Ísland


Ísland - 14.09.1898, Page 2

Ísland - 14.09.1898, Page 2
138 ISLAND. „ÍSLA»TD“ kenmr út & hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., tit um land 4 kr., erlendis 4 kr. 60 au. Ritstjðri: Þorsteinn Gíslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þinglioltsstr. Prentað i Félagsprentsmiðjunni. er að hverfa. Bráðum verður hætt að telja eiginlegleika guðs á fingrunum, eins og nú er gert, þó furðanlegt sé. Menn fara smámsaman að sjá, að guð með þeim eiginlegleikum er ekki annað en stækk- aður maður, og yfirgefa það, sem Eng- lendingurinn kallar „anthropocentric point of view“. Þið, sem haldið dauðahaldi í hvern forn- an orðsins bókstaf, eruð í mínum augum hinir óþörfustu menn, enda starf ykkar árangurslítið. Ykkur fer likt og mönnun- um, sem ekki vildu trúa því að jörðin snerist og hugðn alt út um þúfur fara ef svo væri, ekki sízt kristindóminn. Þeir dóu að vísu með þeirri sannfær- ingu, að jörðin stæði grafkyr, en eftir- komendurnir fengu aðra sannfæringu, sem reynst heflr stórum betri, þrátt fyrir all- ar fullvissanir gömlu mannanna. Og mennirnir urðu ekki óguðlegri fyrir það. Akureyri, 8% ’98. Skáldlaun. Blöðin hafa öðru hvoru flutt ákúrur til þingsins fyrir það, að það hefir veitt Þorsteini Erlingssyni og Jóni Ólafssyni lítilsháttar fjárstyrk í viðurkenningarskyni fyrir starf þeirra í þarfir ísl. bókmenta. Raddir þessar hafa komið utan af landinu í fréttabréfum og er víst ætlazt tii, að þær séu skoðaðar sem almenningsraddir. Það er að vísu vítalaust, þótt blöðin flytji þessar raddir, fyrst þær eru til. En það er sorglegt, að þeir menn, sem hugsa og rita um landsins gagn og nauðsynjar, skuli hafa svo þröngan sjóndeildarhring, að þeir telja öllu því fé kastað á glæ, sem varið er til bókmenta þjóðarinnar. Það er auðvitað mál, að landssjóðurinn verður fyrst og fremst að styrkja atvinnu- vegi landsins. — En þó þeir menn kunni að vera til, sem álíta, að hann eigi ekki að styrkja aðrar andlegar framkvæmdir en þær, sem heyra undir kirkju og kenslu- mál, þá er ég sannfærður um, að hann verður líka að hlúa að bókmentum þjóð- ar vorrar, ef þær eiga að blómgast og þrífast, og sá tími mun koma, að hann gerir það. Það þarf ekki minstu tegund spásagn- argáfu til þess að fullyrða þetta og stað- hæfa, — ekki nema agnar-ögn af skyn- semi og þekkingu. Það er sem sé að eins um tvo vegi að ræða, hér hjá oss, annaðhvort: svo sem engar bókmentir, eða þá: styrktar af lands fé. Orsökin er þessi: Sökum kaupenda- fæðar geta svo sem engar bókmentir þrif- izt hér eða staðizt af eigin ramleik. Það er svo gott að vita, að framleiðend- ur bókmentanna eru menn, sem þurfa að lifa, þurfa að éta og drekka, klœðast og og hafa húsaskjól. Og þeir þurfa meira: Innri maður þeirra, eða sálin, þarf líka sinn skerf. Ofninn verður að hafa elds- neyti, ef hann á að hita út frá sér. Eins er um rithöfundinn. Hann þarf að taka við miklu, ná í mikið, til þess að geta gefið mikið frá sér aftur. Auk þess eru rithöfundar vanalega einhleypir menn og takmarkaðir í flestum greinum, nema ein- hverri ákveðinni. Af þessu leiðir það, að þeir geta ekki lif&ð á þeim atvinnugrein- um, sem þorri manna stundar og lifir af. Þeir eru ekki færir um að hafa mörg járn í sama eldinum. Þegar þeir lenda svo í klípunni og brenna öll járnin, brenna þeir sjálfa sig lika á höndunum og stund- um smiðjuna með öilu saman. Með öðrum orðum: þeir ganga sjálfir til þurðar ásamt hugmyndum sínum og öllu verkefni sínu. Verkin sýna merkin hérálandi: Hvers- vegna eru flest ísl. skáld „pessimistar11 —■ þ. e. bölþrungin í kvæðum sínum? Harð- drægni Iands vors og óblíða náttúrunnar eiga sjálfsagt sinn hlut í þessu. En fá- tækt sjálfra þeirra og skókreppa sú, sem hefur krept að fótum þeirra, er eðlilega aðalorsökin. Hvaða sanngirni og vit er í því athæfi, að svelta listamenn þjóðarinnar, svo að „á þeim