Ísland


Ísland - 05.08.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 05.08.1898, Blaðsíða 2
122 ISLAND. „±SLA3ST>“ kemur út á hverjnm þriðjudegi. Kostar í íteykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þingholtsstr. -áb» Prentað i Fjelagsprentsmiðjunni. Strengjum þesa hugglaðir heit heill þína að efla, vor bær. Vor er þín framtið og vor er vegur þinn, aidrei því gleymum: þér ef að búum vér böl, búum vér oss það um ieið! Beykjavík, rísi þín frægð við röðulskin komandi tíma! Mentun og maimdáð og vit merki þitt beri sem hæst! Þar næst hélt Einar ritstjóri Hjörleiís- son snjalla ræðu og mintist íslendinga er- lendis, en á eftir var sungið kvæði eftir Jón Ólafsson: „Já, vér elskum ísafoldu" o.s.frv. og er það öllum svo kunnugt, að ekki þarf að prenta það hér. Síðast mælti Ditlev konsúll Thomsen fyrir minni Danmerkur á dönsku vegna Heimdellinga, sem margir voru viðstaddir hátíðina, en á eftir var leikið á hornin: „Vift stolt paa Codans Bölge“ o.s.frv. Áður en mælt var fyrir minni „íslend- inga erlendis las Jón Ólafsson upp svo- hljóðandi ávarp frá íslendingum í Kaup- mannahöfn: Kaupmannahöfn 8. júli 1898. „Sem formaður „íslendingafélags“ í Kaupmannahöfn, og í nafni allra félags- manna, sendi ég, á þessum hátíðisdegi allr- ar þjóðarinnar á íslandi, Íslendíngum beztu óskir alls góðs á komandi tímum. Með kærri kveðju frá iöndum í Dan- mörku. J. Sveinbjörnsson. Til forstöðunefadar þjóðhátíðarinnar 2. ágúst í Reykjavík“. Síðar talaði Hjálmar Sigurðsson amts- ritari eftir tilmælum ræðunefndarinnar fyr- ir minni kvenna og fröken Ólafía Jóhanns- dóttir hélt ræðu seinna um daginn og sagði frá kynni sínu af íslenzkum konum í Vesturheimi Kl. 2 byrjuðu hjólreiðar frá Melshúsum á Seltjarnarnesi um Kaplaskjólsveg og inn undir Bræðraborg. Þar reyndu sig þrír, Jón verzlanarmaður Sigurðsson, fanga- varðar, Karl Finsen, sonur Finsens heit- ins póstmeistara, og Sigurður Þorláksson póstritari. Fijótastur varð Karl Finsen. Verðlaun silfurmedalía. Þá reyndu nokkrir kapphlaup eftir sama vegi frá Mýrarhúsaskóla og að Bræðra- borg. Fljótastur varð Jón Guðmundsson bóndi í Digranesi. Verðlaun silfurmedalía. Kl. 3 skaut Heimdallur af falibyssu og héidu menn þá ofan af túninu og niður að höfninni. Þar skyldi fara fram kapp- róður, kappsigling og kappsund. En úr öllu þessu varð lítið. Þá var orðið hvasst nokkuð og sjór úfinn. Tii kappróðranna höfðu verið skrifaðir 8 bátar, en mættu að eins 5, 3 frá Heimdalli og 2 íslenzkir. Vegalengd var 2000 ai., miiií skipa á höfn- inni. Bátarnir voru reyndir í tveim flokk- um og sigruðu Heimdeliingar í báðum. Fljótasti báturinn var 7 mín. 35 sekúnd- ur, hinn næsti 8 mín. 5 sek., en íslenzku bátarnir 10 og 30 sekúndum seinni. Til kappsiglingar voru 4 bátar skrifað- ir en mættu að eins 2. Vegalengd x/2 míla á höfninni, í þríhyrning. Verðlaun vann H. Th. A. Thomsen kaupm., var 45 mín. 30 sek., hinn var 60 mín. Úr kauppsundinu varð ekkert. Um kl. 5 fóru fram glímur á umgirtri flöt á túninu og seldi hátíðanefndin að- göngutniða þangað. Þær fóru svo: 1. verðlaun fékk Þorgrímur Jónsson úr Beykjavík. 