram. En svo heyri eg aftur þetta létta, hæga læðings-fótatak fyrir aftan mig. „Skal þessi kerling enn þá vera á hæl- unum á mér?“, hugsaði eg. „Hvers vegna skyldi hún vera að elta mig?“. En svo flaug mér aftur í hug, að hún væri blind og hefði líklega vílst og nú mundi hún ganga á hljóðið af fótataki mínu til þess að komast einhversstaðar að bygðu bóli. En svo fór eg að verða svo undarlega órólegur. Mér fanst, að í raun og veru væri það ekki svo, að kerlingin elti mig, heldur að hún stýrði mér, ræki mig áfram, ýmist til hægri handar eða vinstri, og að eg hlýddi henni ósjálfrátt. Eg hélt samt áfram. En þá sá eg alt í einu eittfavað svart fram undau mér...........og það breikkar .......og verður eins og svört hola í jörðina........Það er gröf! Og alt í einu flýgur mér í hug: „Þangað er hún að reka þig — að gröfinni". Og eg sný snögglega við. Þá stendnr kerlingin beint fyrir framan mig — og nú hefir hún sjónina. Hún st&rir á mig stórum, illilegum augum............sannar- legum ránfugls-augum............Eg grúfi mig að andliti hennar og stari í augun í henni.........Og nú verður aftur fyrir mér þessi hvitleita, óhreifanlega himna, sama blinda og slokknaða augnaráðið og áður......... Þá hugsaði eg: „Nú, þessi kerling . . . . . Það er örlagadísin min — örlagadís- in, sem enginn lifandi maður getur forð- ast“......... Hvað ekki forðast? Bull og vitleysa! Eg skal þó reyna“........... Og eg sný víð og tek nýja stefnu. Eg geng hratt...........En þá heyri eg aftur hægt og létt fótatak á eftir mér . . . . . rétt fyrir aftan míg........Og fyr- ir framan mig gín aftur þessi svarta hola......... Aftur breyti eg stefnunni............Og altaf heyri eg sama læðings-fótatakið á eftir mér — fyrir framan mig er sama, ógurlega, svarta gímaldið.......... Það er gagnlaust, að eg hleyp í ýms- ar áttir eins og héri, sem hundar elta . . . . . altaf, altaf það sama, sama. Þá segi eg með sjálfum mér: „Bíddu, kerla. Nú skal eg gera þér grikk — nú verð eg alveg kyrr og fer ekkert“. Og eg fleygi mér til jarðar. Kerlingin er altaf á eftir mér, rétt á hælunum á mér; nú heyri eg ekki til hennar, en eg finn, að hún er á hælum mér......... 80 hvíslaði hann að mér: „Mér hefur þénast vel í nótt; ég vona að ég sé nokkr- um þúsund króuum ríkari í dag en ég var í gær“. „Þó yður máske skjátlist í því; fyr má nú gagn gera, herra konsúIl“, svaraði ég. „Nei, góði vin! mér skjátlast ekki í þe8su. Ef skipin stranda hér verður allur farmurinn fluttur í land og seldur við opinbert uppboð, og þá vil ég ekki láta umboðsmanns- og innköllunarlaun mín fyrir 10,000 kr. „Það færi betur, að von yðar rættist“, rnælti ég. En hafið þér frétt nokkuð um strandið við „Stakmilen“ ? „Já; það skip var fermt hör og hampi, sern er mjög dýr farmur. Það er einnig breakt og var á heimleið; en það er sá gallinn á, að hvessi hann upp vestan, þá kemst hann út aftur“. Það stóð heirna. Eftir tvo daga íaust á vestanroki og briggskipið „Tho friends“ losnaði af rifinu og hélt þegar af stað til Albion. Eu víkjum nú aftur að efninu. Þogar vér komum heim og ég var bú- inn að skýra konu konsúlsins frá leyndarmálinu, varð húu sem steini lostin. Frú Towkins voru fengin helztu herbergin í húsinu tii íbúðar og mér er óhætt að segja, að innau tveggja stunda var enginn sá í húsinu, sem ekki var bú- inn að fá leyndarmálið að heyra, að garala Towkins undan teknum, enda reið oss það á miklu, að engin grunsemd vaknaði hjá honum, ogvar því auðveld- ara að koma í veg fyrir það, sem hann aldrei fór út úr herbergi sínu