Ísland


Ísland - 27.07.1898, Page 4

Ísland - 27.07.1898, Page 4
120 I8LAND. húasins; segir hann, að þið yerði faiibúið um aðra heigi hér frú. Mr. Payne, sem áður keypti jarðir Thomsens kaupmanns hér upp með Eliða- ánum, er nú einnig að kaupa Breiðholt, kirkjujörð frá Rvík, sem !íka á veiði &ð ánum. 5. maí í vor andaðist Hjálmar Péturs- son bóndi á Syðstavatni í Skagafirði, 70 ára. Hann bjó áður í Norðtungu í Þver- árhlíð og var merkur bóndi og lengi þing- maður Mýramanna. . Kona hans var Helga Árnadóttir frá Kalmannstungu. Eitt af börnum þeirra er Pétur cand. theol. og búfræðingur. Þessi mannalát eru enn sögð: Jón Jóns- son bóndi í Breiðholti í Rvíkursókn, d. 20. þ. m. — Þórður Halidórsson á Torfa- stöðum í Biskapstungum, d. 4. þ. m. — Guðfiana Þórarinsdóttir á Miklaholti í Biskupstungum. Dómur er nú fallinn í barsmíðarmálinu á FJateyri, og hefur Halldóri Halldórs- syni verið gerð 100 kr. sekt auk máls- kostnaðar. Reykjavík. „Vesta“ kom norðan og vestan um land á sunnudaginu og með heuni allmargir farþegar. Þar komu 3 læknar að vestan til að sækja læknafundinn íyrirhugaða: Þorvaldur Jónsson á ísafirði, Guðmundur Scheving og Tómas Helgason. Þar kom Árni landfógeti Thorsteinsson úr kynnis- för að vestan, Halldór procurator Bjarna- son, sem um tíma hefur verið vestur á ísafirði. Enn fremur Sigíús Bjarnason konsúll af ísafirði og frú hans og eru þau á ferð austur í Árbæ í Holtum, — Páll Torfason á Flateyri o. fl. Úr læknafundinum, sem halda skyldi á mánudaginn var, vorður ekkert, þvílækn- ar engir eru hér nú af Iandi utan aðrir en þeir þrír, sem að vestan komu. Áður en „Laura“ lagði út hér af höfn- Inni á mánudagskvöidið var mikið um gleði þar úti um borð, eins og venja er þegar póstskipin eru að fara héðan. Ein- hver góður náungi fékk þar þá hugmynd, að gaman væri að koma hér á bréfdúfu- póstferðum. Þar var strax stofnað félag til að koraa þessu á framfæri, kosnir embættismenn og myndaður félagssjóður. Dúfurnar eiga að koma með „Laura“ næst. ___________ Odd-félagarnir dönsku hafa dvalið hér í bænum síðan „Laura“ kom, mikils metn- ir af öllum lýð að verðleikum. Þeir hafa búið hjá W. Ó. Breiðfjörð kaupmanni. í gær héldu bæjarmenn þeim veizlu í Iðn- aðarmannahúsinu og komu þar saman nm 80 mauns og sátu að gildinu frá kl. 5 og fram á nótt. Þar mælti landshöfðingi fyrir konungs skál, en amtmaður fyrir skál Danmerkur og bæjarfógeti fyrir skál gestanna og Oddfélaga yfir höfuð, en Björn Jónsson ritstjóri fyrir miuni P. Beyers og Turens. Oddféíagarnir dönsku mæltu fyr- ir ýmsum minnum. Þótti veizlan hin skemtilegasta. Við Oddfélagadeildina hér hafa nokkrir menn bæstþessa dagana; samkomuhús henuar suður með tjörninni, sem stendur á um- girtum bletti á túni Jónassens læknis, var vígt á mánudagiun. Island erlendis. Nýlega var þess getið i þessu blaði, að Dr. Þorv. Thoroddaen hafi verið gerður heiðursfélagi í landfræðisfélaginu í London, en auk þess hefur har.n nýlega verið gerð- ur heiðursfélagi í öðrum þrom orlendum fé- lögum, sem heita: Landfræðisfélagið í Bern, jarðfræðingafélagið í Kaupmanna- höfn, og alþjóðleg jöklanefnd í St. Péturs- borg (Commission internationale des gla- ciers). íslénzk