Ísland


Ísland - 05.08.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 05.08.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 3. árslj. Reykjavík, 6 ágúst 1898. 31. tölublað. Auglýsing ura Holdsveikraspítalann í Laugarnesi. Yfirstjórn holdsveikraspítalans í Laugar- nesi gerir hér með, sarakv. 13. gr. Iaga 4. febr. 1898, um aðgreining holdaveikra frá öðrum mönnum og flutniag þeirra á opia- beran npítala, kunuugt öllum almenningi og sér í lagi héraðsiækaum og aukalækn- um, og sveitar- og bæjarstjórnum, að spí- tali sá handa holdsveikum mönnum, sem verið er að byggja í Laugarnesi við Reykja- vík, verður fullger og tii afnota 1. októ- ber næstkomandi. Frá þeirn degi verða holdsveikir menn, sem yfirstjórn spítalans hefur veitt inn- töku á spítalann, teknir til hjúkrunar þar. Umsóknir um itmtöku á spítalann, skulu stýlaðar til spítalalæknisins, en sendar hlutaðeigandi héraðs- og aukalækni, sera ritar á þær álit sitt og sendir þær siðan til spítalalæknisins. Þegar beðið er um inntöku fyrir holdsveikan mann samkvæmt 7. og 8. gr. fyrnefadra laga, skal hlutað- eigandi sveitar- eða bæjarstjórn semja og undirskrifa umsóknina, en annars semur sjúklingurinn umsókuina sjálfur eða fjár- ráðamaður hans, sé hann eigi fullveðja, sbr. 4. gr. i lögum 4. íebr. 1898, um út- búnað og ársútgjöld spítala handa holds- veikum mönnum. Umsóknir, sem ritaðar eru fyrir 1. októ- ber þ. á,, skulu sendar meðundirrituðum héraðslækni Gluðmundi Björnssyni í Reykja- vík. í umsókninni skal standa fullum stöf- um skírnarnafn hins holdsveika og föður- heiti, aidur, fæðingarstaður og heimili; só sjúklingurinn fulltíða, skal þess getið, hvort hann sé giftur og hvort hann eigi börn. Ennfremnr skal að svo miklu leyti sem unt er, gera grein fyrir þvi í um- sókninni, hvort holdsveikin sé hnúíótt eða slétt og á hvaða stigi hún sé. Þess skal einnig getið, hvort sjúklingurinn hafi eða hafi áður haft nokkurs konar geðveiki, og að lokum, hvort nokkrar sérstakar ástæð- ur mæli með eða móti inntöku hans á spítalann. Hver holdsveikur maður nkal hafa með sér tvennan sæmilegan alfatnað, þegar hann kemur á spítalann, þar með talinn nærfataaður. Ef sjúklingurinn deyr á spí- talanum, eignast spítalian föt hans. Ef eitthvað vantar í föt hins holdsveika, þeg- ar hana kemur, eða álíti ráðamaðar eitt- hvað g.f honum miður nýtilegt, þá ber að útvega það, sem á vantar, á kostnað þess, er sótti urn inntöku á spítaiann. Engcm má senda á spítalann, nema feng- ið sé leyfi yfirstjórnarinnar til inntokunnar. Yfirstjórn holdsveikraspítalans. Reykjavík, 27. jíili 1898. J. Havsteen. J. Jónassen. G. Björnsson. Kaupendur eru beönir aöminnastþess, aögjald- r dagi ,Islands‘ var 1. júlí. Minnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siödegis. — Bankastjóri við kl. II1/,—l1/,. — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskðlanum kl. 5—6 slð- degis 1. mánud. í kverjum máuuði. Landsbókasafnið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarstjórnar-fundir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 siðdegis. Fátœkranefndar-fundir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (i Gtasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siðdegis. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning lijá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag I mánuði hverjum. Þjóðhátíðin í Ileykjavílt 2. ágúst 1898. Þogar menn vöknuðu á hátíðardags- morguninn mun flestum hafa orðið að Iíta ti! veðursing. Því það hafði verið dynj- andi regn undanfarandi daga og aldrei verra en kveldið fyrir hátíðina. En þenn- an morgun var veðrið gott, himininn þó skýjaður, svo að ekki sá sól fyrri hluta dagsius. Um morgunian var kyrrt, en hvessti á norðan eftir því sem á daginn leið og undir sóisetur ujn kvöldið var komian stormur, hvass og svalur. Uudanfarandi daga hafði drifið að múg og margmenni úr nærsveitunum, austan yfir fjall. ofan úr Borgarfirði og sunnan af Reykj&ruesi. K!. 9 um morguninn söfuuðust menn sam&n suður á Skildiuganesmelunum til að horfa á Kappreiðarnar. Höfðu hastarnir, sem áttu að taka þátt í þeim, verið æfðir þar nokkur kvöld á midan. En illa var látið af þeirn æfing- um, sagt, að sumir hestarnir hefðu verið þvæidir svo, að þeir komu þaðan hálf- uppgefnir. Útbúnaðurinn á skeiðbrautinni var betri on í fyrra, brautiu breiðari, svo að þar var nú fullrúmt fyrir veðreiðarnar og áhorfendurnir áttu hægra með að sjá hlaupið. Veðreiðarnar fóru svo: Fyrir skeið fékk 1. verðlaun, 50 kr., bleikur hestur, sem Magnús Stephensen, sonur M. St. landshöfðingja á, en Jakob Havsteen skólapiitur reið. 2. verðlaun, 30 kr., fékk bleikskjóttur hestur, sem Eyj- ólfur Erlondssou í Miklaholti í Biskups- tungum á; honum reið Erlendur Erlends- sou frá Miklaholíi. 