Ísland


Ísland - 05.08.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 05.08.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 123 utan giuggana eru blóœreitir og tréa klipt, eina og í öllum görðurn á Frakklandi frá þeim tímum; en þegar kemur dálítið frá hölliuni, líkiat hann fremur gisnum skógi, með stórum og fögrum trjám &f ýrasum tegundum; on á milli eru grasyeHir al- þaktir sóleyjum og fjóiura, rétt eins og túnin heima á Íslandí. Glarður þessi er heldur eigi eins sléttur og garðar eru vanalega, heldur með hólum og hæðum, lækjum og iítiili sefi vaxinni tjörn. í tjörn- inni er lítill hólmi, og á honum gert lítið musteri með grísku sniði, helgað ástar- guðnum, hinum litla vængjaða „Amor“. í hinum endanum á garðinum er smáþorpið, sem María Antoinette lét gera. Það er hér um bii tylft af ofur-sraáum, snotrum bændahúsum, með stráþökum, loítsvölum, skringilegum og krókóttum stigum. Eitt af því er mylna, þakin viiiivínviði. Lítil brú liggur yfir myinulækinn. Það er eigi unt að hugsa sér neitt skáldlegra eða bet- ur iagað til pentunar. Hér hafði drott- ningin og hirðfólk hennar það að leik, að gerast bændur, búa til smjör og osta, o.s. frv.; enda líkist þetta alt fremur brúðu- hÚ8Í en nokkru öðru. Það spillir eigi, að hús þossi eru farin að hrörna; því meira gaman þykir að sjá þau. Mér fanst ég í raun og veru sjá hina ungu drottningu standa þarna við strokkinn inni í smjör- gerðarhúsinu, svo barnslega og káta, svo ókvíðna fyrir ókomna tímanum, sem þó bar svo ótt&lega hluti í skauti sínu fyrir konung og drottningu. Ég gekk þar al- veg eins og í draumi; það var sem ég sæi blóðstrauma stjórnarbyltingarinnar velta yfir landið, konungi og drottningu varpað í dýfiissu og loksins líflátin. í fám orð- um: Sögu Maríu Antoinette dró fram fyr- ir hugskotssjónir minar í lifandi myndum á þessum stað, sem henni var kær. Ég gleymdi tímanum, Parísarborg, veizlunni og öllu, og hrökk við, er ég heyrði kiukk- una slá 4. Ég flýtti mér út úr garðinum, náði í vagu og ók á fljúgandi ferð á járn- brautarstöðinni, náði í farseðil, og í því sá ég járnbrautarlestina fara að hreyfa sig; ég stökk inn í fyrsta vagninn, sem fyrir mér varð, án þess &ð taka oftir hvort haun var æti&ður körlum eða kon- um; eu í sama vetfaugi þýtur járnbrautar- lestin af stað, og ég datt marfiöt inn í vagninn; eu hauu var ætiaður karlmörm- um til að reykja í. Þá er samferð&menn mínir loksins höfðu komið mér til sætis, og ég hafði uppgötvað glappaskot mitt, þá fyrst vaknaði ég algerlega til meðvit- undar um nútímann, enda töluðu þeir, sem í vagninum voru, eigi um annað en morð, sem framið hafði verið um nóttina áður í Parísarborg. Þá er vér nálguðumst Parísarborg, sá ég í fyrsta skifti loftbát; hann leið með hægð upp í loftið, og eins og hvarf að endinga uppi í skýjunum. Mér flnst það vera eins og ímynd við- burðanna í þossari miklu og merku borg. Frásögnin um þá líður upp og út í loftið og hverfur svo, og uæsta dag er eiuhver nýr viðburður umræðuefuið. Þ'ora Friðriksson. Langsótt