Ísland


Ísland - 20.07.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 20.07.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 3. ársfj. Reykjavík, 20 júlí 1898. 29. tölublað. !?£ Fyrir 2 Krónur geta nýir kaupendur „ÍSLANDs" feng- ið allan yfirstandandi árgang blaðsins, frá nýári 1898 til ársloka. Þó er það bundið því skilyrði, að þeir haldi Tið kanp á ulaðinu næsta ár. Ekkert blað annað hjer á landi býð- ur þTÍIík kjör. Minnisspjaid. Landabankinn opinn dagl. kl. 11 ardegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. ll1/,—l1/,, — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 s!ð- degis 1. mánud. 1 kverjum manuði. Landsbokasafnið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12— 2 siðd.; á manud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlan sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og id. kl. 11—12 árdegis. Bœjarstjórnar-tmiáir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátækranefndar-íxmiix 2. og 4. fmtd. 1 mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (i Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siödegis. Ókeypis lækning á spltalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tamilækning bjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i m&nuði hverjum. Öfriðurinn. Cuba. Landorusta og mannfall. Þess Tar síðast getið er landher Banda- manna var kominn á land utan við St. Iago og þokaðÍ3t nær borginni. Þaðvoru 15 þusundir maana. Spánverjar vænta liðveizlu vestan úr landi og var Pando hershöfðingi þeirra þar á leið með 10,000 manna, er koma skyldu til varna borginni. Eri Bandamenn urðu fyrri til og réðu á borgina áðar Pando kæmi þangað með her sinn. Árásin var gerð 1. júlí kl. 8 um rnorguninn og stóð blóðugur bardagi allan þann dag til sólarlags. Víggirðing- ar Spánverja utan við borgina reyndust sterkar og þeir vörðu þær af mikilli hreysti. Alt um það hrukku þeir alstað- ar fyrir, og þegar orustu lauk umkvöldið voru fremstu sveitir Bandamanna komnar svo nálægt, að þær áttu ekki eftir fulla enska mílu til borgariunar. Bjuggustþær þar fyrir um kvöldið og um nóttina voru fluttar tii nýjar hersveitir og skyldubyrja nýtt áhlaup þegar næata morgun. Mann- fall var mikið orðið af báðum. í sólarroð næsta morgun, 2. júlf, byrj- aði orustan á ný. Her Bandamanna sótti nú að borginni bæði að sunnan ogvestan. Þennan dag allan stóð orustan án þessað borgin yrði tekin. Þó vegnaði Banda- mönnum betur, en margt fjell af báðum. Annars ber fregnunum um þessa viður- eign ekki vel saman. Það er sagt, að á föstudaginn og flmtudaginn, 2. og 3. júlí, hafi Bandamenn látið 1200 manns, erým- ist voru fallnir eða sárir, en af Spánverj- um hafl að miusta kosti fallið 1000. Floti Spánvérja eyðilagður. Eins og kunnugt er, hafði Corvora ad- míráll legið með flota Spánverja á höfn- inni við St. Iago og var borginni hin mesta vörn að honum. En á sunnudag- inn 3. júlí, daginn eftir að landorusturnar höfðu átt sér stað, sem frá hefur verið skýrt, hélt Cervera flotanum út úr höfn- inni. Hafði stjórnin í Madrid tvívegis boðið honum að leggja flotanum út og halda honum til Havanna, en hann neitað og sagt það ógjörlegt, þar sem floti Banda- manna lægi úti fyrir flóamyuninu og miklu stærri og engin von til að komast undan. En nú fékk hsnn skipnn til þeas í þriðja sinn og lagði þá flotanum út um bjartan dag. Bandamannaflotinn tók á mótiundir eins og út úr flóamynninu kom. Cervera admíráll reyudi að koma skipum sínum undan, en floti Bandamanna eíti þau í 2 tíma og létu skotin dynja á þeim. Kvikn- aði þá í