Ísland


Ísland - 25.08.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 25.08.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 3. ársíj. QuillayalDörliur (þvottabörkur) er hið bezta, sem fæst til að ná blettum af alls konar fatnaði. Það má þvo allan fatnað úr honum, og verður fatnaðurinn þá sem nýr. Þessi ágæti börkur fæst hjá C. zimsen. Húseignir og lóðir til sölu. Tvíloftað hús í Þingholtsstræti nr. 21, vá- trygt fyrir 7512 kr. Á húsinu hvíla með 1. veðrétti 2400 kr. á 4°/0. Bygð lóð er 191 □ álnir, óbygð lóð 896 □ álnir, fæst fyrir 5000 kr., útborgun 1600 kr. fyrsta ár og 1100 kr. á tveim- ur árum með 4°/0 vexti. Tvíloftað hús í Bergstaðastræti, „Bjargar- steinn" kallað, vátrygt fyrir 2844 kr. Á húsinu hvíla 1400 kr. á 4V2 °/o með 1. veðrétti; bygð lóð 124 □ álnir, ó- bygð lóð 896 □ álnir, fæst fyrir 2500 kr. Útborgun 1100 kr. á tveimur árum. „Melur“ eða „Smiðjan" við Bræðraborgar- stíg, vátrygt fyrir 1311. Áhúsinuhvíla 250 kr., hvar af afborgast árlega 50 kr. ásamt vöxtum 4V8 °/oí bygð lóð 235 □ álnir, óbygð lóð 1897 □ álnir. Fæst fyrir 2000 kr., útborgun 1000 kr. og um 700 kr. á tveimur árum og 4°/0 vexti. Hús í Sauðagerði, vátrygt fyrir 1200 kr. Á húsinu hvíla 600 kr. á 41/,, °/0) fæst fyrir 1200 kr., útborgun 500 kr. strax og 100 kr. á ári. Bygð lóð 94 □ álnir, óbygð 2606 □ álnir. Lóð í Skuggahverfinu fyrir norðan Hissurs- bæ, „Litlabær“, um 1077 □ álna kál- garður, fæst fyrir 75 kr. Lóð í Skuggahverfinu við Lindargötu um 4081 □ álnir eftir lóðargjaldsskránui síðastl. ár, fæst fyrir 200 kr. Lysthafendur snúi sér til verzlunar undirskrifaðs. Reykjavík, 8. ágúst 1898. H. Th. A. Thomsen. E TS. T A P-A-K-K-A-L-I-T-I-R OQ HNrDIGtO (BLÁKKUSTEINN) FÆST HJÁ: C. ZIMSEiN. Mlnnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. IX1/*—1V». — Annar gæslustjðri við kl. 12—1. Söfnunarsjððurinn opinn 1 barnaskðlanum kl. 5—6 slð- degis 1. mánud. í hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá k].12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Fomgripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Baejarstjórnar-ínniir 1. og 3 fmtd. i mðm., kl. 5 siðdegis. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. fmtd. 1 mán., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 slðdegis. Ókeypis lækning á spltalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni V. Bernhöft (Hðtel Alexandra) 1. og 3. mánudag 1 mánuði hverjum. Reykjavík, 26 ágúst 1898. 34. tölublað. NAUTSHÚÐIR franskar fást mjög ódýrar hjá C. Zlmsen. Hugsanaflækjan. Svar til Haraldar Kíelssonar. Frá Guðm. Uannessyui. Þú hefur hlaupið langt yfir akamt, kunn- ingi, þegar þú last bréf mitt í „Bjarka“. Fyrri hluti þess er um orsakir vantrúar- innar1, en síðari hluti þess um ritdóm þinn. Grein þín og grein séra J. H. virt- ust mér eiga sammerkt í því aðalatriði, að telja bdygðir og illa breytni eiga sitt rétta heimili hjá vantrúarmönnunum. Hann seg- ir þetta blátt áfram; en þú virðist telja flestar góðar dygðir kristindóminum sam- vaxnar og frá honum runnar, svo nærri má um það fara, hvað eftir verði handa hin- um fráviltu sauðunum, vesalings vantrúar- mönnunum. Þessu vildi ég mótmæla og þetta virt- ist mér nauðalíkt rógi og honum af ósvífn- ara taginu, þó þér á engan hátt geti skil- ist það. Þú hefur þannig eigi fyllilega skilið hvað það var, „sem hleypti mér af stað“, til þess að skrifa grein mína í „Bjarka“. Það er vorkunn þó þeir reki fyrst aug- un