Ísland


Ísland - 27.07.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 27.07.1898, Blaðsíða 2
118 ISLAND. „ísLAKrr>“ kemur út & hverjum þriðjudegi. Kostar í Roykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendia 4 kr. 50 au. Ritstjóri: Porsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. -át. Prentað i Fjelagaprentsmiðjunni. Enn um rássneskuna á Austfjörðuin. Herra Sveinn Ólafsson á Asknesi í Mjóa- firði hefur í 20. tbi. íslands þ.á. leitast ast við að hrekja ýms nmmæli í grein minni í 7. tbi. „ísafoldar", og hefnr mái sitt með svo andríkri fyrirsögn: „Mæl- um þarft eða þegjnm". í þessu tiíefni get ég fullvissað hr. S. Ó. um það, að þótt ýmsum Austfirðingum og þá helzt Mjó- firðingum hafi eðlilega þótt greiuin nokk- uð beisk á bragðið, þá var mikill rómur ger að henni bæði hér í eyju og við Faxa- flóa, og hún talin þörf, og orð í tímatal- að. Yeit ég það vel, að hvorki lögskýring hr. Jóns Magnussonar á lögunum frá 9. ágúst 1889 né landshöfðingjabréf 29. des- br. 1896 eru dómar, en flestir hinir beztu lögfræðingar landsins munu vera sömu skoðunar; eða því fá eigi Mjófirðingar skorið úr þessari, að þeirra dómi, vafa- sömu lagaspurningu við dómstólana? Peim hefði þó t.d. verið innan handar að skjóta til landsyfirréttar lögtaksneitun sýslu- mannsins í Vestmannaeyjasýslu á þeim 4 kr., er þeir gerðu Magnúsi Guðmundssyni á Vesturhúsum að greiða í útsvar haustið 1896; ástæðan er líklega sú, að þeirbera kvíðboga fyrir, að æðri dómur muni varla falla þeim í vil. Mér hefur aldrei dottið í hug að nefna skilning Austfirðinga á téðum Iögum frekju eða ribbaldaskap, heldur formlausa og ó- löglega misbeiting laga (sjá frásögn mína í áminstri ísafoldargrein um lögtakið með nœturfresti, of háan lögtakskostnað, og sjálftekt í óleyfi á sveitarútsvari manns eins úr reikningi hans, sem allt mun dag- satt), svo að aðdróttun hr. S. Ó. ti! mín í þessu efni, er að eins glíma við sinn eig- in skugga. Ég skal játa, að mér var það eigi kunn- ugt fyrri en hr. S. Ó. nú skýrir frá því, að Mjófirðingar hefðu látið Iögfróðan(?) mann ginna sig sem þussa til þess að fremja það lagabrot, að 'setja mönnum sveitarút- svar, er eigi höfðu dvalið þar fulla 4 mán- uði, en þarna er ljóst dæmi upp á fáfræði þeirra og misskilning á auðskildum lög- um og þar af leiðandi gjörræði. Hr. S. Ó. fullyrðir, að ég í frásögninni um viðskifti hreppsnefndarinnar í Mjóa- firði og sunnlenzkra sjómanna hafi „hlaup- ið hvatvíslegaá hundavaði, og hallað réttu máli“. Ég get fullvissað hr. S. Ó. um það, að ég hafði öll mín ummæli um að- ferð nefndarinnar og Konráðs Hjálmars- sonar eftir skilríkum manni, sem ásamt fleirum mun fús til aðgefa skriflegt vott- orð um, að öll mín frásöga sésönn; hann bætti því jafnvel við, aðKonráð hefði sagt, að syslumaður hefði bannað sér að borga sjómönnum kaup þeirra, fyrri eú þeir hefðu greitt útsvarið, og einmitt þessi sami mað- ur hefur kært yfirv&ldaveginn alla með- ferðina á sér. Allir þessir sjómenn höfðu fullan lagarétt til að neita að greiða út- svarið, og þurftu enga tryggingu að setja