Ísland


Ísland - 25.08.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 25.08.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 135 einœitt á þeim tímum, taldir verata teg- und. Öðru máli er að gegna með einstaka muni á sýningunni, t.d. lýsi, fiður o.fl., sem hr. Lefolii hefur sent þangað, — það er ait mjög vandað. Athugasemd þessa höfum við ritað til leiðbeiningar þeim, er sækja sýninguna“. Öllum íslendingum, sem komið hafa á sýninguna, hefur þótt minkun að þeim munum, sem þar hafa verið sýndir héðan af landi. Og þótt það sé nú ekki nema rétt gert, að skýra sýningargestunum frá því opiaberlega á eftir, hvernig komu ís- lenzku munanna þangað sé varið, þá verð- ur því þó ekki bót mælt, að íslendingum er sjálfum um að kenna. — Hvers vegna láta þeir danskinn einan um að senda til sýningarinnar muni frá íslandi? T. ö. Paterson, millibilskonsúll Breta hér í sumar, skrifaði höfuðblaðinu í Lund- únum, „Times“, þá fregn, að hér í bæa- um gengi svo megn Tyfussótt, að hættu- legt væri fyrir útlenda ferðamenn að koma upp hingað. Er svo sagt, að margir af þeim Englendingum, sem þá voru ferð- búnir hingað, hafi ætlað að hætta við ferð- ina. En enskur maður, sem hér hafði verið í sumar, kom þá leiðréttingu inn í blaðið og sagði eins og er, að þetta yæri vitleysa tóm, svo að ferðinni var haldið áfram. Fregnina höfðu dönsk blöð eftir og svo hafa án efa fleiri blöð gert annarsstaðar, í þeim löndum, sem nokkur mök hafa við ísland eða Rvík. Sagt er, að Paterson hafl einnig að- varað enska flotann, sem ráðgert var að senda upp hingað í sumar, um að koma, og hafi hann því haldið til Noregs í þess stað. Séra Hafsteinn Pétursson í Winnipeg hefur sent „íslandi" bækling, sem hann hefur nýlega geflð út, og heitir „Tjald- búðin“. Er það frásögn um starfsemi safnaðar þess, sern hann myndaði þar vestra, þegar hann sagði skilið við íslenzk- lútherska kirkjufélagið, en sá söfuður heit- ir Tjaldbúðarsöfnuður. 17 eimdrekinn okkar paðan þýtur. Og eftir það í suðrið saman sem svanir ungir fljúgum við. — Brandwr Og þar? Einar Skal brúðkaup glymja garnan um gullið töfra-leiðslu svið; — því vit á þessum himin-hæðum, þann nelga morgun nú sem leið, án vigslu prests með veizlu-kvæðum þeir vigðu okkar gleðiskeið. Brandur Og hverjir? Einar Vinir kátir, kærir; við krúsarhljóm var lýst í bann hvert amaský, svo framhjá færi og fyndi’ ei okkar laufskreytt rann. Hvert orð í máli mælt þeir flæmdu, sem minna’ á kjörin völt og ströng og lukkubörn oss bæði dæmdu með blómsett hár og gleðí-söng. Brandur (stuttlega). Sæl, bæði þið! Einar Nei, bíðið þér; þá brún ég þekki, sýnist mér. Brandur (kuldalega). Þér þekkið mig? Ég yður eigi. 2 Danska blaðið „Politiken“ flytur i fyrra œáuuði greia eftir Jón Ólafsson um ís- lenzku pólitíkins og er þar lýst hlutdrægnis- laust hvernig horfurnar séu nú sem stend- ur. Svo erað heyra sem þetta sé inngangur að fleiri greinum, sem hann ætli að rita í dönsk blöð um sama efni. Frá fjallatiiidum til fiskiiniða. Barsmíðarnar á Flateyri. E>að sem sagt var hér í blaðinu 5. júlí um þetta mál, var, eins og þar er líka frá skýrt, haft eftir Haildóri kaupm. frá Þórustöðurn, sem þá var hér staddur. En frá afdrifum málsins er ekki rétt skýrt hér í blaðinu 27.f.m. og hafa öll Rvíkur- blöðin flutt rangar fregnir um þau eftir „íslandi“. Málið var aldrei dæmt í hér- aði, því þeir Holm og Halldór sættust heima og bað Holm þess, að málið yrði Iátið falla niður, en