brúða. í blaði, sem kemur út í K’attowitz í Schlesíu, stendur smágrein með þessari fyrirsögn. Þar segir frá því, að þýzk jungfrú, sem ferðaðist hér um land í fyrra, hafi meðal annara muna haft héðan með sér ofurlitla brúðu í íslenzkum peisubún- ingi. En sú brúða sé nú við hirð drottn- ingarinnar í Rúmeníu. Drottningin hefur ósköp gaman af brúðum, og í vor hélt hún brúðusýning. Til þeirrar sýningar keypti hún íslenzku brúðuna, segir blaðið. íslensk frímerki alls konar, gömul og ný, kaupi ég hæsta verði. Lyst- hafendur geri mér aðvart. Borgun fyrir frímerki sendist undir eins eftir móttöku. N. M. Guldeyer, Frímerkakaupmaður, Holster, Danmark. Félagi í frímeikjaklubbnnm í Kaupmanna- höfn og formaður frímerkjaklubbsias „S k a ndi n a v e n“. Sauðsvartur bandhnikill tapaðist á leiðinni frá húsinu nr. 2 á Laugavegi út á Vesturgötu. Finnandi er beðinn að skila honum gegn fundarlaunum á af- greiðslustofu „íslands“. Nýtt! Nytt! í BEZTU BtJÐINA Hafnarstræti 8. Als kona? hvít og raislit gardínutau. Hvít léreft, œargar tegundir. Hvít nátt-treyjutau. Fóður-shirticg. Bróderuð axlabönd. Allskonar tvist-tau og sirz. Vasklútar, handklæði, hálsklútar, herða- sjöl. Vofjargarn, ýmislega litt. Hálfklæðið alþekta. Alla vega lit atlask silkibönd. Klæði, cheviot og bochskinn. Skinnhúfur, sport-húfur, barnahúfur. Zephyrgarn, fiskigarn, bródergarn. ísaum-silki og skúfatvinni. Burstahaldarar, avísbönd, vinnutöskur. Axlabönd. Vas&klútamöppur. Blómsturkörfur. AIs konar leirtau. Als konar kvenn- og karlmannsflibbar; uppstandandi og niðurbrettir. Als konar slips handa karlmönnum og kvennfólki. Lífstykki. Yfir höfuð alls konar vefnaðarvörur, sem of langt yrði upp að telja. Virðingarfylst _________Holger Clausen. Smjörlíki, sérlega gott, 48 aura pundið, og egta Sweitserostur á 95 aura, fæst í veizlun H. Th, A. Thomsens. Góö liertoergi fást til leigu í húsi mínu, Pósthússtr. nr. 11. Maria Flnson. 86 87 „Sjáið nú, herra skipstjóri, sonur yðar er hlýðDari og auðsveipari son- ur en þér ætlið. Hann er reiðubúinn til að giftast ungfrú Úllu og hún sýnir bezt hversu hún ann yður, með því að hún vill svo hjartans ánægð fylgja yður til Baltimore sem tengdadóttir yðar“. Gamli Towkins stökk upp úr sæti sínu. „Hvað segið þér, herra læknir! eruð þér að draga dár að mér?“ spurði gamli Towkins og var mikið niðri fyrir. „Nei, elskulegi faðir!“ greip nú sonur hans fram í. „Hér er eigi um neitt spaug að ræða. Úila fer með okkur til Baltimore sem kona mín“. Úlla, sem studdist við h&ndlegginn á manni sínum, tók nú til máls raunalega en þó hálíbrosandi: „Já, góði herra Towkins, ef það er yðar vilja samkvæmt vil ég verða tengdadóttir yðar“. „En“, mælti gamii Towkins og sneri sér að syni sínum, „hvað verður þá um stúlkuna í Göteborg?“ „Hún er þetta; þetta er stúlkan mín frá Göteborg, sem heitir Úlla og þú kallar ÚIlu þína“. Nú var farið að skýra gamla Towkins frá leyndarmálinu, frá öilum brögðunum, hvernig farið hafði verið í kring um hann allan þennan tíma. Hann átti í fyrstu hálf bágt með að átta sig á þessu öllu saman og var jafn- vel hálf-vandræðalegnr á svipinn, en það varaði að eius litia stund. Svo faðmaði gamli Towkins tengdadóttur sína að sér mjög innilega og kysti hana á ennið og mælti: „Það er búið að gefa ykkur saman í hjónaband, en það er óhætt — ja, ég veit þó ekkl . . . máske það sé bezt að láta þar við sitja, en brúð- kaupsveiziuna, hana verðum við að halda aftur og það nú strax í kveld. Hvar ætli konsúllinn sé?