3. verðlaun, 20 kr., fékk brúun hestur, som Hannes Ó. Magu- ússon á og reið honum Helgi í Garðaholti, hestadrengur hér í bænum. Skeiðbrautin var 140 faðmar og raun fljótasti hesturinn hana á 25 sekúndum. Skeiðhestarnir voru reyndir í tveim flokkum. í öðrum flokknum var lang- fremstur brúnn hestur, sem Jörgen Han- sen kaupmaðnr í Hafn&rfirði á, en ö-uðjón bóndi á Bessastöðnm reið. Sá hestu? hljóp upp af skeiðinu rétt áður eu að markinu kom og fékk því ekki að vera með þogar fljótustu hestarnir voru reyndir síðast. Fyrir stökk fékk 1. verðlaun, 50 kr., brúnskjóttur hestur, sem Elís Magnússon, verzlunarraaður hór í bænum á og reið sjálfur. 2. verðlaun, 30 kr., fékk grár hestur, sem Björn kaupm. Kristjánsson á, en Björn Þorláksson hreppstjóri á Álafossi reið. Sá hestur fékk hæstu verðlaunin við veðreiðarnar i Árnessýsla í vor. 3. verð- launin, 20 kr., fékk biúna hestur, sem Ruuólfar bóndi í Saltvík á Kjalaraesi á, en Jóhaim frá Holti reið, hestadrergur hér í bænum, Brautin, sem stökkhestarnir hlupu, var 158 faðmar og hljóp fljótasti hesturinn hana á 22 sekúndum. Annais var mjög lítill munur á tveim fyrstu stökkhestunum, sá fyrri að eins hanslengdinni fram&r. Kl. II1/* söfnuðust menn saman á flöt- inni sunnan við dómkirkjuna, skipuðu sér þar í „prosessíu" undir ýmsum merkjum og héldu svo til hátíðastaðarins Á Landakotstúnínu, en á undan gekk hornleikaraflokkur frá Heimdalli og blés á Horn. Þar á túninu voru tjöld reist til og frá, alls 15, og fóru þar fram veitingar. Þar var og reistur ræðupallur og danspallur stór, en fánar og veifur blöktu alt í kring. Formaður hátíðanefndarinnar, Jón Ólafs- son ritstjóri, setíi hátíðina klukkan 12 og mælti um leið nokkur orð fyrir konungs minni, en á eftir iék hornalið Heimdellinga þjóðsöng Dana: rKong Kristjan" o.s.frv. Þá sté Þórhallur lektor Bjarnason i ræðustólinnn og mælti íyrir minni íslands, en á eftir var sungið þetta kvæði, er Benedikt Giöndal hafðl ort: Þú fagra, gamla fósturláð, vér færum þér nú kvæði, og þér eé einlæg elska tjáð og allskyns lán og gæði! Þú stendur enn og stöðugt ert í stímabraki drauma, þó margt á þér sé blátt og bert og brim við harða strauma. Hvað oft var þér oi þulið lof um þínar æfistundir! þó eumum þætti sagt um of og syngi iastið undir; þeir sáu ekkert utan snjó og ótal drauga-hræður, en gleymdu því sem góður bjó sá guð sem öiiu ræður. Vér unnum þér þó ei þú sért i ánauð hverja tekin, þó fossinn ei við bjargið bert í búnaðinn sé rekinn; í frelsi skal hann falla æ, á fornar stundir minna og syngja undir sumarblæ um syadir barna þinna. Hann minni okkur altaf á að ei vér séum hálfir, og hvetji oss úr gljúfra gjá að gera eitthvað sjálfir, og líta ekki altaf út né altaf liggja’ á grúfu, svo hér sé ekki heipt né sút og Hrapp’r á hvcrri þúfu. Yér fiýjum þig ei, fagra land, þótt fátækt sért og hrakið; þér verður búið betra staud og betur fjörið vakið; og þér sé einlæg elska tjáð og allskyns lán og gæði, þú fagra, gamla fósturláð, sem færð nú þetta kvæði. Þá mælti Guðmundur héraðslæknir Björns- son fyrir minni Reykjavikur og var síðan sungið kvæði eftir Guðmund Guðmundsson stud. med., sem hér fylgir: Reykjavík, maklega má þín minuast á fagnaðarstuudu löngum þó fremur en lof last hafi’ um þig verið sagt! Satt er það, sárt er það vist hvað sárfáir erum og snauðir. — Kvlðum ei komandi tíð: kemur með þekkingu vald! Aldrei því útbyrðis skal oss öibyrgðin kasta, þvi betur aflvöðv&r stælast við stríð, — stríðið, það eykur vort þrek. Satt er að hér eru holt og hrjóstrugt, eu þó er hér fagurt, brosir við blágrýti rós, blasa við Ijómandi tún. Aldrei ég sólarlag sá um sumarkvöld fegurra eu hérna, þegar í lognblíðu lék Ijómi’ yfir vogum og hlíð, Satt hefur sólgyðjan tjöld í sumar á Skarðsheiðar-tindum Esjuna hýrbrosa hún hjúpar í purpuralín. Þaðan um loft, yfir lög hún léltfleygu geislana sendir, til þess að vekja í Vík vonirnar góðu hjá oss. Úti við Arnarhól slær, á ölduaum Ijósbláu, kviku, hörpuna hafmær og skært hijóma þar ljóðin í dag. Leika sér íjósálfar glatt og léttstigir dansa og hlaupa niður við tjörn, yfir túu til þess að glæða vort líf. Vaki þá Víkverjar nú! — til vor er nú geisiunum snúið.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.