2. verðlaun Kristinn Zimaen verzlunarmaður Rvík. 3. verðlaun Jón Gíslason Reykjavík. Silfurmedalíur fengu: Magnús Hannesson gullsmiður í Reykja- vík og Erlendur Erlendsson frá Miklaholti í Biskupstungum. Einn glímumanna'hafði meitt sig á fæti við tilraunaglímur kvöldið áður og má geta þess glímumönnunum til sóma, að þeir ákváðu fyrirfram að ánafna honum 10 °/0 af öllum verðlaununum. Ki. 6 byrjuðu kapphlaup á Landakots- túninu. í 1. flokki reyndu sig fullorðnir karlmenn og varð fljótastur Einar Eiríks- son á Helgastöðum í Árnessýslu. Verð- laun 5 kr. í öðrum flokki reyndu sig drengir frá 12—16 ára og varð fljótastur Pétur Árni Jónsaon Reykjavík. Þá drengir 9—12 ára og varð fljótastur Karl Andersen (skradd- ara). Loks drengir frá 6—9 ára og þar fljótastur Jón Halldórsson (bankagjaldkera). Þá reyndu sig stúikur eldri en 12 ára og var Gíslína'Ásgrímsdóttir úr Rvík (13 ára) fljótust. Síðan stúlkur yngri en 12 ára og urðu tvær fljótastar, Ragna Gunn- arsdóttir úr Rvík og Þóra Guðjohnsen frá Görðum, báðar 10 ára og skiftust verð- launin milli þeirra. En verðlaun fyrir hlaupin voru 5 kr. fyrir hvern flokk. Kl. 6 var byrjað að dansa og þarhald- ið út vel og lengi fram á nótt. Yflr höfuð skemtu menn sér vel um daginn. Veitingatjöldin voru alt af troðfull og hefðu þau vel mátt vera fleiri eða stærri. Annars fóru veitingarnar miklu betur en í fyrra og þraut nú ekkert. Bréf til „lslands“. Frá Versallles. Frakkneski rithöfundurinn nafnkunni, E- mil Zola, lýsir í einni bók sinni járnbrautar- lest og talar um hana sem væri hún iif- aiídi vera. Mér hefur oft dottið þessi iýs- ing í hug, og því verður ekki neitað, að þegar járnbrautariestin kemur stynjandi og másandi með logandi giuið, þá mun mörg- um þykja hún líkjast ógurlegu rándýri, sem treður ait undir fótum sér og tekur ekkert til greina, en veður áfram yflr ak- ur og engi. En hún er iíka ímynd lífs- ins í hinum stóru borgum, þar sem það líður óðhraða áfram, þar sem lífið líkist hring- iðu: hver dagurinn má heita þegar Iiðinn, er hann byrjar. Að vera nokkra stund í Parísarborg og koma eigi til Versailles, er varla hugsandi; en samt sem áður ætl- aði mér að veita fullörðugt að komast þangað, og þann daginn, sem ég loksins komst af stað, mátti ég einungis vera burtu 5 kiukkustundir; því að ég var boð- in í veiziu um kvöldið. Það var 6. dag maímánaðar. Ég þaut eins og elding nið- ur „Rué de Rome“, og niður að járn- brautarstöðinni „St. Lazarre“, einhverri hinni stærstu í Parísarborg. Ferðin til til Versala tekur hér um bil þrjá fjórð- unga stundar. Ég sá mjög eftir að geta eigi staðnæmst lítið eitt í „Sf. Cloud“; en það var eigi unt; ég varð að Iáta mér nægja, að þjóta þar í gegn um og sjá kirkj- una og höilina áiengdar. Við járnbrautar- stöðina í Versölum beið almannavagn, sem ekur upp að höllinni; en með því að þetta var eigi helgur dagur, voru að eins fáir komnir til að skoða borgina þann dag, og enginn með sömu ferðinni og ég. Vagnstjórar og leiðsögumenn ætluðu því að rífa mig í sundur í ósköpunum að ná í