“ „Hérna, herra Towkins, hvað viijið þér mér?“ „Ég verð að biðja yður stórrar bónar, sem ekki kemur strandinu neittvið. Viljið þér nú þegar senda til allra vina yðar hér í kring og bjóða þeim hing- að á dálitla samkomu í kveld. Ég vona að ég geti fengið allar þær vistir, sem hús yðar megnar í té að láta; kampavínið á að renna í lækjum. Mér stendur á sama hvað það kostar. Það er mín innileg ósk, að Skagabúar minnist sem lengst kveldsins þegar gamli Towkins drakk brúðkaup sonar síns“. Konsúliinn hreyfði nokkrum mótbárum í fyrstu, en einkum þó kvenn- fólkið, sem þótti undirbúningstíminn of stuttur, en þær alveg óviðbúnar; en garali Towkins barði allar mótbárur niður og hlaut vilja hans aðverðafram- gengt. Að tveim stundum liðnum fóru gestirnir að safnast saman í húsum konsúlsins mjög fjölmennir. Þær vistir, sem búr konsúlsfrúarinnar eigi megn- aði í té að láta, voru teknar af vistaforða strandaða skipsins „Orinoco" og vínbirgðir gamla Towkins og konsúlsins ollu því, að kampavínið „bókstaflega" rann í lækjum við þetta hátíðlega tækifæri, og Skagabúar minnast þess þann dag í dag, þegar gamli Towkins drakk brúðkaup sonar síns. Þegar boðsgostirnir færðu hinum ungu hjónum heillaóskir sínar, sat Towkins gamii ánægjulegur á svipinn í heiðurssætinu og itngu hjónin út frá honum sitt til hvorrar hliðar. Hann ávarpaði tengdadóttur sína jafnan með þessum orðum: „elskulega Úlla míntt, „ástkæra tengdadóttir!" Er á kveldið leið og gleðin stóð sem hæzt varð alt í einu hlé á veizlu- kætinni, því inn kom Jauke Northe, sem ekkert vissi hvað um var að vera, og tilkynti konsúlnum, að nú væri „Orinoco" með öllu á brott. „Hvað er hann að segja?“ spurði gamli Towkins. „Hann er að tilkynna oss, að „Orinooo" sé með öllu á brott af rifinu“, svaraði konsúllinn. „Nú“, sagði Towkins skipstjóri og stundi við, „Orinoco" er alveg úr sögunni; það gerir ekkert til, ég er ríkur og þegar við komum heim til Baltimore, læt ég smíða nýtt skip, stærra og fallegra en „Oriuocott var“. „Og hvað á það að heita“, var spurt. „Úlla frá Baltimore“, og sonur minn á að verða skipstjóri á því“, svar- aði gamli Towkins. Frásaga min er á enda. Fám dögum eftir þetta lögðu þau Towkins skipstjóri, sonur hans og kona af stað heimleiðis til Baltimore. Oft og inni- lega beiddu hin ungu hjón mig um að heimsækja sig áður langt um liði. Ég hélt þá, að það kæmi aldrei fyrir, að ég ætti eftir að sjá „Nýja heiminn". en hver veit, hvar vegir manusins liggja, og nú, er ég rita þetta, er ég ný- lega kominn heim frá Baltimore; ég hef um tíma verið þar hjá vinum mín- um, hinum ungu hjónum, og mun aldrei gleyma hve innilega skemtilegar stundir ég lifði þar, og þætti lesendum mínum nokkur ánægja í því, að heyra nákvæmar frá veru minni þar og hinum ungu hjónum, skal ég máske síðar, er ég fæ betra tóm til, seðja forvitni þeirra.

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.