mórgum af skipunum, en menn bjöiguðust í laud á bátum, sem Banda- menn skutu út. Þtir gáfust þeir upp fyrir hersveitum, sem Bandamenn höfðu skipað þar til að verja Spánverja fyrir árásum frá uppreistarmönnum á landí. Cervera admíráll komat í Iand með bátunum, en bað þess, að hann yrði fluttur út í her- skip Bandamanna, sem þar var næst, „Gloucester". Foringinn þar tók honum báðum höndum og hrósaði mjög vörn hans og Spánverja í þessari sjóorustu. Sampson admíráll sendi stjórninni í Washington svohijóðandi hr&ðskeyti, dags. 3. júlí, en næsti dagur er þjóðhátíðardag- ur Bandamanna: „í tilefni af frelsishátíðinni 4. júlí flyt- nr flotinn undir stjórn minni þjóðinni þessa gjöf: Floti Cerveros er algerlega eyði- lagður. Ekki eitt einasta skip hefur kom- ist undan. Fiotimi reyndi í morgun, kl. 9 og 30 mín., að komast út. Kl. 2 varð það skipið, er lengst hólt út, „Cristobal Colon" að hleypa á grunn og fella fánann 60 sæmílur fyrir vestan St. Iago. Skip- unum „Infanta Maria Teresia", „Oquendo" og „Vizcaya" var hleypt á grunn, kveykt í þeim og þau sprengd i loft upp 20 míl- ur frá St. Iago. „Furor" og „Pluton" voru eyðilagðir 4 mílur frá flóamynninu. Við höfum misst einn mann, sem fallið hefur, en tveir hafa orðið sárir. Af óvin- um vorum að iíkindum fallnir svo hundr- uðum skiftir, því margir létust þegar skip- in sprungu. Við höfum tekið 1300 fanga, þar á meðal admirál Cervero". Á flota Spánverja voru yfir 2000 manns. Síðustu fregnir segja 350 hafa farist, 160 sára, en 1600 tekna fanga. St. Iago. Frá Vashington er símritað 4. júlí, að Shafter hershöfðingi hafi algerlega um- kringt St. Iago og heimtað að borgin gæfist upp, ella mundi hann skjóta á hana, en hershöfðingi Spánverja hafi neitað. Síðari fregnir segja, að Miles hershöfðingi sé ajálfur á leið til St. Iago með 1200 manns til liðs við Shafter, en Shafter muni helst kjósa að hafa lokið öllu áður en hann komi til. Aðrar fregnir segja Pando hershöfðingja kominn til St. Iago með her Spánverja og geti þá umsátin dregist nokkuð enn. Heima á Spánl er ekki hugsað til friðar enn, þótt flotinn vestra eé eyðilagður. Raðaneytisforsetinn, Sagasta, svaraði blaðamanni, sem spurði hann, hvort tnnn mundi ekki taka friðar- boðum, ef St. Iago yrði tekin: „Nei, það gerum við aldrei". Og hann bætti við: „Við höfum enn yfir á Cuba 100,000 her- manna og sjálfboðalið^, sem alt er reiðu- búið til að deyji fyrir föðurlandið". Sa- gasta hróssði því, hve vel Spánverjar verðu enu St. J'go. Sagt er, að Bandamenn ráðgeri að senda flotadeild austur yfir haf til að skjóta á hafnarbæina á Spáni. Flotadeild spönsk, nndir forustu Cama- ras admiráls, sem átti að halda austur um Sues-skurðinn og til Filippseyja, er nú sagt að sé snúin aftur heim til Spánar. Frá Filippseyjunum. Herlið Bandamanna, sem sent var aust- ur til Filippseyjanna kom þangað 30.júní og hafði á leiðinni komið við í Ladrona- eyjunum og tekið þær, skilið þar eftir lið, en tekið landsstjórann og embættismenn Spánverja með sér. Byrjað var að setja liðið í land 1. júlí. Líklega verður þá stutt um vörn Spánverja í Maníla. Frá Puertorieo. Þar eru sögð leynileg samtök meðal eyjarbúa til að steypa stjórn Spánverja og að Bandameuu ráðgeri að senda þangað 30,000 manaa. Bréf til „íslands". Frá Orleans. (Framh.). Sama daginn skoðaði ég fangelsið í Or- leans, þar sern þessi óbðtamaður var geymd- ur meðan á málinu stóð. Það er nýtt hús, stórt og reisulegt, með háum grjótvegg hlöðnum alt í kring. Hurðin á honum er auðvitað sterk og þung, og þegar hún er opnuð, verður fyrst fyrir hús