mig. Ég flýtti mér því, sem mest ég gat, að komast inn í aimannavagninn, og var ég ein i konum upp að höllinni. Ver- salir hafa sem borg á sér einhvern elli- svip; strætin eru illa steinlögð, en breið og stórkostleg. Það má sjá á öllu, að það er að boði voldugs konungs, að borg þessi er reist. Höllin er gerð sem skeifa að lögun, og fyrir framan er stórt stein- iagt hlað, girt styrkum en lágum stein- girðingum. Þar eru reistar margar lík- neskjur merkra frakkneskra hershöfðingja, svo sem Turenne, Condé. Það var Loð- vík konungur hinn XIV., hinn mikli skraut- konungur Frakka, sem reisti þessa stór- kostlegu höil; en nú er hún gerð að geymsiustað þjóðgripa. Fyrst skoðaði ég kapelluna; hún stendur enn óbreytt frá því, sem hun var á dögum Loðviks XIV. Fyrir framan altarið liggur dýrmæt ábreiða, mjög svo snildarlega ofin, og á stólum þeirra konungs og drottningar er sams- kon&r ábreiðuvefnaður, sem frægur er um ailan heim (Gobelin). Sæti þeirra hjóna eru beint á móti altarinu uppi á loftsvöl- um, og er innangengt þangað úr herbergj- um konungs í sjáifri böllinni. Ég hafði nauman tíma og varð þess vegna áð fara fljótt yfir salina niðri. Þar er óteijandi litmyndum og listasmíðum hrúgað saman, sem skýra sögu Frakka frá elstu tímum. Á fyrsta iofti eru þeir salir, sem eftir- tektaverðastir eru, og það svo margir, að eigi verður tölu á komið í snatri. Alfred de Musset hefur í einni skáldsögu sinni aðdáanlega lýst, eigi einungis skrauti hallarinnar á dögum Loðvíks XIV. og Madame de Tompadour, heldur einnig erfið- leikunum að rata höllina. Salirnir bera ýms nöfn, svo sem t.a.m. Salur Herkúles- ar, salur Appolons, salur Díönu, salur vorsins o. s. frv.; en tveir hinir merkileg- ustu og langstærstu salir eru „speglasal- urinn“ og „bardagasalurinn“. „Spegla- salurinn" nær þvers yfir hægri arm hall- arinnar. Þar eru óteljandi gluggar út að húsagarðinum, og margar dyr andspænis iuníhin herbergin; en milii glugganna og dyranna eru veggirnir úr eintðmum spegl- um. Hvert sem vér snúum oss, sjáum vér vora eigin mynd og alt er herbergið sett logagyltum listum. Ljósahjálmar með þúsundum glerneista hanga niður úr loft- inu, en það er líka alsett speglum; jafn- vel gólfið er gljáandi og hált. Þessi sal- ur líkist engu fremur en höll þeirri, er danskt æfintýraskáld lýsir, ee hann talar um bústað hafmeyjanna. Veggirnir voru úr marbendlasmíði, gluggarnir úr skæru rafi, þakið úr skeljum, en í hverri skel skínandi perla, o.s.frv. Að minsta kosti voru það hin fyrstu áhrif, er alt þetta skraut hafði á mig, að ég mintist þessar- ar lýsiugar H.C.Andersens {Den lille Hav- frué). Það var í þessum sal, að Vilhjálm- ur Prússakonungur var tekinn til keisara alls Þýzkalands eftir ófriðinn milli Frakka og Þjóðverja 1870—1871. Bardagasalur- inn er svo nefndur sökum þess, að í hon- um eru litmyndir af öllum heiztu bardög- um í sögu Frakklands frá elztu tímum; en eigi ber því að neita, að Napoleon I. er sá, sem hér ber aðra ofurliði. Hér eru stórkostlegar myndir af bardögunum við Jena, Austeriitz, o.s.frv., en á gólfinu