og engir umgengust hann aðrir en konsúllinn, kona hans og vinnukonurnar, en við þær var hann svo afundinn og önugur, að jafnvel þó þær hefðu getað talað við hann, sem þær auðvitað ekki gátu, hefðu þær þó aldrei dirfst að segja honum frá hvernig á stóð. Það var komið kveld þegar yflrstýrimaðurinn kom í land og heim til okkar. Hann vék mér þegar á eintal og spurði mig hveruig konu sinni liði og er ég hafði leyst úr því, fór hann á fund konsúlsfrúarinnar og þakkaði henni með mörgum fögrura orðum fyrir meðferðina á konu sinni; og ondur- galt hún þakklæti hans með því, að vísa honum á fuad hennar. Það var nú ráðið að yfirstýrimaðuriun einnig skyldi hafa aðsetur hjá okkur ásamt konu sinni og föðúr. Lórentz konsúll, stýrimaðurinn og ég fórum á hverjum morgni til strand- ar til að líta eftir skipinu. Stundum var stýrimaður þar allan daginn, því altaf gerði hann sér von um, að „Orinoco" yrði náð fram af rifinu, þegar 77 færi á að sýna ykkur í endurgjaldsskyni að ég geti orðið ykkur að Iiði. „Ég er yður í sannleika þakklátur fyrir hluttekning yðar í kjörum okk- ar og er fús á að verða við ósk yðar. Þar er þá fyrst til máls að taka, að fyrir rúmum tveimur mánuðum komum við á þessu stóra og góða skipi, sem ég því miður er hræddur um að vér hér hljótum að skilja við, til Oöteborg. Það er langur vegur milli Baltimore og Göteborgar og er því engia furða, þótt ungur sjóraaður eins og ég, hlakki til eftir svo langa útivist að stíga fæti á land aftur. Og með því að faðir minn mjög sjaldan fór á land, en hvatti mig til þyggja heimboð þau, er við fengum, var ég nálega öllum stund- um á landi. Hvar sem ég kom var töluð enska og kemur mönnum, eins og þér vitið, það æfinlega vel í framandi Iandi að heyra talað sitt móðurmál. Mér geðjaðist í stuttu máli ágætlega að lífinu í þessum bæ. Meðal annara, sem ég daglega kom til, var konsúll Yesturheimsmanna þar, Drummand að nafni og þar sá ég UUu mína fyrst; hún er í ætt við konu konsúlsius. Það er fljótt yfir sögu að fara; ég varð ástfanginn í henni og hún í mér; og því oftar sem við sáumst og því betur sem við kyntumst, því dýpri rætur festi ást okkar á báðar hliðar. Við hugsuðum með sárri sorg og angist til skilnaðar- stundarinnar, sem óðum nálgaðist og um framtíðina og fundum þá, að við gátum ekki skilið. Hvað áttum við nú að gera? Ég skýrði ættingjum Ullu frá þ8ssu og þeir samþyktu trúlofun okkar. Drummand konsúll hvatti mig til að skýra föður mínum strax frá þessu, sem ég og gerði og gat þess jafn- framt við hann, að ég hefði í hyggju að kvongvast áður en við færum heim aftur og svo færi kona mín með mér. Eius og mig hafði grunað, mátti faðir minn eigi heyra trúlofunina nefnda á nafa og því síður giftinguna. Það var ekki nærri því komandi hvort sem ég fór að honum með iilu eða góðu. — Hann hafði í kyrþey fyrirhugað mér annan ráðahag. — í vandræðum mínum hótaði ég honum jafnvel að strjúka frá skipinu, ef verða mætti að hann lin- aðist við það, en hann sór þess dýran eið, að hann þá skyldi láta refsa mér eftir strangasta bókstaf farmannalaganna, sem strokumanni. Ég þekti of vel þrjózku og ónærgætni föður míns til þess að efast um að hann efndi hótanir sínar. Ég sá einnig, að það hlaut að kasta óafmáanlegum bletti á mannorð mitt, ef ég stryki i burtu frá föður mínum á gamals aldri. Þar að auki get ég að nokkru leyti skoðað mig sem skipstjóra, því að á ferðum vorum ligg- ur faðir minn oftast nær í rúminu og þjáist þá af ímyndunarveiki, en skellir

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.