Halldór galt honum fé í skaðabætur. Nú hefur herra Holm sent „íslandi" svo hljóðandi yfirlýsing frá Halldóri: Alt, sem stendur í blaðinu „ísland“, frá 5. júlí næstliðið viðvíkjandi árásinni á factor S. H. Holm á Flateyri, og sömu- leiðis orð, sem standa um S. J. Nielsen á ísafirði, afturkallast hér með sem hrein og bein ösannindi. p. t. Flateyri 25. júlí 1898. H. Halldórsson, frá Þórustöðum. Vitundarvottar: Jens A. Guðmundsson, E. Br. Jónsson. Leiðrétting. Heiðruðum lesendum „íslands“ gefst hér með til þóknanlegrar vitundar, að skraf- finnur sá, er borið hefur ritstjóra „ísl.“ það, að lestamenn „Oddfélaganna" hafi vilst frá þeim og ekki komið til Kalmanns- tungu fyr en kl. 10 morguninn hins 1. þ. m., hafi farið með öfgar einar. Því lesta- mennirnir komu kl. 5 um morguninn, 2 stundum á eftir okkur. Að öðru leyti leyfi ég mér að skýrskota tii greinar minn- 18 Einar Á> skal það ei? Jú, sem ég segi ég sá yður i skóla; jú. — Brandur í skóla, — já, við bernsku bekki; ég barn var þá, en vaxinn nú. Einar Hvað, mun ég blektur: Brandur, þú! Jú, Brandur víst; nú þig ég þekki! Brandur Ég þekti þig frá fyrstu stund. Einar Ég heilsa þér með hug og mund. Nei, horfðu til mín! Jú hinn sami, sem vera vildi oftast einn, og aldrei var sá leiði-tami þótt hinir léki, — hreinn og beinn! Brandur Ég var hjá ykkur aðskots-dýr, en oft til þín mig miunir, hlýr. Þó sýndist mér þið syðra’ í landi ei sama kyns og ég, sem er úr harðri bygð hjá brimgum sandi við bjargafjöllin svört og ber. Einar Er bygð þín ekki einmitt hér? Brandur Jú, yfir hana stefnum vér. Einar Já, yfir hana, — og svo hvert? ar í blaðinu „Dagskrá", út komnu í dag, þar sem ég hefi gefið lítið ágrip af ferða- sögu okkar þennan sama dag. Reykjavík, 24. ágúst 1898. Þorgr. Guðmundsen. 31. f. m. andaðist séra Jón Jónsson á Hofi í Vopnafirði. Hann var fæddur á Klausturhólum 3. júlí 1830 og var faðir hans þar þá prestur, en Jón ólst upp hjá stjúpföður sínum, séra Haildóri Jónssyni á Mosfelli í Grímsnesi. Jón varð stúdent 1853 og útskrifaðist af prestaskólanum tveim árum síðar, varð þá aðstoðarprestur hjá stjúpa sínum á Mosfelli, en fékk sjálf- ur brauðið 1858. Hann var prófastur í Árnesprófastsdæmi 1867—73 og amtsráðs- maður var hann þar nokkur ár. 1882 fékk hann Hof í Vopnaflrði eftir eéra Hall- dór prófast Jónsson. En vopnfirðingar vildu þá fá fyrir prest séra Jón, son Ha!I- dórs prófasts, sem verið hafði aðstoðar- prestur hjá föður sínum og nú er prestur á Skeggjastöðum á Ströndum, og mislíkaði þeim stórum við veitingarvaldið, er annar fékk brauðið, svo að við sjálft lá, aðþeir segðu sig úr þjóðkirkjunni, eins og Reið- firðingar höfðu gert skömmu áður, og mynduðu fríkirkjusöfnuð. En séra Jóni tókst algerlega að útrýma þeirri misklíð og varð brátt vinsæll maðnr þar í hérað- inu. Hann var prófastur í N.-Múlasýslu nokkur ár. Séra Jón var tvígiftur, fyrst Sigríði Magnúsdóttur kammeráðs Stephen- sens í Vatnsdal, systur M. St. landshöfð- ingja, en hún lifði skamma stund eftir það; síðan giftist hann Þuríði Kjartans- dóttur Jónssonar prests í Skógum. Börn þeirra eru 6 á iífi, 4 dætur og 1 sonur. í ofviðrinu á þriðjudaginn skoiuðust út í Flóanum hér úti fyrir tveir menn af skipínu „Geir“ hér frá Rvík, eign Geirs kaupm. Zoega, Adolf, austan úr Stokks- eyrarhverfi, og Ólafur frá Sauðagerði hér vestan við bæinn. Við uppskipun úr gufubátnum „Reykja- vík“ á Eyrarbakka á laugardaginn var drukknuðu 2 menn, Guðjón Þorsteinsson fráMörk og JónJónsson frá Litlu-Háeyri. 