dyravarðar- ins og því næst stór forgarður. Beint á móti blasa þá. við aðal-dyrnar, en rétt við hliðana á þeim inngangur inn í íbúðar- herbergi dýflissu-varðarins. Hann hefur að eins þrjú heldur lítil herbergi til íbúð- ar og eldhús. Til beggja handa við aðal- dyrnar eru smáir blómgarðar með háum steingörðum umhverfis; en á hverjum garði er eins konar gluggi með járngrindum fyr- ir, svo að dýflissuvörðurinn getur séð inn í garðinn. Hegningarhúsið í Orleans er klefafangelsi. Frakkar komast betur og betur á þá skoðun, að óheppilegt sé að hafa marga ðbótamenn saman, og öll hegniugarhús, sem nú eru þar reist, eru þannig löguð, að eigi einungis hver óbóta- maður hefur klefa fyrir sig, heldur einnig sinn garð til að hreifa sig í þann tímaun, sem þeim er ætlaður til útiveru. Með því verður ekki einasta komist hjá því, að ó- bótamenn hafi ill áhrif hver á annan, held- ur er einveran einnig mikill ábætir á hegn- inguna fyrir flesta þá menn, sem eigi eru þroskaðir í huga. Þá er inn í hegningar- húsið er komið, verður fyrst fyrir hring- myndað anddyri, en í miðjunni oins og lítið skemtihús úr gleri. Þar situr um- sjónarmaðurinu inni, svo að hann geti haft umsjón með öllu, sem fram fer. Til hægri handar við anddyri þetta eru skrifstofur embættismanna þessarax stofnunar og beint fram göng, sem kvennaklefarnir liggja að; en til hinnar handar eru klefar karlmann- anna. Dýflissuvörðurinn gekk sjálfur með oss. Hann kallaði á umsjónarkoQU kvenn- anna, og bauð henni að sýna oss fyrst klefa þeirra. Sagðist hann ætla að sýna oss unga stulku enska, sem værí vel þokk- uðaf öllum umsjónarmönnum og umsjónar- konum. Stúlka þessi var að eins 20 ára gömul, með einhvern sakleysisblæ á sér. Hún hafði komið fáum mánuðum áður sem vinnukona til Frakklands, og hafði hús- móðir hennar fundið einhverja muniikistu hennar, ákært hana fyrir þjófnað, og húu verið dæmd til 6 mánaða betrunarhúss- vinnu. En auðheyrt var á dýflissuverðiu- um, að hann ætlaði haaa saklausa; sagð- ist hann hafa lánað henni frakkneska mál- myndalýsingu, og hafði henni farið mjög vel fram í málinu meðan hún var í faag- elsinu. Hún var að vinna ull, þegar við komum, og gleymi ég aldrei hinu fagra brosi hennar, er hún ueyrði mig tala ensku við sig. Ég þarf eigi að geta þess, að ég átti einnig bágt með að trúa því, að stúlka þessi væri þjófur; hún leit út eins og engill, þrátt fyrir fangelsisbúninginn.— Nú sagðist umsjónarmaðurinn ætla að sýna oss annað eintak af kvennþjóðinni, sem væri alveg gagnstætt. Vér komum þáinn í þvottahúsið. Þar stóð ung kona við þvottastamp. Hún var ljót og leiðinleg, og tók þegar að segja oss sögur af mann- inum sínum, að hann væri drykkfeldur o. s.frv. Hún talaði mikið um sakleysi sitt, því &ð hún var einnig dæmd fyrir þjófn- að. Því næst skoðuðum við nokkra karl- mannaklefa. Þeir voru eins búnir út eins og hinir: járnrúm, sem slegið var saman á daginn, borð með nokkrum bókum á, og stóll til að sitja á. Karlmenn þeir, er vér sáum, voru að bua til bréfpoka. Því næst gengum vér upp stiga og inn í kap- ellu hegningarhússins. Hún er einnig ein- tómir smáklefar; en dyrnar eru þannig lagsðar, að afbrotameunirnir geti allir séð prestinn, þótt þeir geti eigi séð hverann- an. Altarið er, eins og í óúum kirkjum páfatrúarmanna, alsett blómum og kert- um; en uppi yfir því er stórt krossmark, víð hliðar þess líkneski Maríu meyjar, og ég ætla Jósefs. Lítið organ var þar eiun- ig og sagði dýflissuvörðurinn oss, að leik- ið væri á það, og afbrotamennirnir syngi

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.