sjái“ eins og Bólu-Hjálmar? Er ekki kominn tími til þess, að hætta að krossfesta þann, sem lýðurinn hnígur að og hlustar á, en ala landeyður og leti- maga? Ber það vott um þjóðfélagsþroska, að ala landeyðuna og opna fyrir henni pyngju félagsskipunarinnar, en synja konungum hugmyndanna daglegs brauðs, þegar þá skortir það? Eða er það skoðun almenuings, að eng- ir rithöfundar né skáld ættu að vera til? Yill þjóðin ekki vera talin meðal siðaðra þjóða? Yeit hún ekki, að þess vegna erum vér íslendingar taldir siðaðir menn, að hér hafa verið sagnaritarar og skáld? Ef vér hefðum engar bókmentir átt, myndum vér vera taldir með eskimóum. Þingið gerði sér það til vanvirðu hérna um árið, að synja Gesti Pálssyni um lítils- háttar skáldstyrk. Þá voru hæfileikar hans ekki viðurkendir alment. En nú er orð3týr hans floginn suður að Alpafjöllum og austur að Rússlandi. Yér höfum engin ráð á því, að vekja eftirtekt á okkur með verknaðarfram- kvæmdum, herbrestum eða höfðatölunni einni saman. Annaðhvort verðum vér að gera það með pennanum, eða láta það al- veg ógert. Einhver bréfriti í „Þjóðólfi“ gat þess í vetur í sambandi við fjárveitinguna til J. Ó., að gömln sagnaritararnir hefðu ekki betlað til landssjóðs eða notið styrks af alþjóðarfé. — Þeir báðu ekki um styrk; en þeir nutu samt góðs af fé almennings. Það er víst, að sagnaritararnir voru múnk- ar. En múnkar aliir höfðu uppeldi sitt og framfærslu af opinberum þjóðareignum. Og alveg er óhætt að fullyrða það, að ef þeir hefðu ekki notið þessara hlunn- inda, myndu fornsögur vorar vera óritaðar enn i dag, steingleymdar og grafnar — eða efni þeirra réttara sagt — undir rúst- um, sem aldrei hefðu orðið rofnar að ei- lífu. Vér höfum því dæmin fyrir oss degin- um ljósari, dæmi þess, að rithöfundastyrk- ur ber sýnxlegan ávöxt. Eins og nú er högum háttað hér á landi, er enginn maður matvinnungur, auk heldur meira, sem fæst við ritstörf, að blaðastjórum einum undanteknum. Það verður heldur ekki sagt með sanni að þingið hafi ausið fé landsins í ritstarfa- menn. Landssjóður er ekki févana fyrir þá sök. Þess hefur verið getið einhvern tíma, að hálfgerður fátækrastyrks-svipur væri á „skáldlaunum11 þeim, sem einstökum mönn- um hefur verið veittur, og hefur sumum fundizt, sem þiggjendurnir væru lítilsvirtir með slíkri náð. Mér finst það vera að deila um skegg keisarans að taka þannig í málið. Aðalatriðið er þetta: að rétta hverjum sem er þá hjálparhönd, sem hon- um er gagnlegust. Svöngum manni og klæð- litlum verður ekki betra gert, en miðla hon- um þeim hlutum, sem hann vanhagar mest um: fæði og klæði. Og ef maðurinn sveltur, eða frýs til bana, þá getur hann þó ekki iðkað list sína eða notið hæfileikanna- Mér kemur í hag, það sem Carlyle segir einhversstaðar: „Ég heyri sagt, að frelsi sé guðdóm- legur hlutur. En ef frelsið verður að frelsi, til þess að svelta til bana, þá er það ekki lengur guðdóm- Iegt.“ Það er þetta frelsi, sem ísl. þjóðin vill veita rithöfundum sínum og skáidum og hefur veitt þeim. „Ljótt er ef satt er, en. satt mun þó vera“, sagði maðurinn, þegar hann heyrði löginálshótanir meistara Jóns. Enn þá er eitt ótalið, sem hefur mikla þýðingu í þessu máli: Þáttur sá, sem bókmentir þjóðanna hafa átt og eiga í því að hefja menninguna — sjálfa atvinnu- vegina. Góðir atvinnuvegir og velraegun hefja bókmentirnar, og bókmentirnir hefja þau. Reynsla annara þjóða sýuir þetta áþreif- anlega og er það viðurkent hvervetna um siðuð lönd, nema hér á landi. Falleg kvæði lypta huganum og létta hann. Heilbrigðin er förunautur gleðinn- ar og framkvæmdirnar eru dætur heil- brigðinnar. — G-óðar sögur sýna lesti og kosti manna og þjóða, kenna að varast brestina, en keppas eftír góða hlutskift- inu. Leikritin sýna daglegt líf með Ijós- um litum — sýna atburðina með holdi og blóði. — Þannig vinna bókmentirnar að menningu og