rennibraut. Enda þótt oss flnnist jörðin óbifanleg, hefur það verið gjörsannað nú um nokkr- ar aldir, að hún er á fleygiferð í himin- geymnum. Fyrst og fremst snýst hún um sjálfa sig og veldur með því skiftiugu dags og nætur. í öðru lagi rennur hún með nál. 4 raíiua hraða á sekúnduani, dá- lítið aflanga hringbraut um sólina á rúm- um 365 dögum, sem veidnr mismuna árs- tiðauna og skiftir með því tímanum niður í áraraðir. Þriðja hreifing jarðarinnar er fundin síðar og er hún sú, að sólkerfið alt er á stöðugri fleygiferð og stefnir á stjörnu- merki það, er Herkules nefnist, suður og vestur af Blástjörninni (Vega) með l1/^ mílu hraða á hverri sekúndu. Hefur því iengi verið ætlað, að sólkerflð rinni kring- um einhverja vissa stjörnu eða miðsól, sem væri í þverbeinni stefnu við braut sól- kerfisins. Hafa sumir haldið þessa stjörnu vera í sjöstjörnunum, en aðrir í litla stjörnumorkinu, Persevs, sem er nokkuð upp af þeim. Nú þykist stjörnufræðingur einn, er Delannay nefnist, hafa sannað, að sólkerfi vort alt og margar sóistjörnur, sem næstar oss eru, renni kring um hina stóru og fögru sólstjörnu Sirius (Hunda- stjörnuna) eða Alpha í Stóra-Hundsmerk- inu, fegurstu eða björtustu fastastjörnu á himni. Svo sem kunnugt er, er jörð vor um 20 milj. mílna frá sólunni, en vegur- inn til Siríusar er þó 1,035,800 sinnum lengri. Sirius er héðan að sjá lágt á suðurhimni eða 110 hátt í hádegisstað, og er hún á hásuðri ura miðnæturskeið ná- lægt þorrabyrjun ár hvert. Er hægast að finna hana þegar sjöstjörnurnar eru komnar í nónstað, með því að draga lína frá þeim skáhalt niður og austur gegn um Fjósa- konurnar, sem eru nálega á miðri leið milli Sjöstjarna og Siriusar. Sirius er oft nefndur Lokabrenna eða Litabrigða sök- um þess, að haan glampar með alls kon- ar litum. Kemur það meðfram af því, hve lágt hann er á lofti. Doiannay reiknar, að Sirius sé 314,000 sinnum stærri en sólin. Nú er sólin meir en 1200,000 sinnum stærri en jörðin, svo úr Siríus væri nóg efiii í 377 þúsund milj- ónir jafnstórra hnatta og jörðin er, en það ei' svo há tala, að 2391 ár þyrfti til að telja þá alla, þótt taldir væru 5 á hverri sekúndu. Delannay heldur, að jörðin, eða sólkerfi vort sé um, eina miljón ára að renna braut sína í kring um Sirius. Hj. Sig. Frá fjallatindum til flskimiða. Úr bréíi af Akranesi: „Talið er víst, að héðan hafi farist sexmannafar með 5 mönnum á föstudaginn var, 30. f.m. Reru héðan nokkur skip þann dag, hleyptu sum þeirra undan veðrinu inn í Melasveit og lentu þar og komu svo hingað daginn eft- ir, en þetta skip hefur ekki komið fram enn þá, svo kuanugt sé. Formaður var Halldór Oddsson bóndi frá Göthúsum á Akranesi, er lætur eftir sig konu og 3 ungbörn; hinir voru Ásmundur Guðmunds- son frá Bæ á Akranesi frá 4 börnum, Skúli Sigvaldason og Björgvin Jónsson af Akranesi og Jóu frá Lækj&rkoti í Borgar- hrepp, allir ógiftir efnismenn“. Af Eskiflrði er skrifað 29. f.m.: „Nú er hér nóg síld í firðinum og mokfiski. At- vinna miklu meiri eu hægt er að taka á móti. Fólksekla mikil. 