fyrir því; það var Mjófirðinga að reyna að fá það innheimt með lögtaki síðar, er það var fallið í gjalddaga hjá öllum þeim, er eigi vildu greiða það góðfúslcga. En hvað tekur hreppsnefnd Mjófirðinga til bragðs? Hún sendir mann á fund sýslu- manns til að biðj&st löghaldsskipunar, og fær hana, þótt ótrúlegt sé, og ginnir og neyðir svo með henni ólögfróða sjómenn til að greiða útsvarið. Löghaldsskipunin er sem sé fullkomin lagaleysa, því eftir réttri skýringu á lagastað norsku laga 1., 19., 8. má eigi löghaldsskipun út gefa, nema krafan sé fyrst og fremst fullgild, og skuldin, það sem hér varðar mestu, fállin í gjalddaga. Hr. S. Ó. þarf því eigi að vera sérlega hróðugur yfir þessu hreysti- verki stjórnarvaldanna eystra hann veit eins vel og ég, að eindagi á sveitargjöld- um er 31. desbr. Þarna er enn eitt dæmi upp á rússneskuna, o: gerræðið á Aust- fjörðum. Hr. S. Ó. segir, að það sé „sleggjudóm- nr“, að útsvar sumra sjómanna hafi verið ósanngjarnlega hátt í samanburði við inn- sveitismenn. Ég skal nefna eitt dæmi: Vinnumanni héðan var þar síðasta haust gert 13 fiska útsvar fyrir rúma 4 mánaða dvöl, eða á 200 kr. kaup brúttó, sem jafn- gildir um 39 fiskum fyrir árið, en eftir sögn hins sama manns voru hr. S. Ó. sjálf- um, sem talinn er sterkefnaður bæði að löndum og lausafé, gert að greiða 20 fiska fyrir alt árið. Skyldi þetta vera sann- gjarnt? Þótt herra S. Ó. telji, að þeir séu til- tölulega fáir, sem tapað hafa umsömdu sumarkaupi þar eystra, þá er mér full- kunnugt um, að þeir eru fjöldamargir, en þótt svo kunni að vera, að fátækt hafi oftast valdið vanskilunum, eru þau Sunn- lendingum jafn tilfinnanleg fyrir því; eða heldur hr. S. Ó., að það sé t. d. eigi til- finnanlegt fyrir efnalitla ekkju hér, að eiga enn hjá einum af sveitungum hans (Þ. í H.) 200 kr. fyrir árin 1896 og ’97 eða meiri hlutann af sumarkaupi vinnu- manns síns fyrir bæði árin. Það er held- ur eigi rétt hjá hr. S. Ó., að kaupgjald sé að nokkrum mun hærra eystra ea ann- annarstaðar, einkum þá búið er að draga frá kostnað fyrir targjöld og sjóklæði; kaup um heyannir er engu lægra hér sunnanlands, en það er gjaldeyririnn, sem hefur verið hentugur, þar sem Austfirð- ingar hafa goldið í peningum, sem öllum kemur bezt, og því skal sízt neitað, að meiri hluti Austfirðinga hefur staðið heið- arlega í skilum með kaupgjaldið, enda mundu austurfarir annars vera þegar úr sögunni með öllu. Loks þarf hr. S. Ó. að krydda grein sína með því, að senda mér persónulega hnútu. Ég skal í því efni benda honum á nóvemberblað „Sunnanfara" 1865, einn- ig geta þess, að ég var í 5. sinni í vor kosinn i hreppsnefnd, eftir 24 ára veru í eynni, að ég hef 25 sinnum verið kosinn oddviti i einu hljóði af meðnefndarmönn- um mínum, að sveitungar mínir hafa oft- ar en einu sinni vottað mér opinbera viðurkenningu fyrir störf mín í félags- þarfir, svo að eftir því lítur varla út fyr- ir, að þeim hafi fundist, að ég hafi beitt þá sérlegu gjörræði; menn þola og al- meut allvel, þótt stöðugt sé haldið um stjórntaumana, ef því er samfara vit, lög- hlýðni