19 Brandur Svo út úr henni fer ég þvert. Einar En ertu ei prestur? Brandur Prestur, en mitt prestakall ei þekkja menn. Einar Hvar hyggstu þá að hallast að? Brandur (kuldalega). Af hveiju viltu spyrja’ um það? Einar Jú — Brandur Skipið, sem þið ætlið á, skal einnig ferja mig um sjá. Einar Nú, — blessuð fregn! mín brúðkaups-skeið skal bera’ hann, Agnes, sömu leið. Brandur Ég fer í erfi fyrst um sinn. Agnes í erfi —? Einar Hver er hjúpi vafinn? Brandur Sá gnð, þú karl minn, kallar þinn, Agnes , (til Einars). Vaiiiöll heitir nýja húsið á Þingvöllum, sem nú er fullreist og vígt var á laugardaginn var. Þar var þá saman komið eitthvað nálægt 100 manns, flostir úr Rvík, en nokkrir úr Þingvallasveitinni og sveitun- um þar í kring. Hafði verið ráðgert að halda þar skemtisamkomu húsvígsludaginn, úr því að ekkert varð úr Þingvallafund- arkosningunum. En daginn á undan var drungaveður og fóru þvi færri austur héð- an sunnanað, en ella mundu hafa farið. Framan af laugardeginum var gott veður, en eftir miðjan daginn gerði rigningar- súldru og spilti hún fyrir skemtuninni. Ben. Sveinsson fyrv. sýslum. vígði húsið með ræðu og kvað það fyrst og fremst reist til að vera fundarhús handa þjóðleg- um samkomum á Þingvelli, en skyldi einnig notað til gistingar útlendum ferða- mönnum. Fyrir íslands minni mælti Tr. Gunnarsson bankastjóri, en tvö kvæði voru sungin milli ræðanna, annað eftir Einar Benediktsson ritstjóra, en hitt eftir Guðm. ritstj. Guðmundsson. Þá talaði þar einn- ig fröken Þorbjörg Sveinsdóttir og síðar fröken Ólafía Jóhannsdóttir; þótti sumum hennar ræða góð, en aðra hneixlaði hún og fanst þar altof lítið gert úr íslending- um. Sá, sem þetta skrifar, heyrði ekki ræðuna og kann því ekki hér í milli að dæma. En hitt er víst, að á eilífa for- feðraskruminu og þjóðarskjallinu ættu ís- lendingar að vera orðnir leiðir fyrir löngu. Húsið er enn eigi fullsmíðað að innan. Það er bygt í kross. í miðju er salur 12 X 12 ál. og 9 ál. á hæð, og er sér- staklega ætlaður til að vera fundarsalur. Út frá honum á tvo vegu liggja útbygg- ingar, nokkru lægri, 10 X 9 X 7 al. hvor og er gangur eftir báðum endilöng- um, en beggjamegin við ganginn eru smá- herbergi, ætluð ferðamönnum, í öðrum enda 6 herbergi, en í hinum 4, og að auki her- bergi handa húsverði. Útihús fylgir og er skírt Valhallardiikur; þar á að vera eldhús og geymsluhús fyrir farangur ferða- manna. í salnum eiga að koma bekkir hringinn í kring og svo smáborð með stólum til og frá um gólfið. En ekki verður húsið út- 20 Einar Brandur! Brandur Hjúpi harðvafinn skal hafinn út og þegar grafinn hver guð, sem tímans gauð og þý hér gasprar með nm land og bý. Ég kalla þar til komið mál í kör hann lá í þúsund ár! Einar Hvað, ertu heiil? Brandur Frá hvirfli í tær eins hraustur eins og fjallablær, en tímans sjúka synda-lið þarf sannarlega læknis við. Þið viljið leika, tifa á tá, og trúa blint, en ekki sjá, — og klaða þunga öllum á hinn eina, sem þið heyrið sagt að sektar-okið á sé iagt. Fyrst hann sig lét af háði kransa, þið hafa þykist leyfi’ að dansa. Nú, stígið dans og dans, — en hvert? það dylst um stund, en verður bert. Einar Á, kom það þar? Hinn sami són, sem’ Bungínn er um borg og frón. Þú fylgir hinni ungu öld, sem ávalt hrópar syndagjöld, og hræðir sem með satans glóð í sekk og ösku vora þjóð.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.