hring- inn í kring eru marmaralíkneskjur af hers- höfðingjum Frakka. Eingöngu hin sögu- legu litmyndasöfn fylla 70 sali. Svo koma hin skrautlegn herbergi Loðvíks XIV. Það var hann, sem reisti þessa stóru og skraut- legu höll, þegar hann var sjálfur algerlega eínvaldur eftir dauða Mazarins kardínála. Herbergi hans standa enn óbreytt með sama húsbúnaði; einkum þykir svefnher- bergi hans eftirtektavert. Rúm hans stendur þar uppbúið, og á spegilborðinu við hlið þess er marmaramynd af drottn- ingu hans Maríu Theresíu. Til þess að verða eigi of langorð, skal ég einungis minna á það, að tímabil Loðvíks XIV. er tímabil skrauts og dýrðar. Frá honum og hirð hans breiddist skraut út um alla Norðurálfuna; og má því geta nærri, að höll þessi, sem hann reisti og skreytti sem bezt að honum gat í hug komið, tek- ur öllu öðru fram að skrauti og dýrðleg- um útbúnaði. Skemtigarðinn, sem er fyrir sunnan höllina, hefur Loðvík XIV. einnig heiðurinn fyrir að hafa stofnað. Hann er með beinum trjágöngum, en trén klipt; alt er þar reglubundið og mátað niður; og alstaðar er þar fult af líkneskjum úr marmara. Stórkostlegast af öllu eru gos- brunnarnir; þeir eiga eigi BÍna líka í heim- inum, hvorki að stærð né að fegurð lista- smíða þeirra, sem mynda þá. Þeir gjósa nú einungis á sunnudögum, og ég varð því að !áta mér nægja að sjá þá, þótt engin kæmi buaan upp úr þeim. Þá er ég hafði skoðað þennan stóra og skraut- lega skemtigarð, gat mér skilizt, að hann hefði kostað 200,000,000 franka. í inn- dælu sölskini gekk ég gegn um hann og til hallar þeirrar, er Loðvík XIV. reisti handa hjákonu sinni Madame de Maintenon. Höll sú er nefnd stóra „Tríanon“. Hún geymir eigi að eins minningartíenjar um Loðvík XIV. og Madme de Maintenon, heldur einnig um Napoleon fyrsta, er lét gera við höllina, því að hún hafði átt ill- um kjörum og illri meðferð að sæta í stjórnarbyltÍBgunni. Napóleon bjó þar um tíma, og þar er til sýnis sveínherbergi hans, spilasalur og starfstofa, o.s.frv. Fyrir nokkrum árum ætlaði Viktoría Engladrottning aðfarayfirtil Frakklands, eigi svo, að enginn fengi vitneskju um, hver hún væri, eins og hún var vön, held- ur opinberlega, og vildi dveija þar um nokkurn tíma. Sökum þess var einn sal- urion í „Tríanon11 dubbaður upp, sett þar inn logagylt rúm, o.s.frv.; en hún kom aldrei og Frakkar urðu að sitja uppi með sárt ennið, og hefur þeim víst þótt það súrt í broti, því að þeir elska eigi óþarfa- kostnað. Frá stóra „Tríanon" er mjög skamt tii iitla „Trianons“. Þá höll lét Loðvík XIV. einnig reisa að upphafi; en síðar bjó þar María Antoinette, drottning Loðvíks XVI., og viidi helzt búa þar. Höll þessi er lítii og lág, herbergin heldur smá, en mjög skemtileg, og er það mjög skiljan- legt, að hin unga og barnslega drottning María Antoinette hlyti að kunna þar vel við sig. Hér lék hún sér líka eins og barn, þess ber garðurinn enn þá vott. Ég vildi að ég gæti lýst honum svo, að lesendur mínir fengju dálitla hugmynd um, hversu gagntekin ég var af honum. Rétt fyrir

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.