og mannúð, en rússneskt gjörræði þola menn varla til lengdar nú á dögum. Hr. S. Ó. má og vita það, að hann bætir enga ögn málstað Mjófirðinga, þótt hann sýni þann drengskap(?) að leitast við að ófrægja að ástæðulausu sér ókunna menn; það er enginn frami, að „ata auri alsýkna menn“. Vestmannaeyjum, 12. júlí 1898. Þorsteinn Jónsson. Eftirmáli. Skömmu eftir að ég hafði lokið við of- anritaða grein, barst mér sú fregn, að landsyfirréttardómur væri fallinn um skiln- ing á lögunum 9. ágúst 1889, og hafði hann gengið á móti skilningi Austfirðinga, svo nú þarf eigi lengur að jagast fram og aftur um skilning þeirra, og mun þá að líkindum útsvarafarganinu við utansveitar- menn af létta; en rétt væri, að bæði Aust- firðingar og aðrir endurborguðu öll þau útsvör, er þeir með illu og góðu, leynt og ljóst hafa haft út úr utansveitarmönnum eftir röngum skilningi á ekki torskildum lögum, sem var svo Ijúffengur fyrir þaðr að hann færði fé að en ekki frá hrepp- um þeim, er í hlut áttu. Hvernig skyldi nú hreppsnefnd Mjófirðinga lítast á allan gauragang sinn gagnvart sjómönnum síð- a8tliðið haust? Þ. J. Yerklegar og yísindalegar uppgötvanir. Hljóðáttarviti (Eofon) nefnist verkfæri eitt upp fundið í Ameríku, pf Edison, að því er mig minnir. — Allir þekkja, hve gjarnt mönnum er að villast á hvaðan hljóð þau koma, er þeir heyra utan að, t. d. þegar bundið er fyrir augu manna, en oft getur verið bráðnauðsynlegt að geta ákveðið nákvæmar úr hvaða átt hljóðið kemur, t.d. þegar hringing heyrist í þoku milli skipa á sjó, bending frá vitum eða hrannrekstur í ísreki. Hjóðáttarvitinn ræðar bót á þessu. Aðal- hluti hans er hreifanlegur ás, er stendnr beint lóðrétt og er dálítill Iáréttur kassi festur á efra enda ássins og er kassinn kýldur eða hvelfdur á báðum hliðum. Beggja megin við kassann eru festar 2 trektir, erliggja á hliðinni. Berst hljóðið inn um þær og síðan eftir togleðurs eða gummipípum, sem liggja niður eftir ásn- um, en endum þeirra stingur athugandinn í eyru sér. Hljóðáttarvitinn er nú settur þannig, að efri hlnti ássins með kassanum og trekt- unum stendur nokkuð hátt upp af þilfar- inu, en neðri hlutinn geagur niður í gegn- um Ioftið á lyftingunni. Dálítið lárétt hjól er á ásunum neðanverðum og getur at- hugandinn því snúið ásunum eftir vild sinni. Komi nú hljóðið inn í verkfærið frá hægri hendi, berst það inn í hægra eyra athugandans. Snúi hann nú hjólinu hægt og hægt finnur hann depil, þar sem hljóð- ið heyrist með báðum eyrum, en saúi hann meira til vinstri hverfur hljóðið úr hægra eyranu og heyrist að eins með hinu vinstra. Áttavitakringla (kompásskive) leikur á ás- unum rétt fyrir ofan handhjólið, en á ás- inn sjálfann er festur vísir, sem bendir á áttastrykin á kringlunni og stefnir hann alveg í sömu átt og opin á trektunum.— Með verkfæri þes3U má þá ákveða úr hvaða átt hljóðið kemur, svo ekki muni meiru en hálfu stryki á áttavitanum. Hj. Sig. Ein norðurliafsrannsókiiin enn. Norður af austurhluta Asíu milli 138. og 160 0 a. 1. frá Greenwich og frá 73. 0 n. br. og að minsta kosti norður á 78. 