27. f.m. andaðist á Seyðisfirði Snorri Wíum, forstjóri pöntunarfélags Fljótsdæl- inga. Hann dó úr lungnabólgu. Laugarnesspitalinn vígður. Sú athöfa fór fram 27. þ.m. og hófst kl. 5 síðd. Þangað hélt þá fjöldi manns héðan úr Reykjavík og nokkrir voru að- komnir úr nærsveitunum. Sunnan við húsið var reistur ræðustóll og pallar ir.eð bekkjum báðumegin. Hornaflokkur Helga kanpm. Helgasonar lék fyrst á horn : „Eld- gamla ísafold“, þá var sunginn fyrri hluti hátíðakvæðis, er Stgr. Thorsteinsson hafði ort og prentað er hér á eftir, og svo steig stórmeistarinn dr. P. Beyer í ræðustólinn og bað menn fyrst hrópa „húrra“ fyrir konunginum, er hana kvað hafa látið sér mjög ant um þetta fyrirtæki. Var það þá gert. Þá lék hornaflokkurinn: „Kong Kristjan stod“ o.s.frv. Þá hélt Beyer á- fr&m ræðu sinni og sagði frá hvernig Odd- félaga-regiunni hefði fyrst til hugar komið að ráðast í þetta fyrirtæki og hvernig framkvæmdirnar hefðu gengið. Sagði hann, að dr. Ehlers (sem mun vera félagi þar) hefði haldið fyrirlestur í Oddfélagastúk- unni og lýst holdsveikum hér á landi og hefðu það verið fyrstu upptökinn til spí- talabyggingarinnar. Að endingu þakkaði hann öllum, sem á einhvern hátt hefðu styrkt fyrirtækið. Þá kipti hann frá blæju, er huldi nafn- spjald yfir dyrum spítalans, sem á var greypt fangamark Oddfélagareglunnar: I. 0. 0. F., sem þýðir: Óháð regla Odd-fé- laga. Hann negldi spjaldið fast með þrem nöglum; kvaðst hann festa hinn fyrsta í nafni vináttunnar, annan í kærleikans nafni og hinn þriðja í nafni sannleikans. Þá las hann upp gjafabréfið og afhenti landshöfðingja og vígði síðan húsiðáþann hátt, að hann stökti vatni inn í fordyrið og dreifði þar síðan blómum og fræi og fór það fram að siðum Oddfélaga og með aðstoð embættismanna islenzku stúkunnar, Björns ritstjóra, Halldórs bæjarfógeta og Tryggva bankastjóra. Þá þskkaði landshöfðingi gjöfina með ræðu og afhenti húsið spítalastjórninni, sem er amtmaður J. Havsteen, J. Jónas- sen landlæknir og Guðm. Björnsson hér- aðdæknir. Þá hélt amtmaður ræðu og þakkaði einnig gjöfina. Þá var húsið opnað og sýnt öllum, sem viðstaddir voru, og þeim sem boðnir höfðu vevið til að vera við vígsluna veitt kampa- vín. Húsið er nú fullbúið að utan, en tölu- vert eftir af smíðinu að innan. Þó sagt, að það verði fulibúið 1. okt. í haust og geti þá tekið við sjúklingunum, eins og ráðgert hefur verið. Þetta er kvæðið, sem sungið var, og Steingrímur Thorsteinsson hafði ort: Hér er risin höll á nesi grundar Höfðingsseturs fallins rústum á. Sjáið, þér, er sóttuð hér til fundar Setur nýtt, er öðru skjól mun ljá. Ei er það með innum sínum fáðu Efnað fyrir tign og gleðihnoss; Ætlað er það hinum þrautaþjáðu, Þeim, er líkþrár bera mæðukross. Ofar jarðheims ægilegum flaumi, Eymdum tárgum, blöðgum styrjar veg, Áþján, striti, syndasollnum glaumi, Svífur mynd ein skær og dásamleg. Efra er bjart, en undir dimma ræður, Efra friður, neðra stríðið er, Og vér lesum letrað: Yerið bræður! Ljóst á merki því, er engill ber. „Yerið bræður!