í það sem aftast er, sem hebrezku lesa frá morgni til kvölds. Það, sem þér verður næst fyrir í grein þinni, er að fræða fólk á því, hve ramm- ur vantrúarmaður — eigum við ekki lield- ur að segja guðleysingi — ég sé; „sá langandvígasti kristinni trú að Þorst. Er- lingssyni undanskiidum“ og „ákafur óvin- ur kristindómsins i mörg ár“. Til þess að sanna mál þitt, tilfærir þú síðan privat- þekkingu þína á mér og gamlar viðræður okkar í Höfn. Mér er spurn: Á þetta að vera sönn- un fyrir ágæti kristindómsins eða dygð- um hinna rétttrúuðu guðsmanna? Vera má, en hjá mínum gömlu, breyzku vinum, vantrúarmönnunum, var það álitinn góður siður að úthrópa ekki prívatviðkynningu eða prívatsamtal manna, sízt að þarflausu. Heldur ekki var það álitið samboðið góð- um dreng að núa sjúkum meðbróður, heilsuleysi hans um nasir í hvert siun sem á hann er minst, en þetta gerir þú í hvert sinn, er þú minnist á Þorst. Erlings- son. Ég vænti, að hann þurfi áminningar með til þess að muna eftir veilum lung- um sínum og við og við blóðií hrákunum. Þið um það, hverri siðferðisreglu þið ') Yantrú = lifsskoðun, sem ekki er í samræmi við kirkjuunar kenningar. Ég held þessari orð- skýring sem sæmilega réttri. Orðið er eldra en nýjatestamentið og kemur fyrir í öllnm þeim heil. bókum, sem ég hef séð, að gamlatestamentinu undanteknu. Þar hef ég eigi hitt það. í kóran- inum kemur það fyrir á nokkrum stöðum og kallar Mohammed þá vantrúaða, sem eigi trúa kenning- um hans. Á sama hátt segir hvert kirkjufélag fyrir sig. fylgið, trúmenn og siðgæðisfrömuðir, en vantrúarmenn telja slíkt áthæfi „perfíd“ og skammast sín fyrir, ef þeim verðnr slíkt á. Áunars ranghermir þú samtál okkar. Ég sagði aldrei, að Kristur væri „varhuga- verð persóna", heldur sagði ég þér frá þvi, að í timaritinu „Jesus og Fornuften" væri sá dómur á hann lagður, að hann væri „en betænkelig persou“. Á þessu er talsverður munur. Ég kannast að öðru leyti fyllilega við það, að ég tel mig í flokki vantrúarmanna og er þess fullviss, að ég er þar í félagi við fjölda ágætismanna. Ég vil um leið benda þér á, að þú rangfœrir eigi állfátt í grein minni í Bjarka. Þessu hef ég veitt eftirtekt: Setningin: „Þú segir að kvæðið (ör- byrgð og auður) sé spegill, sem sýni trú- uðum mönnum aldarháttinn" er ranghermi. Ég segi (því orðin tók ég upp eftir J. Helgasyni): „Þannig myndi eiga að dœma ykkur — eftir ykkar eigin mœlikvarða“. Að „ég álíti kristindominn orsök hins illa í kristnum löndumu er mér óskiljandi hvernig þú færð út úr orðum mínnm. Þetta er tilhæfuleysa og misskilningur, sem ég er viss um að þú kannast við, ef þú athugar grein mína. Hvergi hef ég staðhæft, að „skynsemi nútíðarmanna sé betri en skynsemi for- feðranna", ekki heldur, „að kristindómur- inn geti ekki samrýmst skynsemi manna“. Um þetta getur þú sannfærst með því að lesa aftur grein mína. Svo virðist sem þér þyki eigi stórvægi- legt að rangfæra orð annara. Máske er það í samræmi við siðferðiskröfurnar í „Samkomum hinna kristnu manna“ í Höfn, en þar hef ég eigi s“igið fæti mínum inn, eins og þú segir. Yantrúarmennirnir álíta skyldu sína að segja satt1. Þá þykja þér athugasemdirnar við rit- dóm þinn um kvæði Þ. E. lítilfjörlegar, jafnvel broslega lítilfjörlegar. Mér virðist þú eigi veita því eftirtekt, að ég í grein minni geng fram lijáþví viljandi að þrátta um árásir kvæðanna á kirkju og kristin- dbm. Ég bjóst við „ströngum ritdómi“, en þó „réttlátum“ og hefði