framför, líkamlegri og og andlegri. Þær bæta þennan heim, sem séður verður og hægt er að þreifa á; og þær opna fyrir hugsjónunum þá veröld, sem ekki verður sýnd á landabréfum, eða lögð í lófann. Ég hefi nú sagt skoðun mína á þessu máli. Ég gat ekki þagað það alveg fram af mér, enda veitir ekki af, að opnuð séu augu sumra manna í þessu efni, svo „hald- in“ sem þau eru. Ég vil þó ekki leggja til, að þingið setji skáld vor á föst „sómasamleg“ laun. Bæði verður að líta á fjárhaginn, sem er þröngur og á hugsunarháttinn: að hneixla smælingjana sem minst. En fátækum skáldum og rithöfundum verður að veita styrk jafnt og þétt. Bókmentunum verð- ur ekki bjargað frá dauða með öðrum hætti. En ef þoir og þær verða látin deyja, þá er meira en drengskapur þjóðar- innar og sæmd í veði. Þjóðin sjálf er þá á helvegi. „Verður er verkmaðurinn launa sinna“. Hér á landi geta allir vinnufærir menn unnið fyrir kaupi. En rithöfundarnir eru ekki matvinnungar. Og þó munu ekki aðrir ganga þreyttari til hvílu sinnar en synir og dætur Braga og Iðunnar. G. F. Bending til „Þjóðdlfs“. í 41. tbl. „Þjóðólfs“ getar ritstjórinn þess í athugasemd við grein hr. Eggerts Guðmundssonar um Jeye’s Fluid að „dýra- læknirinn hafi verið beðinn að gefa al- menningi reglur fyrir hæfilegri blöndun baðlyfsins, og þyrfti hann að birta þær sem fyrst í blöðunum, því að þótt hann hafi áður eitthvað minst á þetta í sér- stökum bæklingi þá er hætt við, að öllum þorra almennings sé það ekki nógu vel kunnugt“. Eigi hirði ég að skrifa fyrir „Þjóðólf“ sérstakan leiðarvísi um baðlyfjablöndun af þeirri ástæðu, að það er trúa míu, að flestir þeir, sem lesa nokkuð — undantek eg þá, sem aðeins lesa „Þjóðólf“ — og hafa áhuga á þessu málefni, viti nú orð- ið fyllilega, hvernig ég hefi ráðlagt að blanda Jeye’s Fluid eða Kreolín til böð- unar; sé ekki svo, get eg ekki talið það mína skuld. Að almenningi gæti verið fullkunnugt um blöndunarhlutfall þessa baðlyfs við kláða, mætti ætla af þyí 1., að hinum sérstaka bækling, sem ritstj. talar um, var útbýtt af amtmanni um alt Norður- og Austuramtið, 2. að Búnaðarfélag Suð- uramtsins hefur útbýtt 400 eintökum í sínu amti, 3. að „Búnaðarritið“ hefur fært öllum kaupeDdum sínura hann, 4. að ég hefi skrifað sérstakan leiðarvísi um Kreo- lín og karbólsýruböð fyrir Reykjavíkur- apótek til útbýtingar meðal allra þeirra, er keyptu baðlyf þar, 5. að þessi sami leiðarvísir var prentaður 27. marz 1897 í blaðinu „ísland“, 6. að eg ennfremur hefi skrifað um þetta greinarstúf, sem prent- aður var í „íslandi" 29. maí 1897 og um sama leyti í öllum Reykjavíkurblöðunum nema „Þjóðólfi“, sem ófáanlegur var til þess að taka hann upp í sig, þótt eg beiddist þess, og loks af því 7. að eg hefi getið um þetta í greinarkorni, sem prent- að er í „ísIaDdi“ 23. okt. ’97. Þetta virðist mér vera nægilegt, en þyki ritstj. „Þjóðólfs“ eitthvað upp á vanta, að blöndunarhlutfall baðlyfs þessa sé nægi- lega brýnt fyrir almenningi, skora eg á hann að prenta í næsta blaði sínu alla þá greinarstúfa, sem eg hér hefi bent hon- um á. 8'/»-’98. Magnús Einarsson. Ófriðarlok. Eftir orustuna við St. Iago, og eftir að floti Spáuverja var gjöreyddur af Banda- mönnum, var ófriðurinn að kalla mátti úti. — Bandamenn sendu herdeild til Porto- rico, og tóku eyna mótstöðulítið, því að Spánverjar áttu þar lítið lið, og höfðu ekki getað sent þangað herlið til varnar, meðan á ófriðnum stóð. Enufreinur gerðu Bandamenn her og flota til Filippseyjanna, er þegar voru að miklu leyti í höndum uppreisnarmanna. Eftir litla hríð gafst höfuðborgin Manila á vald Bandamanna, orustulaust. Nú höfðu Bandamenn í hendi sér allar nýlendur Spánar vestan hafs, og Filipps- eyjar austan, svo nú var ekki um annað að gera fyrir Spánverja, en annaðhvort að búazt til að verja Bandamönnum land-

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.