“ er að ofan kveðið, Eilíft, hoilagt það er kærleiks boð. „Verum bræður!11 aftur ansi geðið Inst — og veitist þessu máli stoð. Vanda skal það verk, sem á að st&nda, Vottinn góðan æ það beri sér, Svo sem fórn á altari þess anda, Allir sem að hlýða skulum vér. * * * Þungar fyr meir yflr liðu aldir, Aumum þrávalt hvilík gjörðist vist! Stríðleiks hörku stundum hrjáðir, kvaldir Stundu þeir, unz helju fengu gist. Sárleg dæmin sönn þess mundu finnast, Sú að steina hræra mátti vo; Það er liðið, en þess á að minnast, Aldrei, aldrei framar verði svo. Þjáðum, hreldum ljúkstu upp líknarstaður, Legufagur hér við bláan mar, Mildur þeim, er sjúkdóms særir naður; Sorgir deyf þeim lengi krossinn bar. Gjafmildur af góðum föngum þínum Gleðja reyndu þá, er fá þitt skjól, Að þeir megi í nöprum nauðum sínum Ná að höndla geisla af unaðs sól. Nú er signar sumartíðin vengi Saman biðjum vér, er fundumst hér: Himinn veiti góðri byrjun gengi, Giftudrjúgt sé hvað, som eftir fer; Og sem vér l eining bróðurlega Erum staddir hér með fegins brag, Fram á hinstu okkar æfivega Eins og bræður munum þenna dag. Gjaldkerastarfið við holdsveikraspítalann í L&ugarnesi er veitt Hjálmari Sigurðs- syni amtsritara, en ráðskonustarfið ekkju- írú Kristinu Guðmundsdóttir í Reykjavík. Prestskosning í Landeyjunum fór íram 25. f.m. og var séra Magnús Þorsteinsson, sem þar hefur verið aðstoðarprestur, kos- í einu hljóði með 93 atkv. af 112, sem alls voru á kjörskrá. 10. f.m. drukknuðu tveir menn í Gils- flrði, Sigvaldi Snæbjarnarson bóndi í Fagra- dal innri og Helgi Kristjánsson, vinnu- maður hans. Þeir voru á heimleið úr Tjaldanesi, komu frá norsku timburkaupa- skipi og voru fjórir á bát, en tveimur varð bjargað af norðmönnum frá timbur- skipinu. Þjóðhátíð Austfirðinga á að verða 7. á- gúst á Egilsstöðum á Yöllum. Amtsráðsfundur Austuramtsins var hald- inn á Seyðisfirði 11.—14. júlí. Þar var fyrst og fremst til umræðu fjárkláðamálið og samþykti amtsráðið með iitlum orða- breytingum frumv. til laga um fjárkláða, er lagt hafði verið fyiir það og fól for- seta sínum &ð senda það landshöfðingja með meðmælnm sínum og ósk um að fá það sérprentað almenningi til leiðbeining- ar. Samþ. að taka 4000 kr. lán tll að standast kostnað við útrýming fjárkláðans. Þá var rætt um stofnun sameiginlegs búnaðaríélags fyrir alt landið og samþ. þessar tiliögur forsota. a. Að N.-amtið leggi til 400 kr. og Au.-amtíð 200 kr. á ári gegn því að Búu- aðatfélag suðuramtsins leggi fram sjóð siun, og þá sé ferðakostnaður eigi greidd- ur af félagssjóði, eða b. að íólksfjöldi í ömtunum sé lagður til grundvallar fyrir tillögam lil búnaðar- félagsins og verði þá ferðakostnaður greidd- ur af félagssjóði. Til vara: að tillög amtanna yrðu færð niður um helming, í 200 og 100 kr., auk þess sem þ&u legðu fram í ferðakostnað til búnaðarþingsmanna og í þess stað legði Bún&ðarfélag suðuramtsins til að eins helmiug af sínum sjóði, en hinn helming- ur sjóðsins sé lagður í sjóð, sem eingöngu

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.