ekkert á móti því haft. „Audiatur etaltera pars“. Það sem ég einkum rak augun í í ritdómi þín- um var tvent: hversu alt siðgæði átti að vera kristindóminum saravaxið (cfr. J. H.) og að kvæðin voru rangfærð. Ég benti á tvö dæmi og álítur þú að sjálfsögðu mig fara rangt með bæði. Hvað þetta atriði saertir, þá vil ég geta þess, að ég þarf hvorki þig né aðra að spyrja um þetta. Ég var skáldinu gagn- kunnugur þegar hann orti kvæði þessi, og mér mun hann hafa einna fyrst lofað *) Ókunnugum til skýringarvil ég geta þess, að af gamalli viðkynningu hef ég þekt H. N. Bem sannorðan mann og Bómamann, þó honnm hafi orð- ið fótaskortur i „ísafold" og hann lent þar á breiða veginum, sem liggur til glötunar. að heyra þau. Ég hef átt tal við hann um bæði, skýríng mín hefur auk þess gengið gegn um hans hendur án allra at- hugasemda og til þess að bæta ofan á: kvæðin svo ljós, að þú ert sá fyrsti mað- ur, sem ég hef vitað misskilja þau, en að eins einn annan en þig á sama veg — en hann var einnig úr rétttrúaða flokkn- um. í fyrri grein þinni um kvæðið „arfur- inn“ virtist þér „heift“ koma fram í því. í síðari greininni er það „socialistisk heift“. Hvað er nú þessi „socialistiska heift“? Ég veit eigi betur en að „socialismu8“ sé eigi annað en sú stefna í stjórnmálum, sem auka vill sem mest völd ríkisins — samdráttarstefnan — í mótsetningu við anarkista. Stefna þessi eða flokksmenn hennar hafa að einkunnarorðum orðin: frelsi, jafnrétti og bróðerni, en trúbrögð öU segja þeir „privatu-mál. Eitt af tvennu er, að þú veitst ógerla hvað „socialismu8“ er eða þú botnar ekk- ert í kvæðum Þ. E. Hvar heldur hann fram þessari sérstöku stjórnmálastefnu? Alt þetta skrif í greinum þínum um „so- cialisme" er í mínum augum — buil. — Máske þarf einhverja sérstaka tegund heiftar og mannvonzku, að þínu áliti, til þess að halda fram þessari óhæfu: frelsi, jafnrétti, bróðerni. Það er að vísu auð- vitað, að 8é því fram fylgt, þá verða trú- aðir og vantrúaðir að umgangast sem bræður og „sjá hvorn annau í friði“, en þetta segir þú hina trúuðu ekki geta. Þá er líka úti um einkaleyfi fyrir réttum hug- myndum um lífið hinumegin grafarinnar, því jafnréttið réði og að líkindum mættu allir sætta sig við stórt og hispurslaust: „ignoramus41. Ég vænti hinum rélttrúuðu þyki þetta súrt í brotið. Þó ég vildi sleppa allri hinni nöpru „ironi“ í kvæðinu „arfurinn“ og þræða orð- ln sem þú, þá hjálpar jafnvel ekki það þínum málstað. Sigurvegarar hafa lengst af tekið bandingjana með við sigurfarir sínar og einmitt í því skyni að gera þær veglegri á þann hátt og sigurinn sætari. Ég vil minna þig á Rómverja. Söguna um Samson og Filisteana kannast allir við. Þér er máske minnisstæðari gamla klerkakenningin um það, að kvalir for- dæmdra muni auka á sælu hinna hólpnu í Paradís, en alls eigi rýra hana. Þetta kalla ég „kristið hatur“. í kvæðinu „örbyrgð og auður“ er inni- haldið í stuttu máli á þessa leið: „Alt er breytt. Fyr voru föstur og krossfesting holdsins hinn vissasti sáluhjálparvegur, nú vex auður og völd kirkjunnar manna þess hærra sem þeir komast. Fátækum geng- ur flest ervitt, hinir ríku sitja við altaris- hornið. Börn hinna ríku eru „kostuð“ til vegs og virðingar, fátæka skortir fé til að koma þeim á framfæri. í fangelsunum eru flestir fátæklingar, hinir ríku sleppa einhvern veginn við þau. Fátæklingunum líður hér illa og í líkræðunum er frek-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.