0 Iiggur eyjaklasi allmikill, sem er lítt kunnur enn. Syðst af eyjum þessum eru Ljakoweyjar nærri fastalandi Asíu. Þar norður af koma 3 stóreyjar í röð austur og vestur, og ýmsar smærri. Vostust þeirra er Koteluy, þá Fadjejew og aust- ast Nýja Síbería. í norðaustur frá Nýju- Síberíu eru Jeanette og Honriettuey, en beiut í norður Benettland. Eru allar þess- ar eyjar fundn&r á þessari öld, en 3 hin- ar síðasttöldu 1880 af George de Long foringjanum á norðurfararskipinu Jeanette, er hrepti hinar nafnkunnu ófarir, og er Bennett-Iand nefnt í höfuðið á Bennett eiganda blaðsins New York Herald, nafn- togaða auðmanninum, sem sendi Stanley til að leita Livingstones og kostaði Jea- nette-förina vestur af Bennett-Iandinu. En beint í norður af Kotelnyey er haldið vera eyland, sem nefnt er Sannikovlandið. Sá það fyrst ferðamaður einn, Jakob Sanni- kov, 1805, er hann dvaldi heilt sumar á Kotelnyeyjunn, og árið eftir frá Nýju Sib- eríu. Ferðamenn fullyrtu seinna, að eyland þetta mundi ekki vera til. En árið 1886 sér Edvard von ToII það aftur frá Ko- telny á að giska l1/^—2 0 norðar eða á 77^2—78 0 n. br. og var landsýnin hin sama og Sannikov hafði lýst, nefnilega fjórir fjallatindar líkt og stýfðar keilur í laginu. — Heldur ToII, að eyjaklasar þessir kunni að ná yfir stærra svæði, eink- um austur á við, en á „Fram“-ferðinni fann Nansen hyldýpishaf, þegar komið var á 79 0 u. br. SauDÍkov-Iandið sá hann ekki sökum þoku, þótt hann hljóti að hafa farið ekki all-langt fyrir austan það, og heldur Nansen því, að Sannikovlandið sé ekki nema smáey. Toll heldur hér vera allstórt land sundur- tætt í margar eyjar líkt og Franz Josephs- land. Byggir hann það á því: 1. að skip- ið „Jeanette“ virðist hafa rekið norður með miklu meiri hraða fyrir austan þetta svæði en „Fram“ fyrir vestan, og þar eð straumur sá, er hefur komið úr Berings- hafi og rekið hefur skip þessi, hlýtur &ð klofna í tvent fyrir norðan Nýju Síberíu, en það hlýtur að koma af því, að hann rekst á land. 2. Nansen reyndist ísrekið æt-íð greiðara norður en austur eða suð- austur, því þá hrúgaðist ísinn afarhátt upp. Hlýtur það að koma af landi, sem legið hefur í suðaustri. Nú viil Toll takast á hendur rannsóknar- ferð til Sannikovsland. Fyrst og fremst til að ráða landfræðisgátu þessa og jafn- framt til að gera athuganir með lífseðli dýra og jurta þar, segulafl og veðráttu, er færi fram heilt ár á sama stað. En það er bundið miklum örðugleikum að komast- þangað. Meiri og minni vakir eru þar jafnan í ísnum, svo sleðar verða ekki notaðir eingöngu. Á bát má fara þar um sumartímann, en þá er ekki hægt að flytja með sér ársbyrgðir, svo hægt sé að hafa vetrarsetu á Sannikowlandi. Þarf þvi að hafa traust skip til fararinnar. Leggur Toll því til, að Rússastjórn út- vegi sterkt norskt selveiðagufuskip og sendi það sumarið 1899 hlaðið mjöli og öðrum nauðsynjum handa þjónustumönnum stjórnarinnar í Norðaustur-Síberín austur gegn um Karahafið, fram hjá Tschelju- skinhöfða og upp í mynni árinnar Lenu á

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.